Ráðstefna um meðferð hrossa innan- og utanhúss
Alþjóðlega NJF-ráðstefnan ”Housing and management of horses in Nordic and Baltic climate” verður haldin á Hótel Loftleiðum dagana 6. og 7. júní nk., en NJF eru samtök búvísindamanna á Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Samtökin spanna allt litróf landbúnaðarins og í þeim eru samtals tæplega 2.000 einstaklingar. Meginviðfangsefni samtakanna er að skipuleggja námskeið, ráðstefnur og vinnufundi t.d. til undirbúnings stærri verkefnastyrkja.
Markmið ráðstefnunnar er að draga saman nýjustu rannsóknarniðurstöður og leiðbeiningar varðandi meðferð hrossa, bæði innan sem utanhúss, með sérstaka áherslu á nærumhverfi bæði hrossa og manna.
Skýrsla um faraldur smitandi hósta í hrossum
Matvælastofnun og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum hafa gefið út skýrslu um faraldur smitandi hósta af völdum bakteríunnar Streptococcus zooepidemicus sem herjað hefur á íslenska hrossastofninn. Í skýrslunni er farið yfir greiningu, dreifingu, sjúkdómseinkenni og faralds- og meinafræði sjúkdómsins.
Stóðhestaveislan í Rangárhöllinni – skráningu lýkur í þessari viku!
Skráning á stóðhestum fyrir stóðhestaveisluna 19.mars n.k. í Rangárhöllinni á Helllu lýkur í þessari viku. Ef það er einhver stóðhesteigandi sem langar að koma sínum stóðhesti á framfæri, endilega hafið sambandi við Hallgrím Birkisson í síma 864 2118 eða Ólaf Þórisson í síma 863 7130. Einnig er hægt að kaupa auglýsingu í sýningarskránni fyrir þá sem hafa áhuga á að auglýsa sína starfsemi.
Námskeið um hæfileikadóma hrossa
Minnt er á námskeið um hæfileikadóma sem haldið verður í Harðarhöllinni í Mosfellsbæ laugardaginn 12. mars n.k.
Nánari upplýsingar!
Skráningum í Stóðhestablað Eiðfaxa er að ljúka – Skráningu líkur á föstudag !!
Allir hestar sem skráðir eru í stóðhestablaðinu fara sjálfkrafa inn á stóðhestavef Eiðfaxa og vefútgáfu stóðhestablaðsins, en þar er möguleiki að setja inn myndband af hestum.
Verð skráninga án vsk:
• Heilsíða og skráning á vef: 64.000
• Hálfsíða og skráning á vef: 32.000
• Þriðjungur (ódæmdir folar) og skráning á vef: 22.000
• Stóðhestavefur (ekki auglýsing í Stóðhestablaði): 12.000
Standi vörð um bann við innflutningi hrossa
Búnaðarþing skorar á stjórnvöld að standa vörð um bann við innflutningi á lifandi hrossum og erfðaefni þeirra, í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
„Hrossaræktin hefur þá sérstöðu í íslenskum landbúnaði að byggja afkomu sína að miklu leyti á útflutningi lifandi dýra. Mikilvæg forsenda þess er heilbrigði íslenska hrossastofnsins. Vegna langrar einangrunar er stofninn afar móttækilegur fyrir nýjum smitefnum. Því er nauðsynlegt að viðhafa mun strangari sjúkdómavarnir en gert er ráð fyrir í reglum Evrópusambandsins,“ segir í greinargerð sem fylgir ályktuninni.
Hrossarækt og hestamennska
Almennir fundir um málefni hrossaræktar og hestamennsku verða haldnir á eftirtöldum stöðum á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
Þriðjudaginn 1. mars. Hvanneyri, Borgarfirði.
Miðvikudaginn 2. mars. Félagsheimili Sleipnis, Selfossi.
Fimmtudaginn 3. mars. Reiðhöllinni í Víðidal, Reykjavík.
Úrslit folaldasýningar í Skeiðvangi
Árleg folaldasýning Hrossaræktarfélags A-Landeyja og Skeiðvangs fór fram í Skeiðvangi á Hvolsvelli, laugardaginn 22. janúar síðastliðinn. Þar öttu kappi 23 folöld af fjölbreyttu ætterni og uppruna úr Rangárþingum. Alls áttu 20 feður afkvæmi á sýningunni og úr þeim feðrahópi voru 60% sýndir hestar en aðrir feður vel ættaðir ungfolar. Dómarar sýningarinnar voru þeir Kristinn Guðnason, Árbæjarhjáleigu, og Daníel Jónsson á Hellu og leystu þeir sitt verkefni vel af hendi.
Úrslit urðu eftirfarandi:
Fréttir frá Fagráði í hrossarækt
Fundur var haldinn í Fagráði í hrossarækt þann 17. desember síðastliðinn, að vanda var margt tekið þar til umræðu en fundargerðir fagráðs eru aðgengilegar á heimasíðu BÍ www.bondi.is undir Hrossarækt.
Það sem m.a. var tekið fyrir á fundinum var eftirfarandi:
1. Stefnt er á að halda alþjóðlegt námskeið fyrir unga (18-25 ára) sýnendur kynbótahrossa í vor. Námskeiðinu hefur verið fundinn staður á Skeiðvöllum hjá Sigurði og Lisbeth 1. – 3. apríl.
Fræðslukvöld um kynbótamat íslenskra hrossa
Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir fræðslukvöldi um kynbótamat íslenskra hrossa í samstarfi við endurmenntun LbhÍ. Allir sem hafa áhuga á ræktun íslenska hestsins eru hvattir til að mæta. Fræðslukvöldið verður miðvikudaginn 19. janúar, kl. 19:45 til 22:00, í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf, Suðurtröð á Selfossi (hesthúsahverfinu).
Farið verður yfir kynbótamatið, uppbyggingu þess og útfærslu. Enn fremur verður farið í þróun kynbótamatsins, samþættingu þess við keppniseiginleika og mikilvægi þess að taka tillit til forvals í gögnum. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum kynbótamatsins og hvernig ræktendur geti nýtt sé það í ræktunarstarfinu.
Kröfu um heimasóttkví útflutningshrossa aflétt um áramót
Vegna smitandi hósta var nauðsynlegt að setja tímabundið reglur um heimasóttkví útflutningshrossa til aða uppfylla framangreind skilyrði. Það fyrirkomulag hefur reynst afar vel og engar fregnir hafa borist um að veikin hafi komið upp í útfluttum hrossum. Aðeins örfá hross hafa ekki staðist heilbrigðisskoðanir og hefur útflutningi á þeim verið frestað.
Þar sem lítið ber á sjúkdómnum nú hefur verið ákveðið að aflétta hinni formlegu heimasóttkví frá áramótum, með þeim fyrirvara að sjúkdómurinn blossi ekki upp á ný.
Eins og kunnugt er gera lönd í Evrópusambandinu þær kröfur að hross sem þau taka við séu án sjúkdómseinkenna og það sama eigi við um öll hross sem þau hafi umgengist undangengna 30 daga (60 daga við flutning til Bandaríkjanna).
Námskeið um kynbótamat íslenskra hrossa
Endurmenntun LbhÍ í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurlands bjóða upp á námskeið um kynbótamat íslenskra hrossa. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um ræktun íslenska hestsins.
Á námskeiðinu verður farið yfir kynbótamatið, uppbyggingu þess og útfærslu. Enn fremur verður farið í þróun kynbótamatsins, samþættingu þess við keppniseiginleika og mikilvægi þess að taka tillit til forvals í gögnum. Markmiðið er að þátttakendur öðlist skilning á helstu atriðum kynbótamatsins og hvernig ræktendur geti nýtt sé það í ræktunarstarfinu.
Kiljan frá Steinnesi hæst dæmda kynbótahrossið
Á ráðstefnunni Hrossarækt 2010 síðasta laugardag voru veitt ný verðlaun fyrir hæst dæmda kynbótahross ársins, leiðrétt fyrir aldri. Verðlaunin komu að þessu sinni í hlut stóðhestsins Kiljans frá Steinnesi sem hlaut í aðaleinkunn 8,71 eða 8,78 aldursleiðrétt.
Syðri-Gegnishólar ræktunarbú ársins 2010
S.l. laugardag fór fram ráðstefnan „Hrossarækt 2010“ í Bændahöllinni í Reykjavík. Á ráðstefnunni var m.a. veitt viðurkenning fyrir ræktunarbú ársins úr hópi 14 tilnefndra búa. Eftirtalin bú voru tilnefnd:
Auðsholtshjáleiga, Gunnar Arnarson, Kristbjörg Eyvindsdóttir og börn.
Austurkot, Páll Bragi Hólmarsson og Hugrún Jóhannsdóttir.
Árgerði, Magni Kjartansson.
Þúfa hlaut ræktunarverðlaun keppnishrossa
Indriði Ólafsson og Sylvia Rossel hlutu ný verðlaun á uppskeruhátíð hestamanna um s.l. helgi, „Ræktun keppnishrossa“, en þau eru veitt fyrir eftirtektarverðan árangur í ræktun. Indriði Ólafsson, kenndur við Þúfu, hefur verið ötull ræktunarmaður íslenska hestsins undanfarna áratugi. Þar ber hæst að nefna ræktun hans á gæðingaföðurnum Orra frá Þúfu. Áhrif Orra í íslenska hrossastofninum er mikil enda hefur hann getið af sér ófáa gæðinga og er enn að, orðinn 24 vetra gamall.
Kynbótaknapi ársins 2010 var Bjarni Jónasson úr hestamannafélaginu Léttfeta, Skagafirði. Hann sýndi 31 hross til kynbótadóms í ár og hlutu 19 þeirra 1. verðlaun með meðaltal 8,23 fyrir hæfileika. Þeirra hæst fór Vænting frá Brúnastöðum með 8,85 fyrir hæfileika.
Ráðstefnan Hrossarækt 2010
Ráðstefnan Hrossarækt 2010 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 20. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða, jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri verður Víkingur Gunnarsson og er dagskráin eftirfarandi:
Landsmót hestamanna verður á Vindheimamelum á næsta ári
Landsmót hestamanna verður haldið á Vindheimamelum næsta sumar. Þetta var endanlega ákveðið á landsþingi Landssambands hestamannafélaga (LH) sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Nokkur hringlandaháttur hefur verið varðandi hvort landsmót yrði haldið á næsta ári en eins og kunnugt er var tekin ákvörðun um að fresta mótinu sem halda átti nú síðasta sumar vegna hestapestarinnar.
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn í félagsheimili Hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf þriðjudaginn 19. október nk. kl. 20:00. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands verður með framsögu á fundinum. Einnig munu Hulda Gústafsdóttir og Gunnar Arnarson upplýsa menn um horfur á útflutningi hrossa í haust.
Rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum samþykkt
Á ríkisstjórnarfundi í morgun var tillaga Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Matvælastofnunar að rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum samþykkt. Kostnaður við áætlunina er u.þ.b. 19 milljónir en hún gengur meðal annars út á það að greina orsök á sjúkdómnum, kortleggja smitdreifingu og rannsaka faraldssvæði og eðli sjúkdómsins.
Boðið verður upp á afkvæmasýningar stóðhesta
Vegna frestunar landsmóts hestamanna hefur fagráð í hrossarækt ákveðið boðið verði upp á hefðbundnar afkvæmasýningar stóðhesta á viðburðunum sem áætlaðir eru um verslunarmannahelgina, Fákaflugi í Skagafirði og Hestafjöri 2010 á Gaddstaðaflötum. Þetta fer að sjálfsögðu eftir því hvort áhugi er fyrir hendi eður ei.