Guðbjörg áfram formaður BSSL

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands skipti með sér verkum strax að afloknum aðalfundi Búnaðarsambandsins og verður Guðbjörg Jónsdóttir áfram formaður. Ragnar M. Lárusson var kjörinn varaformaður og Jón Jónsson ritari.

Fimm nýir búnaðarþingsfulltrúar

Aðalfundi Búnaðarsambandsins lauk fyrir skömmu. Á fundinum virtist ríkja mikil sátt um rekstur Búnaðarsambandsins og menn ánægðir með stöðu þess. Varðandi sameiningu ráðgjafaþjónustunnar kom fram að menn eru nokkuð ánægðir með þau áform en flestir vilja flýta sér hægt og vanda vel til verka.
Á fundinum fór fram kjör fulltrúa til búnaðarþings og þar urðu þau tíðindi að fimm nýir fulltrúar voru kjörnir. Eftirtaldir hlutu kosningu:

Aðalfundur BSSL í dag

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands stendur nú yfir á Heimalandi undir Eyjafjöllum. Vegna fundarins er fáliðað á skrifstofum Búnaðarsambandsins en flestir starfsmenn eru á fundinum. Við biðjumst velvirðingar á því.

Endurskoðun ráðgjafar í landbúnaði

Ágúst Þorbjörnsson ráðgjafi hefur tekið að sér verkefnisstjórnun við sameiningu leiðbeiningaþjónustu búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna. Hann hefur þegar hafið störf en áætlað er að nýtt fyrirkomulag taki gildi um næstu áramót. Ágúst byggir starf sitt m.a. á tillögum danska ráðgjafans Ole Kristensen sem gerði ítarlega greiningu á leiðbeiningaþjónustu í íslenskum landbúnaði á síðasta ári.

Kynbótasýning á Sörlastöðum

Senn líður að fyrstu kynbótasýningu vorsins hér sunnanlands á vegum Búnaðarsambands Suðurlands en hún verður haldin á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 30. apríl til 11. maí. Þar sem ómögulegt er að vita hve mikil þátttaka verður getur verið að dögum verði fækkað og sýningin mun þá frestast um einhverja daga. Hugsanlega verða hrossin ekki fleiri en svo að seinni vikan dugi en það verður allt auglýst um leið og það er ljóst. Tekið verður við skráningum dagana 23. til 25. apríl á skrifstofu Búnaðarsambandsins í síma 480-1800 eða á heimasíðunni www.bssl.is. Á sömu heimasíðu verður röðun hrossa birt þegar þegar búið er að raða niður á dagana.

Nautaskráin fyrir farsíma og spjaldtölvur

Nautaskráin hefur nú bætt við einfaldari vef sem sniðinn er að snjallsímum og spjaldtölvum. Markmiðið er að gera nautaskrána aðgengilega hvar og hvenær sem er, m.a. í fjósinu. Í augnablikinu er aðeins að finna upplýsingar um reynd naut á farsímavefnum en fljótlega verður bætt við hann, a.m.k. óreyndum nautum í dreifingu. Farsímavefurinn virkar á flestum gerðum snjallsíma.

Vandamál með talhólf frjótækna

Nokkur brögð hafa verið að því að undanförnu að pantanir í talhólf hjá Hermanni Árnasyni og Smára Tómassyni hafa ekki komist til skila. Unnið er að greiningu á vandamálinu með Símanum og finnst orsök þess vonandi hið fyrsta. Það undarlega er að sömu bæir virðast lenda í þessu en aðrir ekki og virðist engu skipta hvort hringt er úr heima- eða farsíma.
Til þess að minnka óþægindin sem mest biðjum við þá sem lent hafa í því að pantanir skili sér ekki að senda Hermanni og Smára SMS til öryggis. Nóg er að fram komi bæjarnafn, númer þeirra gripa sem sæða og óskir um naut ef einhverjar eru.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands 2012

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn 18. apríl 2012 að Heimalandi undir Eyjafjöllum og hefst kl. 11.00
Sérstök athygli er vakin á að á fundinum mun fara fram kjör fulltrúa sambandsins á búnaðarþing. Jafnframt skal tekið fram að allir félagsmenn Búnaðarsambandsins eru kjörgengir.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

Reglugerð um rafræna skráningu dýrasjúkdóma og meðhöndlun

Þann 27. mars sl. tók gildi reglugerð nr. 303/2012 um rafræna skráningu dýralækna á dýrasjúkdómum og lyfjameðhöndlun en hún fjallar um rafræna skráningu dýrasjúkdóma, dýralæknisaðgerða og meðhöndlun dýra með lyfseðilsskyldum lyfjum.

Fóðurblandan hækkar kjarnfóðurverð um 2-8%

Fóðurblandan hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að mánudaginn 16. apríl 2012 muni allt tilbúið fóður hjá fyrirtækinu hækka um 2-8%, misjafnt eftir tegundum.

Breytt fyrirkomulag á útsendinu niðurstaðna fyrir tank- og kýrsýni

Auðhumla hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu um breytt fyrirkomulag á útsendingu niðurstaðna fyrir tank- og kýrsýni:
„Meginþorri mjólkurframleiðenda notar tölvur og tölvusamskipti í daglegum störfum sínum og ljóst er að tölvuvæðing mun aukast frekar en hitt.
Rannsóknarstofa mjólkuriðnaðarins (RM) er um þessar mundir að taka í notkun nýjan tölvubúnað og við það tækifæri hafa verið ákveðnar eftirfarandi breytingar til að minnka útsendingu á pappír og með það að markmiði að mjólkurframleiðendur fái sem fyrst niðurstöður mælinga:

Blíða í Flatey afurðahæst það sem af er ári

Niðurstöður afurðaskýrsluhalds nautgriparæktinnar fyrir mars hafa verið reiknaðar og birtar á nautgriparæktarsíðum vefs Bændasamtakanna. Við uppgjör höfðu borist skýrslur frá 94% búanna sem skráð eru í skýrsluhald. Rétt er að minna á það hér að einungis bú sem búið var að skila skýrslum frá fyrir miðnætti hinn 10. apríl geta birst á listanum yfir bú þar sem nytin var yfir 4000 kg eftir árskú. Helstu niðurstöður eru þær að 22.070,4 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.549 kg sl. 12 mánuði, sem er hækkun um 23 kg frá síðasta uppgjöri. Hæsta meðalnytin við lok mars var á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði 7.923 kg eftir árskú. Næst á eftir kom búið í Hraunkoti í Landbroti, V-Skaft. en þar var nytin 7.867 kg. Þriðju hæstu meðalafurðirnar voru á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð, Rang., þar sem meðalnytin var 7.819 kg. Þetta eru sömu þrjú bú og voru efst á listanum í síðasta mánuði, eina breytingin er að tvö þau efstu höfðu skipt um sæti. Á 22 búum fór meðalnytin yfir 7.000 kg eftir árskú.

Nautaskráin á netinu með nýtt útlit

Nautaskráin hefur nú opnað nýja netútgáfu sem hönnuð er af Birgi Erlendssyni. Skráin er nú vistuð á vefþjóni Bændasamtakanna og býður upp á allmarga nýja möguleika. Meðal þess helsta er að nú er hægt að velja allt að þrjú reynd naut til samanburðar á skjánum í einu sem gera á nautaval auðveldrar og betra. Á forsíðunni birtast nú óreynd naut í dreifingu með smámynd af nautunum og ef fleiri en níu eru í dreifingu á sama tíma er hægt að nota örvar til að fletta fram og aftur.

Val á sáðkorni vorið 2012

Jónatan Hermannsson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands hefur nú tekið saman hinn árlega pistil sinn um val á sáðkorni. Jónatan er óþarft að kynna og óhætt að segja að hann er okkar fremsti sérfræðingur á þessu sviði. Í pistli sínum fer hann yfir helstu yrki sem eru á markaði, kosti þeirra og galla. Yfirlitið nær til byggs, hafra, vetrarhveitis, vetrarrúgs, olíujurta, vetrarnepju, vetrarrepju, vornepju og vorrepju. Fyrir þá sem hyggjast sá korni og grænfóðri í vor er um að gera að kynna sér efni pistilsins.

Greiðslumark í mjólk er nú á 300 kr/l.

Á tilboðsmarkaði um kaup og sölu á greiðslumarki mjólkur þann 1. apríl 2012 bárust Matvælastofnun 59 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki eða 15 fleiri en á síðasta markaði. Alls voru boðnir til sölu 488.756 lítrar í 11 tilboðum en á markaði í nóvember voru boðnir til sölu 901.799 lítrar í 9 tilboðum. Kauptilboð nú reyndust vera 46 í samtals 1.522.805 lítra borið saman við 34 tilboð í samtals 1.031.748 lítra á nóvember-markaði. Jafnvægisverð markaðarins reyndist vera 300 kr/l. sem er 10 kr. hækkun á lítra frá síðasta markaði. Allt greiðslumark sem boðið var til sölu seldist á markaðinum nú.

Bestu hrútar sæðingastöðvanna verðlaunaðir

Í lok málþings um ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt sem haldið var að loknum aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda voru afhent verðlaun fyrir bestu hrúta sæðingastöðvanna á síðasta ári. Um er að ræða tvenn verðlaun, fyrir besta lambaföðurinn og besta alhliða kynbótahrútinn á síðasta ári. Jón Viðar Jónmundsson lýsti verðlaunahrútunum en besti lambafaðirinn 2010-2011 var Gosi frá félagsbúinu í Ytri-Skógum. Besti alhliða kynbótahrúturinn var Bogi frá Ragnar Bragasyni á Heydalsá.
Fanney Ólöf Lárusdóttir frá Kirkjubæjarklaustri sagði við afhendinguna að þetta væri í fjórða sinn sem þessi verlaun eru veitt. Jón Viðar sagði að Gosi frá Ytri-Skógum hefði strax veturgamall sýnt einhverja mestu yfirburði við skoðun sem sést hefur. Hann á nú þegar fjölda afkomenda.

Þórarinn Ingi Pétursson kjörinn formaður LS

Þórarinn Ingi Pétursson á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi var kosinn nýr formaður Landssamtaka Sauðfjárbænda (LS) á aðalfundi samtakanna sem nú stendur yfir. Hann tekur við embættinu af Sindra Sigurgeirssyni sem gaf ekki kost á sér að nýju.
Kosið var á milli Þórarins og Einars Ófeigs Björnssonar í Lóni í Kelduhverfi og hlaut Þórarinn 24 atkvæði en Einar hlaut 18 atkvæði. Einn seðill var auður. Þórarinn var sitjandi varaformaður samtakanna og hefur setið í stjórn LS frá árinu 2007.

Lífland hækkar kjarnfóðurverð um 3-7%

Lífland hefur sent frá sér tilkynningu um verðhækkun á kjarnfóðri sem tekur gildi mánudaginn 2. apríl n.k. Hækkunin er á bilinu 3-7%, mismunandi eftir tegundum.
Að því er fram kemur í tilkynningunni eru ástæður verðhækkunarinnar umtalsverðar hækkanir á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar og veiking íslensku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum.

Frá fræðslufundum í sauðfjárrækt

Fræðslufundir Búnaðarsambands Suðurlands í sauðfjárræktinni fóru fram 27. og 28. mars síðast liðinn. Mæting var ágæt í flestum sýslunum og sköpuðust nokkrar umræður um erindi Eyjólfs Ingva frá BÍ sem fjallaði um útreikninga á einkunnum í skýrsluhaldinu í sauðfjárrækt. Veturgamlir hrútar árin 2010 og 2011 voru verðlaunaðir fyrir sláturlömb og fylgja myndir af verðlaunahöfum hér með. Upplýsingar um verðlaunahrútana eru komnar á síðuna undir „Sauðfjárrækt“ og „Niðurstöður hrútasýninga“.

Matvælastofnun fái skýrari heimildir til eftilits með áburði

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994. Samkvæmt frumvarpinu fær Matvælastofnun skýrar og ótvíræðar heimildir til eftirlits með áburði. Frumvarpið er flutt í kjölfar gagnrýni á stofnunina vegna kadmíum-málsins í vetur og felur í sér að Matvælastofnun fær skýra heimild til að krefja áburðarfyrirtæki um vottorð um kadmíuminnihald hverrar áburðartegundar fyrir innflutning eða markaðssetningu vörunnar. Stofnunin fær heimild til að afskrá áburð vegna breytinga á hráefnum, efnainnihaldi eða eiginleikum áburðarins.

back to top