SS hækkar verð á nautgripakjöti til bænda um allt að 4,1%

Sláturfélagið Suðurlands hækkaði í dag verð á nautgripakjöti til bænda um allt að 4,1%, mismunandi eftir flokkum. Að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu hefur það ákveðið að koma til móts við miklar hækkanir á aðföngum til búrekstrar og hækkar því verð á nautgripum til bænda frá og með deginum í dag, 10. júní 2012. Jafnvægi í framboði og eftirspurn eftir sláturgripum og góðar markaðsaðstæður gera þessa hækkun mögulega, segir í tilkynninigu SS.

Hollaröð seinni yfirlitssýningar kynbótahrossa á Hellu

Hollaröð seinni yfirlitssýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu er nú loksins komin á vefinn. Dómum lauk ekki fyrr en að ganga tíu í kvöld og allnokkur vinna við röðun í holl þar sem reynt er að taka tillit til séróska svo sem kostur er. Allt slíkt tekur tíma.
Yfirlitssýningin hefst í fyrramálið (föstudaginn 8. júní) kl. 8.00 með sýningu á 7 vetra hryssum og eldri. Að þeim loknum verður tekið til við 6 vetra hryssur, þá 5 vetra og endað á 4 vetra hryssum. Áætluð sýningarlok á morgun eða öllu heldur í dag eru um kl. 18.00.

Blöndun á hyrndu og kollóttu fé

Út er komið Rit LbhÍ nr. 42 sem ber heitið Blöndun á hyrndu og kollóttu fé – könnun á blendingsþrótti. Í því er gerð grein fyrir niðurstöðum tilrauna með blöndum á hyrndu og kollóttu fé á 12 búum þar sem eru aðskildir stofnar af hyrndu og kollóttu fé. Tilgangurinn var að meta hvort fram kæmi blendingsþróttur í mikilvægum eiginleikum í dilkakjöts-framleiðslunni við slíka blöndun. Skipulögð var hliðstæð tilraun á öllum búunum og fengust fjórir mismunandi lambahópar á hverju búi, þ.e. hreinræktuð hyrnd, hreinræktuð kollótt, blendingar undan kollóttum föður og hyrndri móður og blendingar undan hyrndum föður og kollóttri móður.

Námskeiði í dkBúbót frestað

Námskeiði í dkBúbót sem vera átti á Kirkjubæjarklaustri á morgun, fimmtudaginn 7. júní, hefur verið frestað vegna ónógrar þátttöku.
Reynt verður aftur með haustinu.

25 millj. króna varið til nýliðunar í stétt mjólkurframleiðenda

Landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð um ráðstöfun 87,6 millj. kr. af óframleiðslutengdum og/eða minna markaðstruflandi stuðningi sem tilgreindur er í reglugerð nr. 1278/2011 um greiðslumark mjólkur á lögbýlum og greiðslur til bænda verðlagsárið 2012. Heildarfjárhæð þessa stuðnings er 178,0 millj. kr. Þar af er 90,4 millj. kr. varið varið til gras- og grænfóðurræktar skv. reglum sem Bændasamtök Íslands setja. Eftirstandandi 87,6 millj. kr. skal samkvæmt nýju reglugerðinni varið til einstakra verkefna samkvæmt eftifarandi:

Fimm ný naut úr 2006 árgangi til notkunar

Þriðjudaginn 29. maí fundaði fagráð í nautgriparækt og tók ákvörðun um ný naut til notkunar í ljósi nýútreiknaðs kynbótamats. Ákveðið var að taka 5 ný naut úr árgangi 2006 til notkunar þar sem þau voru komin með tilskilin lágmarksfjölda dætra og koma vel út úr afkvæmaprófun. Einnig eru nokkur naut í 2006 árgangi sem ljóst er að ekki munu koma til framhaldsnotkunar þar sem þeir hljóta mjög lágan dóm. Mörg naut í þessum árgangi hafa ennþá ekki nægjanlega stóran dætrahóp með fullt fyrsta mjaltaskeið til þess að hægt sé að skera úr um það hvor þau koma til framhaldsnotkunar eða ekki og bíður sú ákvörðun því næstu kynbótamatskeyrslu. Fagráð fór einnig yfir eldri nautaárganga og ákveðið að taka nokkur naut úr notkun, úr sumum er allt sæði búið en aðrir hafa dalað í kynbótamati eða hafa fengið mjög litla eða takmarkaða notkun.

Hollaröð fyrri yfirlitssýningar á Hellu

Hollaröð fyrri yfirlitssýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu sem fram fer á morgun, föstudaginn 1. júní, er komin á vefinn hjá okkur.
Sýningin hefst stundvíslega kl. 8.00 með sýningu hryssna 7 vetra og eldri. Við biðjum knapa og umráðamenn að mæta stundvíslega en fram undan er strangur dagur þar sem sýningarlok eru áætluð um kl. 18.30.

Fyrri yfirlissýning á Gaddstaðaflötum

Fyrri yfirlitssýning kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 1. júní og hefst stundvíslega klukkan 8:00. Röð flokka og dagskrá dagsins er eftirfarandi.
• 7v. og eldri hryssur.
• 6v. hryssur.
• Hádegishlé
• 5v. hryssur.
• 4v. hryssur.
• 4v. hestar.

Niðurstöður jarðræktarrannsókna 2011 komnar út

Jarðræktarrannsóknir 2011, rit LbhÍ nr. 41, er komið út en í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktartilrauna á árinu 2011 auk yfirlits um tíðarfar og helstu veðurtölur á tilraunastöðvunum á Korpu og Möðruvöllum. Ritinu er raðað eftir efnisflokkum, þar sem byrjað er á veðurfari og sprettu. Fyrirferðamestu tilraunirnar á árinu 2011 voru í túnrækt – yrkjaprófanir í grasi og smára; í korni – prófanir á kynbótaefniviði byggs; og í matjurtum – yrkjaprófanir í útiræktun.

Auðhumla lækkar verð fyrir mjólk umfram greiðslumark

Stjórn Auðhumlu hefur ákveðið að verð á umframmjólk frá 1. júní 2012 verði kr. 37,50 fyrir fyrstu 2% af umfram greiðslumark og kr. 32,50 fyrir það sem umfram það er. Þetta er lækkun um kr. 4,50 frá því verði sem gilti frá 1. mars s.l. og hefur því verð á umframmjólk lækkað um kr. 12,50 eða 25% frá því verði sem gilti á tímabilinu 1. sept. 2011 til 29. feb. 2012. Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að mestöll framleiðsla umframmjólkur fer fram á síðustu mánuðum verðlagsársins.
Að því er fram kemur í tilkynningu frá Auðhumlu markast verð á umframmjólk helst af heimsmarkaðsverði á undanrennudufti og smjöri sem hefur fallið mikið að undanförnu.

Óreyndum nautum í útsendingu bætt á farsímavef nautaskráarinnar

Nú hefur óreyndum nautum í útsendingu verið bætt á farsíma- og spjaldtölvuvef Nautskráarinnar. Núna er því hægt að fletta upp öllum nautum sem eru í dreifingu á farsíma- og spjaldtölvuvefnum, þ.e. bæði reyndum og óreyndum nautum. Þeir sem hafa til umráða snjallsíma og/eða spjaldtölvur geta því skoðað þau naut sem standa til boða hvar og hvenær sem er, í fjósinu, úti á túni eða þar sem hugurinn girnist og síma- og/eða netsamband er fyrir hendi.

Alþjóðleg ráðstefna um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda

Landgræðsla ríkisins, The University of New England (Ástralía) og The Pennsylvania State University (Bandaríkin) munu í samstarfi við Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna og The Global Soil Partnership halda alþjóðlega ráðstefnu um leiðir til að auka árangur í verndun og nýtingu náttúruauðlinda. Jarðvegseyðing og önnur hnignun vistkerfa er eitt af stærstu vandamálum heimsins og ógnar stoðum sjálfbærrar þróunar. Brýnt er að snúa þessari þróun við með því að stuðla að skilvirkari starfsháttum í umhverfisvernd.
Ráðstefnan verður haldin mánudaginn 4. júní á Radisson BLU Hótel Sögu, Hagatorgi (Katla, norður inngangur, 2. hæð) og stendur frá kl. 8:30-16:00. Ráðstefnan fer fram á ensku, er öllum opin og aðgangur er ókeypis.

Viðvörunarkerfi almannavarna prófað í dag

Í dag, þriðjudaginn 29. maí klukkan 16:00, verður prófað viðvörunarkerfi almannavarna, sem sendir neyðarskilaboð (SMS) í farsíma. Með kerfinu er hægt að senda skilaboð í farsíma á fyrirfram ákveðnu svæði til að vara íbúa og ferðamenn við aðsteðjandi hættu. Svæðið sem valið er til prófunar í dag er á þjónustusvæði símafyrirtækjanna í Vík í Mýrdal, en boðin geta borist í farsíma sem eru nokkuð frá Vík. Skilaboðin verða send frá Neyðarlínunni, númerinu 112 og verða á íslensku og ensku og eiga að berast í alla farsíma, erlenda og innlenda á ofangreindu svæði.

Aukafjárveitingar vegna eldgosanna

Ríkisstjórnin samþykki á fundi sínum í dag 139 milljóna króna aukafjárframlög vegna brýnna verkefna á gossvæðum á Suðurlandi í kjölfar eldgosa 2010 og 2011. Ríkisstjórnin hefur með samþykkt þessari lagt til viðbótarfjárveitingar sem nema um 1.424 m.kr. frá því að eldgosa- og hamfarahrinan hófst í maí árið 2010. Í þeirri fjárhæð er ekki meðtalinn margvíslegur kostnaður stofnana sem fjármagnaður hefur verið af árlegum fjárheimildum þeirra.

Seinni yfirlitssýning kynbótahrossa á Selfossi, 25.-26. maí 2012

Seinni yfirlitssýning kynbótahrossa á Selfossi fer fram dagana 25. og 26. maí (fös. – lau.) 2012. Hollaröð er komin á vefinn en dagskrá og röð flokka verður eftirfarandi:

Föstudagur 25. maí kl. 12:00
• 7v. og eldri hryssur.
• 6v. hryssur.
• Kaffihlé.
• 5v. hryssur.
• 4v. hryssur.
Áætluð lok yfirlits á föstudegi um kl. 21.

Hollaröð á kynbótasýningu hrossa á Hellu

Kynbótasýning hrossa verður haldin á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 29. maí til 7. júní 2012. Nú eru skráð 484 hross til sýningar. Hollaröð á sýningunni er komin á vefinn hjá okkur.

Samningar án mótaðrar samningsafstöðu?

Íslensk stjórnvöld hafa skilað drögum að áætlun um innleiðingu landbúnaðarkafla Evrópusambandsins með það að markmiði að hægt verði að opna viðræður um kaflann. Vekur nokkra athygli að svo skuli vera í ljósi þess að ekki hefur enn verið mótuð samningsafstaða í landbúnaðarmálum. Bændasamtökin hafa mótmælt því hvernig stjórnvöld hafa staðið að málum og telja að með þeirri framgöngu sé verið að veikja málstað Íslands í viðræðunum alvarlega og varanlega.

SS hækkaði verð á kjarnfóðri um 5-7% þann 1. maí s.l.

Þann 1. maí s.l. hækkaði Sláturfélag Suðurlands verð á kjarnfóðri. Kúablöndur hækkuðu um 7% og kálfa- og nautaeldisfóður um 5%. Eftir hækkun kostar Kúafóður 16 66.574 kr/tonn og Kúafóður 20 67.994 kr/tonn með 7% magn- og staðgreiðsluafsl.

Halló Helluvað á laugardaginn

Halló Helluvað verður laugardaginn 26. maí kl. 13.00 en þá verður kúnum á Helluvaði í Rangárþingi ytra hleypt út í sumarið langþráða. Einnig verður opið hús hjá Önnu Maríu og Ara, bændum á Helluvaði, og er öllum velkomið að koma og skoða búið. Meðal annars verða léttar veitingar í boði MS og bænda á Helluvaði auk þess sem fjárhúsin verða opin þar sem börnin fá að knúsa lömbin eftir að hafa skemmt sér yfir að horfa á kýrnar skvetta úr klaufunum.

Nýtt blað um áhrif aðildar að ESB á landbúnað

Nýtt blað, Sveitin, er komið út, en blaðið fjallar um áhrif mögulegrar aðildar að Evrópusambandinu á landbúnað og byggðamál. Blaðið er gefið út af samtökunum Já Ísland en Pétur Gunnarsson ritstýrir blaðinu. „Í tengslum við umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu skiptir máli að reynt sé að meta kosti og galla aðildar og að umræðan sé byggð á staðreyndum og mati þeirra sem gerst þekkja en ekki bábiljum og samsæriskenningum. Aðstandendum þessa blaðs hefur fundist að ekkert skorti á að rætt sé um þau vandamál og þær ógnir sem bíða landbúnaðarins innan Evrópusambandsins, bæði raunverulegar en ekki síður ímyndaðar,“ segir í fréttatilkynningu en blaðinu er dreift á öll lögbýli á landinu.

back to top