Dómar á holdagripum hjá Nautís
Þær Ditte Clausen og Linda Margrét Gunnnarsdóttir RML komu í heimsókn til Nautís til að dæma og meta þá holdagripi sem eru í einangrun þar. Um er að ræða 5 naut og 11 kvígur en nautin og amk 7 kvígur verða boðnar til kaups fljótlega. Þær stöllur fóru til Noregs á dögunum til að læra að meta holdagripi hjá Kristian Heggelund sem er ræktunarsérfræðingur hjá Tyr í Noregi. Einangrunartímabilinu lýkur í lok júní og verða sölugripirnir kynntir fljótlega í Bændablaðinu