Opinberar tölur um fjölda búfjár og fóðurframleiðslu árið 2012

Matvælastofnun var að birta á vef sínum mast.is opinberar tölur um fjölda búfjár og fóðurframleiðslu í landbúnaði fyrir árið 2012.Á vefnum má nú finna á rafrænan hátt gögn sem spanna tímabilið 1981-2012.  Þessar tölur byggja á skráningu búfjáreftirlitsmanna að vori og bænda að hausti.  Tölur um fóðurframleiðslu byggja á skráningum bænda en tölur um fjölda  Continue Reading »

Nýjung á lambakjot.is

Á vefsíðu sauðfjárbænda saudfe.is er kynnt nýtt snjallsímaforrit sem vísar á tilboð og uppskriftir. Markmiðið er að íslenskir neytendur geti fengið ábendingar um tilboðsverð á lambakjöti og skemmtilegar hugmyndir sem henta fyrir kjötið.  

Nýr bæklingur um alaskalúpínu og skógarkerfil

Landgræðsla ríkisins gaf á dögunum út bækling með heitinu „ Er alaskalúpína eða skógarkerfill í þínu nágrenni?“  Þessar tegundir flokkast báðar undir ágengar tegundir en eins og segir í bæklingnum „ágeng tegund er framandi tegund sem hefur verið dreift utan náttúrulegra heimkynna og  ógnar þar líffræðilegri fjölbreytni. Tegundin veldur eða er líkleg til að valda  Continue Reading »

Hækkun á umframmjólk frá 1. júlí 2013

Stjórn Auðhumlu var að tilkynna 13-17% hækkun á verði fyrir umframmjólk frá 1. júlí 2013.  Stjórn Auðhumlu svf. hefur ákveðið nýtt verð fyrir umframmjólk frá 1. júlí 2013 kr. 47.00 fyrir sem svarar 2% af greiðslumarki hvers og eins og kr. 42.00 fyrir það sem umfram það er. Verðið gildir til 30. september nk. Þá  Continue Reading »

Búnaðarsamband Suðurlands „ný fésbók“

Þegar nýr vefur var settur í loftið á dögunum, var stofnuð fésbókarsíða samhliða.  Gamla síðan var vinasíða og ekki lögleg þegar um fyrirtæki er að ræða. Þurftum við því að loka henni og setja upp nýja síðu.  

Veiddir þú örmerktan lax?

Nú standa yfir merkingar á laxaseiðum í Kálfá. Eru þær liður í stofnstærðarmati á laxi á vatnasvæði Þjórsár. Laxarnir eru merktir með svokölluðum örmerkjum. Merkin eru örsmáar málmflísar sem eru í trjónu fisksins. Hægt er að koma merkjum ásamt upplýsingum um lengd, þyngd, veiðidag o.fl. til Veiðimálastofnunar, Búnaðarmiðstöðinni Austurvegi 3-5,  800 Selfoss.

Sláttur hafinn á Stóra-Ármóti

Á Stóra-Ármóti hófst fyrsti sláttur í dag.  Þroski virðist túngrasa er nokkuð seinni en undanfarin ár og sennilega vika í að vallarfoxgrasið skríði. Gera má ráð fyrir að margir setji í sama gír og bændurnir á Stóra-Ármóti, enda veðurútlit gott næstu daga og útlit fyrir gott heyskaparveður. 

Ný heimasíða bssl.is

Við bjóðum ykkur velkomin á nýja heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands. Það er von okkar að nýja heimasíðan verði ykkur notadrjúg. Upplýsingar á síðunni eiga að vera aðgengilegar og leitast verður við að vera með það sem er efst á baugi hverju sinni á starfssvæði Búnaðarsambands Suðurlands. Gamla heimasíðan var búin að þjóna vel hagsmunum bænda og  Continue Reading »

Álftin gerir bændum um land allt lífið leitt.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær var viðtal við Höskuld Gunnarsson bústjóra á Stóra-Ármóti.  Í viðtalinu vakti Höskuldur athygli á ágangi álfta á tún og nýræktir og hversu mikið hún eyðileggur.  Víða eru mikla búsifjar af áti og traðki álfta og hún fær óhindrað að eyðileggja tún fyrir bændum og þeir orðnir langþreyttir á ástandinu.  Continue Reading »

Fréttatilkynning frá Sláturfélagi Suðurlands svf.

Sláturfélag Suðurlands svf á nægan Yara áburð til afgreiðslu á birgðastöðvum og hjá sölumönnum Yara um allt land. Bændur þurfa ekki að óttast áburðarskort í ár. Upplýsingar gefur Elías Hartmann í síma 575 6005

Forystufé með heimasíðu

Ný heimasíða Fræðaseturs um forystufé fór í loftið á dögunum.  Síðunni er ætlað að efla áhuga á forystufé og leyfa öllum að fylgjast með gangi félagsins, slóðin er forystusetur.is

Bændamarkaður Efra-Seli

Í sumar verður opinn Bændamarkaður á Efra-Seli í Hrunamannahreppi.  Á Flúðum var starfæktur bændamarkaður um árabil og naut mikilla vinsælda, en markaðurinn á Efra-Seli kemur í hans stað.

Kýrnar á Stóra-Ármóti komnar út í sumarið

Eins og víða í sveitum landsins er nú búið að hleypa kúnum á Stóra-Ármóti út í sumarið.  Þær voru útiverunni fegnar og létu smá úðarigningu ekki setja sig út af laginu.  Bústjórahjónin nýttu sér sólarleysið en góðviðrið í gærkvöldi til að venja kýrnar við útiveruna.

Sex naut frá 2007 til framhaldsnotkunar

Á vef Landssambands kúabænda naut.is er greint frá niðurstöðum af fundi fagráðs sem haldinn var í dag.  Fagráðið komst að þeirri niðurstöðu að sex naut úr árgangi 2007 færu til framhaldsnotkunar.  

Yfirlitssýningu á Brávöllum Selfossi frestað

Sökum slælegra sýningarskilyrða og dapurlegrar veðurspár hefur verið ákveðið að færa yfirlitssýningu til sunnudagsins 2. júní.   Röð flokka og dagskrá sunnudagsins verður óbreytt frá fyrra plani; þ.e. byrjað stundvíslega kl. 8:30 og áætluð lok um kl. 20:00.   Þetta kemur fram á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is

Yfirlitssýning á Brávöllum á Selfossi

Yfirlitssýning á Brávöllum á Selfossi verður á morgun föstudaginn 31. maí og hefst kl. 8:30. 

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum

Sýningin á Gaddstaðaflötum við Hellu hefst mánudaginn 3. júní kl. 07:50 með mælingum og dómar hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýningar verða síðan í lok hverrar viku föstudagana 7. júní og 14. júní. Á heimasíðu RML www.rml.is er að finna röðun hrossanna. Ætlast er til þess að knapar mæti með hrossin í byggingardóm í þeirri röð sem þau eru  Continue Reading »

Starfsskýrsla MAST 2012

Matvælastofnun hefur gefið út starfsskýrslu fyrir árið 2012 á rafrænu formi. Skýrslan er upplýsingasafn um eftirlit stofnunarinnar og eftirlitsniðurstöður á liðnu ári.  

Ný ríkisstjórn kynnt á Laugarvatni

Í dag kynntu formenn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokksins, þeir Sigumundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson nýtt ríkisstjórnarsamstarf. Ráðuneytunum verður skipt þannig að Fremsóknarflokkurinn fær forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti, utanríkisráðuneyti og fjórða ráðuneytið sem fer með sjávarútvegs-,landbúnaðar og umhverfismál. Sjálfstæðisflokkurinn fær innanríkisráðuneyti, fjármálaráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, mennamálaráðuneyti og það fimmta sem fer með iðnaðar- og orkumál.

Námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áætlar að halda a.m.k. þrjú námskeið í gæðastýringu í sauðfjárrækt um miðjan júní, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðin verða á Stóra Ármóti, Hvanneyri og á Akureyri. Námskeiðin hefjast kl. 10.00 fyrir hádegi og þeim lýkur kl. 18.00.

back to top