Félagsráðsfundur FKS 11. des. 2007
Fundur í félagsráði Félags kúabænda á Suðurlandi
þriðjudaginn 11. desember 2007
Fundarsalur MS á Selfossi
1. Fundarsetning
Sigurður Loftsson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og kynnti dagskrá.
2. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2008
Formaður kynnti tillögu stjórnar um aðalfund þriðjudaginn 29.janúar 2008 í Árhúsum á Hellu kl. 11.30. Tillagan samþykkt.
Rætt um fyrirlesara á fundinn auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Einkum staðnæmst við fulltrúa launafólks í verðlagsnefnd búvara og þá einkum um fyrirkomulag verðlagningar búvara til framtíðar.
Samþykkt með fyrirvara ef ekki koma önnur brýnni mál til umræðu.
Rætt um fyrirkomulag kosninga á aðalfundinum auk skipunar í kjörnefnd til starfa fyrir aðalfund.
Samþykkt að stjórn tilefni menn í kjörnefnd í umboði félagsráðs.
Samkvæmt nýlegum breytingum á lögum félagsins er formaður kosinn beinni kosningu og ekki kosinn í félagsráðið. Formaður, Sigurður Loftsson, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa sem formaður félagsins og því ekki kjörgengur í félagsráðskosningu.
Samþykkt að leita eftir heimild aðalfundar um að Félag kúabænda á Suðurlandi leggi til breytingu á samþykktum LK sem snertir 5. grein, nánar tiltekið um kjör aðalfundarfulltrúa inn á aðalfund LK. Tillagan verði efnislega á þá leið bætt verði við greinina ákvæði að ef starfrækt er innan viðkomandi aðildarfélags trúnaðarmannaráð, sem kosið er á aðalfundi, sé aðalfundi viðkomandi félags heimilt að vísa fulltrúakjöri á aðalfund LK þangað í stað beinnar kosningar á aðalfundi hvers félags.
3. Verðlagsmál mjólkur, staða og horfur
Formaður ræddi stöðu mála. Hækkunarþörfin er veruleg bæði á framleiðendahlið og hjá iðnaðinum. Væntanlega skýrast mál þar fljótlega með tilliti til verðlagningar um áramót.
4. Endurskoðun á starfsemi Búnaðarsambandsins
Formaður kynnti stöðu málsins, enginn fundur hefur verið haldinn í nefndinni ennþá en verður væntanlega fyrir jól. Formaður fór yfir fyrirliggjandi minnispunkta sem fylgdu með fundarboði þessa fundar.
Ómar: Gagnrýndi búnaðargjaldið sem slíkt, þetta er barn síns tíma og ætti að leggja af sem fyrst.
Arnheiður: Taldi að eðlilegt væri í byrjun þessa starfs að miða við tillögur Sigurðar.
Elín: Velti fyrir sér þeim óljósum skilum um, hver sé að borga fyrir hvað.
Runólfur: Sagði stuttlega frá vinnutímaskráningu Bssl
Ólafur: Líta þurfi líka á verkefni BÍ – viðhorf bænda eru lítils metin þar.
Gunnar: Hann hefur nýtt sér þessa þjónustu undanfarin og ekki má vanmeta þá starfsemi sem þarna er til staðar, hún er öflug en ávallt má leita leiða til að skerpa áherslur í starfi.
Birna: Sagði sína skoðun að létta yrði af búnaðargjaldinu – hún eins og fleiri nýttu sér þjónustuna og myndu greiða hana beint áfram ef hún stæði áfram undir væntingum.
Bóel: Telur innlegg formanns góða byrjun.
Þórir: Boðskipti þarf að efla milli Bssl og bænda – búnaðargjaldið þyrfti að lækka en við höfum styrk af að halda þessari starfsemi áfram.
Grétar: Þessu skipulagi verður ekki breytt á einum degi, hins vegar með lækkun búnaðargjalds kemur meiri kostnaðarvitund og jafnframt meiri metnaður. Nefndi reynslu sína af ráðgjöf erlendis frá í garðræktinni.
Formaður rifjaði upp umræðu um Lánasjóðs landbúnaðarins þegar hann var lagður niður auk tillagna um að hætta inngreiðslum búnaðargjalds í Bjargráðasjóð. Jafnframt eru inngreiðslur í gegnum búnaðargjaldið orðnar mjög mismunandi vegna mismunar í bústærð. Nauðsynlegt er að fara búa sig undir aukna kostnaðarvitund bæði hjá notendum og starfsmönnum.
Gunnar: Eru einhverjar skoðanir innan stjórnar Bssl um þessi mál ?
Formaður: Sagðist ekki hafa rætt það í þessu samhengi við þá aðila. Hann meti stöðuna svo að þörf sé að hefja starf nefndarinnar sem fyrst til að þoka málum áleiðis.
5. Landbúnaðarsýningin 22.-24. ágúst á Hellu
Formaður greindi frá stöðu mála. Framkvæmdanefnd sýningarinnar hefur hafið störf en í henni eiga sæti Kjartan Ólafsson formaður, Sigurbjartur Pálsson og Sigurður Loftsson. Byrjað er að funda með ýmsum aðilum m.a vélasölum og forráðamönnum á Gaddstaðaflötum. Sérstök kúasýningarnefnd verður í tengslum við aðalsýninguna.
6. Bjargráðasjóður
Nauðsynlegt út frá stöðu sjóðsins og útgreiðslum úr búnaðardeildinni að meta iðgjaldsstofn upp á nýtt eða leita annarra tryggingaleiða. LK er að ræða við tryggingafélög um mögulegar gripa- og afurðatryggingar og eins varðandi rekstrarstöðvunartryggingar. Sveitarfélögin hafa haft uppi skoðanir um að hætta inngreiðslum í almennu deildina. Í undirbúningi er skoðanakönnun á vegum BÍ um Bjargráðasjóð. Auk þess sem í gangi er nefndarstarf á vegum félagsmálaráðuneytisins um framtíð Bjargráðasjóðs.
7. Stefnumótunarhópur LK
Formaður sagði frá 1.fundi hóps um stefnumótun m.t.t. næsta mjólkursamnings. Nefndaskipan var kynnt á haustfundum LK. Á fyrsta fundi var m.a. rætt um að vinna úttekt á stöðu greinarinnar með hliðsjón af mjólkurframleiðslu í nágrannalöndum. Auk þess er væntanlegt málþing um svipað efni. Stefnt er að hópurinn skil af sér áliti á aðalfundi LK 2009.
Bóel spurði um grænar greiðslur í núgildandi samningi og tengingu við skýrsluskil og velti fyrir sér hvort ekki ætti að frekar að greiða þetta frekar á t.d. úrvalsmjólk.
Formaður sagði þessi mál í vinnnslu en samninganefndin hefur lítið fundað síðustu misseri en gæta þyrfti að hvers konar stuðningur þetta væri, svona greiðslur væru vandmeðfarnar.
8. Skipan þriggja manna í nefnd vegna árshátíðar kúabænda 2008
Formaður sagði frá því að aðalfundur LK verði haldinn á Selfossi 4. til 5. apríl. Í tengslum við fundinn verður haldin árshátíð kúabænda laugardagskvöldið 5. apríl. Ákveðið að fundarmenn sendi stjórn tillögu um nefndarfólk sem fyrst.
9. Önnur mál
Þórir nefndi brunavarnarmálin og nauðsyn þess að kynna þau mál nánar þó svo að slíkt hefði þegar verið gert á heimasíðu Bssl.
Runólfur nefndi að á síðasta stjórnarfundi Bssl hefði þessi mál verið til umræðu og væntanlega hefðu verið kynntar einhverjar tillögu um framvindu málsins
Fleira ekki gert og fundið slitið kl.15.15
Runólfur Sigursveinsson