Af vettvangi Félags kúabænda á Suðurlandi
Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi hélt fund í Árhúsum á Hellu 9. des. sl. Á fundinum voru rædd ýmis hagsmunamál kúabænda með sérstakri áherslu á fjárhagslega stöðu kúabænda. Fram kom að þeir fundarmenn sem hafa óskað eftir frystingu á afborgunum erlendra lána hjá lánastofnunum hafa fengið hana, oftast í 4 til 6 mánuði. Á fundinum var ákveðið að stjórn félagsins myndi óska eftir fundi með fulltrúum helstu viðskiptabanka kúabænda á svæðinu til að fara yfir stöðu kúabænda almennt og þá fyrirgreiðslu sem nauðsynleg er af hálfu lánveitenda næstu mánuði.