Landsmót fornbílaklúbbs Íslands – Selfossi

Tíunda landsmótið á Selfossi verður haldið helgina 21. – 23. júní. Helstu liðir verða á sínum stað, þar á meðal hópakstur austur og keyrsla um Selfoss sem endar með mótssetningu. Að venju verður laugardagurinn helgaður sýningu bíla, kynningar á bílum, markaður með handverk o.fl., „skottmarkaður“ varahluta, vöfflusala, keppni fjarstýrðra bíla o.fl. Þeir sem hafa hug  Continue Reading »

Jónsmessuhátíð Eyrarbakka

Jónsmessuhátíðin er haldin á Eyrarbakka í kring um Jónsmessuna ár hvert. Fjölbreytt dagskrá í gangi, varðeldur, söngur og fl. Nánari upplýsingar á arborg.is og eyrarbakki.is 

Halló Helluvað

Halló Helluvað verður á sunnudaginn 26. Maí kl. 13.30 á Helluvaði í Rangárþingi Ytra. Þá verður kúnum hleypt út í sumarið  með tilheyrandi fjöri, fjárhúsið verður opið og þar gefst öllum tækiæri á að skoða og knúsa lömbin.   Aðal skemmtunin er þó í að koma saman á góðum degi og fá sér kaffi, kleinu  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2013

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2013 verður haldinn 17. apríl að Höfðabrekku í Mýrdal og hefst kl. 11.00

Dagskrá fundarins verður birt hér þegar nær dregur.

Framleiðnisjóður landbúnaðarins-skila umsókn

Framleiðnisjóður auglýsir eftir umsóknum
Framleiðnisjóður landbúnaðarins auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum, en í Búnaðarlagasamningi 2013-2017 er starfsfé sjóðsins aukið stighækkandi út samningstímann.

Landsýn vísindaþing landbúnaðarins

LANDSÝN — vísindaþing landbúnaðarins
verður haldið í aðalbyggingu Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri föstudaginn 8. mars kl. 10:00-16:30.
Boðið verður upp á rútuferð frá Reykjavík til Hvanneyrar og til baka eftir þingið. Brottför frá BSÍ kl. 8 og Keldnaholti kl. 8:20, heimferð frá Hvanneyri í síðasta lagi klukkan 17:00.
LANDSÝN tekur við af Fræðaþingi landbúnaðarins og að ráðstefnunni standa Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskóli Íslands, Landgræðsla ríkisins, Matvælarannsóknir Íslands (Matís), Skógrækt ríkisins og Veiðimálastofnun.
 

Aðalfundur LK

Aðalfundur LK – 22.-23. mars

Aðalfundur Landssambands kúabænda árið 2013 verður haldinn á Icelandair Hótel Héraði á Egilsstöðum, dagana 22. og 23. mars nk. Fundurinn verður settur kl. 10 árdegis þann 22. og áætlað er að honum ljúki um kl. 17, laugardaginn 23. mars. 

Aðalfundur Samtaka ungra bænda

Aðalfundur Samtaka ungra bænda haldinn 16. mars í Valaskjálf Egilsstöðum, fundurinn hefst kl. 10 og er öllum opinn til áheyrnar.  Kjörnir fulltrúar landshlutafélaganna hafa einir atkvæðisrétt.

Aðalfundur nautgriparæktarfélags A-Skaft.

Nautgriparæktarfélag Austur-Skaftfellinga boðar til aðalfundar í
veitingasal á Brunnhól á Mýrum, miðvikudaginn 27. febrúar n.k. og hefst hann
kl. 20.30.

Nautgripabændur og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta.

Búnaðarþing 2013

Nú styttist óðum í að búnaðarþingsfulltrúar okkar Sunnlendinga þurfa að skila inn málum fyrir næsta búnaðarþing. Nú er lag að heyra frá grasrótinni ef þið hafið mál sem þið viljið að tekin verða upp á þeim vetvangi. Vinsamlegast sendið erindi fyrir lok desember á skrifstofu BSSL að Austurvegi 1 á Selfossi eða á netfangið bssl@bssl.is merkt „Búnaðarþing 2013“. Einnig er velkomið að hafa samband við einhvern af fulltrúunum.

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu verður haldinn 25. febrúar í Básnum, Ölfusi kl. 13:00.

back to top