Kornskurður á Stóra-Ármóti

Vegna mikillar vætu í september hefur víðast dregist á langinn að þreskja kornið á Suðurlandi. Á meðan hafa vindar, jafnvel snjór sem og gæsir og álftir gert stórskaða. Síðasta föstudag hófst kornskurður á Stóra Ármóti. Þá gerði slyddu og krapahríð svo ekki var hægt að aðhafast fyrr en eftir helgi. Áætla má að uppskeran sé  Continue Reading »

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Nautastöðvar BÍ

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir sem undanfarin ár hefur starfað hjá Matvælastofnun kom til starfa sem hjá Nautastöð BÍ á miðju sumri. Hann mun sinna gæðaeftirliti Nautastöðvarinnar, sjá um blöndun og mat á sæði, hafa faglega umsjón með störfum frjótækna, sjá um þjálfun þeirra, halda námskeið meðal bænda um frjósemi og beiðslisgreiningu og annast ráðgjöf meðal kúabænda  Continue Reading »

Árangur í sauðfjársæðingum

Nú liggja fyrir tölur um fanghlutfall úr sauðfjársæðingum fyrir síðasta haust. Árangurinn er 69 % fanghlutfall með fersku sæði án samstillinga yfir landið. Meðalfjöldi lamba eftir á er 1,85. Árangur þegar um samstillingar er að ræða er alltaf lakari og nú er það 50 %. Dagsgamla sæðið gefur 50 % árangur og frosið sæði 45  Continue Reading »

Nýliðunarstyrkur í mjólkurframleiðslu

Í síðustu reglugerð um greiðslumark mjólkur á lögbýlum kemur fram að 26,5 milljónir eru ætlaðar til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda. Sækja skal um til Bændasamtakanna fyrir 15. október á sérstökum eyðublöðum eða á rafrænu formi. Styrkur getur numið allt að 5 milljónum króna við upphaf búskapar. Reglugerð og umsóknareyðublað um stuðning við nýliðun í mjólkurframleiðslu  Continue Reading »

Fjárhús á Stóra-Ármóti

Smá fréttir af nýju fjárhúsi á Stóra-Ármóti, þakið er komið og var flaggað við það tilefni að gömlum og góðum sið.  Næst á dagskrá er frágangur að utan og standsetja það að innan.  Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið þegar taka þarf fé inn nú í haust.  

Upplýsingar vegna hugsanlegrar gosmengunar á Suðurlandi

Almannavarnarnefnd Árnessýslu fundaði með sérfræðingum á Veðurstofu Íslands vegna eldgossins við Norðanverðan Vatnajökul í gær.  Á fundinum kom fram að vaxandi líkur eru á gosmengun um allt Suðurland.  Því er vissarar fyrir íbúa á svæðinu að fylgjast vel með aðstæðum utandyra og upplýsingum á netinu og í fjölmiðlum.

Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki framlengdur

Frestur til að skila inn umsóknum um jarðræktarstyrki hefur verið framlengdur til mánudagsins 22. september 2014, en hann átti að renna út í dag. Opið er fyrir rafrænar umsóknir í Bændatorginu, torg.bond.is. Upplýsingar um skráðar spildur og stafræn túnkort eru sóttar sjálfvirkt í JÖRÐ (www.jörð.is) og því er mikilvægt að undirbúa umsóknir með því að  Continue Reading »

Réttir á Suðurlandi 2014

Í nýjasta Bændablaðinu er ítarlegt yfirlit yfir fjárréttir á landinu. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir réttir á Suðurlandi í stafrófsröð.  Fyrstu réttir haustsins verða í Skaftárrétt í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu þann 6. september og síðasti réttardagurinn er 25. september þegar réttað verður í Landrétt við Áfangagil í Rangárvallasýslu.  Þessir réttardagar eru birtir með  Continue Reading »

Umsóknafrestur er til 10. september!!!

Nú er tilvalið tækifæri fyrir bændur að setja inn jarðabótaumsókn á Bændatorgið, ef þeir vilja láta taka út hjá sér jarðabætur næsta haust. Bændur eru hvattir til að skrá sínar umsóknir sjálfir og á Bændatorginu eru góðar leiðbeiningar um það hvernig skrá eigi umsókn. Ef umsækjandi lendir í vandræðum með útfyllingu getur hann haft samband  Continue Reading »

Fyrstu niðurstöður heyefnagreininga á Stóra-Ármóti

Óhætt er að segja að beðið hafi verið með nokkrum spenningi eftir niðurstöðum heyefnagreininga á Stóra Ármóti. Það viðraði illa til heyverkunar um miðjan júní þegar tún voru tilbúin til sláttar og drógst sláttur til 20. júní og var að mestu lokið 27. júní.

Sumarlokun BSSL

Skrifstofur Búnaðarsamband Suðurlands á Selfossi verða lokaðar vegna sumarfría frá og með mánudeginum 7. júlí og til og með föstudagsins 25. júlí, opnum mánudaginn 28. júlí.   Hægt er að ná í starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins í síma 516 5000, nánari upplýsingar eru á rml.is

Rafræn skráning á tjóni vegna álfta og gæsa

Nú er búið að opna fyrir skráningu á tjóni vegna álfta og gæsa á ræktunarlandi.  Þetta er gert á Bændatorginu og eru bændur hvattir til að skrá það tjón sem þeir verða fyrir. Nú er búið að útbúa rafrænt skráningarform fyrir bændur í Bændatorginu, í þeim tilgangi að halda utan um ágang og tjón af  Continue Reading »

Ný naut til notkunar

Eins og sjá má á frétt frá RML koma ný naut úr árgangi 2008 til dreifingar. Þetta eru Þáttur 08021, Flekkur 08029, Klettur 08030, Gói 08037 og Bambi 08049. Frekari upplýsingar um þau má finna á Nautaskra.net og á hér á heimasíðunni, reynd naut í notkun. 

Frá Sauðfjársæðingastöðinni

Í vor komu 5 nýjir hrútar á stöðina. Hér má sjá forystuhrútinn Ama frá Vestralandi sem er gráblesóttur að lit, Fald frá Hriflu sem er mórauður, undan Blakki 07655 frá Álftavatni og Radix, svartflekkóttan frá Möðruvöllum en hann er fæddur á Hjarðarfelli. Radix er undan Lokki 09752. Þá komu líka Drumbur svartur að lit frá  Continue Reading »

Mjólkurframleiðsla á Suðurlandi

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er veruleg aukning í mjólkurframleiðslunni á Suðurlandi sem og landinu öllu á þessu ári. Í síðustu viku var innvigtunin 1.070 þúsund sem er um 109 þúsundum meira en í sömu viku fyrir ári. Á landsvísu er framleiðslan um 2,8 milljónir lítra í sömu viku sem er aukning um  Continue Reading »

Rjómabúið Baugsstöðum

Byggðasafn Árnesinga er þriðjungs eigandi að Rjómabúinu á Baugsstöðum. Rjómaskálahúsið var friðlýst af menningar- og menntamálaráðherra árið 2005 þegar búið varð 100 ára. Byggðasafn Árnesinga sér um daglegan rekstur þess en rjómabúið er rekið á sérstakri kennitölu og er með sér reikningshald. 

Heyskapur á Stóra-Ármóti

Í gær og fyrradag var rúllað rúmlega 400 rúllum á Stóra Ármóti. Heyfengur í mjólkurkýrnar næsta vetur er því orðinn nægjanlegur. Vallarfoxgrasið var skriðið eða við það. Fóðurgildi er trúlega aðeins minna að gæðum en þegar best lætur en meira að magni. Fróðlegt verður að sjá útkomu á efnagreiningu hirðingarsýna þegar þær liggja fyrir.

Hækkun á gjaldskrá vegna klaufskurðar.

Tímagjald vegna klaufskurðar hækkar í 6.500,- kr og komugjald í 17.000,- Tími vegna milliferða er innifalinn í komugjaldi.Á síðasta ári var kostnaður bónda vegna klaufskurðar rétt tæpar 1000 kr á kú að jafnaði.  

Erum við örugg í sveitinni?

Í Bændablaðinu sem kom út í dag 19. júní er áhugaverð grein á bls. 28 eftir Hjört L. Jónsson um forvarnir og auglýsingar.  Hann bendi á hinar ýmsu auglýsingar en helst er hann að vekja athygli á að þar vantar eitthvað landbúnaðartengt.  Forvarnir skila sér best ef fjallað er um það efni sem viðkomandi er  Continue Reading »

Sláttur hafinn á Stóra-Ármóti

Sláttur hófst á Stóra-Ármóti í gær eða 11. júní en þá voru heimatúnin slegin. Enn eru nokkrir dagar í að vallarfoxgrasið skríði og því mun sláttur ekki hefjast að fullum krafti fyrr en eftir helgi ef veður leyfir. 

back to top