Fer forðagæsluskýrslan á réttan stað?

Nokkuð hefur borið á því að forðagæsluskýrslur hafa skilað sér á skrifstofu BSSL.  Í haust var Óðinn Örn Jóhannsson ráðinn búfjáreftirlitsmaður á Selfossi. Óðinn hefur verið með skrifstofuaðstöðu hjá Búnaðarsambandinu en á haustmánuðum flutti hann aðsetur sitt í aðalskrifstofur MAST.  Nýtt heimilsfang er því, Matvælastofnun, Austurvegi 64, 800 Selfoss.  

Hrútaskráin komin á vefinn.

Hrútaskráin fyrir veturinn 2013-2014 er komin á vefinn. Skrána má nálgast hér Hrutaskra2013 sem pdf-skjal og prenta út að vild. Það eru Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og Vesturlands sem standa að útgáfunni. Hrútaskránni verður svo dreift á haustfundum sauðfjárræktarinnar í þessari viku. 

Haustfundir BSSL í sauðfjárrækt 2013

Haustfundir sauðfjárræktarinnar verða haldnir á fjórum stöðum í næstu viku.  Byrjað verður í félagsheimilinu Þingborg miðvikudaginn 20. 11. kl. 14.00. Um kvöldið verður svo fundur í félagsheimilinu Heimalandi undir Eyjafjöllum kl. 20.00.  Þann 21.11 verður svo byrjað á  Hótel Smyrlabjörgum og að lokum verður fundur kl. 20.00 á Hótel Klaustri Kirkjubæjarklaustri.  

Meiri mjólk, fræðslufundur Félags kúabænda á Suðurlandi.

Næstkomandi fimmtudag 14. nóvember mun Félag kúabænda á Suðurlandi, í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fræðslufund í fundarsal MS á Selfossi kl. 13.30.  Ráðunautar RML þau Guðmundur Jóhannesson, Hrafnhildur Baldursdóttir og Jóna Þórunn Ragnardóttir munu halda erindi undir yfirskriftinni meiri mjólk.  

Bændafundir á Suðurlandi

Fyrsti bændafundurinn í haustfundalotu BÍ verður haldinn í hádeginu í Árhúsum á Hellu mánudaginn 11. nóvember. Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, mun halda erindi um helstu mál sem samtökin starfa að um þessar mundir. Gestafyrirlesari verður Guðmundur Hallgrímsson frá Hvanneyri en hann mun ræða um vinnuverndarmál og átak sem stendur fyrir dyrum til þess að fækka  Continue Reading »

Fleiri fréttir af Sauðfjársæðingastöðinni.

Nú fer að líða að líða að háannatíma á Sauðfjársæðingastöð Suðurlands og undirbúiningur í fullum gangi fyrir komandi tíð. Aðeins það besta er nógu gott og því var fenginn íslandsmeistari í rúningi til að rýja á Sauðfjársæðinastöðinni þetta árið. Á meðfylgjandi mynd má sjá Reyni Þór Jónsson, Hurðarbaki nýkrýndan Íslandsmeistara við rúning á Sæðingastöðinni í dag.  Continue Reading »

Gæðastýringarnámskeið á Stóra-Ármóti

Mikil aðsókn er á gæðastýringarnámskeið sem haldið verður á Stóra-Ármóti 12. nóvember n.k. alls eru 23 búnir að skrá sig, en skráningu er lokið.  Kennari á námskeiðinu verður Árni Brynjar Bragason ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins.

Ullarmat á sæðingahrútum

Nú fer að styttast í að ný Hrútaskrá 2013-2014 líti dagsins ljós.  Spennan magnast hjá áhugamönnum um sauðfjárrækt enda skemmtilegur tími framundan í fjárhúsum landsins.  Á meðfylgjandi mynd má sjá Eyþór Einarsson ráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarains og Emmu Eyþórsdóttur, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands meta ullargæði.  Emma hefur skrifað ullarlýsingu í Hrútaskrána undanfarin ár, en ráuðunautar  Continue Reading »

Raftholt ræktunarbú Rangárvallasýslu 2012

Dagur sauðkindarinnar var haldinn laugardaginn 19. október á Hvolsvelli, af Félagi sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu.  Þetta var í 6. sinn sem dagurinn er haldinn en þangað koma efstu hrútar úr sýningum í hverri sveit milli Þjórsár og Markarfljóts og fengu nýja dóma.  Veitt voru verðlaun fyrir efstu hrútana í hverjum flokki og Raftholt í Holtum valið  Continue Reading »

Verðlaun fyrir afurðir 2012

Á stjórnarfundi í dag voru veitt verðlaun fyrir afurðahæstu kú 2012 og afurðahæsta kúabúið 2012. Verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið 2012 fór til Arnfríðar Jóhannsdóttur og Jóns Viðars Finnssonar, Dalbæ, Hrunamannahrepp en þar voru afurðir eftir árskú 7.525 kg mjólkur.  Afurðahæsta kýr Suðurlands 2012 var Snotra nr. 354 frá Eystra-Seljalandi undan Hræsing nr. 98046 í eigu  Continue Reading »

Ragnar Lárusson nýr formaður Búnaðarsambands Suðurlands

Formaður Búnaðarsambands Suðurlands Guðbjörg Jónsdóttir, Læk hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá stjórnarformennsku, af persónulegum ástæðum.  Ragnar Lárusson, Stóra-Dal varaformaður tekur við formennsku í leyfi Guðbjargar.  Inn í stjórnina kemur Helgi Eggertsson, Kjarri.

Markaðsmál íslenska hestsins

Niðurstöður starfshóps sem settur var saman að frumkvæði Hrossaræktarsamtaka Suðurlands. Hópurinn fékk það hlutverk að leita leiða til kynningar og útbreiðslu á íslenska hestinum og hestamennskunni með það fyrir augum að fjölga iðkendum bæði hérlendis sem erlendis.

Athugun á áti gæsa og álfta á túnum.

Mikil umræða hefur verið um ágang gæsa og álfta í ræktarlönd bænda undanfarin ár og virðist sem að ágangur aukist mikið ár frá ári. Bændur eru margir orðnir langþreyttir á þessum ófénaði og ekki síst á aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart vandanum. Ljóst er að tjónið er verulegt og ekki bara á haustin þegar álftin og gæsin  Continue Reading »

Samstarfssamningur undirritaður á Stóra-Ármóti í dag

Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins munu fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins undirrita nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Ármóti í Flóahreppi kl. 15:00 í dag, miðvikudaginn 16. október. Þess má geta að fyrsti samstarfssamningur sem gerður var á milli þessar aðila var undirritaður þann 20. október 1999.

Greiðslumark í mjólk – kvótamarkaður

Við minnum á að næsti kvótamarkaður með greiðslumark í mjólk fer fram þann 1. nóvember 2013. Kaup- og sölutilboðum þarf að skila til Matvælastofnunar fyrir þann 25. október n.k.Þeir sem hyggjast kaupa eða selja á greiðslumark ættu að kynna sér leiðbeiningar vel og athuga að útvega öll fylgigögn í tíma.

Kartöflubændur í Þykkvabænum ná ekki að taka upp.

Á vef mbl.is er viðtal við Sigurbjart Pálsson kartöflubónda.  Þar lýsir hann áhyggjum bænda í sinni stétt yfir þeirri uppskeru sem ekki er hægt að taka upp.  Langvarandi vætutíð og lítil uppstytta inn á milli hafa gert það að verkum að mikið af kartöflum er enn neðanjarðar.   Viðtalið í heild sinni má lesa hér  Continue Reading »

Fæðuöryggi

Samtök ungra bænda hafa sett á netið fyrsta myndband sitt, en það fjallar um fæðuöryggi.  Myndbandið sýnir unga bændur í sínum verkum og er mikil hvatning.  Þetta er flott framtak hjá samtökunum og vert að skoða myndbandið hér að neðan.

Gæðastýring í sauðfjárrækt námskeið í haust

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt verða haldin í haust ef næg þátttaka fæst.  Fyrirhugað er að halda fjögur námskeið, það fyrsta 11. nóvember á Hvanneyri,  þá 12. nóvember á Stóra-Ármóti í Flóa, svo 13. nóvember í Búgarði á Akureyri og það síðasta 14. nóvember Bsb. Austurlands, Egilsstöðum.  Skráning er á netfangið bella@rml.is

Kornskurður á Stóra-Ármóti

Korn á Stóra-Ármóti var loksins þreskt í dag eftir langvarandi vætutíð.  Uppskera er léleg og langt undir meðalári, alls var sáð í 18 hektara.   Uppskerutölur verða birtar eftir helgi.  Ljóst er að breyting verður á fóðri mjólkurkúa á Stóra-Ármóti á komandi vetri, enda hefur byggið verið umtalsverður hluti af fóðri þeirra síðustu ár.    Continue Reading »

Bændafundir haustið 2013

Nú fer að líða að bændafundum Bændasamtaka Íslands.  Undanfarin haust hefur þátttaka bænda á fundunum verið minni en væntingar stóðu til, BÍ kallar því eftir óskum bænda um hvað þeir vilja ræða á fundunum.  Í nýjasta Bændablaðinu (3.okt.) er farið yfir fundarformið, forystumenn úr stjórn BÍ verða með stutt inngangserindi en síðan verða tekin fyrir  Continue Reading »

back to top