Gæðaúttekt LBHÍ kom vel út

Í byrjun mars kom erlend sérfræðinefnd og gerði úttekt á starfi LbhÍ, en úttektin var hluti af gæðaferli háskóla. Meginniðurstöður eru komnar frá nefndinni en ítarlegri skýrsla mun berast nú í maímánuði. „Í stuttu máli sagt getum við starfsmenn og nemendur LbhÍ verið ákaflega stolt af skólanum okkar. Úttektarnefndin gefur starfi skólans góða einkunn í  Continue Reading »

Halló Helluvað

Halló Helluvað verður á sunnudaginn 26. Maí kl. 13.30 á Helluvaði í Rangárþingi Ytra. Þá verður kúnum hleypt út í sumarið  með tilheyrandi fjöri, fjárhúsið verður opið og þar gefst öllum tækiæri á að skoða og knúsa lömbin.  

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu

Kynbótasýning fer fram á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 3. til 14. júní. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunnihttp://www.worldfengur.com/ þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins http://www.rml.is/. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 24. maí. 

Minkabændur í Mön bjóða heim.

Hjónin Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson í Mön í Skeiða og Gnúpverjahreppi ætla að bjóða almenningi í heimsókn í minkabúið sitt föstudaginn 17. maí milli kl. 13 og 17 og laugardaginn 18. maí milli kl. 11 og 17.  

Vinnueftirlitið auglýsir námskeið á Selfossi

Frumnámskeið í stjórn og meðferð   Lyftara með allt að 10 tonna lyftigetu Fjölnotatækja/smávéla, s.s. gröfur og ámokstursskóflur, allt að 4 tonna eigin þyngd Dráttarvéla með tækjabúnaði Hleðslukrana með allt að 18 tm lyftigetu, körfukrana og steypudælukrana Valtara, útlagningarvéla (malbikunarvéla) og vegfræsara.

Verðlækkanir á kjarnfóðri í maí

Seljendur kjarnfóðurs hafa nú í maí lækkað verð á kjarnfóðri til bænda.  Lífland reið á vaðið en Fóðurblandan, Lífland, SS og Bústólpi komu svo í kjölfarið.  Á vef LK naut.is má finna verðlista kjarnfóðurs frá 15. maí 2013. 

Kynbótasýning Hafnarfirði

Sýningin á Sörlastöðum í Hafnarfirði hefst þriðjudaginn 21. maí kl. 07:50 með mælingum, dómar hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýning verður síðan fimmtudag 23. maí og hefst kl. 09:00. 

Laktósafrí léttmjólk á markað frá MS

Í júní mun MS setja á markað laktósafía léttmjólk sem þeir hafa þróað á síðastliðnum tveim árum.  Eins og segir á vef þeirra ms.is þá er í laktósafrírri mjólk er búið að fjarlægja laktósann úr mjólkinni.  Laktósi er mjólkursykur sem er í mjólkinni frá náttúrunnar hendi. Áður hefur MS kynnt á markaði fjölmargar vörunýjungar þar sem  Continue Reading »

Kynbótasýning Selfossi

Kynbótasýning fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 27. til 31. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is.

Skráningarfrestur framlengdur á kynbótasýningu í Hafnarfirði

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 21. til 24. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.   Síðasti skráningar- og greiðsludagur er  Continue Reading »

Niðurstöður skýrsluhaldsins 2012

Nú er búið að birta á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2012. Afurðir á landsvísu hafa aldrei verið meiri í sögu skýrsluhaldsins sem spannar nú orðið nokkra áratugi. Afurðir eftir allar fullorðnar ær voru 27,3 kg, voru 26,5 kg árið 2011, fara þarf aftur til ársins 2000 til að finna  Continue Reading »

Kynbótasýning Víðidal

Sýningin í Víðidal í Reykjavík hefst mánudaginn 13. maí kl. 07:50 með mælingum, dómar hefjast kl. 08:00. Yfirlitssýning verður síðan þriðjudaginn 14. maí og hefst kl. 09:30. Á heimasíðu RML www.rml.is er að finna röðun hrossanna. Ætlast er til þess að knapar mæti með hrossin í byggingardóm í þeirri röð sem þau eru á listanum. 

Kynbótasýning Sörlastöðum í Hafnarfirði

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 21. til 24. maí. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er nk. föstudag 10. maí.

Hækkun sæðingagjalda

Á síðasta aðalfundi var svohljóðandi tillaga samþykkt. „Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Hótel Kötlu Höfðabrekku 17.apríl 2013  leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar Kynbótastöðvar Suðurlands fyrir árið 2013 verði sæðingagjöld  kr. 2.000,- á kú og kelfda kvígu.“  

Skráningarfrestur á kynbótasýningu í Víðidal framlengdur

Skráningarfrestur á kynbótasýninguna í Víðidal dagana 13. og 14. maí hefur verið framlengdur fram á miðnætti á sunnudag 5. maí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Opnað var á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þann 15. apríl síðastliðinn.

Sauðburður í Landbroti

Á bænum Þykkvabæ í Landbroti er sauðburður kominn á fullt skrið. Á dögunum komu í heiminn fjórlembingar undan sæðishrútnum Grámanni frá Bergsstöðum og Gránu gömlu.  Helga Jónsdóttir í Þykkvabæ sendi okkur þessa skemmtilegu mynd, en fjórlembingarnir eru allir golóttir (upp á skaftfellsku) eða botnóttir eins og víðar er talað um.    

Sunnlenski sveitadagurinn

Laugardaginn 4. maí milli kl. 12-17 verður Sunnlenski sveitadagurinn.  Hátíðin er orðin að árvissum viðburði og það eru Jötunn vélar og Vélaverkstæði Þóris að Austurvegi 69, Selfossi sem sjá um skipulagningu.  Allir velkomnir.

Lífland lækkar verð á kjarnfóðri um 4-5%

Frá og með 1. maí tók í gildi nýr verðlisti fyrir tilbúið kjarnfóður.   Lækkun er á öllum fóðurtegundum frá fyrri verðlista og nemur hún að lágmarki 4%. Lækkunin er mismunandi eftir tegundum en mest nemur hún 5%. Ástæða verðbreytinga er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og styrking íslensku krónunnar.

Kynbótasýning á Selfossi

Sýningin á Selfossi hefst á þriðjudeginum 7. maí kl. 10:15 með mælingum, dómar hefjast kl. 10:30. Þar sem aðeins 13 hross eru skráð ætti dómum að vera lokið um kl. 15:00. Yfirlitssýning verður síðan miðvikudaginn 8. maí og hefst kl. 10:00. Hér fyrir neðan má sjá röðun hrossanna.   Hópur 1    kl. 10:30-12:00 Röð  Continue Reading »

Kynbótasýning í Víðidal í Reykjavík

Kynbótasýning fer fram á félagssvæði Fáks í Víðidal dagana 13. til 17. maí ef næg þátttaka næst. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.   

back to top