Að lokinni sæðistökuvertíð

Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 51. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968. Veðrið var hagstætt og því gengu flutningar á hrútasæði að mestu vel en hvassviðri við suðurströndina setti aðeins strik í reikninginn. Sæðistakan gekk óvenju illa framan af vegna lakra sæðisgæða sem við kunnum ekki skýringar á.  Continue Reading »

Landbúnaðarsýning á Selfossi 1958 og 1978

Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands fæst nú á ný diskurinn sem inniheldur Landbúnaðarsýningarnar á Selfossi 1958 og 1978.  Diskurinn kostar 3.000 kr. og bætist sendingarkostnaður ofaná. Hægt er að panta hann á bssl@bssl.is eða hringja í 480 1800.

Haustfundir sauðfjárræktarinnar samantekt

Árlegum haustfundum Búnaðarsambandsins um sauðfjárrækt á Suðurlandi er nú nýlokið og tókust fundirnir mjög vel.  Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru. Þorsteinn Ólafsson var með erindi um frjósemi og hvað eigi að gera til að ná sem bestum árangri  Continue Reading »

Haustfundir BSSL 2018 í sauðfjárrækt

Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt fara að bresta á og þá er verður Hrútaskráin 2018 komin í hús, en í henni eru lýsingar á hrútunum skrifaðar af sauðfjárráðunautum RML. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Miðvikudagur 21. nóvember Icelandair Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustri kl. 13:30 Miðvikudagur 21. nóvember Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 20.00 Fimmtudagur 22 .nóvember í Félagslundi Flóahrepp   Continue Reading »

Hrútaskrá 2018-2019 vefútgáfa

Hrútaskráin 2018-2019 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Haustfundir sauðfjárræktarinnar verða í næstu viku og verður Hrútaskránni dreift þar, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá sauðfjársæðingastöðvunum hefst 1. desember n.k. og mun standa til 20. desember  Continue Reading »

Kálfar hjá Nautís komnir í einangrun

Fimmtudaginn 4. október var einangrunarhluti Nautís á Stóra Ármóti tekinn í notkun. Þeir 12 kálfar sem fæddust í haust voru færðir þar inn, 7 kvígur og 5 naut. Einangrunartíminn er 9 mánuðir og lýkur því 4. júlí 2019. Í leiðinni voru kálfarnir vigtaðir og var 0001 Vísir þyngstur eða 91 kg og hafði hann þá  Continue Reading »

Íslenskur landbúnaður 2018

Stór landbúnaðarsýning verður í Laugardalshöll dagana 12. – 14. október næstkomandi.  Þar verða tæplega 100 sýnendur og fjöldin allur af alls kyns nýjungum og fyrirlestrar verða á laugardag og sunnudag. Sýningin hefst með opnunarhófi kl. 13.00 föstudaginn 12. okt. Þann dag er opnunartími 14.00–19.00, á laugardag 13. okt. 10.00–18.00 og sunnudag 14. okt. 10.00–17.00. Miðar  Continue Reading »

Fósturvísainnlögn hjá Nautís

Í gær fimmtudaginn 20. september hófst fósturvísainnlögn með fósturvísa sem komu til landsins í byrjun ágúst. Fósturvísarnir eru 38 að tölu og eru 13 undan nauti nr 74043 Hovin Hauk, 12 undan nauti nr 74029 Horgen Eirie og svo 13 fósturvísar sem teknir voru vorið 2017 undan nauti nr 74039 eða Stóra Tígri. Í gær  Continue Reading »

Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur

Búið er að opna fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur á Bændatorginu og er umsóknafrestur til 20. október n.k.  Skilyrði fyrir styrkveitingu eru fullnægjandi skil á jarðræktarskýrslu í Jörð (jord.is).  Búið er að einfalda umsóknarferlið nokkuð frá því í fyrra og helsta breytingin er að bóndi skilar einni umsókn inn í Bændatorgið, sem er með  Continue Reading »

Fréttir frá Nautís Stóra Ármóti

Kýrin Dallilja nr 374 bar í nótt tveimur kvígukálfum sem voru nefndar 0003 Steina sem var 35 kg og 0004 Sveina sem var 29 kg. Burðurinn gekk vel og heilsast öllum vel. Kvígurnar eru undan Stóra Tígri 74039 og Letti av Nordstu 532. Fyrir eru albræður þeirra 0001 Vísir og 0002 Týr. Þá er hafin  Continue Reading »

Fyrsti Angus kálfurinn fæddur

Í morgun 30. ágúst kl 5:13 fæddist fyrsti kálfurinn úr innfluttum fósturvísum af Aberdeen Angus kyni frá Noregi í einangrunarstöð Nautís á Stóra Ármóti. Nautkálfur sem hefur hlotið nafnið Vísir og er undan Stóra Tígri 74039. Á næstu dögum munu 10 kýr bera hreinræktuðum Angus kálfum. Þá verða settir upp þeir 42 fósturvísar sem til  Continue Reading »

Réttir á Suðurlandi haustið 2018

Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða föstudaginn 7. september, en þá verður réttað í Fossrétt á Síðu, í Vestur-Skaftafellssýslu.  Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best að hafa samband við heimamenn á hverjum  Continue Reading »

Fósturvísar frá Noregi

Þann 10. ágúst sl. voru fluttir til landsins 38 fósturvísar af Aberdeen Angus gripum frá Noregi. Af þeim voru 13 fósturvísar undan nautinu Hovin Hauk og 12 undan Horgen Eirie en einnig 13 fósturvísar frá fyrra ári undan Stóra Tígri en 10 af 11 kálfum sem fæðast nú í september eru undan honum. Verið er  Continue Reading »

Hey til Noregs

Þurrkar í Noregi síðustu vikur hafa valdið norskum bændum miklum áhyggjum og skortur á heyi yfirvofandi.  Norskir bændur hafa því leitað til íslenskra bænda til að flytja inn hey frá þeim, þó að því fylgi einhver áhætta.  Matvælastofnun hefur farið yfir þær kröfur sem íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til að geta flutt út hey  Continue Reading »

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofur Búnaðarsamband Suðurlands á Selfossi verða lokaðar vegna sumarfría frá og með mánudeginum 9. júlí og til og með föstudagsins 27. júlí, opnum mánudaginn 30. júlí. Hægt er að ná í starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í síma 516 5000, nánari upplýsingar eru á rml.is

Heimsókn á kornakra á Suðurlandi

Benny Jensen ráðunautur frá BJ-Agro í Danmörku verður í Gunnarsholti á Rangárvöllum 13. júní og 14. júní í Hornafirði. Hann verður á landinu frá 11.-14. júní og mun heimsækja bú og skoða kartöflugarða en einnig kornakra á nokkrum nálægum stöðum. Þar verður ástand akranna metið og m.a. horft eftir illgresi, sjúdómum og skortseinkennum í korni.  

Breyting á sæðingagjöldum

Við innheimtu sæðingagjalda er miðað við fjölda fullorðinna kúa á forðagæsluskýrslu MAST á viðkomandi búi um síðustu áramót. Við þá tölu er bætt 25% sem er áætlaður fjöldi kvígna sem sæddar verða. Innheimta sæðingargjalda fer fram ársfjórðungslega þ.e. 4 x á ári, en þar sem tölur um kúafjölda um liðin áramót liggja ekki fyrir hjá  Continue Reading »

Frá aðalfundi BSSL

Á aðalfundi Búnaðarsambandsins sem haldinn var í Smáratúni 13. apríl sl mættu 35 fulltrúar frá 28 aðildarfélögum.var Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa þar sem formaður flutti skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóri fór yfir og skýrði reikninga og starfsemi BSSL . Niðurstaða reikninga er rúm milljón í hagnað og rekstrartekjur upp á 292 milljónir. Sigurður Eyþórsson fór yfir helstu  Continue Reading »

Tillögur frá aðalfundi

Á aðalfundi Bssl sem haldinn var í Smáratúni 13. apríl sl. voru eftirfarandi tillögur samþykktar. Tillaga nr.1 – frá fjárhagsnefnd Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn í Smáratúni í Fljótshlíð 13. apríl 2018 samþykkir að árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2018 verði kr. 4.000 á hvern félagsmann. Jóhann Nikuásson vildi halda sig við tillögu stjórnar þar  Continue Reading »

Fréttir frá Nautís

Ráðherra landbúnaðarmála. Kristján Þór Júlíusson heimsótti einangrunarstöð Nautís fyrir holdagripi sem er á Stóra Ármóti í gær. Í tilefni af því afhenti hann stöðinni þakkar og viðurkenningarskjal. Í stöðinni eru 11 kýr sem eru fengnar með Aberdeen Angus fósturvísum og munu bera í september mánuði. Undirbúningur að frekari fósturvísainnlögn er hafin. Stjórnarformaður Nautís er Sigurður  Continue Reading »

back to top