Enn samdráttur í sölu kjöts
Sala á kjöti dregst enn saman samkvæmt yfirliti frá Bændasamtökunum fyrir júlí s.l. Alls nemur samdrátturinn 4,1% á ársgrundvelli. Mestur er samdrátturinn í sölu hrossakjöts eða 22,4% og síðan á alifuglakjöti eða 6,4%. Kindakjötssalan hefur dregist saman um 4,6% en segja má að nauta- og svínakjötið haldi nokkuð sínu með samdrátt upp á 1,7% og 0,6%. Heildarsala á kjöti síðustu 12 mánuði 23.156 tonn.
Alifuglakjötið hefur sem fyrr mesta hlutdeild eða 29,6%, þá koma kinda- og svínakjöt með 26% hlutdeild hvort, nautakjötið hefur 16,3% hlutdeild og hrossakjötið rekur lestina með 2,1% hlutdeild.
Sjá nánar:
Framleiðsla, sala og birgðir búvara – júlí 2011