Félagsráðsfundur FKS 26. febrúar 2014

Fundur haldinn í félagsráði Félags kúabænda á Suðurlandi fimmtudaginn 26.febrúar 2014 í Björkinni á Hvolsvelli.

1. Fundarsetning. Valdimar Guðjónsson formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Fór yfir helstu verkefni fundarins. Ræddi síðan helstu niðurstöður liðins aðalfundar.

2. Kosningar. Elín Sveinsdóttir kosin gjaldkeri og Samúel Eyjólfsson ritari og varaformaður. Þá fór fram kosning til aðalfundar BSSL en FKS á rétt á 5 fulltrúum. Kosningu hlutu Valdimar Guðjónsson 14 atkvæði, Bóel Anna Þórisdóttir 11 atkvæði, Elín B Sveinsdóttir 10 atkvæði, Samúel Eyjólfsson 10 atkvæði og Ólafur Helgason 9 atkvæði. Til vara var Pétur Guðmundsson með 5 atkvæði, Jórunn Svavarsdóttir 3 atkvæði, Sævar Einarsson 1 atkvæði, Elín Heiða 1 atkvæði og Guðmundur Jónsson 1 atkvæði

3. Sæðingar. Sveinn Sigurmundsson fór fyrst stuttlega yfir starfsemi BSSL og síðan yfir rekstur Kynbótastöðvarinnar síðasta ár. Þá var tekið til umræðu erindi Búnaðarsambands Austurlands um að Búnaðarsamband Suðurlands tæki að sér rekstur sæðinga á Austurlandi. Fundarmenn voru þeirrar skoðunar að rétt væri að hafa hann aðskilinn frá rekstri Kynbótastöðvarinnar verði gengið til samninga.

4. Tillögur til Búnaðarþings. Jóhann Nikulásson fór yfir og kynnti þær tillögur sem liggja fyrir þinginu.

5. Stefnt á næsta félagsráðsfund milli 10. og 12. mars á Selfossi

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 23.50

Sveinn Sigurmundsson
ritaði fundargerð

 

 

 


back to top