Skil á haustskýrslum fyrir 20. nóvember
Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofn, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og á hvaða jörð eða landspildu. Einnig skal koma fram gróffóðursuppskera af hefðbundnum Continue Reading »
Hrútaskráin 2024-2025 er komin á vefinn
Hrútaskráin 2024-2025 er komin vefinn. Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML. Hægt verður að nálgast Hrútaskránna á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands um miðja næstu viku. Minnum líka við á kynningarfundi sem verða haldnir um hrútakost nýrrar Hrútaskrár: Mánudagur 18. nóvember í Þingborg kl. 20.00 Þriðjudagur 19. nóvember á Hótel Smyrlabjörgum kl. Continue Reading »
Dagur landbúnaðarins
NÝIR TÍMAR Í LANDBÚNAÐI DAGUR LANDBÚNAÐARINS MÁLÞING Á HÓTEL SELFOSSI FÖSTUDAGINN 11. OKTÓBER KLUKKAN 9:30 – 12:00 Fundarstjóri: Jón Bjarnason bóndi. Setning. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands Bændur og fjármögnunarstarfsemi Byggðastofnunar. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar Fæðuöryggi í breyttum heimi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Pallborðsumræður: Auður Alfa – ASÍ, Benedikt – SVÞ, Runólfur Continue Reading »
Spildudagur í Gunnarsholti
Spildudagur er haldinn í Gunnarsholti þriðjudaginn 8. október á vegum LbhÍ í samvinnu við Land og Skóg. Dagskráin hefst kl 9:00 í Frægarði þar sem markmiðið er að kynna hafra til frekari ræktunar en það er verkefnið Jaðarhafrar sem stendur fyrir því. Eftir hádegi eða kl 13:00 er farið út á akurinn og ýmsar tilraunir Continue Reading »
Fundur um lífgasframleiðslu í Árnessýslu í Aratungu 1. október kl 13:30
Orkídea, samstarfsverkefni um nýsköpun í matvælaframleiðslu og líftækni á Suðurlandi, boðar áhugasama bændur í Árnessýslu til fundar í Aratungu 1.okt. nk. um möguleika áburðar- og lífgasvinnslu í uppsveitum Árnessýslu. Undanfarna mánuði hefur Orkídea, í samstarfi við garðyrkjubændur í Reykholti, Bláskógabyggð, kannað möguleika og rekstrargrundvöll áburðar- og lífgasvers í uppsveitunum. Þessi vinnsla byggir á gerjun lífræns Continue Reading »
Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur er 1. október
Skila skal umsóknum fyrir miðnætti þriðjudaginn 1. október. Til að geta sent inn umsókn í Afurð þarf að gera skýrslu um ræktun 2024 í skýrsluhaldskerfinu Jörð. Þeir sem þurfa aðstoð við skráningar geta haft samband við ráðunauta RML. Jarðræktarstyrkir eru til nýræktar, endurræktunar á túnum, kornræktar og ræktunar annarra fóðurjurta og útiræktaðs grænmetis Landgreiðslur eru Continue Reading »
Bústjóri Nautís
Davíð Ingi Baldursson Ármótsflöt hefur verið ráðinn sem bústjóri Nautís og hefur þegar tekið til starfa. Davíð er frá Litla Ármóti, er húsasmiður að mennt og hefur starfað við það síðustu ár. Hann hefur einnig sinnt afleysingum hjá Nautís. Um leið og Davíð er boðinn velkominn til starfa eru Sigurbirni Kjartanssyni sem lét af störfum Continue Reading »
Jaki 23402 Angus naut hjá Nautís til sölu
Ákveðið hefur verið að bjóða til kaups nautið Jaka 23402. Hann er í eigu Nautís en var fluttur í vor að Hesti í Borgarfirði ásamt nautinu Lunda 23403. Hugmyndin var sú að taka sæði úr þeim þar og verði af kyngreiningaráformum NBÍ í haust að kyngreina sæðið úr þeim. En nú er komið í ljós Continue Reading »
Burður hjá Nautís 2024
Þær 22 holdakýr sem eru í eigu Nautís eru bornar. Það komu 23 kálfar en fyrsta kýrin sem bar var með naut og kvígu og var kvígan dauðfædd. Þá var önnur kýr sem kom með dauðan kálf en hún fékk litla sótt. En 21 kálfur á búinu í dag, 10 naut og 11 kvígur og Continue Reading »
Niðurstöður útboðs holdagripa hjá Nautís
Þann 9. júlí sl fór fram útboð á 10 holdagripum hjá Nautís. Þar af 7 naut og 3 kvígur. Tilboð komu frá 13 rekstraraðilum. Gripirnir seldust á 13.200.000,- og því meðalverð 1.320.000,-. Kvígurnar seldust á 851 þús. að jafnaði en nautin á 1521 þús. Stjórn Nautís óskar nýjum eigendum til hamingju með gripina og vonar Continue Reading »
Ágúst Sigurðsson frá Birtingaholti
Ágúst í Birtingaholti var kjörinn í stjórn Búnaðarsambands Suðurlands 1987 og af stjórninni sem formaður. Þar tók hann við af Stefáni Jasonarsyni sem hafði verið formaður frá 1969. Hann sóttist ekki eftir embættum en þetta verkefni tók hann að sér þrátt fyrir að sýnt væri að mörg krefjandi mál væru framundan. Búnaðarsambandið var að flytja Continue Reading »
SALA Á 10 HOLDAGRIPUM HJÁ NAUTÍS
Hér eru upplýsingar og lýsingar á þeim 10 Angus gripum sem eru til sölu hjá Nautís ásamt tilboðsblöðum og reglum um tilboðið. Um er að ræða 7 naut og 3 kvígur sem eru að verða 14 mánaða. Gripirnir verða afhentir að loknu útboði nema nautin sem eru í sæðistöku sem verða afhent þegar nægjanlegt magni Continue Reading »
Aðalfundur Nautís
Aðalfundur Nautís verður haldinn fimmtudaginn 23. maí að Stóra Ármóti Flóahreppi og hefst kl 13:30 Dagskrá; Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra Reikningar Kosningar Önnur mál Á fundinn mætir Jón Hjalti Eiríksson LbhÍ og fjallar um skyldleikann í Nautís stofninum. Að fundi loknum er opið hús hjá Nautís
Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands
Stofnfundur Kornræktarfélags Suðurlands verður haldinn í Frægarði Gunnarsholti miðvikudaginn 24. apríl og hefst kl 13:30. Tilgangurinn er að ná öllum þeim sem rækta korn og eða hafa áhuga á kornrækt og framgangi kornræktar saman í einn félagsskap. Stefnt er að stofnun kornsamlags síðar á árinu. Á fundinn mætir Hrannar Smári Hilmarsson tilraunastjóri LbhÍ og fer Continue Reading »
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn í Hótel Fljótshlíð Smáratúni þriðjudaginn 5. mars. Fram kom að staða Búnaðarsambandsins og dótturfyrirtækja þess er góð og var í heild rekstrarafgangur upp á rúmar 24 milljónir sem skapast m.a af góðum rekstri dótturfyrirtækja og sterkri eiginfjárstöðu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti forstöðumaður Lands og Skóga, Ágúst Sigurðsson erindi um hið Continue Reading »
Afurðahæsta kýrin á Suðurlandi 2023
Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi fyrir skömmu veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2023. Það var Droplaug 875 í Dalbæ í Flóa sem mjólkaði 13.999 kg með 3,14 % prótein og 3,51% fitu. Droplaug er undan nautinu Dropa 10077 frá Fossi í Hrunamannahreppi en gaf m.a. háfættar kýr með góða júgur Continue Reading »
Afurðahæsta kúabúið 2023
Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi veitti Búnaðarsamband Suðurlands verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2023. Það var kúabúið Stóru Mörk 1 sem er í eigu Aðalbjargar Rúnar Ásgeirsdóttur og Eyvindar Ágústssonar. Afurðirnar voru 8.903 kg eftir árskú og var það jafnframt mestar afurðir yfir landið. Þessi frábæri árangur næst m.a. með frábæru og einsleitu Continue Reading »