Svona er íslenskur landbúnaður

Bændasamtökin hafa útbúið kynningarefni um íslenskan landbúnað þar sem vakin er athygli á þeim málum sem efst eru á baugi í atvinnugreininni. Tilgangurinn er að koma á framfæri upplýsingum um ýmsar lykiltölur landbúnaðarins og fjalla um þau mál sem brenna á bændum.    Bæklingurinn „Svona er íslenskur landbúnaður“

Kynbótasýning á Selfossi – skráningarfrestur framlengdur

Skráningarfrestur á kynbótasýninguna á Selfossi dagana 6. til 10 maí hefur verið framlengdur til mánudagsins 29. apríl. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com  þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. 

Meira fé í varnarlínur

Síðasta vetrardag var undirritað samkomulag milli atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, Bændasamtaka Íslands og Landssamtaka sláturleyfishafa um ráðstöfun eftirstöðva þriggja sjóða sem innheimtu hefur verið hætt til. Sjóðirnir voru í vörslu Bændasamtakanna og eru lagðir niður með þessu samkomulagi. Stærstum hluta fjárins verður varið til viðhalds og endurnýjunar varnargirðinga til að hefta útbreiðslu sauðfjársjúkdóma. Viðhald varnarlína er  Continue Reading »

Kynbótasýning á Selfossi – lokaskráningardagur.

Kynbótasýning á Selfossi –síðasti skráningardagur 26. apríl n.k. Kynbótasýning fer fram á Brávöllum á Selfossi dagana 6. til 10. maí ef næg þátttaka verður. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. 

Vantar þig vinnu ?

Búnaðarsambandi Suðurlands hafa borist fyrirspurnir frá bændum varðandi vinnuafl við vorverkin.  Nú gengur í garð sá tími ársins sem bændur þurfa hvað mest á aðstoð.  Það er við sauðburð, plæingu, sáningu og þess háttar.   Áhugasamir hafi samband við Svein Sigurmundsson á netfangið sveinn@bssl.is eða í síma 480 1800, ekki er verra að viðkomandi sé  Continue Reading »

Ræktun 2013

Nú styttist í árlega veislu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands, en Ræktun 2013 fer fram í Ölfushöllinni Ingólfshvoli, kosningardaginn 27. apríl. Krýnd verður heiðurshryssa Suðurlands eins og síðustu ár, margar áhugaverðar afkvæmasýningar eru á dagskrá, ræktunarbúiin á sínum stað, stóðhestar sem ekki hafa sést á sýningum áður ætla að slá í gegn og fullt af glæstum hryssum munu  Continue Reading »

Ársrit 2012 – vefútgáfa

Ársrit 2012 er nú aðgengilegt hér á vefsíðunni.  Ársritið verður ekki sent út til bænda eins og undanfarin ár.  Þeir sem óska eftir að fá það á pappír geta nálgast það á skrifstofu Búnaðarsambandsins.   

Að loknum aðalfundi.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn að Höfðabrekku í Mýrdal í gær.  Á fundinn mættu 42 fulltrúar aðildarfélaganna. Guðbjörg Jónsdóttir formaður flutti skýrslu stjórnar og Sveinn Sigurmundsson skýrði ársreikninginn og fór yfir starfsemi liðins árs. 

Sáðvörurlisti 2013

Nýr listi yfir sáðvöru 2013 er nú aðgengilegur á vef rml.is. Það eru ráðunautar RML sem hafa sett listan saman yfir sáðvöru sem er á markaðnum þetta árið.   

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2013

105. aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn að Hótel Kötlu Höfðabrekku í dag 17. apríl.  Kjörnir fulltrúar eru 52 frá 38 aðildarfélögum.  Fundurinn er öllum opinn.

Opið fjárhús á Hurðarbaki

Föstudaginn 19. apríl milli kl. 15 og 17 verður til sýnis nýbyggt fjárhús á Hurðarbaki í Flóahreppi. Húsið sem rúmar um 300 fjár var tekið í notkun í haust með nýjum fjárstofni úr Öræfum. Allir áhugasamir velkomnir og heitt á könnunni.  

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Fréttatilkynning frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Í dag 15. apríl var opnað á skráningar á allar kynbótasýningar vorsins þannig að nú ættu menn ekki að þurfa að vera á síðustu stundu að skrá. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara  Continue Reading »

Breytt skráningarform á kynbótasýningum.

Búnaðarsamband Suðurlands sér ekki um skráningar á kynbótasýningar í ár eins og undanfarin ár.  Nýtt fyrirtæki Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) tók yfir ráðunautaþjónustu á landsvísu og þar með kynbótasýningar.  Er það von okkar að þetta verði lítil breyting fyrir eigendur/sýnendur kynbótahrossa en samhliða því var tekið upp nýtt skráningarform.  Þar er hægt að skrá og greiða  Continue Reading »

Missvangar mjólkurkýr á Stóra-Ármóti

Í fréttatíma Stöðvar 2 í gær 10. apríl var skemmtileg frétt um átgetu íslensku mjólkurkýrinnar.  Sú sem mest étur er kýrin Huppa sem étur 50 kg. á sólarhring.  Það er mastersneminn við LBHÍ Lilja Dögg Guðnadóttir frá Drangshlíðardal sem vinnur að rannsókninni.  

SS lækkar verð á kjarnfóðri um allt að 5%

Á vef LK má sjá nýjuppfærða verðskrá kjarnfóðursala.  Nýjasta breytingin þar er að SS lækkaði verð á fóðri um allt að 5% frá og með deginum í dag, 9. apríl 2013.  

Sýklalyfjanotkun dýra á Íslandi er mun minni en í Evrópu

Í Morgunblaðinu í dag er mjög áhugaverð grein eftir Ingvar P. Guðbjörnsson um sýklalyfjanotkun í dýrum á Íslandi, miðað við aðrar Evrópuþjóðir.  Þar er vísað til hádegisfundar sem var í Bændahöllinni í fyrri viku um „Hvaða áhætta felst í innflutningi á hráu kjöti?“  Karl G. Kristinsson yfirlæknir á sýklafræðideild landspítalans hélt þar fyrirlestur undir yfirskriftinni „Innflutt fersk matvæli  Continue Reading »

Grábotni og Máni verðlaunahrútar á aðalfundi LS 2013

Á nýafstöðnum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda voru veitt verðlaun fyrir mesta alhliða kynbótahrút sæðingastöðvanna árið 2013 og besta lambaföður sæðingastövanna á starfsárinu 2011-2012.  Mesti alhliða kynbótahrútur sæðingastöðvanna var Grábotni 06-833 frá Vogum 2 í Mývatnssveit, ræktandi er Gunnar Rúnar Pétursson.  Besti lambafaðir sæðingastöðvanna á starfsárinu 2011-2012 er Máni 09-849 fæddur á tilraunabúi Landbúnaðarháskóla Íslands að Hesti  Continue Reading »

Erlendu lánin hagstæðari þegar upp er staðið.

Í Morgunblaðinu í dag er fróðlegt viðtal við Ólaf Þór Þórarinsson starfsmann Búnaðarsambands Suðurlands og Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins um lánamál bænda.  Þar kemur fram að þeir bændur sem tóku lán í erlendri mynt fyrir hrun standa betur í dag heldur en þeir sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum á sama tíma.  

Aðalfundur LS 2013 hefst í dag.

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hefst í dag kl. 13.00.   Fundurinn hefst á ávarpi formanns Þórarins Inga Péturssonar, síðan munu Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra og Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ flytja ávörp.   Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á fundinn. 

Rannsóknir á átgetu íslensku mjólkurkýrinnar

Nú í febrúar hófust mælingar á átgetu íslensku mjólkurkýrinnar á Stóra-Ármóti. Mælingarnar eru hluti af M.S. verkefni Lilju Daggar Guðnadóttur við LbhÍ undir leiðsögn Jóhannesar Sveinbjörnssonar og Grétars H. Harðarsonar. Halla Kjartansdóttir, starfsmaður BSSL, hefur verið henni til aðstoðar við framkvæmd mælinganna. Notast er við 18 kýr á fyrri hluta mjaltaskeiðs, flestar eru á fyrsta  Continue Reading »

back to top