Félagsráðsfundur FKS 5. des. 2006

Fundur í félagsráði Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn í fundarsal MS á Selfossi 5. desember 2006 kl. 11.00.


Fundarefni.



  1. Aðalfundur 2007.
  2. Leiðir til lækkunar kostnaðar við mjólkurframleiðslu. – Hvar verðum við stödd árið 2012 ? – Runólfur Sigursveinsson og Sigurður Loftsson
    Gestir: Þórólfur Sveinsson formaður Landssambands kúabænda,  Einar Matthíasson frá MS og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.


Formaður, Sigurður Loftsson setti fund kl: 11:11. kynnti fundarefni og væntanlega gesti, en Guðbrandur Sigurðsson forstjóri MS forfallaðist í stað hans kom Einar Matthíasson.


1. Aðalfundur 2007
Formaður sagði stjórn hafa rætt sín á milli að stefna að aðalfundi mánudaginn 29. janúar 2007 kl. 12:00 í Árhúsum á Hellu með svipuðu sniði og undanfarin ár. Samkvæmt nýendurskoðuðum samþykktum félagsins skal boða aðalfund með minnst 14 daga fyrirvara, sem þýðir að fundarboð þarf að berast í síðasta lagi 15. janúar. Því þarf að leggja nokkur drög að aðalfundi á þessum fundi. Kosning formans verður framkvæmd á aðalfundinum en ef formaður forfallast þá vantar varaformann til að félagsráðið starfi áfram og leggur stjórn til eftirfarandi lagabreytingu á 5.gr.
(breyting skáletruð).
„Innan félagsins skal starfa félagsráð. Í því skulu sitja, auk formanns, 18 fulltrúar og 6 til vara, sem kosnir eru leynilegri kosningu á aðalfundi til tveggja ára. Kosningu er hagað þannig að árlega eru kosnir 9 aðalmenn og 3 varamenn. Að lágmarki skulu vera 2 fulltrúar úr hverri sýslu í félagsráði. Formaður er kosinn sérstaklega á aðalfundi, leynilegri kosningu til eins árs í senn.


Félagsráð kýs sér ritara og gjaldkera, sem og aðrar trúnaðarstöður sem ekki er sérstaklega kveðið á um. Það annast málefni félagsins milli aðalfunda.
Formaður félagsins er jafnframt formaður félagsráðs og ritari varaformaður.
Félagsráði er heimilt að skipa kjörnefnd. sem leitar eftir framboðum og tekur við uppástungum á fólki til starfa á vegum félagsins.“ 


Formaður gaf orðið laust.
Sigurlaug  í Nýjabæ er ánægð með að félagsráð kjósi fulltrúa á BSSL fundinn en vill að fólk sé betur upplýst fyrir hvaða félagsmenn fari á fundinn.
Grétar í Þórisholti, segir Árhús mjög góðan stað,  nauðsynlegt sé að undirbúa kosningu vel og allir séu upplýstir um fyrirkomulag. Eftir að breyting varð á lögum 2006 um kosningu formanns á aðalfundi og þá er hann ekki sem slíkur  kosinn í félagsráð, er samþykkur tillögu að lagabreytingunni.


Formaður bað um uppástungu  í kjörnefnd.
Guðbjörg á Læk stakk upp á að einn yrði úr fyrri kjörnefnd sem þekkir til fyrirkomulags.
Fundarmenn nefndu; Birnu á Reykjum, Gunnar í Hrosshaga, Elvar Skíðbakka, Sigurjón Pétursey, Jórunn á Drumboddsstööðum, Ómar í Lambhaga, Ágúst í Bjólu.
Þetta eru tillögur félagsráðs en stjórn heimilt að finna aðra ef þessar tillögur ganga ekki upp.
Formaður kynnti fund á Þingborg fimmtudagskvöldið 7.des nk. með Valdimar Einarssyni sem fjallar um kúabúskap í Nýja Sjálandi og hvað íslenskir bændur geti lært af reynslu þeirra. Sagði að stjórn hefði óskað að fá hann til að funda einvörðungu með kúabændum.


Formaður auglýsti eftir tillögum á aðalfund.
Bóel á Móeiðahvoli vill að athugað yrði hvort merking gripa skili sér ekki í sláturhús en hún hafði heyrt um ómerkta gripi þangað.
Baldur Helgi Benjamínsson sagðist ekki hafa heyrt þetta en sagði að hann teldi þetta vera komið í skikkanlegt horf, í sláturhús eiga ómerktir gripir ekki að fara.


Óli í Geirakoti leggur til að fá Samfylkingarkonu á aðalfund FKS til að rífast við.


Grétar í Þórisholti vill sjá samanburð t.d. frá Danmörku um verð á aðföngum til kúbænda og hvetur til að á aðalfund komi einhver sem getur upplýst þetta.
Fundarmenn styðja að fá ítarlegri greiningu á dýrustu liðum á aðföngum til kúabænda, áburð, kjarnfóður, dýralækna og lyfjakostnað o.fl.
Baldur Helgi segir 100% mun á kjarnfóðri hér og í Danmörku. Hluti þessa verðmunar felst í kostnaði við flutning til Íslands en útskýra þarf annan kostnaðarmun.
Valdimar í Gaulverjabæ biður um að á aðalfund fáum við einhvern fyrirlesara sem myndi fara í þessi mál og finna út muninn milli landa.


Óli í Geirakoti telur að bændur skaðist verulega að vera ekki með kjötsamsölu.


Jóhann í Stóru-Hildisey veltir fyrir sér hvort ekki sé tímabært að fá fram umræður um landnot.


Formaður þakkaði ábendingar og sagði að stjórn myndi skoða þessar ábendingar og einnig gæti eitthvert mál verið komið á yfirborðið sem vert væri að koma með á fund.


Björn í Holti spurði Egil á Berustöðum hvort leggja ætti skrifstofu MS á Selfossi niður og flytja til Reykjavíkur.
Egill sagði að breytingar yrðu á skrifstofu, eitthvað flutt austur og annað til Reykjavíkur.
 
2. Leiðir til lækkunar kostnaðar við mjólkurframleiðslu – Hvar verðum við stödd árið 2012. Runólfur Sigursveinsson og Sigurður Loftsson.
Runólfur:
Erum með (eitt) hæsta mjólkurverð í heimi til framleiðenda 47,45 kr/l
Danskir bændur fá frá afurðastöð um 26 kr/l,  afurðastöðin borgar flutning, N-Sjálenskir  kúabændur fá ca. 16 kr/l. Munur eykst sífellt á milli afurðaverðs hér heima og erlendis, heildargreiðslumarkið er 116 milljónir lítra. Afurðastöðvaverð tryggt fyrir 3 milljónir til viðbótar, miðað við reynslu frá liðnu verðlagsári má reikna með að þau bú sem framleiða umfram greiðslumark, þetta verðlagsár, fái  að lágmarki 55-65 kr/l
Samkvæmt uppgjöri frá Hagþjónustunnar og SUNNU-verkefni Búnaðarsambandsins er kostnaður við framleiðsluna eftirfarandi miðað við meðaltalstölur árið 2005:.



















































Niðurstöður 2005

Hagþjónustan


SUNNA

Fjöldi búa

167


63

Fjöldi lítra

166.620


206.656

Búgreinatekjur, kr/l

94,1


92,9

BK, kr/l

32,8


33,0

FK, kr/l

18,0


16,4

Afskriftir, kr/l

25,0


28,4

Vextir + verðb., kr/l

16,1


18,1

Heildarkostnaður, kr/l

91,9


95,9

Mismunur

2,2


-3,0

Aðrar tekjur, kr/l

7,9


6,1

Samtals, kr/l

10,1


3,1


Búgreinatekjur kr/l.- eru mismunandi milli flokka vegna misgóðrar nýtingar á greiðslumarki, munur á bústærð og föstum kostnaði, FK er lægri á SUNNU-búum en þar eru afskriftir hærri vegna meiri niðurfærslu á kvóta og fjármagnsliðir hærri vegna meiri skulda.


Breyting á BK milli ára hjá Sunnubændum
Aðkeypt fóður 9,9 kr/l. – er svipað
Áburður og fræ  5,4 kr/l. – hækkun
Rekstur búvéla 4,2 kr/l. – hækkun

Rekstrarvörur  3,5 kr/l. – hækkun
Lyf og dýralæknir  2,0 kr/l. – lækkun
Búnaðargjald   1,8 kr/l. – svipað
Önnur þjónusta  6,2 kr/l. – svipað


Búin hjá Sunnu hafa stækkað um 35% á síðustu 5 árum og skiluðu  um 5.140 l/árskú innlagt í mjólkurbú sem er verulega yfir meðaltali svæðisins.


Kjarnfóðurliður vegur þungt í BK, þar er enn til staðar hluti af upphaflegu kjarnfóðurgjaldi á tilbúnar blöndur (3,80 kr/kg), einfalt er að afnema þetta ef vilji er til þess. Jafnframt er ljóst að fákeppni er núna á markaðnum og vonandi komi fleiri inn á þennan markað á næstunni og samkeppni aukist.
Bústærð hefur áhrif á BK (SUNNU-bú). Bú með < 200.000 ltr. þar er BK  33,96 kr/l. en bú með > 200.000 ltr. þar er BK  32,30 kr/l. miðað tölur frá 2005.
Áburðarliður hækkar milli ára, væntanlega að hluta vegna meiri áburðarkaupa.
Rekstur búvéla á stærri búunum greinilega lægri, kr/l. Hagþjónustubúin með þennan lið í 5,0 kr/l – meðalbúið þar er 167.000 ltr. en SUNNU-búið 207.000 ltr. árið 2005


Þá kynnti Runólfur innflutningstölur  síðustu ára á dráttarvélum og öðrum tækjum:

































Innflutningur samkv. Hagstofu Íslands,
verðmæti – cif-verð – milljónir kr.


Ár


Dráttarvélar


Önnur tæki


Samtals

2005

1.143


1.308


2.451

2004

565


949


1.514

2003

387


708


1.095

2002

285


656


941

Þessi tafla sýnir heildarinnflutning ekki bara bændatæki.

Þá kynnti hann niðustöður úr uppgjöri Hagþjónustunnar um fjárfestingar á kúabúum, samanburð sömu búa 2004 og 2005, alls 131 kúabú.
All fara fjárfestingar úr 5,3 milljónum kr árið 2004 í 7,2 milljónir árið 2005 – hækka um 34%
Skipting fjárfestinga 2005 á þessum búum er eftirfarandi:


 – Vélar og tæki           3.458.000    48%
 – Byggingar og jörð        967.000    14%
 – Greiðslumark           2.732.000     38%


Ljóst er því að kúabændur hafa almennt aukið mjög fjárfestingar síðustu misseri  og skuldsetningu en alls er talið að heildarskuldir kúabænda hafi verið  um 25 milljarðar króna í ágúst sl. Nýting þessara fjárfestinga hlýtur að vera mjög mismunandi, einkum vélar og tæki og árstíðabundin í mörgum tilvikum. Ljóst að búin eru mjög véla- og tækjavædd miðað við þá bústærð sem hvert og eitt er með, þar eru verulegir möguleikar til lækkunar á kostnaði til framtíðar.


Mörg bú hafa endurfjármagnað sig á liðnum mánuðum, lán lengd, bæði jarða- og byggingalán og jafnvel kvótalán, vaxtastig hátt og fer enn hækkandi. Þó búin hafi endurfjármagnað sig þá er fjármagnskostnaður einstakra búa orðinn mjög íþyngjandi í rekstri. Til dæmis virðist miðað við niðurstöðu rekstrar árið 2005  að fjármagnskostnaður kúabúanna sé að meðaltali orðinn meiri en öll áburðarkaup og kjarnfóðurkaup á ári.
Þarna verða bændur að fylgjast með á hverjum tíma og skoða sína möguleika á lánakjörum, vaxtakjör, samsetningu lána; innlend verðtryggð lán eða erlend lán og skiptingu áhættu.

Sigurður Loftsson tók við fyrirlestri:
Afurðastig hækkar ár frá ári – ca 1-2% á ári, það sama er að gerast í nágrannalöndum.
Aðalfundur LK fól stjórn að skoða möguleika á innflutningi út frá ýmsum þáttum.
Verkefnaáætlun felst í:
Hver væru bein áhrif á framleiðslukostnað ?
Hver væri kostnaður vegna stofnverndar íslensku kýrinnar ?
Áhrif innflutnings á tekjur af mjólkurframleiðslu, efnainnihald mjólkur og lýðheilsusjónarmið.


Ljóst að hægt er að nýta hvern bás verulega með öðrum kúakyni, farið úr 5.000 l/kú. í ca. 8.000 l/kú. Þannig væri hægt að auka framleiðslu í 50 kúa fjósi úr t.d. 250.000 lítrum í 400.000 án þess að kosta til meiri aðstöðu í fjósi eða um 60%. Þetta hlýtur að lækka fastan kostnað til framtíðar og auka afköst á vinnustund.

Kvótakerfið.
Á sínum tíma var nauðsynlegt að takmarka framleiðslu,  kvótakerfi sett á og framsal kvóta leyft.
En spurningin er, hvort framsal kvóta sé orðið of íþyngjandi.
Heildarskuldir kúabænda vegna kaupa á kvóta 7- 8 milljarðar, þann kostnað má meta til að lágmarki  9 – 10 kr/l mjólkur á ári miðað við 10 ára lán og 6% vexti,
Töluverður hluti beingreiðslna fer að óbreyttu kerfi í að kosta kvótaviðskiptin.
Hluti af afskriftum kúabúanna eru vegna niðurfærslu kvóta – hjá SUNNU búum var þessi niðurfærsla 14,3 kr/l af 28,4 króna heildarafskriftum árið 2005.  Það ár keyptu kúabændur kvóta fyrir 2 milljarða króna eða sem svarar til um 5,5 milljónir lítra Árið 2006 keyptu kúabændur kvóta fyrir rúmlega 1,1 milljarð eða sem svarar til rúmlega 3,7 milljóna lítra að magni.
Að öllu óbreyttu verður þessi kostnaður áfram til staðar fyrir næstu kynslóð til að takast á við, jafnvel þó gripagreiðslur hafi komið til og aukning framleiðsluheimilda er kvótaverð enn rúmlega þrefalt grundvallarverð mjólkur.
ESB-lönd hafa ákveðið afnám kvótakerfis í mjólk árið 2015, eiga íslenskir kúabændur að eiga frumkvæði að slíku hér á landi ?
Engin auðveld leið að komast út úr kvótakerfi en þó er grundvallaratriði að ákvörðun sé tekin með alllöngum fyrirvara m.t.t. núverandi fjárskuldbindinga.
Stuðningur ríkisvalds mun minnka og greinin sjálf verður að sýna frumkvæði til lækkunar kostnaðar ef ekki á illa að fara.

Samantekt.
Mögulegt að lækka kostnað í mjólkurframleiðslunni á næstu árum umtalsvert:  “Bestu búin” núna eru með BK kostnað upp á 26-27 kr/l meðan meðaltalið er 33 kr/l, veruleg lækkun kostnaðar, bæði í BK og FK felst í betri nýtingu búvéla, -vélasamvinna, verktaka, hægt að lækka FK verulega með meiri nýtingu á föstum kostnaði, byggingum, gripum og aukin framleiðsla á hvern bás.
Kvótakerfið er orðið mjög íþyngjandi fyrir stéttina og í raun að verða tímaskekkja ef mögulegt er að selja hluta framleiðslunnar á “ásættanlegu verði “ erlendis


Þórólfur Sveinsson ræddi stöðu mála í dag og verð til bænda, velti síðan fyrir sér mögulegri stöðu að 10 ára liðnum. Nefndi að margt benti til þess að reynt verði að semja um sauðfjársamning og mjólkursamning í einum pakka. Enn er óútfærður hluti mjólkursamnings varðandi óframleiðslutengdan stuðning, LK hefur farið fram á frestun gildistöku á þessum þætti.


Einar Matthíasson – Kynning á rekstrarfélagi MS
Nýtt rekstrarfélag MS, KS og Auðhumlu tekur formlega til starfa 1.janúar nk. Fjöldi bænda í MS eru 528, Norðurmjólk 171 og hjá KS eru 60 bændur.
Fór yfir veltu hvers félags í væntanlegu rekstarfélagi og skiptingu, markaðsdreifingu, og nýtt skipulag yfir hvernig á að einfalda úrvinnslu og dreifingu. Fór yfir skipurit hins nýja félags. Fram kom að töluverðar breytingar eru í gangi varðandi mannahald, einkum starfsmanna Osta- og smjörsölunnar.
Mjólkurneysla í landinu hefur aukist verulega á síðurstu árum og hefur það m.a. komið með miklum auglýsingum og markaðssetningu.
Mjólkurframleiðslan þarf að hagræða, mesta hættan er gagnvart WTO.
Einar sýndi súlurit um mjólkurframleiðsleiðslu í nokkrum löndum, Ísland er með 12 milljarða verðmæti á meðan Frakkland (Danone) er með 627 milljarða.
Fór yfir markaðmöguleika erlendis, heimsframleiðsluna, gæði mjólkur og sölu íslenskra mjólkurvara erlendis 2004 og 2005. Sala til Whole Foods gefur mikla möguleika. Þar að segja ef nægilegt mjólkurmagn er til.
Nýr markaður að opnast í Færeyjum í kjölfar fríverslunarsamnings. Ræddi sérleyfisframleiðslu erlendis og möguleika á fjárfestingum í mjólkuriðnaði erlendis, ráðgjöf og verkefnisstjón. AGRICE (dótturfélag MS) er búið að semja við einn bónda um ráðgjöf í Mexikó um að byggja upp mjólkurbú. Einar segir stefnuna vera á erlendan markað og þá er lykillinn að bændur og MS  standi saman á næstu árum, þarna væru töluverðir möguleika á afsetningu á sérhæfðum vörum, miðað við stöðuna í dag.


Formaður gaf orðið laust.
Björn í Holti segir margt sem er ekki í okkar höndum, finnst þurfa áróður í sölu.
Sigrún Ásta í St-Mástungu sammála Birni nefndi sérstaklega markhóp í framhaldsskólunum- þar eru sóknarfæri.
Egill á Berustöðum segir að til 2012 sé óráðstafað hluta af fjármagni í mjólkursamningi sem skipta á milli framleiðenda. Ef menn leggja til að kvóti sé lagður af, þá verði menn að ræða jafnframt hvernig eigi koma ríkisstuðningi á annan hátt til bænda,
Telur enga möguleika að framleiða á erlendan markað án stuðnings. MS verður með fulltrúafund milli jóla og nýárs til að kynna það sem er í gangi í sambandi við rekstrarfélag MS. Hann ítrekar að gæta okkar á kvótaumræðu.
Guðbjörg á Læk hefur áhyggjur af kúabúunum vegna kostnaðar, aðgengi að fjármagni auðvelt, spurning hvernig það er notað.
Sigurlaug í Nýjabæ vill ekki heyra að forsvarsmenn kúabænda séu að draga úr gildi kvótakerfis í mjólkinni. Það er ekki sjálfssagt að flytja inn erlenda vöru, hvetur stórt fyrirtæki eins og MS til að sýna neytendum hvar varan er best.
Hvetur til að menn gæti að sér í innkaupum á aðföngum og nái verði frekar niður.


Þórólfur Sveinsson talar um neysluna og hvernig menn skilgreina hlutina. Ýmis hráefni úr mjólkinni er notað í áframhaldandi vinnslu, fyrir þann iðnað skipti ekki máli hvort mjólkurvaran sé innlend eða erlend, bara hvar er ódýrast. Segir miklu flóknara en svo að neytendur séu eitt fyrirbæri.
Björn í Holti tekur undir orð Þórólfs.
Jóhann í Stóru Hildisey telur það ábyrgðarhluta ef þeir sem séu í forsvari fyrir greinina að velti því ekki fyrir sér hvort ekki séu aðrar leiðir færar en kvótakerfi  
Ef horft sé til baka þá láti nærri að um það bil 1-2 milljarðar eða 25-50% af ríkisstuðningnum fari út úr greininni árlega vegna kvótaviðskipta og eins og staðan sé núna þá sé kallað eftir allri þeirri mjólk sem bændur geti framleitt og kvótakerfið því í raun einungis notað til að deila út hluta af ríkisstuðningnum.
Grétar í Þórisholti segir grænmetisbændur fái greitt einvörðungu á það magn sem selt er og sá kvóti er ekki framseljanlegur. Telur ýmsar leiðir til að velta upp og nauðsynlegt að ræða þessi mál til framtíðar.
Einar Matthíasson var spurður hvað MS væri að gera í mjólkursölumálum, er einhver markaðsetning t.d. í framhaldsskóla ? Að hans sögn er verið að vinna í þessum málum á hverjum tíma í gegnum sölumenn. Tekur undir það að mikilvægt sé að ná til skólafólksins á  öllum stigum skólakerfisins.
Valdimar í Gaulverjabæ nefnir að kvótakerfi stuðli að hagræðingu en ekki gagnvart staðsetningu á landinu, hins vegar yrðum við að fylgjast með þróuninni í nágrannalöndunum en ekki gangi að hætta með núverandi fyrirkomulag nema með löngum fyrirvara. Lenska bænda að tala niður útflutning, en dropinn holar steininn, og vill að stutt sé við útflutningsstarfið.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað, fjárfest í fjósum og mikil framleiðslugeta við góðar aðstæður.
Gunnar á Túnsbergi telur jákvætt að byrja umræðu um kvótakerfið og framtíðina.
Spyr jafnframt Egil hverju hagræðingin sem nú er í gangi í mjókuriðnaðinum skili eftir 3-5 ár?
Egill á Berustöðum telur að sú hagræðing sem er í gangi skili um  5-7 kr. en vonast eftir enn meiri hagræðingu. Sammála að kvótinn sé dýr en forsendur eru mismunandi
Ásta í St-Mástungu langar að unninn verði  samanburður um vélakostnað á kúabúi og svo samnýtingu véla og annað. Það þurfi síðan kynna bændum og fá menn til að hugsa um kostnaðinn við búvélarnar.
Sigurjón í Raftholti segir að í umræðu um innflutning á kúakyni, þá sé ekki nefnt eða gleymist að lesa neðstu línua um gæði mjólkur.  Verðmæti íslensku mjólkurinnar getur orðið mun meira en er í dag t.d. í lyfja- og fæðubótaiðnað.
Einar Matthíasson segir aukaefni í mjólk þungmálma ofl. með því minnsta sem þekkist
Verið sé að rannsaka mjólkina  m.t.t. ýmissa sjúkdóma, vinnsla á sérgreindum fæðubótaefnum úr mjólk erfiða hér á landi vegna stofnkostnaðar og smæðar stofnsins. Mysuprótin eru vinsæl vegna uppbyggingu vöðva og o.fl. Mat á afkomu við útflutning liggur enn ekki fyrir, stofnkostnaður er mikill en þetta er þróunarstarf sem þarf sinn tíma.
Sigurlaug í Nýjabæ ræðir verktakaþjónusta í heyskap, gengur illa fyrir starfandi kúabændur að gera út á verktakaþjónustu þar sem hagsmunir skarast og hættan sé ávallt sú að hann taki eigið bú fram fyrir. Velti einnig fyrir sér afköstum og hvað einstklingur getur ráðið við mörg bú í verktöku. Varðandi stuðning við kornrækt, þá finnst henni eðlilegt að stuðningur fari fyrst að telja eftir 10 hektara.
Baldur Helgi Benjamínsson ræðir verktakastarfsemi í heyskap, afköst geta verið geysimikil  ef vel er staðið að málum og verktaki getur komist yfir 50 ha. á dag, auðvitað skiptir veðurfar máli og munur þar milli landshluta. Vélakostnaður er gífulega mikill almennt og slök nýting á tækjum.
Runólfur Sigursveinsson. Eftir fundinn stendur að við erum með eitt hæsta afurðarverð í heimi og hæsta kostnað á framleidda einingu. Á meðan eru flest nágrannalönd að trappa sig niður í kostnaði. Samhliða erum við að reyna útflutning ! Við hljótum að þurfa að leita leiða til að ná niður kostnaði og það ætti að vera hægt út frá stöðunni á dag. Kvótakerfið kostar greinina mikið og nágrannaþjóðir eru að fara út úr slíkri stýringu. Eigum við að stefna í sömu átt eða fresta þessari umræðu og sjá til hvernig mál þróast ?
Bóel á Móeiðarhvoli segist ekki hafa góða reynslu af verktaka í heyskap, þar sem verktakar hafa ekki staðið sig og eftir stóð að heygæði urðu of slök.


Grétar í Þórisholti, veltir fyrir sér aukningu á kjarnfóðurgjöf síðustu ár og nytaukningu, samhliða hefur verið rekinn mikill áróður fyrir því að slá snemma og ná þannig gæðamiklu gróffóðri. Með hliðsjón af þessu hefði nytaukning átt að vera mun meiri  Eru menn að kosta of miklu til á þessum þætti miðað við þann ávinning sem hægt er sjá í nytaukningu ?
Jóhann í Stóru Hildisey segir að til þess að verktakaþjónusta geti þróast þá verði bændur að taka sig saman og vera tilbúnir að standa við bakið á verktökunum fyrstu skrefin
Þórólfur Sveinsson minnir á að í þessa umræðu um kvótakerfið þurfi að hafa í huga  hvað gerist ef verndartollar lækki á næstu árum  Rekstur margra kúabúa er viðkvæmur og má ekki við miklum breytingum í umhverfinu vegna mikilla fjárfestinga síðustu ára og aukningar á skuldsetningu..
Vill þakka þennan fund sem hann telur jafnvel upphaf á umræðu um kvótakerfið.


Sigurlaug í Nýjabæ spyr hvort við ættum ekki að senda ályktun um að leggja endanlega niður kjarnfóðurskatt.
Jóhann í St-Hildisey segir afnám kjarnfóðurskattsins vera ein af þeim leiðum sem hægt sé að fara til að ná fram lækkun á kostnaði við framleiðsluna .


Formaður þakkar gestum kærlega og öllum fundarmönnum fyrir komuna og góðan fund.


Fundi slitið kl:16:51


Fundarritari: Katrín Birna Viðarsdóttir.


back to top