Umsóknarfrestur framlengdur til 21. september vegna jarðræktarstyrkja

Matvælastofnun hefur ákveðið að framlengja umsóknafrest um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða til miðvikudagsins 21. september n.k. Við minnum bændur á að aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið, en hjá Búnaðarsambandi Suðurlands er hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið.

Kornskurður á Stóra-Ármóti

Kornþresking er hafinn víða á Suðurlandi og m.a. á Stóra-Ármóti, kornið virðist vel þroskað og uppskera lítur vel út. Uppskerutölur eru þó ekki komnar þar sem kornskurður stendur enn yfir.  

Kristján Bjarndal Jónsson lætur af störfum

Kristján Bjarndal Jónsson lét af störfum hjá RML þann 31. ágúst. Þá hafði hann starfað í 43 ár sem ráðunautur. Hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í nærri 40 ár eða til ársins 2013 og síðan hjá RML. Kristján hefur einkum starfað við jarðræktarleiðbeiningar og þær eru ófáar ræktunarspildurnar sem eru hannaðar eftir hans forskrift. Kristján sá um  Continue Reading »

Átt þú rétt á jarðræktarstyrk?

Nú fer að styttast í að lokað verði fyrir umsóknir um framlög til jarðræktar- og hreinsunar á affallsskurðum, en síðasti dagur til að skrá umsókn inn í Bændatorgið er 10. september n.k. Við minnum bændur á að aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið, en hjá Búnaðarsambandi Suðurlands er hægt að fá aðstoð  Continue Reading »

Skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið

Umhverfisstofnun mun halda skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið á Selfossi, í Selinu í byrjun september. Veiðikortanámskeið verður 1. september kl. 17.00-23.00 og kostar 14.900 kr. Skotvopnanámskeið bóklegt verður 2. september kl. 18.00-22.00 og 3. september kl. 9.00-13.00. Það námskeið er líka verklegt hjá Skotfélagi Suðurlands og kostar námskeiðið 20.000 kr.

Holdanautabú á Stóra-Ármóti

Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurð Loftsson formann Nautís (Nautgriparræktarmiðstöðvar Íslands) taka fyrstu skóflustunguna að holdanautafjósi á Stóra Ármóti. Ámyndinni eru talið frá vinstri. Sveinn Sigurmundsson, Sigurður Loftsson, Gunnar Kr. Eiríksson, Baldur Indriði Sveinsson, Páll Bjarnason og Guðmundur Hjaltason

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofur Búnaðarsamband Suðurlands á Selfossi verða lokaðar vegna sumarfría frá og með mánudeginum 4. júlí og til og með föstudagsins 22. júlí, opnum mánudaginn 25. júlí. Hægt er að ná í starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í síma 516 5000, nánari upplýsingar eru á rml.is    

Umsóknir um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða

Nú er opið fyrir umsóknir um framlög til jarðræktar og hreinsunar affallsskurða á Bændatorginu, aðeins verður tekið við rafrænum umsóknum í gegnum Bændatorgið, hjá Búnaðarsambandi Suðurlands er hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið.  

Hækkun sæðingagjalda

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar. Ástæður eru m.a. miklar launahækkanir og svo er rekstrartap fyrir utan fjármagnsliði nærri 1,9 milljónum árið 2015. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um 10 %. Árgjald á grip hækkar úr 2200 kr í 2420 kr og hækkun á grip ársfjórðungslega er 55 kr  Continue Reading »

Smári Tómasson frjótæknir lætur af störfum

Smári Tómasson frjótæknir í Vík lætur af störfum 1. mai nk. Smári hóf störf sem fastráðinn frjótæknir 1. maí 1974 en hafði starfað í sumarafleysingum 2 sumur á undan. Smári hefur því starfað sem frjótæknir í föstu starfi í 42 ár. Starfsvæði hans lengst af var frá Álftaveri í austri, Mýrdalur og Eyjafjöll. Seinni árin  Continue Reading »

Ársrit BSSL 2015

Ársrit Búnaðarsambands Suðurlands 2015 er nú komið á vefinn.  Þetta er í fjórða skiptið sem Ársritið er gefið út á þennan hátt í stað þess að senda þetta heim til bænda. Áhugasamir geta þó eftir sem áður fengið það sent til sín og hafa þá samband við skrifstofu í síma 480 1800 eða á netfangið  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2016

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn 14. apríl að Hótel Kötlu, Höfðabrekku í Mýrdal og hefst kl. 11.oo. Dagskrá auk hefðbundinna aðalfundarstarfa, kynning á Landssamtökum landeigenda, Örn Bergsson og Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri BÍ mun fjalla um landbúnaðinn á tímamótum.

Aðalfundur LK, 30 ára afmælisfundur

Aðalfundur Landsambands Kúabænda stendur nú yfir, en í ár fagnar LK 30 ára afmæli.  Samhliða fundinum var fagþing, en þangað komum fyrirlesarar úr ýmsum áttum og fluttu áhugaverð erindi.  Eins voru veitt viðurkenning fyrir Fyrirmyndarbú LK 2016  sem Samúel og Þórunn í Bryðjuholti hlutu.  Veitt voru verðlaun besta nautið fætt 2008 en það var Bambi  Continue Reading »

Kúabændur og sauðfjárbændur samþykktu búvörusamninga

Eins og fram kemur á vef Bændasamtaka Íslands þá samþykktu bændur nýja samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktar. Atkvæði féllu þannig um sauðfjársamning að 60,4% kjósenda samþykktu samninginn. 37,3% höfnuðu sauðfjársamningnum. Auðir seðlar og ógildir voru 2,3% atkvæða. Alls voru 2944 á kjörskrá og 1671 atkvæði var greitt. Kosningaþátttaka sauðfjárbænda var 56,8%. Atkvæði féllu þannig  Continue Reading »

Atkvæðagreiðslu lýkur 22. mars

Á vef Bændasamtaka Íslands má finna upplýsingar um atkvæðagreiðslu um samninga um starfsskilyrði nautgripa- og sauðfjárræktarinnar, sem fram fer núna meðal bænda. Kosningu lýkur 22. mars bæði rafrænt og þeir sem senda atkvæði sín í pósti, talning atkvæða verður þriðjudaginn 29. mars.   Bændur eru hvattir til að kjósa rafrænt í gegnum Bændatorgið. Til þess  Continue Reading »

Námskeið í frjósemi og beiðslisgreiningu

Nautastöð BÍ. hefur ákveðið í samvinnu við búnaðarsamböndin að halda námskeið í frjósemi og beiðslisgreiningu. Tilgangur með námskeiðinu er að fara yfir nokkra þætti tengda frjósemi nautgripa og þjálfa bændur í að greina beiðsli hjá kúm. Námskeiði er á Stóra Ármóti mánudaginn 7. mars og stendur frá 11.00 og fram til kl 17:00 og er  Continue Reading »

Sókn í landbúnaði – nýr búvörusamningur

Nýtt af vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis: Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og efnahags- og fjármálaráðherra hafa fyrir hönd ríkisins undirritað nýja samninga við bændur; svo kallaða búvörusamninga, en það eru samningar samkvæmt búnaðarlögum og samningar um starfsskilyrði við framleiðslu grænmetis, kindakjöts og nautgripaafurða. Samningunum er ætlað að skapa landbúnaðinum ramma til að auka verðmætasköpun og nýta sem  Continue Reading »

Kosningar um nýja búvörusamninga

Til að taka þátt í rafrænni kosningu um nýja búvörusamninga þarf hver og einn einstaklingur að hafa aðgang að Bændatorginu á sinni kennitölu. Þetta á við um alla sem eru aðilar að félagsbúum og einkahlutafélögum. Einnig maka eða aðra sem reka bú með fleirum en einn er skráður handhafi beingreiðslna. Þeir sem þess óska geta  Continue Reading »

Kjörskrá vegna búvörusamnings í vinnslu

Þessa dagana er verið að vinna að kjörskrá vegna búvörusamnings. Þeir sem kjósa um mjólkursamning: Allir sem hafa fengið greiðslur úr mjólkursamningi á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gripagreiðslur og gæðastýringargreiðslur auk aðila að viðkomandi rekstri sem eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri. Þeir sem kjósa um sauðfjársamning: Allir sem hafa fengið greiðslur úr  Continue Reading »

Námskeið í dkBúbót á Selfossi

Haldið verður námskeið í notkun bókhaldsforritsins dkBúbót á Selfossi 16. febrúar næstkomandi frá 11.00-15.00 ef næg þátttaka næst. Skráningu lýkur föstudaginn 12.2. en nánari upplýsingar og skráningu má senda á netfangið jle@rml.is og í síma 516 5028 eða 563 0368. Nánar um námskeiðið:

back to top