Fjárfestingarþörf kúabúa
Á vef Búgarðs (www.bugardur.is) er að finna fróðlega grein eftir Ingvar Björnsson, ráðunaut, þar sem hann veltir fyrir sér fjárfestingarþörf kúabúa. Í inngangi með greininni segir eftirfarandi: „Allur rekstur krefst endurnýjunar framleiðslutækja og –aðstöðu. Endurnýjun á sér ekki endilega stað jafnt og þétt, hún er háð innri og ytri þáttum Innri þættir eru aldur og ástand framleiðslutækja (endurnýjunarþörf) og ytri aðstæður eru t.d. framboð og kostnaður fjármagns, framboð og verð framleiðsluþátta og tæknibreytingar.
Líkt og í mörgum atvinnugreinum hefur fjárfesting í landbúnaði verið sveiflukennd. Síðasti áratugur er líklega gott dæmi um öfgafullar sveiflur í fjárfestingu sem helguðust bæði af innri og ytri þáttum. Segja má að á árabilinu 1990-2000 hafi skapast nokkur endurnýjunarþörf vegna lítillar nýfjárfestingar. Uppúr 2000 fór af stað vaxandi endurnýjun á framleiðslutækjum kúabúa, hægt í fyrstu en stigvaxandi. Drifkraftarnir voru áðurnefnd endurnýjunarþörf og aðgengi að miklu og að því er virtist ódýru fjármagni. Þessi fjárfesting náði hámarki árið 2006 en síðan þá hefur dregið hratt úr fjárfestingu og lágmarki náði hún árið 2009.
Sjá nánar:
Vangaveltur um fjárfestingarþörf kúabúa