Fyrirlestur og umræður um hreindýr

Náttúrustofa Suðausturlands og Náttúrustofa Austurlands standa fyrir fyrirlestri um heindýrastofninn og stöðu hans á Suðausturlandi. Fyrirlesturinn heldur Skarphéðinn G. Þórisson sérfræðingur á Náttúrustofu Austurlands og verður hann haldinn í Nýheimum sunnudaginn 18.mai kl. 20:00. Allir sem áhuga hafa á þessum málefnum eru hvattir til að koma.  Nánar á vefsíðu Náttúrustofu Suðausturlands nattsa.is

Halló Helluvað

Sunnudaginn 18. Maí kl. 13.00, verður kúnum á Helluvaði í Rangárþingi ytra hleypt út í sumarið og er öllum boðið að koma og sjá þær skvetta ærlega úr klaufunum. Fjárhúsið iðar af lífi og hægt að fá að knúsa lömbin, ungar að koma úr eggjum og margt skemmtilegt að gerast. Allir fá svo hressingu, heita  Continue Reading »

Veffræðsla LK – Stæðuverkun

Stæðuverkun sextándi og síðasti fyrirlestur vetrarins.  Fyrirlesari er Þóroddur Sveinsson, lektor og tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands, Möðruvöllum.  Áætluð birting á þessum fyrirlestri er 12. maí 2014. Veffræðsla Landssambands kúabænda er nú send út á sínu öðru tilraunaári verkefnisins, en síðasta ár gekk vonum framar.  Hægt er að hlusta aftur og aftur á erindin eftir að þau  Continue Reading »

Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu dagana 30. júní til 6. júlí.  Nánari upplýsingar má finna á landsmot.is

Kynbótasýning á Hornafirði

Kynbótasýning verður á Hornafirði dagana 26. og 27. maí. Síðasti skráningardagur er 18. maí hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, rml.is

Fræðslufundur um bólusetningu gegn galtarlykt.

Matvælastofnun og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, í samráði við Svínaræktarfélag Íslands, minna á fræðslufund um bólusetningu gegn galtarlykt (Bólusetning – nýr valkostur við geldingar grísa) þriðjudaginn 6. maí 2014 kl. 13:00 – 17:00 í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu að Skúlagötu 4. Upphaflega stóð til að halda fræðslufundinn 29. apríl en fresta þurfti fundinum um viku. Dagskrá má  Continue Reading »

Sunnlenski sveitadagurinn 2014

Sunnlenski sveitadagurinn verður settur kl. 13.00 en sýningin stendur frá 12-18.   Jötunn og Vélaverkstæði Þóris standa saman að deginum sem er óður til landbúnaðarins og verður að venju haldinn á athafnasvæði fyrirtækjanna tveggja, við Austurveg 69 á Selfossi. Sunnlenski sveitadagurinn er fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem gestum er boðið að upplifa sveitastemmningu og bragða á  Continue Reading »

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda 2014

Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn á Hótel Selfoss þriðjudaginn 29. apríl kl. 13.00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: 1. Skýrsla um störf Sambandsins á árinu 2. Endurskoðaðir reikningar Sambandsins fyrir nýliðið ár 3. Lagabreytingar Engar tillögur liggja fyrir. 4. Kosning til stjórnar Sambands garðyrkjubænda Kjósa skal formann og síðan fjóra stjórnarmenn beinni kosningu. Einnig skal kjósa  Continue Reading »

Veffræðsla LK – Starfsárið framundan, að loknum aðalfundi LK

Starfsárið framundan – að loknum aðalfundi LK er fimmtándi fyrirlesturinn á þessum vetri.  Fyrirlesari er Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri hjá Landssambandi kúabænda.  Áætluð birting á þessum fyrirlestri er 28. apríl 2014. Veffræðsla Landssambands kúabænda er nú send út á sínu öðru tilraunaári verkefnisins, en síðasta ár gekk vonum framar.  Hægt er að hlusta aftur og  Continue Reading »

Veffræðsla LK Mjólkurframleiðsla og mjólkurgæði á Norðurlöndum 2013

Mjólkurframleiðsla og mjólkurgæði á Norðurlöndum 2013 er fjórtándi fyrirlesturinn á þessum vetri.  Fyrirlesari er Snorri Sigurðsson, ráðgjafi hjá Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku.  Áætluð birting á þessum fyrirlestri er 14. apríl 2014. Veffræðsla Landssambands kúabænda er nú send út á sínu öðru tilraunaári verkefnisins, en síðasta ár gekk vonum framar.  Hægt er að hlusta aftur og  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2014

Búnaðarsamband Suðurlands heldur 106. aðafund sinn þann 11. apríl nk. í Félagsheimilinu á Flúðum í Hrunamannahreppi.  Venjuleg aðalfundarstörf, en nánari dagskrá verður auglýst síðar.  

Þróunarverkefni í nautgriparækt

Á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is er auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í nautgriparækt.Styrkt eru verkefni sem talin eru styrkja íslenska nautgriparækt og falla undir það að vera rannsóknir eða þróunarverkefni í nautgriparækt. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja. Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 10. apríl næstkomandi. Nánari  Continue Reading »

Aðalfundur Landssamtaka Sauðfjárbænda

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda 2014 á Hótel Sögu.

Fræðslufundur um jarðrækt í Árhúsum Hellu

Kornræktarfélag Suðurlands verður með fræðslufund um jarðrækt í Árhúsum á Hellu, fimmtudaginn 3. apríl kl.20.30. Á fundinum munu þrír starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands halda erindi. Áslaug Helgadóttir, mun fjalla um fjölærar belgjurtir og rýgresi, Guðni Þorvaldsson, mun fjalla um grastegundir og yrki og Jónatan Hermannsson, fer yfir korntilraunir síðustu þriggja ára.  Allir áhugamenn um jarðrækt velkomnir.  Continue Reading »

Kvótamarkaður í mjólk

Við minnum á að næsti kvótamarkaður með greiðslumark í mjólk fer fram þann 1.apríl 2014. Kaup- og sölutilboðum þarf að skila til Matvælastofnunar fyrir þann 25. mars n.k. Þeir sem hyggjast kaupa eða selja á greiðslumark ættu að kynna sér leiðbeiningar vel og athuga að útvega öll fylgigögn í tíma. Með sölutilboði skal fylgja:• Veðbókavottorð til  Continue Reading »

Þróunarverkefni í sauðfjárrækt

Á vef Bændasamtaka Íslands er óskað eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt. Styrkir eru veittir til að „styðja kennslu, rannsóknir, leiðbeiningar og þróun í greininni“. Reglur um styrkina og umsóknareyðublöð fylgja þessari frétt, en aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar eru  Continue Reading »

Aðalfundur Landssambands kúabænda

Aðalfundur Landssambands kúabænda Hótel Sögu, 28. og 29. mars 2014 Föstudagur 28. mars Kl. 10:00 Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins, kjörbréfa- og uppstillingarnefndarKl. 10:10 Skýrsla stjórnar – Sigurður Loftsson, formaður LKKl. 11:00 Ávörp gesta/umræður um skýrslu stjórnar Kl. 12:00 Hádegisverður fyrir fulltrúa, maka og gesti fundarinsKl. 13.00 Framleiðslugeta nautgriparæktarinnar – Árni Geirsson, Alta ráðgjafafyrirtæki.Kl. 13.30 Hagfræði  Continue Reading »

Samtök ungra bænda – Árshátíð

ÁRSHÁTÍÐSamtaka Ungra Bænda Árshátíð SUB fer fram í Réttinni Úthlíð þann 22. mars 2014. Húsið opnar kl. 19:45 og hefst borðhald kl. 20:30Kvöldið hefst með 3 rétta málsverði undir tryggri veislustjórn Trausta í Austurhlíð.Hljómsveitin Made-In Sveitin mun svo sjá um að halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.Miðaverð 6000 kr. Möguleiki er að gista á staðnum  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn föstudaginn 11.apríl kl. 11.00 í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa

Fræðslufundur RML um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Þingborg í Flóa þriðjudaginn 18. mars kl. 13.30. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs. Á fundinum verður erindi frá norskum sérfræðingi í fóðrun, Jon Kristian Sommerseth, auk þess sem  Continue Reading »

back to top