Félagsráðsfundur FKS 23. nóvember 2015

Félagsráðsfundur FKS fundarsal MS Selfossi 23. nóvember 2015
Fundur settur kl. 11.00.Jói, Hildisey – Stefnumörkun um búvörusamninga
Áherslur og samningsmarkmið búvörusamninga rædd á Aðalfundi LK í vor. Ályktun frá fundi: Horfið frá kvótakerfi, opinberri verðlagningu til bænda verði hætt, jafnt aðgengi bænda að markaði í gegnum afurðastöðvar, samið um tollvernd o.fl. Ályktun búnaðarþings höfð til hliðsjónar. Stjórnvöld með sínar áherslur. Stuðningur eigngerist ekki, stjórnvöld skipti sér ekki að því hvað bændur geri á sínum jörðum. Bændum hugnast ekki sérstaklega. Samningar staðið í rúmlega 2 mánuði, mikið gerist síðustu viku. Vilji landbúnaðarráðherra að verja núverandi stuðningsgreiðslur. Koma á móts við rekstrarkostnað einangrunarstöðvar. Eins til að hjálpa nautakjötsframleiðslu. En spurning hvað fjármálaráðherra gerir með fjárvöldin. Samningstími 10 ár og stuðningsgreiðslur nýtist starfsandi bændum betur. Verði horfið frá kvótakerfi. Endurskoðunarákvæði 2019 og oftar. Varnagli. Sérstök framleiðsla undanfarin ár, mikil sveifla í sölu og framleiðslu. Endurskoðunarákvæði aftur 2023 og þá undirbúningur fyrir næsta samning. Heildargreiðslumark sett fast 2017 og aflagt 2021 og má seinka eða flýta eftir því hvernig gengur. A-greiðslur minnka og færast yfir á aðra liði samnings. Framsal verði hætt frá 1. jan 2017. Framreiknað andvirði A-greiðslna kjósi menn að hætta. B- og C-greiðslur verða slegnar saman í eina greiðslu og greitt á alla innvegna mjólk jafnt innan greiðslumarks og utan. Gripagreiðslur tvöfaldar á 1. ári samnings (bil milli burða sé ekki meira en 730 dagar). Kynbótafé og óframleiðslutengdur stuðningur óbreyttur. Jarðrækt, nýliðun þróunarfé flutt í rammasamning þar sem ákveðnir liðir eru sameiginleir í öllum greinum (gamli búnaðarlagasamningur). Nautakjöt: stuðningur vegna aukinna gæða nautakjöts tekið upp. Greitt á ákveðna flokka í EUROP-mati. Fjárfestingastuðningur – bæði til breytinga og nýframkvæmda – allt að 40% stofnkostnaður en þó aldrei meira ne 10% af heildarupphæð. Ná inn auknum fjármunum fyrir nautakjöt og fjárfestingastuðning. Afurðaverð – áfram heimild að hafa eitt verð og framkomu á markaði. Söfnun, úrvinnsla og dreifing sama og áður. Bókhaldslegur aðskilnaður innanlands og utanlandsbókhalds afurðastöðva. Erlendar tekjur MS að rétta rekstur innanlands. Verðlagning ársfjórðungslega. Horfið frá beinum opinberum afskiptum verðlagningar mjólkur. Mikilvægt í ljósi tollasamnings að afurðastöðvar hafi frelsi til að verðleggja vörur úti í verslunum. Áhersla á leiðréttingu tolla á innflutning. Ekki verið samið um fjárhæðir. Verði heimilt að gjaldfæra kvótaviðskipti sem hafa farið fram eftir 2011 þegar hætt var að afskrifa kvóta.

Þróun stuðnings á samningstíma.
A-greiðslur lækka úr 40% í 30% milli 2016 og 2017. B- og C-greiðslur hækka fyrst og lækka svo rólega út samningstímann. Gripagreiðslur hækka rólega út samningstímann og mest 35%. Kynbótafé óbreytt út samningstíma. Framkvæmdastuðningur mest 6% undir lok samningstíma.

Valdimar: betra fyrir nýliða en hefur verið undanfarin ár með því að hætta með núverandi kvótakerfi. Gott að leiðrétta tolla.
Ragnar Finnur: Fjárfestingastuðningur, verða þeir sem eru nýbúnir að byggja óhressir með þetta?
Jói: Mjög líklegt. Verða ekki gerðir afturvirkir samningar. Ákveðini upphæð á ári og deilistniður á framkvædmir þess árs.
Jón Vil: Hámarksgreiðslur á ákveðin l0b
Jói: Það hefur verið í umræðunni, það verðir ákvæði um hámarksgreiðslur til einstaka aðila. Nýta stuðningskerfi ti lað hamla gegn stærstu einingum. Heilmargt sem getur gerst í greininni á 10 árum. Þarf líka að horfa til. Ekki komin endanleg niðurstðaa.
Samúel: Mismunandi eignarhald eininga? Þrjár fjölskyldur um stóra einingu eða ein/eitt fyrirtæki um jafnstórt.
Jói: Fer eftir rekstrarformi. Erfitt að koma alveg í veg fyrir þetta. 2ja róbóta bú – verði ekki litið á það sem gríðarlega stóra einingu.
Ási: B- og C-greiðslur, hvernig stýrist það.
Jói: Skipt niður á 12 mánuði, ef framleiðsla eykst mikið þynnist þetta mikið út.
Elín Heiða: Endurskoðunarákvæði. Hægt að fresta um hámark 1 ár.
Jói: Það hafa breyst forsendur síðan á síðasta aðalfundi, mikil aukning í framleiðslu og dregið úr söluaukningu. Þarf að búa til meiri sveigjanleika inni í kerfinu.
Guðni: Þunnur þrettándi til nautakjötsframleiðslu. Ekki víst að komi aukinn peningur til þeirra. Ekki líta vel út fyrir hann. Hvers vegna er ekki haft áfram tvöfalt á holdakýr?
Jói: Bróðurpartur fer í mjólkurframleiðslu en rétt að það sé þunnur þrettándi fyrir nautakjötsframleiðsluna. Greitt á gæðastaðla. Nýtt erfðaefni. Fjárfestingar sem getur komið holdanautabændum til góða. Aukin gæði á nautakjöti: 300 milljónir. Álagsgreiðslur 30 kr/kg á gæðagripi.
Guðni: Hræddur þegar ekki er tekið ákveðnar tölur inn í samning. En þó hækka jarðræktarstyrkir. Og jákvætt að fá 100 millur í ræktunarstöð.
Samúel: Passa að íslendingurinn falli þar inn í gæðagreiðslur nautakjötsframleiðslunnar.
Jói: Gríðarmikill munur á því hvernig eldið kemur út t.d. í Möðruvallatilrauninni. Hægt að auka nautakjötsframleiðsluna mikið með réttu eldi. Með álagsgreiðslum sé verið að miða að góðu eldi. EUROP ekki komið til framkvæmdar og því ekki ljóst hvernig þetta verði útfært að fullu.
Valdimar: Miklar sveiflur, jafnvel offramleiðsla núna. Erum við að missa alla stýringu, hvernig getum við brugðist við ef framleiðsla fer fram úr öllu?
Jói: Í raun og veru er ekki verið að afnema kvótakerfi fyrr en 2021. Þangað til gildir tveggja þrepa verð. Öll framleiðsla nýtur gripagreiðslna og B- og C-greiðslna. Nauðsynlegt að stækka og dafna og ná árangri í útflutningi. Gott að ná tekjum erlendis frá til að bæta innanlandsrekstur.
Palli: Framleiðsluskylda verði aldrei meiri en 80%. Óskiljanlegt hvað er á bak við þetta.
Jói: A-greiðsla útgönguleið fyrir þá sem vilja hætta og leið til að breyta kerfnu.
Palli: Betra að hafa A-greiðsluna hærri.
Guðmundur: Verður ekki örugglega offramleiðsla?
Jói: Stóra breytingin er að nú er ekki lengur hægt að selja kvóta. Breyting fyrir þá sem hafa verið að framleiða mikið utan greiðslumarks og fá þá stuðning í B- og C- sem þeir hafa ekki fengið áður. MS ætlar að greiða fullt verð fyrir alla mjólk út samningstímann. Spurning hvernig lægra þrepið verður út frá erlendum mörkuðum.
Samúel: Hafa menn ekki farið aðeins yfir markið að borga fullt verð undanfarin 2 ár?
Jói: Aðrar forsendur en eru í dag. Vont að taka tilbaka gefin fyrirheit.
Palli: Erum að setja fyrirtækið okkar á hausinn. Eigum eftir að framleiða enn meira á næsta ári, Hvernig verður greiðslumarkið 2017?
Jói: Sama og 2016. Fest í samning. Búið að ákveða kvóta 2016 og þar með um ókomin ár.
Sigga: Er samdráttur í sölu?
Jói: Búið að hægja mikið á sölunni. Efnainnihaldið lagast líka. Mikilvægt að hafa frelsið þegar opinberum álagninum er hætt.
Samúel: Verðum við ekki að hafa stýringu.
Ási: Voru samningsaðilar sammála einróma um að afnema stýring?
Jói: Já. Ríkisstuðningur átti ekki að eigngerast eins og hefur verið.
Pétur: Koma beingreiðslur á alla mjólk, líka þá sem mjólk verður að flytja út? Megum ekki gefa á okkur þann höggstað að við fáum beingreiðslur á mjólk sem fer út. Verður að vera stuðningur og niðurgreiðslur til íslenskra neytenda.
Jói: Kerfið sem hefur verið í sauðfjárræktinni.
Samúel: Sjáum hvernig sauðfjárbændur hafa það í dag.
Jói: Hafa verið framseljanlegan ríkisstuðning. Meiri velta í nautgriparæktinni en í sauðfjárræktinni og meiri velta. Ekki mikil breyting fyrir þá sem ætla að vera í þessu en mikil breyting fyrir þá sem ætla að hætta. Á LK að vinna fyrir þá sem ætla að hætta, frekar að vinna fyrir þá sem ætla að vera í greininni.
Jórunn: Hvernig er verð ákveðið til bænda? LK á móti MS?
Jói: SAM. Skorður sem verð setja er hagnaðarþak sem stjórnvöld munu setja afurðastöðvum og hefur þar með áhrif á verð til bænda. Hefur ekki verið útfært. Verður horft til þróunar á aðfangaverði.
Pétur: Bændur græða 140 millur frá afurðastöðinni vegna flutnings.
Jói: Er verið að stokka heilmikið upp en ljósi punkturiinn er að hið opinbera hættir að skipta sé svona mikið af. Búvörulög eiga að halda og gilda en hefur ekki reynt á það í mörg ár. Búvörulög – breytast þau? Ekki hægt að segja til um það.
Jói: Búvörusamningar fara inn í fjárlög ríkisins. Hægt að sjá fram í tímann hvað fer úr ríkiskassanum. Heimild að færa fé milli flokka. Ekki fullgerður samningur, á eftir að klára að útfæra.
Kjartan: Kemur ekki peningur til að breyta básafjósum til að uppfylla skilyrði?
Jói: Ekki komin nákvæm útfærsla.
Karel: Hvað er þetta mikill peningur á ári?
Jói: 200 millur á ári.
Ragnar: Einhver skattalegur ávinningur af þess?
Jói: Ekki verið rætt. Verið að sækja um aukna peninga.
Kjartan: Afturhvarf til fortíðar. Búa af eigin verðleikum en ekki á styrkjum.
Sigga: Afturhvarf til fortíðar að fara í offramleiðslustarfsemi.
Jói: Frekar verið að horfa til framtíðar. Þá náðum við engum árangri á erlendum marköðum. Ef ljósritaður samningur, hvert væri kvótaverð núna?
Samúel: Setja lög á kvótaverðið, 2ja ára stuðningsgreiðslur. 2×80 kr.
Palli: Verður hægt að gjaldfæa kvótaverð út 2017 og hvert ferður kvótaverð þá. Er skylda að taka mjólk? Fyrirmyndarbýlið. Af hverju eru ekki greiðslur vegna gæðamjólk eins og á góða gripi í kjötframleiðslu?
Jói: Hefur verið greitt í gegnum afurðastöðvar, geta hækkað þetta. Utanumhald og eignarhald í mjólkuriðnaði annað en í sláturhúsum.
Samúel: Hvers vegna er verið að skipta okkur? Er ekki verið að niðurgreiða til neytenda? 10-20% í útflutning, margar millur í útflutningsbætur. Stjórnvöld vilja stækka greinina og sækja á erlenda markaði. Útflutningsbætur eru víða við lýði í dag.
Palli: Erfitt að verja það að hjón í framleiðslu fái 50 milljónir í stuðning á ári (0,8% af heildarstuðningi til greinarinnar). Sérstaklega ef 20% af þessari upphæð fer í útfluning.
Ási: Hvernig eru í nágrannalöndum? Eru danir að niðurgreiða mjólk sem fer út?
Jói: Ekki sett sig inn í það í þaula.
Kjartan: Greiðslur út á land hægt að flokka það.
Palli: Verið mjög gegnsætt kerfi hér, en ekki eins gegnsætt kerfi úti eins og kom fram í grein Torfa Jóh. í síðasta BBL.
Jói: Verið að sýna á spilin og fá viðhorf bænda.
Valdimar: Hætta að upphæðir færist til, lágt kvótaverð en í staðinn hækkar landverð, verð á gripum.
Kjartan: Verð á jörðum lækkar ekki endilega, liðkar ekki endilega fyrir nýliðun. Gott fyrir þá sem hafa góða aðstöðu núna. Hagstæðara fyrir þann sem selur að skrúfa kvótaverð upp úr öllu skattalega.
Jói: Virði rekstrarins ákveður hvað er hægt að verðleggja rekstrareiningar á. Gríðarlegir peningar farið í kvótakaup. Fer meira og meira af ríkisstuðningi í kvótakaup. Eitthvað nýtt ef menn til sveita fá greitt fullt verð fyrir alla fjárfestingar. Öðruvísi fyrir hrun þegar aðilar fóru að safna jörðum.
Kjartan: Hefur aldrei verið rætt samningsmarkmið í þessum hópi, lítið gerjast í grasrótinni og komið aðallega frá stjórn LK. Ákveðið skref til að byggja upp til framtíðar.
Elín Heiða: Margir endar lausir, hvernig verður áframhaldið.
Jói: Erfitt að lofa því að tekið verði tillit til allra sjónarmiða. Tillaga kom frá stjórn en aðildarfélögum var frjálst að koma með tillögur.
Samúel: Tillaga kom seint fram.
Kjartan: Fannst verið að halda mikið utan um þetta og ekki lekið til grasrótarinnar.
Jói: Lendir alltaf í tímahraki. Og það er eins með þessa vinnu, fram að föstudegi var ekkert komið fram til að segja frá.
Palli: Löstur á okkar félagsstarfi hvað allt er seint. Ekkert hægt að ræða í sínum hópi. Eins innflutningur á smjöri. Ekkert hægt að ræða ef enginn er tími til þess.
Jói: Ætlar ekki að verja neitt, en sum mál verða að vera trúnaðarmál. Sum mál eru þess eðlis. Það að ræða svona mál eru á skjön við að séu trúnaðarmál, en höfum treyst félagsráði það vel að fari ekki út um allan völl áður en fundur fer fram.
Valdimar: Stöðutékk frá Pálma í MS: sala og framleiðsla á leið niður á jörðina. Þetta er enn opið. 146-147 framleiðsla á þessu ári. Sala á fituríkum afurðum um það bil 132 millj. lítra. 10 millj. lítra umfram próteinþörf áhjákvæmilegt. 14 millj umfram í fituþörf. Stígandi í sölu ekki eins og hann var, búinn þannig lagað. Gæti stefnt í 150-151 millj lítra framleiðsla á næsta ári. Mikið flutt út af próteini, miklar birgðir. Aðstæður erfiðar, Rússland lokað, lélegt verð í Evrópu. Meiri ostaframleiðsla til útflutnings, geta og tæki duftframleiðslu á yfirsnúning.

Matarhlé til 13.10.

Jórunn: Spurði um verðið á próteinhluta sem er flutt út?
Valdimar: Spurði ekki út í það, hefur ekki þær upphæðir.
Ragnar Finnur: Mjólkurduft í kálfa, átti ekki að fara í herferð að kynna það?
Jói: Var rætt á fundi. Er að verða stór markaður, þarf að kynna vel íslensku framleiðsluna.
Guðni: Af hverju er ekki hægt að kaupa beint af MS? Verður að vera söluaðili. Mikil álagning hjá milliaðilum.

Staða holdanauta-mála
Valdimar kynnti þetta mál. Var á fundi með BSSL og tveimur úr stjórn LK á Stóra-Ármóti. LK sækir um aðstöðu fyrir fósturvísaflutninga og uppeldi á Stóra-Ármóti. Tilraunabúið yrði ekki lagt undir til að nýta nýverandi fjós undir, enda ekki krafa LK. Eru til í leggja land og aðstöðu undir. Hafin vinna að undirbúningi, með fyrirvara um að fáist fjármagn í þetta verkefni. Á að búa til hjörð með 10 kúm. Frekar á félagslegum grunni en einkaaðila-grunni. Talið kosta 100 milljónir á fyrsta ári og verið að ýta á ríkisvaldið að kosta þetta mál. Aberdeen Angus yrði flutt inn. Yrði hægt að byrja í mars og nýta þannig hesthúsið í byrjun. Þarf að hreinsa út innréttingar og setja bása og flóra. Búið að tala við yfirdýralækni hjá MAST, hún setti sig ekki upp á móti því. Settir upp 16 básar og sett upp sóttvarnargirðing í kring. 10-15 ha svæði með sóttvörnum. Sæðistaka færi fram þar. Verður auglýst eftir kúm í þetta á næstunni, hægt að nota júgurbólgukýr eða kýr sem þarf að losna við.

Guðni: Er þetta skimað fyrir kyni?
Valdimar: Sennilega.
Jói: Var rætt á fundinum. Mikill vilji BSSL að standa vel að þessu. Hið opinbera tekið jákvætt í að reka einangrunarstöð. Þyrfti að flytja inn reglubundið til að halda í við erfðaframfarir sem eru erlendis. Ef þetta hefði farið í fjósið á St-Ármóti hefði þurft að fara fram regluleg sýnataka úr öllum gripum í því fjósi. Fá bú sem eru með holdanautahjarðir og hafa aðstöðu til sæðinga, og því er rétt að selja gripina út frá búinu frekar en að taka sæði.
Pétur: Stöðin í Hrísey til sölu, er hún úrelt?
Jói: Dýr í rekstri, þarf að flytja allt hey út í eyjuna. Samlegðaráhrif fyrir t.d. heyframleiðslu á St-Ármóti.
Guðni: Er víst að fylgi peningar um ókomin ár?
Jói: Þess vegna vildi LK fara ódýrari leiðina með sæðisinnflutningi.
Samúel: Verður ekki hægt að taka kálfa inn á Nautastöðina?
Valdimar: Sveinn sagði að gert yrði ráð fyrir sæðistöku með tíð og tíma á St-Ármóti. Helstu nautakjötsframleiðslu: innlend framleiðsla 3500 tonn, innflutningur upp á 1000 tonn til viðbótar. Innflutningur frá 12 löndum. Mikil sóknarfæri fyrir íslenska bændur. Hins vegar eru ekki miklir möguleikar varðandi húspláss hjá bændum. Ströng skilyrði á innflutningi erfðaefnis sem kemur inn frá Noregi.

Árgjöld
Kvittanir fyrir rukkun á árgjaldi hafa verið sendar í pósti, er rétt að senda frekar í tölvupósti og spara póstkostnað? Á að taka þetta eitthvað frekar fyrir á aðalfundi FKS?

Tilraun á St-Ármóti
Hrafnhildur Baldursdóttir, tilraunastjóri á St-Ármóti, kynnti tilraun sem er að fara af stað í janúar en hún nefnist: „Áhrif fóðrunar á efnainnihald mjólkur með sérstaka áherslu á fituinnihald“. Keyrt á grunnheilfóðri (gróffóður + bygg) fyrir allar kýr. 3 meðferðarhópar: Kjarnfóður án C-16, kjarnfóður með C-16 og loks fita í heilfóður auk kjarnfóðurs án C-16 til að sjá hvað duftið gerir annað en í kjarnfóðrinu. Sótt um 6,5 milljónir en fengust 5,1 milljónir úr Þróunarsjóði landbúnaðarins. Hvað verður um öll verkefni sem sótt er um fé fyrir en fæst ekki nóg fé í til að fara af stað með eða klára? Yfir 50% af sölunni hjá Fóðurblöndunni er af völdum Feitum-Róbot og eitthvað svipað hjá Líflandi. Því væri gott að gera markvissa tilraun með þetta.
Pétur: Endilega að láta fóðursalar leggi til peninginn þarna á milli. Frekar hækka fjárhagsáætlun þegar er verið að sækja um fé.
Hrafnhildur: Fjárhagsáætlun er mun hærri en LBHÍ leggur til fé sem dekkar mismuninn á því sem sótt er og heildarkostnað. Ætla að sækja um tæpar 2 millj. hjá SAM en vantar þá meira fyrst ekki fékkst fullur styrkur hjá Þróunarsjóði landbúnaðarins.
Guðni: Hvað myndi kosta að kaupa svona niðurstöður erlendis frá?
Hrafnhildur: Ekki alveg sömu aðstæður hér og víða úti. Átti að líkja eftir íslenskum aðstæðum.
Jói: Fer til umsagnar í Fagráði í nautgriparækt, 3 bændur í því og fleiri. Svo er það Framleiðnisjóður landbúnaðarins sem greiðir út styrkinn.
Samúel: Ekki sótt í Rannís?
Hrafnhildur: Nei, sennilega ekki verið að styrkja svona verkefni.
Jói: Fagráð lagði til sama stuðning og fyrri umsókn, þá voru það 5 milljónir. Hefur verið rætt á þessum vettvagni, rannsóknarstarf hefur verið vanrækt. Skólinn verið fjársveltur. Mikill tími rannsóknarfólks hefur farið í kennslu. Lítill tími til rannsókna.
Hrafnhildur: Launaliðir og leiga St-Ármóts helstu kostnaðarliða. Launaliður um 6 milljónir lauslega lagt saman (tveir rannsóknarmenn og einn tilraunamaður).
Jói: Lítið lagt til frá LBHÍ í vinnu. Mjög þarft verkefni. Mikill hagur fyrir iðnaðinn að sækja minna vatn.
Valdimar: Alveg sjálfsagt að leita til fóðursala um að styðja verkefnið. Hvernig er Möðruvallatilraun, koma skólarnir að því?

Önnur mál
Valdimar: Dagsetning aðalfundar fastsett 1.febrúar 2016.
Samúel: 2000 kall sem rennur til BSSL en ekki gert oftar en einu sinni. Búnaðarfélag fyrst rukkað, svo búgreinafélag. Hingað til hefur ekki verið rukkað hjá þeim sem borga í búnaðarfélag.
Jói: Sá um að rukka þetta á sínum tíma.
Jórunn: Hvernig er umræðan úti þegar er offramleiðsla?
Kjartan: Ekki endilega aukning á sölu heldur dregist saman útflutningslönd.
Samúel: Verðið langt fyrir neðan 0 kr hjá þeim bónda sem þau heimsóttu í Hollandi um daginn. Hann beið eftir að ríkið gerði eitthvað eða hvort bankinn yfirtæki búið. Var frekar hert á reglum varðandi losun á fosfór í búfjáráburði.
Jói: Umræða á villigötum. Lækkun á verði í Evrópu ekki bara vegna afnáms kvótakerfis heldur hafa verið miklar sveiflur undanfarin ár. Þetta kemur til vegna þess að markaðir í Rússlandi lokast og teikn um kreppu í Evrópu.

Fundi slitið 14.30.

Fundarritari Jóna Þórunn Ragnarsdóttir.


back to top