Engir hrútafundir

Sökum mikils smitálags af völdum kórónuveirunnar var ákveðið að halda ekki hina árlegu kynningarfundi um hrútakost stöðvarinnar ásamt erindi um ræktunarstarfið og verðlaunaveitingu fyrir hæst stiguðustu hrútlömbin í haust. Ráðunautar RML munu verða með kynningu á hrútunum í vefútgáfu. Hrútaskráin kemur út í næstu viku og verður hægt að nálgast hana hjá Búnaðarsambandinu að Austurvegi 1 Selfossi, Pétri Halldórssyni Hvolsvelli og Fanneyju Ólöfu á Klaustri. Myndin er af Viðari frá Bergsstöðum í Miðfirði sem kemur vel út í lambaskoðun og kynbótamati.