Félagsráðsfundur FKS 5. okt. 2004
Fundur í Félagsráði FKS haldinn 5.október 2004 í fundarsal MBF.
- Fundarsetning og ákvörðun funda LK á Suðurlandi
- Afmæli FKS, undirbúningur árshátíðar og aðalfundar LK
- Matarhlé kl. 12:45 til 13:25
- Fjármögnun í landbúnaði
- Verðlags -og sölumál
Egill sagðist hafa spurst fyrir í morgun og taldi að uppgjör geti farið fram á beingreiðsluhlutanum 10.okt. nk. Hann taldi að fólk eigi að skoða hvort þetta sé eðlilegur ferill á greiðslu, allt að 40 daga biðtími.
Ákveðið að semja ályktun um greiðslur vegna umframmjólkur og fyrirkomulagi á greiðslum.
Formaður sagðist telja að margt benda til töluverðra verðlagsbreytinga. M.a. hafi orðið allnokkrar hækkanir á plasti vegna úrvinnslugjalds, fóðri, eldsneyti svo eithvað sé nefnt.
- Nautakjötsmál
Formaður sagði frá því að nautgripakjöt hækki nú til skiptis hjá SS og Sláturhúsinu Hellu og að hæsta verð sé greitt hér á Suðurlandi.
Jóhann spurði framboð á gripum á næstu misserum. Runólfur taldi heldur meiri ásetning nautkálfa að undanförnu.
- Reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn og bréf héraðsdýralækna vegna þess
Á fundinn mætti Auðunn Hermannsson frá MBF og kynnti hvernig þetta mál er tilkomið og hvernig það sneri að MBF. Krafan er að menn sendi inn umsókn um starfsleyfi en eftir því sem honum skilst verði ekkert gert fyrr en eftir ár en reynslan sýnir að misbrestur sé á gæðum þess vatns sem notað er hjá sumum mjólkurframleiðendum. Líklegt er að víða megi orsökina finna í lélegum frágangi við uppsprettur.
Jóhann spurði um ábyrgð sveitarfélaga. Sigurlaug spurði um kostnað MBF á sýnunum en Auðunn taldi ekki mikinn kostnað vegna þess en telur að þessu verði hætt hjá MBF í kjölfar aðkomu heilbrigðiseftirlitsins.
Eftir töluverðar umræðu taldi formaður að þar sem margt væri óljóst væri rétt að stjórn ásamt t.d. fulltrúum Búnaðarsambandsins að funda með Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og fá einhver skýrari svör um framkvæmd þessarar reglugerðar.
Birna á Reykjum taldi mikla hagsmuni fyrir mjólkurframleiðendur að hafa vatnið í lagi og taldi þessa aðgerð gefa möguleika til þess að eitthvað verði gert í málunum.
Gunnar telur að eftirlit hjá bændum þurfi að skipuleggja betur því eftirlitsaðilar komi í halarófu á bæina.
- Önnur mál
Formaður sagði að félagsráð yrði að ræða um nokkur fleiri mál á næstunni m.a. Bjargráðasjóð, verðþróun aðfanga og framkvæmd mjólkursamnings.
Sigurlaug sagði frá kálæxlaveikinni sem væri í flestum kálökrum undir Eyjafjöllum, mikil umræða varð um þetta og kom m.a. fram að þessi veiki væri búin að vera lengi hjá garðyrkjubændum.
Fundi slitið kl. 16:10.
- Nautakjötsmál
Fundarmenn ræddu um fundarstaði og ákveðið var að þeir yrðu að Flúðum, Árhúsum Hella og formaður verður í samráði við skaftfellinga þar sem enginn var þaðan á fundinum.
Formaður sagði undirbúning fyrir aðalfund LK vera í fullum gangi, hann verður á Hótel Selfossi 8. og 9. apríl 2005 og árshátíðin einnig.
Fundarmenn ræddu um að hvetja til þátttöku og fjölmenna á bæði fund og árshátíð. Óli í Geirakoti stakk upp á að FKS yrði í samstarfi við nautgriparæktarfélögin um mætingu. Birna á Reykjum hvatti til að við reyndum að hafa áhrif á fólk að mæta.
Sigrún Ásta taldi að eftir að sjá ársreikning félagsins, þá væri spurning hvort ekki yrði að hækka árgjaldið umtalsvert, því FKS væri hagsmunafélag og er alveg á mörkunum að hafa nægilegt starfsfé.
Umræða varð um þá fjölgun sem hefði orðið í félaginu í vor í tengslum við mjólkursamninginn en þar voru konur í meirihluta nýrra félaga.
Félagsmenn voru frekar á móti því að hækka árgjaldið nema þá óverulega. Formaður taldi að miðað við störf FKS þá sé það kannski ekki mjög fjárvana, en minnti á að félagið hefði starfsmann frá BSSL. Formaður taldi hámark væri að hækka um 500 kr. pr. mann því að flestir nýju félaganna verða að greiða líka til Bssl. sem er þá hærra.
Gunnar Sverrisson taldi að við þyrftum að fara hægt í að hækka árgjaldið.
Sigrún Ásta lagði til að hækka árgjaldið og taldi að stjórnarmenn þurfi að fá greitt fyrir sína vinnu.
Sigurlaug Leifsdóttir ræddi um að hún vildi fá fund í félagsráði fyrr að hausti.
Hún sagði að lægð hefði orðið í félagslegu starfi eftir undirritun mjólkursamnings.
Formaður taldi að mikil vinna hefði orðið hjá LK í vor, meiri en okkar menn hefðu átt að gera. Verkaskiptingin hefði ekki verið alveg rétt á milli manna, sé litið til þess hvernig tekjum af búnaðargjaldi er skipt.
Gunnar Eiriksson spurði um Hagþjónustu landbúnaðarins hvort eitthvað hefði verið athugað með vinnubrögð þeirra vegna talna frá þeim sem stóðust ekki þegar leitað var þangað við gerð mjólkursamnings.
Áður var búið að álykta af hálfu LK að Hagþjónustan færi undir hinn nýja Landbúnarháskóla Íslands að Hvanneyri.
Gunnar Sverrisson ræddi um verkaskipti BÍ og LK.
Sigurlaug stakk upp á að stjórn skrái mætingu félagsmanna á fundi til að ekki sé verið að kjósa fólk sem getur ekki- eða stundar ekki fundi.
Samþykkt tillaga formanns að félagsráðið álykti um verkaskiptingu BÍ og LK.
Sigurlaug vildi fá á hreint hvað á að gera og ekki, í hvað á búnaðargjaldið að fara.
Formaður sagði að gott væri að hafa á hreinu hvað kúabú fá fyrir sinn pening sem fer til BÍ og ætlar að semja drög að ályktun vegna verkaskiptingar og fá álit félagsráðs áður en hún yrði send áfram.
Runólfur sagði frá breytingum á lánaflokkum hjá Lánasjóðnum, nú verða tveir lánaflokkar, annar með 3,85% vexti og hærri lánin á 6.25% vöxtum.
Kúabændur greiða hæsta hlutfall til sjóðsins af öllum búgreinum og af 300.000 lítra búi greiðir það bú um 215 þús. kr. á ári í gegnum búnaðargjaldið til Lánasjóðsins. Að sögn Runólfs hafa starfsmenn búnaðarsambandsins aðstoðað og hvatt bændur að skoða og meta þá möguleika sem hafa skapast með breytingum á fjármálaumhverfi og þá almennu vaxtalækkun sem orðin er.
Valdimar Bjarnason velti fyrir sér þeirri staðreynd að almennum húskaupendum væri að bjóðast mun betri kjör hjá lánastofnunum en kúabændur hafi möguleika á, jafnvel þó svo tekjustreymi hjá kúabændum væri tryggt næstu 8 árin. Hann sagði jafnframt að erfitt sé fyrir frumbýlinga að fjármagna kaup á jörð þar sem lánamöguleikar Lánasjóðsins eru oft aðeins um 30% af heildarfjármögnun.
Gunnar Sverrisson vill sjá hlutina þróast betur og fara hægt í hlutina, telur þessa þróun bankanna sé bara að leita að vistabandi og telur að heildarfjármögnun sé hefting.
Sigurlaug telur þessa þróun til góðs og við eigum að nýta okkur það.
Runólfur taldi mismun bankanna vegna veðhæfni mismuna enn frekar möguleikum fólks í dreifðum byggðum til uppbyggingar búa sinna.
Ákveðið var að senda ályktun v/ Lánasjóðs landbúnaðarins í kjölfar umræðna á fundinum m.t.t. vaxtakjara á markaðnum og ákvæðis um 1.veðrétt Lánasjóðsins.
Fundaritari Katrín Birna Viðarsdóttir.