Búnaðarþing 2018
Búnaðarþing hefst mánudaginn 5. mars og verður setning í Súlnasal Hótel Sögu. Þingið verður í ár tveggja daga en ekki þriggja eins og árið 2016. Setningin hefst kl.10.30 og stendur fram að hádegi og í framhaldinu hefjast svo þingstörf kl. 13 til kl. 16.30 þegar nefndarstörf byrja. Á þriðjudeginum eru svo nefndarstörf frá 8.30-10.00, svo Continue Reading »
Bændafundir BÍ – Búskapur er okkar fag
Í næstu viku mun forystufólk Bændasamtaka Íslands halda til fundar við bændur, yfirskrift fundanna er „Búskapur er okkar fag“. Alls eru skipulagðir 18 almennir bændafundir víðs vegar um landið dagana 16.-18. janúar, á Suðurlandi verða fundirnir á þrem stöðum Kirkjubæjarklaustri 17.janúar í Kirkjuhvoli kl. 20.30, þann 18. janúar verða fundirnir í Rangárvallasýslu á Heimalandi kl. Continue Reading »
Að lokinni sæðistökuvertíð
Sæðistökuvertíð þetta árið lauk í dag 21. desember. Þetta var 50. sæðistökuvertíð Sauðfjársæðingastöðvarinnar sem hóf starfsemi sína árið 1968. Veðrið var hagstætt og því gengu flutningar á hrútasæði að mestu mjög vel. Þátttakan var jöfn en að venju minnst ásókn fyrstu og síðustu dagana. Mikill samdráttur var í útsendingu á sæði en alls var sent Continue Reading »
Opið hús í einangrunarstöð Nautís Stóra-Ármóti
Í tilefni þess að bygging einangrunarstöðvar fyrir holdagripi er langt komin og fósturvísarnir verða brátt settir upp, verður Nautgriparæktarmiðstöð Íslands með opið hús að Stóra-Ármóti laugardaginn 2. desember n.k. frá kl. 13.30-16.30. Þar gefst áhugafólki um nautgriparækt kostur á að skoða aðstöðuna og kynna sér fyrirhugaða starfsemi. Kaffiveitingar verða í boði stöðvarinnar og allir velkomnir.
Að loknum haustfundum
Árlegum haustfundum Búnaðarsambandsins um sauðfjárrækt á Suðurlandi er nú nýlokið og tókust fundirnir mjög vel. Alls mættu um 130 manns á fundina sem voru á fjórum stöðum. Sláturfélag Suðurlands og Búnaðarsamband Suðurlands buðu upp á kaffi á fundunum og Fóðurblandan og Jötunn Vélar gáfu þau verðlaun sem veitt voru. Á fundunum fór Sveinn Sigurmundsson yfir Continue Reading »
Hrútaskrá 2017-2018 vefútgáfa
Hrútaskráin 2017-2018 er nú aðgengileg á heimasíðunni. Við viljum líka minna bændur á hrútafundina sem verða í næstu viku og vonandi verður Hrútaskráin tilbúin til dreifingar í prentaðri útgáfu, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Nú fer líka að líða að sauðfjársæðingavertíðinni sem hefst á jólaföstunni, en útsending sæðis frá Continue Reading »
Haustfundir BSSL 2017 í sauðfjárrækt
Hrútafundir eða haustfundir í sauðfjárrækt fara að bresta á og þá er verður Hrútaskráin 2017 vonandi komin í hús, en í henni eru lýsingar á hrútunum skrifaðar af sauðfjárráðunautum RML, ritstjóri eins og undanfarin ár er Guðmundur Jóhannesson. Fundirnir verða haldnir sem hér segir: Mánudagur 20. nóvember Ferðaþjónustan Smyrlabjörgum kl. 13:30 Mánudagur 20. nóvember Icelandair Continue Reading »
EU leyfi
Föstudaginn 10. nóvember fékk Sauðfjársæðingastöðin sem nú heitir Kynbótastöð ehf svokallað EU leyfi fyrir útflutning á frystu hrútasæði. Um nokkurra ára skeið hefur allur útflutningur á frystu hrútasæði legið niðri til landa í Evrópu. Þar sem regluverkið í Brussel er bæði flókið og viðamikið tók langan tíma að fá þessa viðurkenningu. Í dag hafa bændur Continue Reading »
Fósturvísar
Í dag föstudaginn 10. nóvember verða fluttir til landsins 40 fósturvísar úr norskum Aberdeen Angus holdagripum. Kaupandi er Nautgriparæktarmiðstöð Íslands sem er að byggja einangrunarstöð fyrir holdagripi á Stóra Ármóti. Búið er að festa kaup á 36 kúm sem verða samstilltar og fósturvísunum komið fyrir í þeim. Það verða norskir dýralæknar sem annast uppsetningu fósturvísanna Continue Reading »
Dagur sauðkindarinnar í Rangárþingi
Dagur sauðkindarinnar í Rangárþingi var haldinn hátíðlegur í Skeiðvangi Hvolsvelli í 10. sinn. Þar mættu bændur frá Þjórsá að Markarfljóti með úrvalsgripi sína og voru þeir dæmdir og verðlaunaðir. Dæmt var í þremur flokkum lambhrútum veturgömlum hrútum og gimbrum. Verðlaun voru einnig veitt fyrir litfegursta lambið og 5 vetra ær sem voru efstar í kynbótamati í Continue Reading »
Jarðræktarstyrkir og landgreiðslur
Á morgun 6. október mun MAST opna fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur, umsóknafresturinn er til 20. október og verður ekki framlengdur. Það sem þarf að vera klárt svo umsókn takist er, rétt skráð túnkort og skráning upplýsinga (uppskera ofl.) í jord.is þarf að vera lokið. Mikilvægt er að hafa samband við Búnaðarsamband Suðurlands sem Continue Reading »
Einangrunarstöð
Í dag er verið að vinna við innréttingar og að klæða húsið að utan. Einangrunarstöðin er 526 m2 og í alla staði vönduð bygging. Veggir uppsteyptir, límtréssperrur og yleiningar í þaki. Húsið skiptist í 3 hluta. Uppeldisfjós vegna sölu á lífgripum, millibyggingu m.a vegna sæðistöku og sóttvarna og kúahluta fyrir 20 kýr. Undir hvoru fjósi Continue Reading »
Breyting á fjósinu á Stóra Ármóti
Nú á haustdögum er unnið að breytingum á fjósinu á Stóra Ármóti. Fjósið sem er frá árinu 1986 og því rúmlega 30 ára gamalt var básafjós þar sem kýr voru leystar til mjalta. Með hliðsjón af velferð kúa og breytingum á aðbúnaðarreglugerð var ákveðið að breyta fjósinu í lausagöngufjós með legubásum. Mjaltakerfið er endurnýjað og Continue Reading »
Hækkun á gjaldskrá vegna klaufskurðar
Frá og með 1. október mun tímagjald vegna klaufskurðar hækkar í 8.000,- kr og komugjald í 22.000,- Tími vegna milliferða er innifalinn í komugjaldi.
Réttir á Suðurlandi haustið 2017
Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða laugardaginn 9. september, en þá verður réttað í Tungnaréttum, í Biskupstungum, í Árnessýslu. Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is. Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best að hafa samband við heimamenn á hverjum Continue Reading »
Einangrunarstöðin á Stóra-Ármóti
Framkvæmdir við byggingu einangrunarstöðvar fyrir holdagripi hefur staðið yfir á Stóra Ármóti. Á dögunum var þakið sett á og því byggingin farin að taka mynd á sig. Byggingin er 520 m2 og er annarsvegar fyrir þær 20 holdakýr sem fyrirhugað er að verði þarna og svo einangrunarhluti fyrir þá gripi sem seldir verða út frá Continue Reading »
Hættan af innflutningi á ferskum matvælum
Hættan af innflutningi á ferskum matvælum er yfirskrift fundar sem verður í Þingborg fimmtudaginn 18. maí n.k. kl. 20.30. Á fundinum flytja erindi sérfræðingar í fremstu röð og gera grein fyrir þeim hættum sem það hefur í för með sér að flytja fersk matvæli til landsins. Fundurinn er öllum opinn og eru allir velkomnir.
Hækkun sæðingagjalda
Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar. Ástæður eru m.a. miklar launahækkanir og svo er rekstrartap fyrir utan fjármagnsliði nærri 1,6 milljónum árið 2016. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um 20 %. Árgjald á grip hækkar úr 2420 kr í 2900 kr og hækkun á grip ársfjórðungslega er 120 kr Continue Reading »
Viðurkenning fyrir langa og farsæla stafsævi.
Á aðalfundi Búnaðarsambandsins sem haldinn var að Félagslundi Flóa 11. apríl var þremur starfsmönnum Búnaðarsambandsins veitt viðurkenning fyrir langa og farsæla stafsævi. Kristjáni Bj Jónssyni fyrir 43 ára starf sem jarðræktarráðunautur, sem er erlendis og gat ekki tekið við viðurkenningunni. Smára Tómassyni fyrir 42 ára starf sem frjótækni og Þorsteini Ólafssyni dýralækni fyrir 31 árs starf að frjósemi Continue Reading »
Búnaðarþingsfulltrúar 2018 og 2019
Kosningar til Búnaðarþings fyrir árin 2018 og 2019 fóru fram á aðalfundi BSSL að Félagslundi 11. apríl. Stjórnin skipti með sér verkum og þar var Gunnar Kr Eiríksson kjörin formaður og er hann því sjálfkjörin á Búnaðarþing samkvæmt samþykktum BSSL. Eftirtaldir aðilar aðrir voru kjörnir á Búnaðarþing fyrir Búnaðarsamband Suðurlands, Erlendur Ingvarsson, Skarði, Ragnar Lárusson, Stóra Continue Reading »