Fyrra yfirlit á Brávöllum, Selfossi

Fyrri yfirlitssýning Héraðssýningar á Selfossi fer fram föstudaginn 18. maí og hefst stundvíslega klukkan 9:00. Dagskrá og röð flokka verður með hefðbundnu sniði:

7v. og eldri hryssur (áætl. 8 holl).
6v. hryssur (áætl. 10 holl).
Hádegishlé

Blíða 1151 í Flatey á toppnum fjórða mánuðinn í röð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktinnar við lok apríl 2012, hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðu bondi.is. Þegar yfirlitið var búið til höfðu borist skýrslur frá 95% búanna sem skráð eru í skýrsluhaldið. Rétt er að minna á það hér að einungis bú sem skilað höfðu skýrslum fyrir miðnætti hinn 10. apríl geta birst á listanum yfir bú þar sem nytin var yfir 4.000 kg eftir árskú.
Helstu niðurstöðurnar eru þær að 22.387,9 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.564 kg sl. 12 mánuði, sem er hækkun um 15 kg frá síðasta uppgjöri.

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu

Á morgun, þriðjudaginn 15. maí, verður byrjað að taka við skráningum á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Tekið er við skráningum í síma 480-1800 eða á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.bssl.is. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er 18. maí. Reiknað er með að sýningin standi frá 29. maí til 8. júní. Lokað er fyrir skráningu um leið og sýning er fullbókuð þó svo skráningafrestur sé ekki útrunninn.
Hafi hross verið fulldæmt á almanaksárinu getur eigandi valið að láta nýjasta byggingardóm úr fullum dómi standa við endursýningu. Ekki er hægt að koma með hross í byggingardóm og ætla síðan að koma á næstu sýningu með hrossið í reiðdóm.

Nýtt kynbótamat komið

Nýtt kynbótamat hefur nú verið sett inn fyrir þau reyndu naut sem eru í notkun á www.nautaskra.net. Þá er einnig búið að keyra nýja matið inn fyrir alla gripi í skýrsluhaldskerfið Huppu. Í heildina styrkja nautin frá 2005 stöðu sína en mörg þeirra hækka í mati fyrir afurðir, frjósemi og frumutölu (júgurhreysti). Birtingur 05043 og Vindill 05028 standa enn efstir í árgangnum og hafa heldur bætt í, eru nú með 115 í heildareinkunn.

Hollaröð yfirlitssýningar á Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum verður á morgun, föstudaginn 11. maí, og hefst kl. 11.00. Röð flokka verður hefðbundin og eftirfarandi:

• 7v. og eldri hryssur
• 6v. hryssur
• 5v. hryssur
• 4-5v. stóðhestar
• 6v. stóðhestar
• 7v. og eldri stóðhestar

Hollaröð er komin á vefinn og má sjá með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Veðurstofan varar við slæmu veðri á sunnudag og mánudag

Veðurstofan vill vekja sérstaka athygli á slæmri veðurspá fyrir næstkomandi sunnudag og mánudag. Ferðafólki, bændum, sjómönnum og öðrum sem eru háðir veðri í leik og starfi er bent á að gera viðeigandi ráðstafanir. Sérstök ástæða er til þess fyrir bændur að huga að lambfénaði sem kominn er á beit en á sunnudag er spáð norðaustan 15-23 m/s með slyddu og síðar snjókomu um landið N- og A-vert, en rigningu S-lands framan af degi. Kólnandi veður, hiti um og undir frostmarki um kvöldið, en frostlaust syðst.

Hollaröð á kynbótasýningu á Selfossi

Hollaröð á kynbótasýningu hrossa á Selfossi sem verður dagana 14.-25. maí n.k. er nú komin á vefinn hjá okkur.

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum

Yfirlitssýning héraðssýningar á Sörlastöðum, í Hafnarfirði, fer fram föstudaginn 11. maí og hefst kl. 11:00. Röð flokka verður hefðbundin og eftirfarandi:
• 7v. og eldri hryssur
• 6v. hryssur
• 5v. hryssur

Hollaröð kynbótasýningar á Selfossi

Hollaröð fyrir kynbótasýningu hrossa á Selfossi sem haldin verður dagana 14. til 25. maí n.k. verður birt hér á heimasíðunni í fyrramálið, þann 10. maí, fyrir kl. 9.00.
 

Óheimill flutningur sauðfjár kærður til lögreglu

Nýlega fannst fé sem flutt hafði verið úr Rangárvallahólfi yfir í Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf ásamt fleira fé sem flutt hafði verið milli bæja innan síðarnefnds hólfs að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Alls var um 19 kindur að ræða sem þrír eigendur voru að. Með flutningum sem þessum er unnið gegn útrýmingu á riðu. Fénu hefur verið fargað án greiðslu bóta en bætur eru ekki greiddar vegna förgunar þegar lög eða reglugerðir um dýrasjúkdóma eru brotin. Málið verður jafnframt kært til lögreglu.
Sjálfsagt er að taka undir með Matvælastofnun í þessu máli og biðja umráðamenn búfjár að virða þau lög og reglur sem í gildi eru varðandi takmarkanir á flutningum lifandi búfjár. Gildandi reglur eru ekki settar að ástæðulausu.

Síðasti skráningadagur á kynbótasýninguna á Selfossi

Minnum á að í dag er síðasti skráningadagur á kynbótasýninguna á Selfossi sem hefst 14. maí. Tekið er við skráningum í síma 480-1800 eða á heimasíðunni www.bssl.is . Skráning telst ekki gild nema greiðsla hafi borist. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands www.bssl.is.

Ályktanir aðalfundar BSSL

Á aðalfundi Búnaðarsambandsins 18. apríl s.l. voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:


Tillaga nr. 1
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2012


Tillaga nr. 2
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar Kynbótastöðvar Suðurlands fyrir árið 2012 verði sæðingagjöld kr. 1.600 á kú.

Ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt sem unnin voru af vinnuhópi Landssamtaka sauðfjárbænda og fagráðs í sauðfjárrækt hafa nú verið samþykkt í fagráði og kynnt í stjórn Bændasamtakanna. Þau hafa því formlega tekið gildi.
Allir sem áhuga hafa geta kynnt sér markmiðin hér.

Ályktun frá FKS um verðlagsmál mjólkur

Félag kúabænda á Suðurlandi gerir þá kröfu til Verðlagsnefndar búvöru að leiðrétting á lágmarksverði mjólkur gangi fram hið fyrsta. Síðasta breyting á verðlagningu mjólkur til bænda varð þann 1.júlí 2011 eða fyrir tæpum 10 mánuðum.
Frá þeim tíma hafa mjólkurframleiðendur burðast með aðfangahækkanir á rekstrarvörum og stórhækkanir á öllum flutningum. Það þyngir búrekstrinum verulega að bera hækkanir í marga mánuði á vörum og þjónustu og fá enga leiðréttingu á mjólkurverði allan þennan tíma. Nefna má að launavísitala hefur hækkað frá júní 2011 til mars 2012 um 6,6%.

Leiðbeiningar um færslu vorbókar

Sólrún Ólafsdóttir á Kirkjubæjarklaustri hefur tekið saman örstuttar leiðbeiningar um nokkur atriði við færslu vorbóka í skýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar. Sólrún sér um færslu fjárbóka fyrir Bændasamtökin og hefur því mikla reynslu af skráningu fjárbóka. Það eru einkum skráning fangs og skráning lamba sem vanin eru undir aðrar ær sem misbrestur er á að gengið sé frá á réttan hátt.
Við skorum á alla skýrsluhaldara að kynna sér leiðbeiningarnar og bæta úr skráningum ef þörf er á.

Kynbótasýning í Hafnarfirði

Vegna dræmrar skráningar á kynbótasýninguna á Sörlastöðum í Hafnarfirði sem átti að hefjast í næstu viku hefur verið ákveðið að framlengja skráningafrest til föstudagsins 27. apríl. Sýningin mun því ekki hefjast fyrr en í vikunni 7. til 11 maí. Enn hefur ekki verið ákveðið hvað sýningin stendur í marga daga því það fer allt eftir þátttöku. Tekið er við skráningum á skrifstofu Búnaðarsambandsins í síma 480-1800 og á heimasíðunni www.bssl.is. Á sömu heimasíðu verður röðun hrossa birt þegar búið er að raða niður á dagana, þar má einnig sjá allar reglur í sambandi við kynbótasýningar.

Fosfórinnihald einnar áburðartegundar undir leyfðum vikmörkum

Við eftirlit Matvælastofnunar mældist áburðartegundin Sprettur 12-18-15+Avail, sem er ein þeirra áburðartegunda sem Skeljungur flytur inn, með fosfórinnihald undir leyfðum vikmörkum.
Í tilkynningu frá Matvælastofnun kemur fram að Skeljungi hf. er því ekki heimilt að dreifa áburðinum til notenda, nema að fyrirtækið endurmerki Sprett 12-18-15+Avail eða upplýsi kaupendur áburðartegundarinnar um þau frávik sem greindust í þessum áburði svo óyggjandi sé.

Lífsval fékk 1,1 milljarð í höfuðstólsleiðréttingu

Fram kemur á vef Viðskiptablaðsins í dag að fasteignafélgið Lífsval hafi hagnast um rétt rúmar 644 milljónir króna árið 2010 eftir tæplega 400 milljóna króna tap árið á undan. Mest munar um tæplega 1,1 milljarða króna höfuðstólsleiðréttingu á gengislánum félagsins. Ef ekki hefði til þeirra komið hefði tapið að öðru óbreyttu numið 418 milljónum króna. Þetta er nýjasta uppgjör félagsins sem átti þegar með lét 45 bújarðir víða um land, þrjú kúabú, tvö sauðfjárbú og mjólkurkvóta upp á 1,2 milljónir lítra. Á meðal eignanna er jörðin Flatey í Austur-Skaftafellssýslu, eitt stærsta kúabú landsins.

Sviptingar í framleiðslu og markaðssetningu mjólkur vestanlands

Segja má að nokkur tíðindi hafi orðið í mjólkurframleiðslu á Vesturlandi undafarið. Nýverið urðu eigendaskipti á stórbýlinu Þverholtum á Mýrum þar sem eitt stærsta kúabú á Vesturlandi hefur verið rekið um nokkurra ára skeið. Nýr eigandi að Þverholtabúinu er einkahlutafélagið Þverholtabúið en áður var búið í eigu eignarhaldsfélags sem meðal annars Jóhannes Kristjánsson athafnamaður, oft kenndur við Fons, í Lúxemborg átti hlut í. Stærstu eigendur Þverholtabúsins ehf. eru Daði Einarsson bóndi frá Lambeyrum í Dölum og bróðir hans Valdimar Einarsson sem hefur verið búsettur á Nýja-Sjálandi um árabil, en einnig koma nokkrir minni hluthafar að félaginu. Daði er sem kunnugt er faðir Ásmundar Einars Daðasonar, alþingismanns.

Sett verði stærðarmörk á svínabú

Jón Bjarnason, fyrrum landbúnaðarráðherra og þingmennirnir Atli Gíslason, Ásmundur Einar Daðason, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Lilja Mósesdóttir og Ólína Þorvarðardóttir hafa lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, svokölluðum búvörulögum.
Frumvarpið snertir fyrst og fremst svínabændur og framleiðendur svínakjöts en í frumvarpinu er t.d. að finna ákvæði þess efnis að settar verði tilteknar takmarkanir á stærð svínabúa. M.a. er lagt til að sérhverjum framleiðanda verði ekki heimilt að vera með meira en 15% af hæfilegu framleiðslumagni svínakjöts á hverjum tíma.

back to top