Endurmenntun frjótækna
Síðasta haust fóru 15 íslenskir frjótæknar á endurmenntunarnámskeið hjá Viking Genetics í Álaborg í Danmörku. Námskeiðið sem stóð í rúma 3 daga var í alla staði mjög vel heppnað. Í 2 daga var verið í sláturhúsi og farið vel yfir líffæra og lífeðlisfræði legsins. Þá var 1 dagur með frjótækni um nærliggjandi sveitir. Í haust er svo fyrirhugað að endurtaka leikinn og mun svipaður fjöldi frjótækna sækja námskeiðið. Þá er Davíð Bragason sem sinnt hefur afleysingum á Suðurlandi í rúmt ár með góðum árangri á grunnnámskeiði fyrir frjótækna nú í Álaborg. Námskeiðið hófst í byrjun ágúst og stendur í 12 mánuði