Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu
Dagur sauðkindarinnar var haldinn hátíðlegur í Skeiðvangi Hvolsvelli 18. október sl. Það var Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu sá um daginn sem var haldinn í 7. sinn.
Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. Eins voru verðlaun fyrri ræktunarbú ársins í Rangárvallasýslu, bestu 5 vetra ána, litfegursta lambið að mati gesta, þyngsta dilkinn í sýslunni og bestu gimbrina. Efstu lambhrútar urðu:
1. Nr. 78 frá Tjaldhólum með 37,5 stig fyrir BML og 89 heildarstig. F: Stikill Næfurholti .
2. Nr. 118 frá Álfhólum með 37,5 stig fyrir BML og 88 heildarstig. F: Svalur Álfhólum.
3. Nr. 31 frá Tjaldhólum með 37 stig fyrir BML og 88.5 heildarstig. F: Stikill Næfurholti.
Veturgamlir hrútar.
1. 13-334 Álfur frá Djúpadal með 37 stig BML og 87 heildarstig F: Styrkur Álfhólum
2. 13-301 Kristall frá Búð með 36 stig BML og 87 heildarstig. F: Birkir Bjarnastöðum.
3. 13-082 Pistill frá Austvaðsholti með 37 BML og 88 heildarstig. F: Púki Bergstöðum
Gimbrar.
1. Nr. 294 frá Teigi 1 með 9.5 fyrir frampart 19.5 læri.
2. Nr. 59 frá Hemlu með 9.5 fyrir framp. 19.5 læri.
3. Nr. 120 frá Kaldbak með 9 fyrir framp. 19 læri.
Gestir völdu litfegursta lambið og var valin svartflekkótt gimbur frá Bergi Guðgeirssyni Hellu.
Verðlaun voru veitt fyrir 5 vetra ær sem standa efstar í kynbótamati í sýslunni. Efstu 6 ærnar voru frá Skarði. Efsta ærin var 09-035 frá Skarði með 119.8 stig.
Veitt voru verðlaun fyrir þyngsta dilk úr sýslunni lagðan inn hjá SS nú í haust. Hann var frá Sigurði Sigurðarsyni Þjóðólfshaga og vó 32.7 kg.
Þá var útnefnt ræktunarbú Rangárvallasýslu 2013. Skarð í Landsveit.
Styrktaraðilar sýningarinnar voru KS, SS sem gaf gestum kjötsúpu og Ítalíulæri fyrir þyngsta dilkinn. Aurasel og Fóðurblandan lánuðu grindur.
Verðlaunagripir voru útskornir af Ragnhildi Magnúsdóttur í Gígjarhólskoti og mynd máluð af Gunnhildi Jónsdóttur Berjanesi.
Maja í Skinnhúfu sýndi ullarvinnslu.
Í lokin voru boðin upp 3 lömb sem voru gefin til að standa undir kostnaði og einnig einn forystuhrútur.
Gestir á sýningunni voru um 300.
(Frétt frá Einar G. Magnússyni og myndir frá Sigríði H. Heiðmundsdóttur)