Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur
Á vef Matvælastofnunar mast.is eru opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur, þann 1. apríl 2015 skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 150 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.
Hrútaverðlaun sauðfjársæðingastöðvanna 2015
Við lok fagráðstefnu sauðfjárræktarinnar á föstudaginn voru veitt verðlaun sæðingastöðvanna fyrir besta lambaföðurinn starfsárið 2013-2014 og fyrir mesta alhliða kynbótahrútinn 2015. Faghópur sauðfjárræktar ákveður hvaða hrútar eru valdir ár hvert. Saumur 12-915 frá Ytri-Skógum fékk verðlaun sem besti lambafaðirinn og Steri 07-855 frá Árbæ fékk verðlaun sem mesti alhliða kynbótahrúturinn. Ræktendur hrútanna, sem verðlaunaðir voru, Continue Reading »
Sauðfé og bændur í borginni
Nú um helgina fer fram rúningskeppni um Gullklippurnar 2015. Keppnin fer fram í portinu á KEX Hostel í Reykjavík. Þar munu þaulvanir rúningsmenn keppa og að þessu sinni kemur dómarinn alla leið frá Skotlandi, Gavin Stevens, sem jafnframt mun sýna eigin aðferð með handklippum. Sigurvegari í fyrra var Julio Cesar Gautierrez, Hávarðsstöðum og spurning hvort Continue Reading »
Fagráðstefna sauðfjárrækarinnar í beinni
Í dag hefst fagráðstefna sauðfjárræktarinnar í ráðstefnusalnum Heklu á Hótel Sögu (kl.14.30). Ráðstefnunni verður streymt á netinu fyrir þá sem ekki geta sótt hana. Þetta kemur frá á vef Landssamtaka sauðfjárbænda saudfe.is, en ráðstefnan er í tengslum við aðafund samtakana sem stendur nú yfir. Dagskrá ráðstefnunar sem ber yfirskriftina „Beitarstjórnun og sníkjudýravarnir á sauðfjárbúum – sóknarfæri Continue Reading »
Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi
Ráðstefna um tjón af völdum álfta og gæsa í ræktunarlandi bænda verður haldin föstudaginn 10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði Landsgræðslu ríkisins. Ráðstefnan er haldin á vegum Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands og verða mörg áhugaverð erindi flutt, eins og sjá má í meðfygljandi dagskrá. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta og taka þátt í Continue Reading »
Ungnaut í dreifingu
Við sæðisáfyllingu hjá frjótæknum 24 mars komu 3 ný ungnaut til dreifingar en það eru Pá 13078 frá Skerðingsstöðum í Hvammssveit, (sjá mynd) f. Hjarði 06029, mf. Frami 05034, Mórall 13079 frá Litla-Ármóti í Flóa, f. Víðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016 og Straumur 13082 frá Dæli í Fnjóskadal, f. Viðkunnur 06034, mf. Ófeigur 02016.
Breytingar á starfsliði frjótækna
Hermann Árnason hefur fengið ársleyfi frá störfum sem frjótæknir frá 1. apríl nk. að telja. Hermann mun sinna starfi sölu- og markaðsfulltrúa hjá sláturhúsinu á Hellu Við störfum hans tekur Halldór Eiðsson frá Ormskoti. Þá mun Bjarki Guðmundsson frá Sámsstöðum í Fljótshlíð koma að afleysingum í sæðingum.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2015
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2015 verður haldinn í Smáratúni í Fljótshlíð, fimmtudaginn 16. apríl næstkomandi. Venjuleg aðalfundarstörf en nánari dagskrá verður auglýst síðar.
Framkvæmdastjóraskipti hjá Bændasamtökum Íslands
Fram kemur á vef Bændasamtaka Ísland bondi.is að Eiríkur Blöndal muni, að eigin ósk láta af störfum sem framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands um næstu mánaðamót. Stjórn Bændasamtakanna hefur ákveðið að ráða Sigurð Eyþórsson sem framkvæmdastjóra BÍ frá 1. apríl n.k.
Búnaðarþing 2015
Næstkomandi sunnudag 1. mars verður Búnaðarþing 2015 sett í Silfurberg í Hörpu við hátíðlega athöfn, undir yfirskriftinni Opinn landbúnaður. Helgin öll verður þó undirlögð af íslenskum landbúnaði og í Hörpu verður sannkölluð matarveisla, þar sem sýnt verður fram á allt hið góða sem íslenskur landbúnaður hefur upp á að bjóða.
Árnesingar ferðist og fundi
Félag sauðfjárbænda í Árnessýslu hefur haldið úti hóflegri starfsemi undanfarin ár, þó svo að stórhugur hafi einstaka sinnum gripið um sig meðal stjórnarmanna. Í vetur stendur einmitt þannig á fyrir okkur í stjórninni og nú stendur til að fara í ferðalag. Að þessu sinni hyggjum við á dagsferð, laugardaginn 28. febrúar, til að heimsækja bændur Continue Reading »
Námskeið í DK Búbót á Suðurlandi
Á næstu vikum verða haldin námskeið í dkBúbót bókhaldkerfinu víðs vegar um landið ef næg þátttaka fæst. Þá verða einnig haldnir stuttir kvöldfundir þar sem helstu breytingar verða ræddar og farið yfir ársuppgjör og framtalsgerð. Á námskeiðunum er gert ráð fyrir að hver og einn komi með sína tölvu með dkBúbót uppsettri og sitt bókhald og Continue Reading »
Vitund um vinnuvernd í landbúnaði
Guðmundur Hallgrímsson hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands á Hvanneyri hefur unnið sem verkefnastjóri að skipulagi og framkvæmd vinnuverndarverkefnis og mun heimsækja bændur á Suðurlandi nú í vetur í samvinnu við Búnaðarsamband Suðurlands. Markmið vinnuverndarverkefnisins er að fækka slysum í landbúnaði og stuðla að góðu vinnuumhverfi og bættri ásýnd bæja.
Verðlaunaveitingar á aðalfundi FKS
Á aðalfundi Félags kúabænda á Suðurlandi sem haldinn var að Árhúsum á Hellu í gær voru veitt verðlaun. Það var Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands sem veitti verðlaunin, sem voru eftirfarandi: Verðlaun fyrir afurðahæsta búið á Suðurlandi 2014 og handhafi Huppustyttunnar var Ytri-Skógar með 7.832 kg/árskú og 555 kg MFP. Afurðahæsta kýrin 2014 var Stytta Continue Reading »
Sæddar ær á Suðurlandi 2014
Nú er búið að taka saman tölur yfir sæddar ær frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands 2014. Samkvæmt meðfylgjandi skjali voru 13.636 ær sæddar með fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands. Miðað við þá 22.080 skammta sem sendir voru út er því um 61,7 % nýtingu á sæði að ræða. Ef við tölum um 70 % nýtingu á útsendu Continue Reading »
Formannafundur BSSL 2015
Formannafundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn föstudaginn 16.janúar að Árhúsum á Hellu. Á fundinn mætir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og segir frá starfsemi BÍ og fjallar sérstaklega um félagskerfi landbúnaðarins og þá tillögur félagsnefndar sem kynntar voru fyrir formannafund BÍ í nóvember sl. Sveinn Sigurmundsson fer yfir starfsemi BSSL og fyrirtækja þess á síðasta ári. Continue Reading »
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi – dagskrá
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í Árhúsum á Hellu miðvikudaginn 28. janúar n.k. og hefst fundurinn kl. 11.30 með léttum hádegisverði. Kjósa skal formann FKS, 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn í félagsráð. Einnig þarf að kjósa 9 fulltrúa á aðalfund LK. Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninganna. Þeir sem vilja Continue Reading »
Einar Öder Magnússon heiðraður af LH
Einar Öder Magnússon var heiðraður gullmerki Landssambands hestamannafélaga um síðustu helgi fyrir framlag sitt til hestamennskunnar. Einar gat því miður ekki verið viðstaddur en Svanhvít Kristjánsdóttir kona Einars og Magnús Öder Einarsson sonur hans tóku við viðurkenningunni fyrir hans hönd. Einar sendi þó félögum sínum kveðju á myndbandi sem sjá má á hestafrettir.is, en slóðin Continue Reading »
Grétar Hrafn Harðarson hættir sem tilraunastjóri
Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og tilraunastjóri á Stóra Ármóti frá árinu 2000 hefur látið af störfum sem tilraunastjóri. Sökum manneklu við LbhÍ frestast framkvæmd á tilraun sem búið var að undirbúa og átti að hefjast nú á haustdögum en hún snýst um að skoða áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur og þá sérstaklega fituinnihald mjólkur. Búið Continue Reading »
Ólafur R. Dýrmundsson lætur af störfum hjá BÍ
Frá og með síðustu áramótum hætti dr. Ólafur R. Dýrmundsson störfum hjá Bændasamtökum Íslands. Dr. Ólafur fæddist 18. maí 1944 í Reykjavík, hann var stúdent frá MR 1964. Búfræðikandídat (B.Sc.Hon) frá The University College of Wales, Aberystwyth, Bretlandi (landbúnaðardeild) 1969. Doktorspróf frá sama háskóla (Ph.D) 1972. Við Bændaskólann á Hvanneyri starfaði hann frá 1972-1977. Hann Continue Reading »