Erfðarannsóknir á sauðfé
Dr. John McEwan, vísindamaður við AgResearch Invermay, Nýja Sjálandi, mun halda erindi um erfðarannsóknir á sauðfé í dag, mánudaginn 2. nóvember, í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti.. Yfirskrift erindisins er „Einkirnabreytileikar í sauðfé – greining og hagnýting“.
Í erindinu verður fjallað um raðgreiningu á erfðamengi sauðfjár í heild sinni,
þróunarvinnu sem leiddi af sér flögu sem gerir vísindamönnum kleift að greina þúsundir einkirnabreytileika í sauðfé, og hvernig nota má þessi tæki í rannsóknum á eingena eiginleikum og við kynbætur á sauðfé. Dæmi um eiginleika þar sem þetta nýtist eru gulur litur á kjötfitu og hornalag sauðfjár.
Kynbætur með erfðamengjavali eru mjög ofarlega á baugi í búfjárkynbótum
víða um heim og rannsóknir sem hér verður greint frá, eru í fararbroddi
í heiminum varðandi uppbyggingu þessara aðferða í sauðfjárrækt.
John McEwan er vísindamaður í erfða- og kynbótafræði við AgResearch
stofnunina á Nýja-Sjálandi, sem öflug rannsóknastofnun í landbúnaði.
Hann hefur stundað rannsóknir í sameindaerfðafræði bæði á sauðfé og
nautgripum, með sérstaka áherslu á raðgreiningu erfðamengis sauðfjár og
kynbætur með erfðamengjavali. John hefur birt fjölda greina á sínu
sviði og var meðal annars í fararbroddi við aðgreiningu á erfðamengi
sauðfjár og hönnun á flögu til greiningar á einkirnabreytileikum.
Málstofan verður send út á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands. www.lbhi.is