Aðalfundur LS hafinn

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda hófst í dag kl. 10.:00 og stendur til hádegis á morgun. Ljóst er að formannsskipti verða á fundinum en Sindri Sigurgeirsson, formaður LS, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku. Tveir frambjóðendur hafa boðið sig fram en þeim gæti þó fjölgað fyrir kosninguna. Þeir eru Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi, og Einar Ófeigur Björnsson, bóndi í Lóni í Kelduhverfi. Þórarinn hefur setið í stjórn LS frá 2007 og er nú varaformaður samtakanna. Hann er jafnframt formaður fagráðs í sauðfjárrækt. Einar hefur starfað lengi að málefnum sauðfjárbænda og á nú sæti í varastjórn samtakanna. Einar er jafnframt formaður deildar sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi N-Þingeyjarsýslu sem er eitt aðildarfélaga LS.
Fjöldi mála er á dagskrá fundarins, m.a. sem lúta að búvörusamningum, landnýtingu, rannsóknum í sauðfjárrækt og kjaramálum.

Huppu-námskeið í gangi

Nú stendur yfir námskeið í skýrsluhaldskerfinu Huppu á Hvolsvelli. Þátttakendur eru 9 talsins, áhugasamir og framsæknir kúabændur í Rangárvallasýslu. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir og Magnús B. Jónsson nautgriparæktarráðunautar.
Við bendum á að næsta Huppu-námskeið verður á Selfossi þann 10. apríl n.k.

Ályktanir aðalfundar LK 2012

Ályktanir aðalfundar Landssambands kúabænda eru komnar á vef Landssambandsins, www.naut.is. Fundurinn samþykkti samtals 27 ályktanir, m.a. varðandi eflingu ræktunarstarfs íslenska kúastofnsins, dýralæknaþjónustu, búvörulög, ráðgjafaþjónustu í landbúnaði, innheimtu búnaðargjalds, lánamál bænda o.fl.

Útflutningur á heyi fer vaxandi

Útflutningur á heyi frá Íslandi hefur rúmlega fjórfaldast á síðustu sex árum að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Stærstur hlutinn fer á Færeyjamarkað, en Svíar, Grænlendingar, Danir og Rússar hafa einnig keypt hey hin síðustu ár og á þessu ári hefur hey verið sent til Frakklands og Belgíu auk Færeyja. Að sögn Gísla S. Halldórssonar hjá Matvælastofnun eru Danmörk og Belgía að byrja, en aðallega hefur þetta farið til Færeyja.

MUNIÐ sauðfjárræktarfundina!

MUNIÐ fræðslufundi í sauðfjárræktinni vorið 2012 á morgun, þriðjudaginn 27. mars, og miðvikudaginn 28. mars n.k. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

Þriðjudaginn 27. mars:
Hrollaugsstaðir…………………………………………………. Kl. 13:30
Hótel Klaustur………………………………………………….. Kl. 20:00
Miðvikudaginn 28. mars:
Heimaland………………………………………………………… Kl. 14:30
Þingborg…………………………………………………………… Kl. 20:00

Á dagskrá fundanna er:

Huppu-námskeið á Hvolsvelli

Nú eru allra síðustu forvöð að skrá sig á Huppu-námskeið sem verður á Hvolsvelli á miðvikudaginn, þ.e. 28. mars n.k. Hægt er að skrá sig hjá Bændasamtökunum í síma 563 0300 eða í netfangið bella@bondi.is eða hjá Búnaðarsambandinu í síma 480 1800 eða á netfangið bssl@bssl.is.

Ríkisendurskoðun telur starfsemi Fóðursjóðs óþarfa

Ríkisendurskoðun telur að núverandi starfsemi Fóðursjóðs sé dæmi um óþarfa stjórnsýslu. Óverulegar tekjur renna í sjóðinn þar sem fóðurtollar hafa í reynd verið afnumdir. Að mati stofnunarinnar ber að leggja sjóðinn niður.
Fóðursjóður var stofnaður árið 1995 og heyrir undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið. Í hann eiga að renna tollar sem lagðir eru á annars vegar fóðurblöndur og hins vegar hráefni til fóðurgerðar sem fram fer hér á landi. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að á undanförnum árum hafi tollar á fóður frá löndum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) í reynd verið afnumdir. Einnig hafi tollar á hráefni til fóðurgerðar frá löndum utan EES verið felldir niður. Núorðið séu tekjur sjóðsins í reynd aðeins óverulegar enda sáralítið flutt inn af fóðurblöndum frá löndum utan EES.

Sigurður Loftsson endurkjörinn formaður LK

Aðalfundi Landssambands kúabænda á Selfossi lauk í dag. Sigurður Loftsson var endurkjörinn formaður á afgerandi hátt. Aðrir stjórnarmenn voru einnig endurkjörnir nema hvað Trausti Þórisson frá Hofsá var kjörin í stað Sveinbjarnar Þórs Sigurðssonar frá Búvöllum sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Meðal ályktana sem samþykttar voru á fundinum var ályktun um eflingu ræktunarstarfs íslenska kúastofnsins og aukna virkni bænda í því starfi. Í ályktuninni segir eftirfarandi: „Í því sambandi bendir fundurinn á eftirfarandi:

Aðalfundur LK stendur yfir

Aðalfundur Landssambands kúabænda (LK) hófst klukkan 10.00 í morgun á Hótel Selfossi þegar að Sigurður Loftsson formaður sambandsins setti fundinn og má nálgast ræðu hans á síðu Landssambandsins, naut.is. Sigurður kynnti sömuleiðis skýrslu stjórnar. Nú standa yfir ávörp gesta og umræður um skýrslu stjórnar.

Næsti markaður með greiðslumark í mjólk verður 2. apríl n.k.

Við minnum á að næsti tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk verður 2. apríl n.k. þar sem 1. apríl ber upp á sunnudegi. Tilboð þurfa að berast Matvælastofnunu í síðasta lagi þann 25 . mars n.k. Nánari upplýsingar má nálgast hér á heimasíðunni og/eða heimasíðu Matvælastofnunar.

Síðustu forvöð að panta miða á árshátíð LK

Nú eru síðustu forvöð að panta miða á árshátíð LK – lokað verður fyrir miðapantanir á hádegi á morgun, þriðjudaginn 20. mars. Miðapantanir eru í síma 460 4477.

Viðbótarútgjöld vegna eldgosanna á Suðurlandi

Viðbótarfjárveitingar vegna eldgosa á Suðurlandi frá því goshrina hófst þar í maí í hittifyrra nema um 1,3 milljörðum króna. Á föstudaginn samþykkti ríkisstjórnin viðbótarútgjöld til Vegagerðarinnar, Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og Landgræðslunnar upp á 88,5 milljónir króna vegna eldgosanna.
Kostnaður Vegagerðarinnar í kjölfar hamfaranna er talinn vera 110 milljónir, þar af 20 milljónir vegna Svaðbælisár. Samþykkt var að veita vegagerðinni 82,5 milljónir króna í viðbótarfjárframlag, sem eru þrír fjórðu af kostnaðinum og að Vegagerðin brúi mismuninn innan fjárheimilda og með forgangsröðun verkefna.

Vegna kosninga til búnaðarþings 2012

Frestur til að skila framboðum vegna búnaðarþingskosninga 2012 rann út 7. mars s.l. Ekkert framboð barst og því er ljóst að kosning mun fara fram á aðalfundi Búnaðarsambandsinis þann 18. apríl n.k.

Heimkeyrsla á kjarnfóðri hækkar hjá SS

Sláturfélag Suðurlands hefur hækkað flutning á kjarnfóðri um 9% vegna hækkana á flutningskostnaði, einkum olíu, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Hækkunin gildir frá 12. mars 2012.

Fræðslufundir í sauðfjárræktinni vorið 2012

Fræðslufundir í sauðfjárræktinni vorið 2012 verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

Þriðjudaginn 27.mars:
Hrollaugsstaðir……………………………………………….. Kl. 13:30
Hótel Klaustur………………………………………………….. Kl. 20:00

Miðvikudaginn 28.mars:
Heimaland……………………………………………………….. Kl. 14:30
Þingborg…………………………………………………………… Kl. 20:00

Verð á umframmjólk frá 1. mars og 16% hækkun á mjólkurflutningum

Stjórn Auðhumlu hefur ákveðið verð á umframmjólk frá 1. mars. 2012 kr. 42.- fyrir fyrstu 2% af umfram greiðslumark og kr. 36.- fyrir það sem umfram það er. Þetta er lækkun um 8 krónur á lítra frá því verði sem var fyrir umframmjólk á tímabilinu 1. sept. til 29. feb. 2012. Í þessu sambandi verður þó að hafa í huga að öll framleiðsla umframmjólkur fer fram á síðustu mánuðum verðlagsársins.

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu

Aðalfundur Félags sauðfjárbænda í Vestur-Skaftafellssýslu verður haldinn á Hótel Klaustri þriðjudagskvöldið 13. mars nk kl. 19:00.

Á dagskrá er eftirfarandi:
• Byrjað verður á að snæða KJÖTSÚPU að hætti hússins
• Venjuleg aðalfundastörf
• Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Landsamtaka sauðfjárbænda mætir og fer yfir þau mál sem eru á döfinni hjá samtökunum og fleira
• Önnur mál

Stjórn SS leggur til að greiddur verði 15,224% arður af B-deild stofnsjóðs

Stjórn Sláturfélags Suðurlands (SS) hefur lagt til fyrir næsta aðalfund sem boðaður er þann 23. mars n.k. að þeir sem eiga B-deildar stofnsjóð fái greiddar samtals rúmar 30,4 milljónir króna í arð vegna afkomunnar í fyrra. Hagnaður SS á síðasta ári nam tæpum 1,2 milljörðum króna sem var rúmlega sex sinnum betri afkoma en árið 2010.

SS greiðir uppbót kjötinnlegg 2011

Stjórn Sláturfélags Suðurlands hefur ákveðið að greiða bændum 2,15% uppbót á afurðaverð allra kjöttegunda fyrir árið 2011.

Búnaðarþingi lauk í gærkvöldi

Búnaðarþingi 2012 lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi. Meðal helstu mála þingsins voru sameining ráðgjafarþjónustu í landbúnaði en búnaðarþingsfulltrúar samþykktu að stefnt skuli að sameiningu ráðgjafarstarfsemi búnaðarsambandanna og Bændasamtaka Íslands í eina rekstrareiningu. Sú vinna mun hefjast á næstu misserum þar sem Bændasamtökin, búnaðarsambönd og leiðbeiningamiðstöðvar þurfa að komast að niðurstöðu um fyrirkomulag á yfirfærslu starfsmanna, búnaðar og önnur þau atriði sem máli skipta við uppbyggingu nýs fyrirkomulags.

back to top