Glæsilegur árangur Íslenska liðsins á HM í Herning
Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Herning er nú lokið og getum við Íslendingar verið stoltir af árangri okkar liðs. Liðið náði í átta gull, sjö silfur og þrjú brons. Úrslit í tölti og þar með handhafi Tölthornsins stendur uppúr eftir mótið og erum við Sunnlendingar stolt af okkar fulltrúa Kristínu Lárusdóttur Syðri-Fljótum sem vann yfirburðarsigur með Continue Reading »
Upplýsingar vegna hirðingarsýna
Vegna sumarleyfa er Búnaðarmistöðin á Selfossi lokuð dagana 6.-24. júlí. Viðvera starfsmanna RML er sömuleiðis skert á þessum tíma af sömu ástæðum. Þeir bændur sem hafa hug á að koma með, eða senda, hirðingarsýni í greiningu á þessum tíma verða því að hafa samband við ráðunauta á svæðinu til að tryggja að örugga móttöku. Best Continue Reading »
Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofur Búnaðarsamband Suðurlands á Selfossi verða lokaðar vegna sumarfría frá og með mánudeginum 6. júlí og til og með föstudagsins 24. júlí, opnum mánudaginn 27. júlí. Hægt er að ná í starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í síma 516 5000, nánari upplýsingar eru á rml.is
Sláttur á Suðurlandi
Sláttur er hafin á nokkrum bæjum á Suðurlandi og dæmi þess að fyrri slætti sé nánast lokið. Margir fara sér þó hægt vegna grasleysis og svo hefur tíð verið ótrygg allra síðustu daga. Þá eru heybirgðir með minna móti eftir hið langa og kalda vor. Væta hefur verið meiri austan til vegna austlægra átta. Í Continue Reading »
Sláttur hafinn á Stóra-Ármóti
Á mánudagskvöldið 29. júní voru slegnir 13 ha á Stóra Ármóti. Í gær náðist að rúlla heyinu fyrir rigningu. Uppskeran var 150 rúllur, eða rúmlega 11 rúllur (lauskjarnavél) á ha sem er með minna móti. Álftin hafði verið aðgangshörð í hluta af spildunni og var helmingu uppskerunnar á þeim þriðjungi sem álftin hafði látið í Continue Reading »
Umsóknir um jarðræktarstyrki
Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki á Bændatorginu og hvetjum við alla bændur sem eru búnir að sá í flög að setja inn umsókn, á meðan upplýsingarnar eru í fersku minni. Umsóknarferlið er svipað og í fyrra en nú í ár sér Búnaðarstofa um alla umsýslu. Umsóknarfrestur er til 10. september 2015 en Continue Reading »
Ársrit BSSL 2014
Nú er Ársrit Búnaðarsambands Suðurlands 2014 komið á vefinn. Þetta er í þriðja skiptið sem Ársritið er gefið út á þennan hátt í stað þess að senda þetta heim til bænda. Áhugasamir geta þó eftir sem áður fengið það sent til sín og hafa þá samband við skrifstofu í síma 480 1800 eða á netfangið Continue Reading »
Sumarið er seint á ferð
Meðfylgjandi myndir frá Grund í Skorradal sýna glöggt mismun á gróðri í sumarbyrjun, þegar borin er saman júníbyrjun í ár og í fyrra. Víða á Suðurlandi er svipaða sögu að segja og gaman að skoða myndir þessu til sönnunar. Myndirnar tók Pétur Davíðsson á Grund, en hann er duglegur við að taka myndir og bera Continue Reading »
Nýtt kynbótamat og ný reynd naut í notkun
Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is er eftirfarandi frétt af reyndum nautum í notkun, þess má geta að þessi naut eru þegar komin í dreifingu hjá frjótæknum. „Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær í kjölfar þess að keyrt var nýtt kynbótamat núna í maí. Ákveðið var að hefja dreifingu á sæði úr þrem nýjum reyndum nautum. Continue Reading »
Ályktun frá FKS vegna verkfalls dýralækna hjá MAST
Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi vekur athygli á ófremdarástandi vegna verkfalls dýralækna hjá MAST (Matvælastofnun). Það hefur nú staðið síðan 20. apríl sl. Skorað er á deiluaðila að sinna samningsvinnu með lausn í huga nú þegar. Mjög þrengir að gripum í fjósum bænda. Vegna tíðarfars verður gripum ekki sleppt í haga að sinni og betri Continue Reading »
Hækkun sæðingagjalda
Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að hækka gjald fyrir kúasæðingar. Gjaldið hefur verið óbreytt í 2 ár en á sama tíma hefur sæðið frá Nautastöðinni hækkað um 26 %. Til að mæta því eru sæðingagjöld hækkuð um 10 %. Árgjald á grip hækkar úr 2000 kr í 2200 kr og hækkun á grip ársfjórðungslega er Continue Reading »
Sauðburður hafinn á Stóra-Ármóti
Sauðburður er nú hafinn í nýju fjárhúsum á Stóra-Ármóti, sem tekin voru í notkun í lok nóvember á síðasta ári. Það er örlítið seinna en undanfarin ár sem kemur sér þó ekki illa miðað við tíðarfarið þetta vorið. Meðfylgjandi myndir voru teknar í fjárhúsunum á dögunum.
Fagráð um velferð dýra ályktar vegna verkfalls dýralækna
Vegna verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun hefur skapast mjög alvarlegt ástand á mörgum kjúklinga- og svínabúum, m.t.t. velferðar dýranna. Ástandið verður alvarlegra með hverjum deginum og ef ekkert verður að gert er velferð dýranna stefnt í frekari hættu. Í ljósi þess óskaði fulltrúi Bændasamtaka Íslands í fagráði um velferð dýra eftir því að fagráðið kæmi saman Continue Reading »
Starfsumhverfi bænda – öryggismál og heilsuvernd
Vinnuverndarverkefni BÍ og búnaðarsambanda hefur verið framkvæmt hér á Suðurlandi í vetur. Guðmundur Hallgrímsson hefur heimsótt 40 bæi á Suðurlandi nú þegar og framundan eru fleiri heimsóknir. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp eftirlitskerfi fyrir bóndann til að greina innra eftirlit á búinu. Tryggja öryggi hans og annarra starfsmanna við bústörf. Bæta líðan og umhverfi Continue Reading »
Lagabreyting
Á síðasta aðalfundi BSSL sem haldinn var að Smáratúni í Fljótshlíð þann 16. apríl sl var lögum sambandsins breytt og þau aðlöguð að samþykktum Bændasamtakanna sem tóku breytingum á síðasta Búnaðarþingi. Ný lög Búnaðarsambandsins fylgja hér með en helstu breytingar eru að kveðið er á um kosningar til Búnaðarþings. Kosið er til þingsins annað hvert Continue Reading »
Námskeið í plægingum
Dagana 28 -30 apríl býður Vélfang í samstarfi við Kverneland verksmiðjurnar til plæginganámskeiðs. Leiðbeinandi er Stein Kverneland sem alin er upp við plóga og plægingar og hefur áratuga reynslu í starfi. Kennsla fer fram á ensku og íslensku og er öllum opið og án endurgjalds, en nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 23. apríl. Á Continue Reading »
Fulltrúar BSSL á næsta Búnaðarþing.
Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands sem er nýafstaðinn var kosið til Búnaðarþings. Formaður Búnaðarsambands Suðurlands er sjálfkjörinn en auk Ragnars Lárussonar voru kjörnir fulltrúar okkar sunnlendinga; Ólafur Þorsteinn Gunnarsson, Páll Eggertsson, Hrafnhildur Baldursdóttir, Erlendur Ingvarsson, Gunnar Kr Eiríksson og Trausti Hjálmarsson.
Fréttir af aðalfundi
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn að Smáratúni í Fljótshlíð 16. apríl. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti nýráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Sigurður Eyþórsson erindi. Lögum samtakanna var breytt og ákvæði um kosningar til Búnaðarþings fellt inn í þau en þar kemur fram að formaður Búnaðarsambandsins er sjálfkjörinn en á aðalfundi skal kosið til Búnaðarþings til tveggja ára. Fyrst Continue Reading »
Búnaðarþingskosningar og dagskrá aðalfundar Búnaðarsambands Suðurlands
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands og kosningar til búnðarþings, verða á morgun 16.apríl að Smáratúni í Fljótshlíð og hefst fundurinn kl. 11.00. Þetta er 107. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands og má sjá dagskrá hans hér að neðan en auk venjubundinna aðalfundarstarfa og búnaðarþingskosninga, mun Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands ræða um félagskerfi bænda, væntalegan búvörusamning ofl.
Fjarvis.is kynningarfundir
Á næstu dögum verða kynningarfundir um skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt fjarvis.is. Þessir fundir verða haldnir í Þingborg miðvikudaginn, 8.apríl kl. 20.00, Hótel Geirlandi Skaftárhreppi fimmtudaginn 9.apríl kl. 14.00 og í Árhúsum á Hellu fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.00. Á fundinum verða kynntar þær breytingar og endurbætur sem urðu við uppfærslu kerfisins í lok mars. Sauðfjárbændur eru Continue Reading »