Sláttur hafinn á Suðurlandi

Sláttur er hafinn á Suðurlandi þetta árið og voru það bændur undir Eyjafjöllunum og Landeyjunum sem riðu á vaðið í gærdag. Grösin eru græn og vel þroskuð, en aðeins misjafnt milli túna hversu vel þau eru sprottin. Vorið hefur líka verið gott og spretta því farið vel af stað.  Ef veðráttan helst svona þá vonast  Continue Reading »

Upp í sveit

Nýr þjónustubæklingur frá ferðaþjónustubændum leit dagsins ljós á dögunum.  Í bæklingnum má finna áhugaverða staði sem bjóða upp á afþreyingu, veitingar og gistingu og eru aðilar að Ferðaþjónustu bænda. Í ár eru það 183 aðilar sem bjóða einhvers konar þjónustu, eins er þar að finna upplýsingar um sveitabæi sem eru aðilar að Opnum landbúnaði verkefni  Continue Reading »

Minkabúið Mön – opið hús

Minkabúið Mön var með opið hús um liðna helgi en bændurnir í Mön, þau Stefán og Katrín, opnuðu þá enn á ný dyrnar að minkaskálum sínum til að kynna almenningi minkarækt á Íslandi.   Gaman var að sjá góða samstöðu og samvinnu minkabænda á Suðurlandi sem aðstoðuðu þau hjónin við kynninguna.  Kynningin var góð fyrir  Continue Reading »

Íslendingar á heimsmeistaramóti í rúningi

Nú stendur yfir heimsmeistaramótið í rúningi á Írlandi og í fyrsta skipti í sögunni eru Íslendingar meðal þátttakenda.  Mótið hefur verið haldið víðsvegar um heiminn í meira en 30 ár og er keppt í vélrúningi, ullarflokkun og rúningi með handklippum.   Landsliðið í rúningi skipa þeir Julio Cesar Gutierrez bóndi á Hávarsstöðum II í Leirársveit,  Continue Reading »

Stofnfundur íslenska landbúnaðarklasans

Á vef Bændasamtaka Íslands bondi.is er boðað til stofnfundar íslenska landbúnaðarklasans, föstudaginn 6. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu frá kl. 15 til 17.  Landbúnaðarklasinn er hugsaður sem samstarfsvettvangur fyrirtækja og samtaka sem starfa í landbúnaði eða við úrvinnslu landbúnaðarafurða eða byggja á þjónustu við greinina.

Er jarðvinnsla í gangi eða búin?

Nú er tilvalið tækifæri fyrir bændur að setja inn jarðabótaumsókn á Bændatorgið, ef þeir vilja láta taka út hjá sér jarðabætur næsta haust. Bændur eru hvattir til að skrá sínar umsóknir sjálfir og á Bændatorginu eru góðar leiðbeiningar um það hvernig skrá eigi umsókn. Ef umsækjandi lendir í vandræðum með útfyllingu getur hann haft samband  Continue Reading »

Halló Helluvað

Næstkomandi sunnudaginn 18. Maí kl. 13.00, verður kúnum á Helluvaði í Rangárþingi ytra hleypt út í sumarið og er öllum boðið að koma og sjá þær skvetta ærlega úr klaufunum. Fjárhúsið iðar af lífi og hægt að fá að knúsa lömbin, ungar að koma úr eggjum og margt skemmtilegt að gerast. Allir fá svo hressingu,  Continue Reading »

Upplýsingaöflun um ágang álfta og gæsa

Í Bændablaðinu í dag er viðtal við Jón Geir Pétursson skrifstofustjóra, á skrifstofu landgæða í Umhverfis- og Auðlindaráðuneytinu, þess efnis að á næstu vikum á að hefja söfnun á upplýsingum frá bændum um ágang áflta og gæsa á ræktarlönd. Ætlunin er að nýta gagnagrunn Bændasamtakan Bændatorgið í gagnaöflun, en þar er framsetning góð og auðvelt  Continue Reading »

Ársrit BSSL 2013 komið á vefinn

Nú er Ársrit Búnaðarsambands Suðurlands 2013 komið á vefinn.  Þetta er í annað skiptið sem Ársritið er gefið út á þennan hátt í stað þess að senda þetta heim til bænda. Áhugasamir geta þó eftir sem áður fengið það sent til sín og hafa þá samband við skrifstofu í síma 480 1800 eða á netfangið  Continue Reading »

Hvítur kvígukálfur boðinn upp á Sunnlenska sveitadeginum

Á Sunnlenska sveitadeginum þann 3. maí milli kl 15 og 16 mun Böðvar Pálsson sveitarhöfðingi á Búrfelli bjóða upp hvítan kvígukálf sem Guðbjörg Jónsdóttir bóndi á Læk ánafnar sýningunni til minningar um mann sinn Gauta Gunnarsson. Litarhaft kálfsins er einstakt en hann alhvítur og eru slíkir gripir fáséðir. Ágóðinn af uppboðinu rennur til góðra mála.

Sauðburður á Stóra-Ármóti

Sauðburður er hafinn á Stóra-Ármóti eins og víða í sveitum landsins þessa dagana.  Alltaf er þessi árstími skemmtilegur og gaman að fylgjast með lömbunum stíga sín fyrstu skref út í heiminn.  Sauðburður fer rólega af stað en ætti að vera kominn á fullt seinnipartinn í vikunni.  Meðfylgjandi eru sauðburðarmyndir frá Stóra-Ármóti.

Sunnlenski sveitadagurinn 2014

Sunnlenski sveitadagurinn er fjölbreytt fjölskylduhátíð þar sem gestum er boðið að upplifa sveitastemmningu og bragða á afurðum bænda. Undanfarin ár hefur Félag kúabænda heilsteikt naut á staðnum og Félag sauðfjárbænda grillað lambakjöt, og hafa gestir kunnað vel að meta það. Sunnlenskir bændur fá tækifæri til að kynna og selja afurðir sínar á sýningarsvæðinu og kennir  Continue Reading »

Gleðilega páska

Búnaðarsamband Suðurlands óskar Sunnlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra páska.

Fjárhúsbygging á Stóra-Ármóti

Nú í vikunni hófst bygging á nýju Fjárhúsi á Stóra-Ármóti.  Byggingin á að vera 308 m2 og verður féð á hálmi, gert er ráð fyrir að húsið rúmi um 260 kindur.  Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma ofl.  Öll vinnuaðstaða mun batna til muna auk  Continue Reading »

Nýr formaður Búnaðarsambands Suðurlands

Á aðalfundi Búnaðarsambands Suðurlands var kosið um nýjan stjórnarmann úr Árnessýslu, en Guðbjörg Jónsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu.  Kosning fór þannig fram að Baldur Indriði Sveinsson frá Litla-Ármóti var kosinn í aðalstjórn, varamenn eru þau Helgi Eggertsson, Kjarri og María Hauksdóttir, Geirakoti.  Stjórnarfundur var haldinn í kjölfarið og var kosið um  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður föstudaginn 11. apríl í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.  Dagskrá fundarins verður auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Ávarp Eiríks Blöndal framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, en einnig mun Jón Baldur Lorange kynna flutning á stjórnsýsluverkefnum frá BÍ til stofnana atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.  Kosið verður um tvo stjórnarmenn í Árnessýslu og tvo til vara, en Guðbjörg Jónsdóttir  Continue Reading »

Jarðræktarrannsóknir 2013 komnar út

Rit Landbúnaðarháskóla Íslands nr. 47 um Jarðræktarrannsóknir 2013 er komið út. Skýrslan er hefðbundið yfirlit yfir veðurfar og ræktunarskilyrði á landinu árið 2013.  Í skýrslunni eru birtar niðurstöður úr tilraunum með áburð, grasyrki, smára og korn. Auk þess er gerð grein fyrir ýmsum ylræktartilraunum með matjurtir, verkefnum í berjarækt og með tré og runna.    Continue Reading »

Ný símanúmer frjótækna

Kúabændur athugið ný símanúmer frjótækna, frá og með deginum í dag breytast fyrstu þrír stafirnir í gamla númerinu í 871 en endingin er sú sama og var.  Símanúmerin verða því eftirfarandi: Bragi Ágústsson Hluti Flóa, Skeið, Vesturhluti Árn. 871-2056Úlfhéðinn Sigurmundsson Hreppar, hluti Tungna 871-5563Hermann Árnason Rangárþing frá V-Landeyjum. Hluti Flóa 871-8611Smári Tómasson Frá Vík að  Continue Reading »

Niðurstöður tilboðsmarkaðar með greiðslumark mjólkur

Á vef Matvælastofnunar mast.is eru  opnun tilboða um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur,  þann 1. apríl 2014 skv. reglugerð nr. 190/2011 með síðari breytingum, hefur komið fram jafnvægisverð á markaði krónur 260 kr. fyrir hvern lítra mjólkur.

Fræðslufundur um jarðrækt

Kornræktarfélag Suðurlands verður með fræðslufund um jarðrækt í Árhúsum á Hellu, fimmtudaginn 3. apríl kl.20.30. Á fundinum munu þrír starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands halda erindi. Áslaug Helgadóttir, mun fjalla um fjölærar belgjurtir og rýgresi, Guðni Þorvaldsson, mun fjalla um grastegundir og yrki og Jónatan Hermannsson, fer yfir korntilraunir síðustu þriggja ára.  Allir áhugamenn um jarðrækt velkomnir.  Continue Reading »

back to top