Tilraunastarfið á Stóra-Ármóti – Átgeta íslenskra mjólkurkúa.

Nú í vetur stendur yfir rannskókn á Stóra-Ármóti á átgetu íslenskra mjólkurkúa.  Tilurð rannsóknarinnar er þörf á bættum jöfnum fyrir átgetu íslensku mjólkurkýrinnar í NorFor fóðuráætlunarkerfinu.  Tilraunamaður er Baldur I. Sveinsson en hann sér um gjafir, mælingar og sýnatöku á fóðri.

Kjarnfóður lækkar í verði.

Á undanförnum vikum hafa kjarnfóðursalar verið að lækka verð á fóðri.  Nú síðast var það SS sem lækkaði verð á öllu fóðri um 2% og bætiefnablöndum um 7%.  Áður höfðu Fóðurblandan, Bústólpi, Lífland og Landstólpi lækkað kjarnfóðurverð.  Á vefsíðu Landssambands kúabænda naut.is má finna verðlista kjarnfóðurs eins og hann lítur út 15. janúar 2014.

Aðalfundur BSSL 11. apríl 2014

Á síðasta stjórnarfundi Búnaðarsamband Suðurlands var ákveðið að stefna að aðalfundi þann 11. apríl næstkomandi.  Nú í ár á fundurinn að vera í Árnessýslu.  Nánari dagskrá og fundarstaður kemur síðar.  Á stjórnarfundinum tók Guðbjörg Jónsdóttir aftur við formennsku af Ragnari Lárussyni sem hafði gegnt formennsku í hennar fjarveru.

Framleiðnisjóður umsóknir

Í lok janúar rennur út umsóknarfrestur hjá Framleiðnisjóði en hann styrkir margvíslegt þróunar- og nýsköpunarstarf í landbúnaði. Með nýlegum búnaðarlagasamningi (2013-2017) var sjóðnum sniðinn ákveðinn fjárhagsrammi sem unnið er eftir. Á þessu ári er sjóðnum lagðar til 85 milljónir króna af ríksifé en sem kunnugt er var starfsemi hans skorin mikið niður í kjölfar efnahagshrunsins.  Continue Reading »

Landssýn – vísindaþing landbúnaðarins 2014

Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði föstudaginn 7. mars 2014. Ráðstefnan verður með svipuðu sniði og á síðasta ári.   Þeir aðilar sem standa að ráðstefnunni eru MAST, Veiðimálastofnun, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins, Hólaskóli og Landbúnaðarháskóli Íslands. 

Klakabrjótur til að vinna gegn kalskemmdum

Gunnar Freyr Þrastarson, nemandi í orku- og véltæknifræði við Háskólann í Reykjavík hefur hannað klakabrjót til að vinna gegn kalskemmdum í túnum.  Á fréttavefnum mbl.is er viðtal við Gunnar Frey sem hefur verið að vinna að þessu verkefni og kynnti nýverið lokaverkefni sitt.  Hugmyndina fékk Gunnar Freyr síðasta vor þegar fréttaflutningur var sem mestur af  Continue Reading »

Búfjáreftirlit til MAST

Nú um áramótin tók Matvælastofnun alfarið yfir búfjáreftirlit í öllum landshlutum af sveitarfélögum, sem áður sinntu þessu hlutverki.  Hér á Suðurlandi er það Óðinn Örn Jóhannsson sem verður sérfræðingur í velferð og aðbúnaði dýra, en hann hefur verið starfandi við búfjáreftirlit undanfarin ár.  Í fréttum RÚV í gær var Ásdísi Helgu Bjarnadóttur nýjum eftirlitsmanni MAST  Continue Reading »

Dýrahald um áramót.

Matvælastofnun hefur nú fyrir áramótin vakið athygli á hræðslu dýra við flugelda.  Áramótin hafa oft leitt af sér slys eða óhöpp á dýrum sem má rekja til ofsahræðslu þeirra við flugeldana.  Gæludýr má yfirleitt róa með rólegu andrúmslofti innandyra og notalegri tónlist.  Hjá hestum sem eru inni er best að hafa ljósin kveikt eða byrgja  Continue Reading »

Sauðfjársæðingum 2013 lokið

Í nóvember var djúpfryst hrútasæði úr 29 hrútum alls 2285 skammtar. Af þeim voru rétt um 600 skammtar sendir til fjárbænda. Útsending á fersku sæði hófst í desember byrjun og lauk nú í dag eða 21. desember. Meðfylgjandi mynd er af Bósa frá Þóroddsstöðum mest notaða hrútnum þetta árið.

Gleðileg jól

Búnaðarsamband Suðurlands óskar bændum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og gæfu á komandi ári.  Skrifstofur sambandsins verða lokaðar á aðfangadag og gamlársdag, aðra daga er opið milli kl. 8.00 og 16.00.  

Sauðfjársæðingastöð Suðurlands – ferskt sæði

Síðasti dagur til að panta ferskt sæði er 21.desember. Pantanir á fersku sæði frá Sauðfjársæðingastöð Suðurlands þurfa að berast fyrir kl. 9 á morgnana í síma 482 1920 eða deginum áður á netfangið sveinn@bssl.is 

Skráning á ræktun matjurta

Á vef Matvælastofnunar mast.is er tilkynning til ræktenda matjurta um að skrá starfsemi sína hjá stofnuninni.  Matjurtarækt getur bæði verið innirækt eða útiræktun, með útiræktun er líka átt við ræktun á korni til manneldis en slík ræktun telst til frumframleiðslu.  Stofnunin hvetur ræktendur til að vera búin að skrá starfsemi sína eigi síðar en 15.  Continue Reading »

Knapar láti ljós sitt skína

Nú í skammdeginu er mikil þörf á vitundarvakningu hjá hestamönnum, sem og öðrum að láta ljós sitt skína.  Í frétt á heimasíðu Landssambands hestamannafélaga lhhestar.is, segir frá nýju verkefni sem sambandið ásamt VÍS hafa komið af stað til að auka sýnileika knapa og fáka í svartasta skammdeginu.  Verkefnið gengur út á að bjóða sérvalin endurskinsmerki  Continue Reading »

Miðlun á nautgripum á Suðurlandi

Sunnlenskir kúabændur ætla að prufa að nýta sér tölvupóstsamskipti til miðlunar nautgripa sín á milli.  Á síðasta félagsráðsfundi Félags kúabænda á Suðurlandi var ákveðið að prufa þennan möguleika í nautgripamiðlun.  Nú í ár er met sala á afurðum nautgripabænda og aldrei meiri þörf en nú að nýta vel þann bústofn sem til er.  Smitvarnir setja  Continue Reading »

Fréttir frá Sauðfjársæðingastöðinni

Djúpfrysting á hrútasæði hófst um miðjan nóvember og lauk nú á mánudaginn. Alls voru frystir 2285 skammtar úr 29 hrútum sem er ágætis viðbót við þá tæplega 7000 skammta sem til eru. Pantanir á frystu sæði til Noregs liggja fyrir fáist útflutningsleyfi. Sæðistaka gekk vel og tókst að ná nothæfu sæði úr öllum hrútunum. Afgreiðsla  Continue Reading »

Flutningur verkefna til matvælastofnunar

Á vef Matvælastofnunar mast.is er farið yfir þær breytingar sem verða á starfi búfjáreftirlitsmanna í byrjun næsta árs.  Þá mun Matvælastofnun taka yfir störf tuga búfjáreftirlitsmanna sem í dag starfa í hlutastörfum á vegum sveitarfélaga um allt land og sinna öflun hagtalna í landbúnaði ásamt almennu búfjáreftirliti. Samhliða flutningi þessara verkefna frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar  Continue Reading »

Haustfundir í sauðfjárrækt.

Haustfundarröð sauðfjárræktarinnar á Suðurlandi er nú lokið, ríflega 150 manns sóttu fundina og sköpuðust þar skemmtilegar umræður.  Á fundunum var farið yfir hauststörfin og hrútakost Sauðfjársæðingastöðvar Suðurlands.  Fundirnir voru styrktir af Sláturfélagi Suðurlands, Fóðurblöndunni og Jötunn vélum.   Þeir sem ekki náðu sér í Hrútaskránna á fundunum geta nálgast hana hér á skrifstofu Búnaðarsambands Suðurlands.

Nýr útflutningsstjóri Mjólkursamsölunnar.

Á undanförnum árum hefur vaxandi útflutningur Mjólkursamsölunnar á skyri og fleiri afurðum leitt til þess að útflutningsdeild fyrirtækisins hefur farið vaxandi.  Nú á dögunum var Heimir Már Helgason ráðinn útflutningsstjóri MS og hóf störf í byrjun mánaðarins. Heimir er 38 ára gamall, tveggja barna faðir og borinn og barnfæddur Skagamaður en hefur búið meirihluta ævinnar  Continue Reading »

Bændafundir Líflands

Fréttatilkynning frá Líflandi.  Lífland hefur um árabil verið í fararbroddi við að halda fræðslufundi fyrir íslenska kúabændur. Í ár verða fundirnir haldnir á sex stöðum á landinu dagana 26. – 28. nóvember. Á dagskrá fundanna nú verður m.a. samantekt á niðurstöðum heysýnagreininga og samanburður við fyrri ár. Fjallað verður um helstu fóðurgrös, notagildi þeirra auk þess sem  Continue Reading »

Haustbækur 2013

Við viljum vekja athygli á því að nú hefur Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins tekið við skráningu á haustbókum.  Hér á Suðurlandi verður það Brynja Marvinsdóttir sem sér um það.  Hún er staðsett á Selfossi og því þurfa allar haustbækur að skila sér á Austurveg 1, 800 Selfoss.  Áfram er þó tekið er á móti haustbókum á starfstöðvum  Continue Reading »

back to top