Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi – dagskrá

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í Árhúsum á Hellu miðvikudaginn 28. janúar n.k. og hefst fundurinn kl. 11.30 með léttum hádegisverði. Kjósa skal formann FKS, 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn í félagsráð. Einnig þarf að kjósa 9 fulltrúa á aðalfund LK. Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninganna. Þeir sem vilja  Continue Reading »

Einar Öder Magnússon heiðraður af LH

Einar Öder Magnússon var heiðraður gullmerki Landssambands hestamannafélaga um síðustu helgi fyrir framlag sitt til hestamennskunnar.  Einar gat því miður ekki verið viðstaddur en Svanhvít Kristjánsdóttir kona Einars og Magnús Öder Einarsson sonur hans tóku við viðurkenningunni fyrir hans hönd.  Einar sendi þó félögum sínum kveðju á myndbandi sem sjá má á hestafrettir.is, en slóðin  Continue Reading »

Grétar Hrafn Harðarson hættir sem tilraunastjóri

Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og tilraunastjóri á Stóra Ármóti frá árinu 2000 hefur látið af störfum sem tilraunastjóri. Sökum manneklu við LbhÍ frestast framkvæmd á tilraun sem búið var að undirbúa og átti að hefjast nú á haustdögum en hún snýst um að skoða áhrif fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur og þá sérstaklega fituinnihald mjólkur. Búið  Continue Reading »

Ólafur R. Dýrmundsson lætur af störfum hjá BÍ

Frá og með síðustu áramótum hætti dr. Ólafur R. Dýrmundsson störfum hjá Bændasamtökum Íslands. Dr. Ólafur fæddist 18. maí 1944 í Reykjavík, hann var stúdent frá MR 1964. Búfræðikandídat (B.Sc.Hon) frá The University College of Wales, Aberystwyth, Bretlandi (landbúnaðardeild) 1969. Doktorspróf frá sama háskóla (Ph.D) 1972. Við Bændaskólann á Hvanneyri starfaði hann frá 1972-1977. Hann  Continue Reading »

Formannafundur BSSL 2015

Formannafundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn föstudaginn 16.janúar að Árhúsum á Hellu.  Á fundinn mætir Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands og segir frá starfsemi BÍ og fjallar sérstaklega um félagskerfi landbúnaðarins og þá tillögur félagsnefndar sem kynntar voru fyrir formannafund BÍ í nóvember sl. Sveinn Sigurmundsson fer yfir starfsemi BSSL og fyrirtækja þess á síðasta ári.  Continue Reading »

Sæðistökuvertíð lokið

Í gær lauk sæðistöku og útsendingu sæðis þetta haustið. Alls voru sendir úr skammtar í liðlega 22.000 ær sem er um 1000 skömmtum fleira en í fyrra. Því miður gekk illa að koma sæðinu á áfangastaði vegna ótíðar og því má þakka fyrir ef við náum sama fjölda af sæddum ám og í fyrra. Nokkrir  Continue Reading »

Ný fjárhús á Stóra-Ármóti tekin í notkun

Um síðustu helgi voru tekin í notkun ný fjárhús á Stóra-Ármóti. Bygging þeirra var í höndum Fossmóta ehf. sem byrjuðu á verkinu á vordögum eða í byrjun apríl.  Fjárhúsin eru 308 m2 og verður féð á hálmi, gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur.  Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist  Continue Reading »

Hæst dæmdu hrútarnir í Rangárvalla- og Árnessýslu

Nú þegar haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er lokið birtum við hér niðurstöður úr Rangárvallasýslu og Árnessýslu. Verðlaunabú fyrir hæst stiguðu lambhrútana þetta árið í Rangárvallasýslu voru í fyrsta sæti Álfhólar, öðru sæti var Teigur 1, þriðja sæti var Stóri-Dalur, fjórða sæti voru Ytri-Skógar og í fimmta sæti var Hemla 2. Í Árnessýslu var Háholt efst,  Continue Reading »

Úttektum jarðabóta lokið

Nú hafa starfsmenn Búnaðarsambands Suðurlands lokið við úttektir jarðabóta þetta árið.  Alls voru rúmlega 400 umsóknir sem þurfti að taka út hér á Suðurlandi en á landinu öllu voru umsóknir 1155.  Heildarhektarafjöldi úttekinn á Suðurlandi var um 5.300 ha en á landinu öllu voru teknir út um 11.300 ha.  Sunnlenskir bændur voru því duglegir að  Continue Reading »

Hæst dæmdu hrútar í Skaftafellssýslum 2014

Nú standa haustfundir sauðfjárræktarinnar yfir á Suðurlandi og birtum við hér niðurstöður úr Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum. Verðlaunabú fyrir hæst stiguðu lambhrútana þetta árið í Austur- Skaftafellssýslu voru í fyrsta sæti Fornustekkar, öðru sæti var Svínafell 2 og 4, þriðja sæti var Ártún, fjórða sæti var Hvammur og í fimmta sæti var Hlíð. Í Vestur-Skaftafellssýslu  Continue Reading »

Páll Stefánsson fjallar um lungnasjúkdóma í sauðfé

Páll Stefánsson dýralæknir mætir á haustfundina í sauðfjárrækt sem verða í dag og á morgun föstudaginn 21. nóvember og fjallar m.a.  um lungnasúkdóma í sauðfé. Auk þess fjallar Fanney Ólöf Lárusdóttir hauststörfin. Sveinn Sigurmundsson fjallar um starfsemi Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands og Jón Viðar Jónmundsson um hrútakostinn. Eins og áður hefur komið fram verða fundirnir á Kirkjubæjarklaustri  Continue Reading »

Hrútaskráin 2014-2015 komin úr prentun

Þá er hin langþráða hrútaskrá komin í hús. Hún er með hefðbundnu sniði og er 50 síður. Ritstjóri hennar er Guðmundur Jóhannesson. Auk upplýsinga um hrútakostinn á stöðvunum eru greinar um beiðsli sauðfjár og sauðfjársæðingar, fanghlutfall, kjötmat afkvæma sæðishrúta og afkvæmarannsóknir vegna sæðingastöðvanna.  Skráin er gefin út í 2800 eintökum og verður afhent á fræðslufundunum  Continue Reading »

Haustfundir í sauðfjárrækt 2014

Nú fer að styttast í árlega haustfundi sauðfjárræktarinnar, en þeir verða haldnir á fjórum stöðum í næstu viku. Byrjað verður á Kirkjubæjarklaustri á Icelandair hótelinu fimmtudaginn 20. nóvember. kl. 13.00. Um kvöldið verður svo fundur á Hótel Smyrlabjörgum kl.20.00.  Föstudaginn 21.nóvember verður svo byrjað í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum kl. 14.00 og að lokum verður  Continue Reading »

Fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi

Mánudaginn 17. nóvember kl. 13.30 verður fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í fundarsal Auðhumlu að Austurvegi 65 Selfossi.  Fundarefnið er „Betri bústjórn“ Þar mun Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML ræða stöðuna í framleiðslumálum og nýting skýrsluhalds,  Jóna Þórunn Ragnarsdóttir – fóðurráðunautur RML mun fjalla um val á fóðurblöndum m.t.t. heysýnaniðurstaðna, eins mun  Continue Reading »

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Við opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. nóvember 2014 skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 140 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.  Alls bárust Matvælastofnun 6 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Þar af var fjöldi gildra tilboða um sölu fjögur, Fjöldi gildra  Continue Reading »

Hrútar á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands

Á meðfylgjandi mynd má sjá hrútana Radix, Drumb, Vörð, og Kölska.  Hér fyrir neðan er listi yfir alla hrúta sem verða til notkunar á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands en þar verða 17 hyrndir hrútar, 6 kollóttir 2 forystuhrútar, ferhyrndur hrútur og feldhrútur. 

Fréttir af Sauðfjársæðingastöð Suðurlands

Nú eru allir nýir hrútar sem teknir hafa verið inn á sauðfjársæðingastöðvarnar þetta árið komnir í Þorleifskot. Í gær mættur ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Eyþór, Lárus og Eyjólfur og skrifuðu lýsingu á hrútunum og Emma frá Landbúnaðarháskóla Íslands skoðaði og gæðamat ullina. Alls eru þetta 21 hrútar. Hyrndir eru 11 talsins, forystuhrútur og svo er mikil endurnýjun  Continue Reading »

Nýr fræðsluvefur um munn hestsins

Fræðsluvefur um munn hestsins var formlega opnaður á Landsþingi LH 2014. Markmið vefsíðunnar er að gera aðgengilegt fræðsluefni um munn og tennur hestsins, beislisbúnað og notkun hans. Á síðunni má einnig finna umfjöllun um atferli hesta og þjálfun sem stuðlar að velferð þeirra og á efnið á erindi til allra sem nota íslenska hestinn til  Continue Reading »

Dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu

Dagur sauðkindarinnar var haldinn hátíðlegur í Skeiðvangi Hvolsvelli 18. október sl.  Það var Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu sá um daginn sem var haldinn í 7. sinn. Á sýninguna komu efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og voru dæmdir upp á nýtt. Eins voru verðlaun fyrri ræktunarbú ársins í Rangárvallasýslu, bestu 5  Continue Reading »

Munið að skrá tjón af völdum álfta og gæsa!

Bændur eru hvattir til að skrá í Bændatorgið allt tjón af völdum álfta og gæsa, eða hafa samband við Búnaðarsamböndin eða Bændasamtök Ísland og fá aðstoð við útfyllingu.  Til þess að hægt sé að kortleggja tjónið er mikilvægt að safna upplýsingum.  Í dag hefur verið mikil umræða um það tjón sem bændur verða fyrir og  Continue Reading »

back to top