Verð á umframmjólk frá 1. apríl 2013

Samþykkt var af stjórnum Auðhumlu og MS að hækka verð á umframmjólk. Frá 1. apríl – 30. júní verður greitt sem hér segir: – 42 kr.pr ltr fyrir sem svarar til 2% af greiðslumarki hvers og eins – 36 kr.pr ltr fyrir aðra umframmjólk Þessi verðákvörðun verður endurskoðuð um mánaðamót Continue Reading »
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur – niðurstöður

Á vef Matvælastofnunar er búið að birta niðurstöður á tilboðsmarkaði með greiðslumark mjólkur. Þar kemur fram að jafnvægisverð er 320 kr/líter og er það hækkun frá síðasta markaði sem var 1. nóvember sl. um 15 kr/líter. Alls bárust 68 tilboð um kaup eða sölu.
Verð á nautgripakjöti til bænda

Á verf LK naut.is má finna samanburðartöflu yfir verð á nautgripakjöti til bænda. Undanfarnar vikur hafa sláturleyfishafar verið að hækka verð á ýmsum flokkum til bænda.
Lög um búfjárhald og velferð dýra samþykkt á Alþingi

Í gær voru lög um búfjárhald og lög um velferð dýra samþykkt á Alþingi. Nokkur umræða var um þann hluta sem stóð að dýravelferð, en einkum var það gildruveiðar á mink og gelding grísa sem þingmenn voru ekki á eitt sáttir.
Opin málstofa um beitarmál

Í tengslum við aðalfund Landsambands sauðfjárbænda verður haldin opin málstofa um beitarmál. Málstofan verður á Hótel Sögu föstudaginn 5. apríl kl. 14.30-16.30. Þar verður fjallað um beitarnýtingu og landgræðslustörf bænda.
Magnús B. Jónsson hlýtur heiðursviðurkenningu LK 2013

Í dag var fyrri dagur aðalfundar LK og var hann í beinni útsendingu á vef LK naut.is. Margt fróðlegt kom þar fram en setningarræðu flutti Sigurður Loftsson formaður LK þar sem hann fór yfir starfið frá síðasta fundi. (Setningarræða Sigurðar Lofstssonar). Þá var Magnúsi B. Jónssyni veitt heiðursviðurkenning LK 2013. Magnús er bændum að góðu Continue Reading »
Aðalfundur LK hefst í dag.

Aðalfundur Landsambands kúabænda hefst á Egilsstöðum í dag kl.10:00. Á fundinum í dag mun Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK kynna viðhorfskönnun LK 2013, Sigurborg Daðadóttir mun vera með erindi um dýravelferð og eftirlit. Snorri Sigurðsson ráðgjafi við Þekkingarsetur lanbúnaðarins í Danmörku mun kynna leiðbeiningar um góða búskaparhætti. Að auki verða hefðbundin aðalfundarstörf og ávörp gesta, en Continue Reading »
Upplýsingar um tvö ný ungnaut

Á vef BÍ nautaskra.net eru komnar upplýsingar um tvö ný ungnaut úr 2011 árgangnum sem ættuð eru af Suðurlandi. Þessi naut eru þau tvö síðustu sem fara í dreifingu úr þessum árgangi en alls eru nautin þá orðin 26 talsins. Ungnautaspjöldin verða send út fljótlega en hægt er líka að nálgast þau á vefnum.
Niðurstöður afkvæmarannsókna 2012

Á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins má finna niðurstöðutölur afkvæmarannsókna 2012. Á árinu voru unnar afkvæmarannsóknir á 162 búum alls staðar af landinu og komu til dóms rúmlega 1.700 afkvæmahópar. Tölulegar niðurstöður og umfjöllun um hverja rannsókn ásamt yfirliti um afkvæmahópa sem sköruðu framúr er hægt að nálgast á rml.is
Námskeið á Stóra-Ármóti

Á Stóra-Ármóti eru ýmis námskeið í gangi og síðastliðinn fimmtudag var haldið námskeið í hagkvæmni nautakjötsframleiðslu. Kennari var Þóroddur Sveinsson frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir og Hrafnhildur Baldursdóttir hjá Ráðgjarfarmiðstöð landbúnaðarins sóttu námskeiðið sem var mjög vel sótt og í alla staði fróðlegt og skemmtilegt.Eftir páska verður svo Vinnuverndar- og réttindanámskeið fyrir bændur, það Continue Reading »
Tilboðsmarkaður með greiðslumark mjólkur
Þeir bændur sem hyggjast senda inn tilboð í greiðslumark mjólkur, er bent á að skila inn tilboðum í síðasta lagi mánudaginn 25. mars n.k.
Nýr formaður Samtaka ungra bænda
Jóhanna María Sigmundsdóttir frá Látrum í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp er nýkjörinn formaður Samtaka ungra bænda. Kosning fór fram á aðalfundi sem haldinn var á Egilsstöðum sl. laugardag.
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2013
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2013 verður haldinn 17. apríl að Höfðabrekku í Mýrdal og hefst kl. 11.00
Fréttir af ungum bændum
Síðastliðinn laugardag var aðafundur Félags ungra bænda á Suðurlandi haldinn í Gamla fjósinu á Hvassafelli. Á fundinum var fámennt en góðmennt og í stjórn voru kosin Guðfinna Lára Hávarðardóttir formaður, Jóna Þórunn Ragnarsdóttir ritari og Bjarni Ingvar Bergsson gjaldkeri. Um næstu helgi verður svo aðalfundur Samtaka ungra bænda haldinn á Egilsstöðum.
Niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt
Á nýjum vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is má finna niðurstöður skýrsluhalds í nautgriparækt fyrir febrúarmánuð. Upplýsingarnar voru sóttar í Huppu og miðast við stöðuna eins og hún var 10. mars. Þá höfðu 95% af þeim 585 sem í skýrsluhaldi eru skilað inn mjólkurskýrslum.
Fyrsta tölublað Freyju 2013
Búnaðarblaðið Freyja hefur verið gefið út frá 2011, nú í ár verður sú nýbreytni í útgáfu þess að blaðið kemur eingöngu út rafrænt. Það er gert til að að spara tíma og peninga. Í blaðinu er fjallað um nýliðun í nautgripa- og sauðfjárrækt og tveir landsþekktir verðurfræðingar gera illviðrinu 10. og 11. september góð skil, ásamt ýmsum öðrum fróðlegum greinum. Útgefandi Freyju er Útgáfufélagið Sjarminn.
Rannsóknir á átgetu íslensku mjólkurkýrinnar
Nú í febrúar hófust mælingar á átgetu íslensku mjólkurkýrinnar á Stóra-Ármóti. Mælingarnar eru hluti af M.S. verkefni Lilju Daggar Guðnadóttur við LbhÍ undir leiðsögn Jóhannesar Sveinbjörnssonar og Grétars H. Harðarsonar. Halla Kjartansdóttir, starfsmaður BSSL, hefur verið henni til aðstoðar við framkvæmd mælinganna. Notast er við 18 kýr á fyrri hluta mjaltaskeiðs, flestar eru á fyrsta mjaltaskeiði, en sú elsta er á 7. mjaltaskeiði.Verkefninu er ætlað að auka við þau gögn sem áður hefur verið aflað um átgetu og er áætlað að frekari rannsókn verði gerð næsta vetur á Stóra-Ármóti í þessum sama tilgangi. Markmið verkefnisins er að geta notað þær upplýsingar sem aflað er með áðurnefndum rannsóknum til að bæta þær spár sem nú eru notaðar í fóðurmatskerfinu NorFor um átgetu íslensku mjólkurkýrinnar.
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins opnar heimasíðu rml.is
Í dag fór í loftið heimasíða Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is.
Þátttaka í sæðingum 2012
Ný stjórn Bændasamtaka Íslands
Búnaðarþing er búið að kjósa nýja stjórn Bændasamtaka Íslands til næstu þriggja ára. Stjórnin er skipuð sex stjórnarmönnum auk formanns sem er kosinn sérstaklega. Nýja stjórn skipa Sindri Sigurgeirsson, Bakkakoti, sem kosinn var formaður, Guðbjörg Jónsdóttir, Læk, Fanney Ólöf Lárusdóttir, Kirkjubæjarklaustri, Guðný Helga Björnsdóttir, Bessastöðum, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Egilsstöðum, Þórhallur Bjarnason frá Laugalandi og Einar Ófeigur Björnsson í Lóni.