Kynbótasýningar 2010
Fagráð í hrossarækt hefur ákveðið tímasetningar kynbótasýninga árið 2010. Alls verða sýningarnar 19 talsins og verður sú fyrsta á Sauðárkróki dagana 22. og 23.apríl og síðasta sýningin verður svo dagana 18. – 20. ágúst í Skagafirði/Eyjafirði.
Á döfinni hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands
Nú er vetrardagskráin hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands farin að skýrast og hér fyrir neðan má sjá helstu viðburði:
Miðvikudaginn 13. janúar 2010
Erfðir hrossalita, fræðslukvöld í Hlíðskjálf, félagsheimili Sleipnis. Leiðbeinandi Guðni Þorvaldsson. Verð 1.000 kr fyrir félagsmenn og 1.500 kr fyrir aðra, greiðist á staðnum. Boðið upp á kaffi og meðlæti.
Sextíu ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga
Sextíu ára afmælishátíð Landssambands hestamannafélaga verður haldin 18.des. nk. í Iðnó, nánast á sama stað og sambandið var stofnað en stofnfundurinn var haldinn í Baðstofu iðnaðarmanna 18. desember 1949 þar sem tólf hestamannafélög lögðu grunninn.
Gunnar Bjarnason leiddi undirbúningsvinnu að stofnun sambandsins en fyrsti formaður þess var H.J. Hólmjárn. Í fyrstu lögum LH segir m.a.: „Markmið sambandsins er að vinna að bættri meðferð hesta, sérræktun íslenzks reiðhestakyns og framgangi reiðhestaíþrótta….“
Skýrsla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Jón Bjarnason, hélt í gærmorgun, 10. desember 2009, fréttamannafund þar sem kynnt var skýrsla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Skýrslan er unnin af nefnd á vegum ráðuneytisins sem hafði að verkefni, m.a. að meta hvernig staðið er að kynningu íslenska hestsins erlendis.
Félag hrossabænda með nýjan vef
Nýr vefur Félags hrossabænda hefur nú verið tekinn í gagnið á slóðinni www.fhb.is . Þar er að finna upplýsingar um félagið og starfsemi þess, auk ýmis konar fróðleiks er varðar íslenska hestinn, bæði á íslensku og ensku. Allar fundargerðir félagsins eru birtar á vefnum, auk þess sem þar er að finna fróðleik um fagráð, útflutning, lög- og reglugerðir og fleira.
Fjöldi frábærra hrossa á Ræktun 2009
Fjöldi frábærra hrossa mun koma fram á stórsýningunni Ræktun 2009 sem fram fer í Ölfushöllinni föstudaginn 24.apríl n.k. Mörg frábær hrossaræktarbú hafa tilkynnt þátttöku sína en þau sem nú þegar hafa skráð sig eru:
Dalland
Fet
Litli-Moshvoll
Kaldbakur
Ingólfshvoll
Þjórsárbakki
Ræktun 2009
Hin árlega Stórsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands RÆKTUN 2009 verður haldin í Ölfushöllinni föstudaginn 24.apríl n.k. og óskum við eftir ábendingum um spennandi ræktunarbú, systkynahópa , afkvæmahópa hryssna og stóðhesta auk einstaklinga í röðum hryssna og stóðhesta.
Smitsjúkdómar og varnir gegn þeim
Á aðalfundi Hrossaræktarsamtaka Suðurlands þann 26. mars s.l. fjallaði Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma um smitsjúkdóma og varnir gegn þeim. Erindið var mjög áhugavert og þótti stjórn HS tilvalið að fleiri fengju að fræðast um þessi mál en þeir sem áttu þess kost að mæta á aðalfundinn. Hér birtist því úrdráttur úr erindinu en þeir sem áhuga hafa á að kynna sér málið betur geta kynnt sér það frekar í fundargerð aðalfundar á slóðinni www.bssl.is undir Hrossaræktarsamtök Suðurlands.
Fréttir af aðalfundi Hrossaræktarsamtakanna
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands var haldinn þann 26. mars í Þingborg. Helstu fréttir af fundinum eru þær að Halldór Guðjónsson var kosin í aðalstjórn og í varastjórn voru kosin María Þórarinsdóttir og Birgir Leó Ólafsson. Núverandi stjórn er því þannig skipuð: Sveinn Steinarsson formaður, Bertha Kvaran, Bjarni Sigurðsson, Ólafur Einarsson og Halldór Guðjónsson. Varamenn eru Bjarni Þorkelsson, María Þórarinsdóttir og Birgir Leó Ólafsson. Stjórnin hefur enn ekki skipt með sér verkum. Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma var með mjög gott erindi á fundinum varðandi smitsjúkdóm og varnir gegn þeim og verður birtur úrdráttur úr erindi við fyrsta tækifæri. Stjórnin lagði fyrir fundinn fjórar tillögur, til fagráðs í hrossarækt, varðandi sýningarfyrirkomulag og vægisbreytingar, þær voru allar samþykktar. Eins og hestamenn vita hafa þau mál verið mikið í umræðunni að undanförnu og fannst stjórninni að samtökin þyrftu að taka afstöðu til þeirra mála. Tillögurnar fara hér á eftir:
Stóðhestaveisla í Rangárhöllinni
Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14:00. Þá verða kynntir stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009. Sýningarfyrirkomulagið er gefið algjörlega frjálst. Hver stóðhestur fær 7 mínútur í höllinni til að kynna sig. Það er því algjörlega undir eigendum/umsjónarmönnum stóðhestsins hvernig staðið verður að kynningu hvers hests, svo sem tónlist, búningar og fleira. Nokkrir stóðhestaeigendur ætla að mæta með afkvæmi eingöngu en aðrir bæði með stóðhestinn sjálfan og afkvæmi hans að auki.
Ungfolasýning Hrossaræktarsamtakanna 21. mars n.k.
Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands fer fram í Ölfushöllini á Ingólfshvoli laugardaginn 21. mars 2009.
Ungfolamatið hefst kl 17.00, svo verður tekið matarhlé og sýning folanna inni í höll hefst kl 20.00.
Dómarar verða þau Halla Eygló Sveinsdóttir og Jón Vilmundarson.
Dómarar raða efstu fimm folunum í sæti en áhorfendur velja efstu folana í tveggja og þriggja vetra flokki. Eigendur fá umsögn um folana frá þeim Höllu og Jóni.
Út með ágrip – málþing á Hvanneyri 13. mars n.k.
Málþing um leiðir til þess að koma í veg fyrir ágrip og aðra áverka í tengslum við sýningar hrossa verður haldið á Hvanneyri föstudaginn 13. mars 2009 kl: 17–20 í Ársal í Ásgarði (Nýi skóli).
Hrossaræktarfundur í Þingborg
Opinn fundur á vegum Félags hrossabænda og Bændasamtaka Íslands um málefni hrossaræktarinnar verður haldinn í Þingborg miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 20:30.
Frummælendur á fundinum verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og Fagráðs í hrossarækt og Guðlaugur Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ. Kaffi í boði Hrossaræktarsamtaka Suðurlands.
Fræðslufundur um heilbrigði íslenska hestsins
Matvælastofnun heldur fræðslufund um heilbrigði íslenska hestsins þriðjudaginn 27. janúar 2009 kl. 15:00-16:00. Á fundinum verða teknir fyrir þættir sem ógnað geta heilbrigði og velferð hrossastofnsins og fjallað um viðbrögð við hugsanlegri vá. Þá verða nýleg dæmi um salmonellusýkingu og brot á dýraverndarlögum til umfjöllunar.
Olil og Bergur byggja reiðhöll
Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa ráðist í byggingu reiðhallar. Framkvæmdir við grunn eru þegar hafnar. Húsið er frá Límtré og er 20×50 metrar að flatarmáli.
Olil og Bergur segja að skilyrði í hrossabúskapnum séu góð. Mikil sala sé í hrossum til útlanda. Aðstæður á byggingarmarkaði séu einnig orðnar hagstæðari og því ekki eftir neinu að bíða.
Úrslit Folaldasýningar HS
Vel heppnuð folaldasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands fór fram í Ölfushöllinni laugardagskvöldið 25. október s.l. og var mikið af fallegum folöldum sem komu fram. Alls mættu 27 folöld til leiks. Úrslit urðu eftirfarandi: