Hrunaréttir í Hrunamannahr. Árnessýslu

Réttað í Hrunarétt í Hrunamannahreppi, Árnessýslu, samkvæmt heimildum af bondi.is

Umsóknarfrestur um styrki til jarðræktar

Á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is er búið að opna fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og styrki til hreinsunar affallsskurða, umsóknirnar eru að á Bændatorginu. Til að hljóta styrk þarf umsækjandi að vera skráður fyrir búnaðargjaldsskyldri framleiðslu. Sækja þarf um fyrir 10. september 2013. Sjá nánari upplýsingar á bssl.is  

Skaftárrétt í Skaftárhreppi, V-Skaft.

Réttað í Skaftárrétt í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu kl 9.00, samkvæmt fjallskilaseðli 2013.

Fossrétt á Síðu, V-Skaftafellssýslu

Réttað í Fossrétt á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu kl.13.00, samkvæmt fjallskilaseðli 2013.

Málþing um kynbótakerfi í Hrossarækt

Fagráð í hrossarækt og Landbúnaðarháskóli Íslands boða til málþings um kynbótakerfið í hrossarækt föstudaginn 6. september kl. 13:00-18:00 í Ásgarði á Hvanneyri. Yfirskrift málþingsins er Hvernig náum við meiri árangri? Dagskráin er samanstendur af nokkrum inngangserindum um ýmsar hliðar kerfisins þ.m.t. dómkerfið, dómstörf og sýningar, dómara, kynbótamat o.fl. en síðan taka við opnar umræður og  Continue Reading »

Ungi bóndi ársins 2013

Keppnin um unga bónda ársins verður haldin í sambandi við sveitahátíðina Tvær úr Tungunum í Reykholti 17. ágúst. Keppt verður í einstaklings- og liðakeppni þar sem landshlutafélögin senda 4 manna lið til keppni. Mælt er með því að liðin samanstandi af bæði konum og körlum. Glæsilegir vinningar í boði, hver stendur uppi sem sigurvegari og  Continue Reading »

Blómstrandi dagar – Hveragerði

Menningar- og fjölskylduhátíðin Blómstrandi dagar í Hveragerði. Fjölbreytt  dagskrá við allra hæfi einkennir hátíðina sem hefur orðið viðameiri með hverju árinu.

Aldamótahátíð Eyrarbakka

Hestar, kindur, geitur og hænur, menn, konur og börn bjóða ykkur velkomin á hina árlegu þorpshátíð sem haldin verður á Eyrarbakka. Íbúar og gestir klæða sig upp á í anda aldamótanna 1900. Allar nánari upplýsingar um hátíðina verða á www.arborg.is og á eyrarbakki.is

Handverkshátíð Eyjafjarðarsveit

Í fyrra skreyttu kvenfélagskonur í Eyjafjarðarsveit traktor með prjónlesi en í ár fá kýr á bænum Hvassafelli að njóta góðs af dugnaði kvenfélagskvennanna. Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á fyrstu flíkurnar. Kýrnar verða á beit á hátíðarsvæðinu í sumar til marks um að handverki eru engar skorður settar. Í fyrra leiddi þetta uppátæki  Continue Reading »

Sumar á Selfossi

Sumar á Selfossi er rótgróin bæjar- og fjölskylduhátíð. Tónleikar á fimmtudags- og föstudagskvöld. Morgunverður, varðeldur og sléttusöngur ásamt fjölda viðburða og skemmtilegra leikja á laugardeginum. Bærinn skreyttur hátt og lágt en hverfunum á Selfossi er skipt eftir litum. Bifreiðaklúbbur Suðurlands verður í samstarfi við Sumar á Selfossi þessa helgi og stendur fyrir skemmtilegum Delludegi á  Continue Reading »

Búnaðarmiðstöðin opnar eftir sumarfrí

Búnaðarmiðstöðin opnar aftur eftir sumarlokun.   Hjá Búnarðarmiðstöðinni eru til húsa auk Búnaðarsambands Suðurlands, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Suðurlandsskógar, Veiðimálastofnun og Landlögmenn/Staður fasteignasala.

Geitfjársetur Íslands eins ár

Geitfjársetur Íslands fagnar eins árs afmæli sunnudaginn 21. júlí.  Af því tilefni er aðgangur ókeypis og kaffi í boði á Háafelli, kl. 13-18 þann dag. Sjá nánar á geitur.is

Safnadagurinn

Íslenski safnadagurin. Nánari dagskrá á www.arborg.is

Bryggjuhátíðin á Stokkseyri

Bryggjuhátíðin „brú til brottfluttra“ er haldin á Stokkseyri. Varðeldur og bryggjusöngur ásamt fjölbreyttri fjölskyldudagskrá. Nánari upplýsingar um hátíðina eru á www.arborg.is og stokkseyri.is

Sumarlokun BSSL

Sumarlokun skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands.  Skrifstofan verður lokuð frá mánudeginum 8. júlí til og með föstudagsins 26. júlí. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 29. júlí.

Ljósmynda og plöntusýning Sumarhússins og garðsins

Form í landslagi er yfirskrift sýningar Páls Jökuls sem hann sýnir innan um gróðurinn í garðinum og á veggjum hússins að Fossheiði 1 á Selfossi. Einnig verður sýning á ætum blómum og sígrænum plöntum.

Landsmót UMFÍ á Selfossi

Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi þessa helgi.  Keppt verður í fjölda greina og fjölbreytt afþreying verður í boði á svæðinu. Nánar á umfi.is og www.arborg.is

Sumarsprell ungra bænda

Ungir bændur ætla koma saman á íþróttavellinum við Árnes og skemmta sér eina kvöldstund. Keppt verður í þrautabraut í kvenna- og karlaflokki þar sem þrír efstu hljóta veglega vinninga. Dæmi um þrautir eru girðingastaurakast, flatkökuát, bjórdrykkja og viðhald mjaltavéla. Samkoman verður eins konar upphitun fyrir unga bónda ársins sem FUBS ætlar að halda um miðjan  Continue Reading »

Humarhátíð Höfn

Humarhátíð 2013 verður 28.-30. júní, undirbúningur fyrir hátíðna er nú þegar hafinn. Vonir standa til að brottfluttir og íbúar Hornafjarðar eigi eftir að skemmta sér og sínum saman þessa helgi. Án þess að uppljóstra frá nýju þema og uppákomum sem verða að þessu sinni þá má greina frá að áhersla verður lögð á humarinn í  Continue Reading »

Hlutverk graslendis í grænni framtíð.

Ráðstefna verður á Akureyri dagana 23.-26. júní um „hlutverk graslendis í grænni framtíð.“  Ráðstefnan er haldin á vegum samtaka Evrópskra graslendisfræðinga (EGF) en þeir halda slíkar ráðstefnur annað hvert ár víða um Evrópu.  Nánari upplýsingar er að finna á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarinsrml.is

back to top