Samkeppniseftirlitið vill endurskoðun búvörulaga

Samkeppniseftirlitið leggur til að búvörulög verði tekin til endurskoðunar til að auka samkeppni hér á landi og telur að slíkt yrði neytendum og öllu þjóðfélaginu til bóta. Þetta kemur fram í tillögum sem eftirlitið leggur fram í nýrri skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði sem kynnt var í gær. Haft er eftir Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra landbúnaðar- og samkeppnismála, í Fréttablaðinu í dag að ekki standi til að kollvarpa landbúnaðarstefnunni vegna samkeppnislegra ástæðna. Þó komi til greina að gera breytingar á gildandi fyrirkomulagi.

Bændasamtökin: Ríki utan ríkisins?

Í Fréttablaðinu í dag er að finna grein eftir Þórólf Matthíasson, hagfræðiprófessor, sem hann kallar „Bændasamtökin: Ríki utan ríkisins?“. Þórólfur virðist hafa skorið upp herör gegn Bændasamtökunum en eigi að síður er full ástæða til þess að bændur og aðrir þeir sem láta sig landbúnað varða kynni sér þá umræðu sem þarna fer fram. Um efni greinarinnar verður ekki fjölyrt en fyrir áhugasama er hana að finna í visir.is, sjá hlekk neðar.
Greinin hefst á eftirfarandi málsgrein: „Í 15. gr. svokallaðs búnaðarlagasamnings sem gerður er á grundvelli laga nr. 70/1998 er kveðið á um að Bændasamtök Íslands skuli halda aðskildum fjármunum sem til samtakanna renna úr ríkissjóði og öðrum fjárreiðum sínum. Þá er í sömu grein kveðið á um að Bændasamtökin skuli afhenda sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu endurskoðaðan ársreikning sinn. Samþykktir Bændasamtakanna kveða einnig á um að fjárhagur starfsemi sem rekin er í umboði ríkissjóðs og á hans kostnað skuli aðskilinn frá annarri starfsemi Bændasamtakanna.

Yara birtir áburðarverð – verðhækkun 4-10%

Sláturfélag Suðurlands, umboðsaðili Yara á Íslandi, hefur birt verð á áburði fyrir 2012. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að vegna hækkana á áburðarverði erlendis verði ekki hjá því komist að hækka verð á áburði. OPTI-KAS (N27) og OPTI-NS hækka um 4-5%. Algengar NPK áburðartegundir eru að hækka aðeins meira eða um 10%.

Afurðir aukast og meðalbúið stækkar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar eru nú komnar á vefinn hjá okkur. Um er að ræða viðbót frá því sem sett var inn í gær, þ.e. skýrslur nautgriparæktarfélaganna og afurðahæstu kýr þeirra.
Á árinu 2011 skiluðu 214 bú skýrslum yfir samtals 8.846,3 árskýr sem er 162,3 árskúm fleira en árið 2010. Meðalbúið stækkaði um 0,6 árskýr milli ára og var á árinu 2011 41,4 árskýr með meðalinnlegg upp á 216.518 kg mjólkur sem er aukning upp á 6.984 kg frá árinu áður. Meðalbúið hefur aldrei verið stærra en nú. Stærst eru búin í Árnessýslu þar sem þau telja 44,8 árskýr til jafnaðar og meðalinnleggið nemur 239.985 kg.

Kýrnar í Hraunkoti með stórglæsilegt Íslandsmet

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar liggur nú fyrir. Helstu niðurstöður eru þær að meðalnyt á landsvísu jókst milli ára um 94 kg, úr 5.342 kg/árskú í 5.436 kg/árskú. Hér á Suðurlandi jukust meðalafurðir eftir árskú um 82 kg, úr 5.424 kg í 5.506 kg. Mestar eru afurðirnar í A-Skaft. eða 5.889 kg/árskú.
Afurðahæsta búið að þessu sinni er Hraunkot í Landbroti þar sem meðalafurðir ársins reyndust vera 8.340 kg eftir árskú. Þar er um að ræða nýtt og stórglæsilegt Íslandsmet en eldra met átti Akbraut í Holtum, 8.159 kg frá árinu 2008. Í verðefnum mjólkuðu kýrnar í Hraunkoti 601 kg MFP. Í öðru sæti hér sunnanlands og þriðja sæti á landsvísu er Kirkjulækur í Fljótshlíð með 7.811 kg/árskú og 584 kg MFP og í þriðja sæti Reykjahlíð á Skeiðum með 7.734 kg/árskú og 578 kg MFP.

Kjörskrá vegna búnaðarþingskosninga 2012

Í ár verður kosið til Búnaðarþings til næstu þriggja ára. Í 13. grein samþykkta Bændasamtaka Íslands segir:
„1. Á því ári sem kjósa skal til búnaðarþings skal stjórn búnaðarsambands halda aðalfund fyrir 1. september og auglýsa hann með 8 vikna fyrirvara.


2. Eigi síðar en 12 vikum fyrir aðalfund á kosningaári skal leggja fram félagatal sambandsins. Félagatalið liggi frammi í 4 vikur og skal stjórn búnaðarsambands auglýsa tryggilega hvar það er lagt fram. Þegar stjórn búnaðarsambands hefur úrskurðað um þær athugasemdir sem komið hafa fram við félagatalið telst það lögleg kjörskrá.

Niðurstöður ytri úttektar á kjötmati sláturhúsanna

Matvælastofnun hefur birt niðurstöður ytri úttektar á kjötmati lambaskrokka í sauðfjársláturhúsum landsins á heimasíðu sinni. Matið fór fram í haust þar sem komið höfðu fram efasemdir um að kjötmat hér á landi samkvæmt EUROP-kerfinu væri sambærilegt við túlkun á matsreglunum í nágrannalöndunum. Einkum lutu þær efasemdir að því að kröfur sem gerðar eru til bestu holdfyllingarflokkanna, U og E, væru orðnar of slakar. Einnig hafa verið uppi áhyggjur af meintu mismunandi kjötmati í sláturhúsunum, einkum holdfyllingarmati.

Meðalbúið aldrei verið stærra en á síðasta ári

Á síðasta ári nam heildarinnlegg mjólkur á Suðurlandi, þ.e. í A- og V-Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu og Árnessýslu, 48.934.361 lítrum sem er 749.383 lítrum meira en á árinu 2010. Mest var innleggið í Ánessýslu, 25.105.241 lítrar, og síðan í Rangárvallasýslu, 17.742.985 lítrar. Í V-Skaftafellssýslu var lagður inn 3.746.931 lítri og í A-Skaftafellssýslu 2.339.204 lítrar.
Meðalbúið hér á Suðurlandi hefur aldrei verið stærra en í fyrra eða 197.023 lítrar.

Enn eru laus sæti!

Á morgun, fimmtudaginn 19. janúar, og föstudaginn 20. janúar verða námskeið í jarðræktarforritinu jord.is á Hellu og Klaustri. Enn eru laus sæti og eru áhugasamir beðnir að skrá sig sem allra fyrst.
Hægt er að skrá sig með því að hringja í síma 433 5000 eða senda póst á endurmenntun@lbhi.is.

Fræðslukvöld: Hvað er reiðmennska?

Hrossaræktarsamtök Suðurlands standa fyrir fræðslukvöldi í kvöld þriðjudaginn 17. janúar kl. 20:00 í félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis, Hliðskjálf, Suðurtröð á Selfossi (hesthúsahverfinu).
Að þessu sinni ætlar Benedikt Líndal tamningameistari að vera með spjallkvöld undir yfirskriftinni „Hvað er reiðmennska?“ Er hægt að flokka hana niður? Stefnum við í rétta átt? Getum við gert eitthvað öðruvísi? Er í lagi með þann útbúnað sem er notaður? Hvað með viðhorf okkar til árangurs ofl. skemmtilegt og umhugsunarvert.

Sala á kjöti dróst saman um 2,9% á síðasta ári

Samkvæmt yfirliti frá Bændasamtökum Íslands um framleiðslu og sölu á kjöti dróst kjötsala á síðasta ári (2011) saman um 2,9% miðað við árið áður. Sala á öllum kjöttegundum dróst saman en hlutfallslegur mestur samdráttur varð í sölu hrossakjöts eða 7,8% og næst mestur í sölu kindakjöts og nam hann 4,3%. Minnstur samdráttur varð í sölu nautakjöts eða 1,5%. Alls seldust 23.263 tonn af kjöti á síðasta ári og hafði alifuglakjöt mesta hlutdeild eða 30,3%. Kindakjötið var í öðru sæti með 25,8% og svínakjötið þriðja með 25,2%. Nautakjöt hafði 16,6% hlutdeild á kjötmarkaði á síðasta ári og að venju var hlutdeild hrossakjöts minnst eða 2,1%.

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn mánudaginn 30. janúar n.k. í Árhúsum á Hellu og mun hefjast með léttum hádegisverði kl. 11.30 í boði félagsins en fundarstörf hefjast kl. 12.00.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munu eftirfarandi mál verða á dagskrá:

Íslenskt maltkorn – Gæði, innihald og viðhorf

Komin er út hjá Matís skýrslan Íslenskt matkorn – gæði, innihald og viðhorf
Höfundar eru Ólafur Reykdal, Þóra Valsdóttir, Jón Þór Pétursson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir og Jónatan Hermannsson. Þórdís Anna og Jónatan eru starfsmenn LbhÍ.
Hjá Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands var á árunum 2009 til 2011 unnið verkefni um innlent korn til matvælaframleiðslu. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni notkun á innlendu korni í matvæli.

Ársuppgjör framundan – skilafrestur mjólkurskýrslna er 10. jan.

Við minnum á að á morgun, 10. janúar, rennur út frestur til þess að skila mjólkurskýrslum þannig að viðkomandi bú haldist inni í gæðastýringunni. Þá er ársuppgjör framundan og um að gera að allir nái að skila áður en uppgjör verður keyrt sem verður á miðvikudaginn, þ.e. 11. janúar. Að uppgjöri loknu verður þeim sem skila á pappír sent yfirlit til yfirferðar og leiðréttinga ef þörf er á. Þeir sem skila rafrænt í Huppu geta yfirfarið sín gögn þar að loknu uppgjöri og komið leiðréttingum á framfæri.

Mjólkurinnlegg ársins 2011 1,3 millj. lítra meira en 2010

Mjólkurinnlegg á árinu 2011 jókst um 1,3 milljónir lítra eða 1,06% frá fyrra ári samkvæmt upplýsingum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Sú aukning kom öll á síðari hluta ársins en á tímabilinu jan-júlí 2011 var mjólkurinnlegg mun minna en sömu mánuði ársins 2010. Á tímabilinu ágúst-des. 2011 jókst innleggið hins vegar um 2,4 milljónir lítra miðað við sömu mánuði 2010. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvernig innvigtunin skiptist á milli mánaða árin 2011 og 2010.

Ekkert riðutilfelli á árinu 2011

Á árinu 2011 greindist ekkert nýtt tilfelli af riðuveiki í sauðfé hér á landi og verða það teljast mikil og góð tíðindi en það er í fyrsta sinn á einu almanaksári síðan baráttan við þessa veiki hófst fyrir alvöru fyrir meira en 30 árum síðan. Árið 2010 kom upp eitt tilfelli og tvö árið 2009. Þar áður voru að greinast fimm til tíu tilfelli á ári og fyrir kom að tilfellin skiptu nokkrum tugum á ári. Því er ljóst að hinar gífurlega ströngu aðgerðir gegn þessari veiki hér á landi, sem eru þær ströngustu í heiminum, hafa verið að skila miklum árangri. Það er vissulega gleðiefni, en jafnframt er nauðsynlegt að taka skýrt fram að eðli smitefnisins og veikinnar er með þeim hætti að það má hvergi slaka á þeim varnaraðgerðum sem eru í gildi.

Innan við helmingur kvígnanna sæddar

Tekin hafa verið saman gögn úr skýrsluhaldskerfi nautgriparæktarinnar, Huppu, hvað sæðingar á kvígum varðar hér á Suðurlandi. Á árunum 2008-2010 voru settar á 11.650 kvígur til endurnýjunar á kúastofninum eða 3.883 á ári að meðaltali. Þetta er í takt við það að hver kýr endist í um 3 ár til jafnaðar. Af þessum 3.883 kvígum sem eru settar á hvert ár voru 1.848 sæddar á árinu 2010 og 1.669 á árinu 2011 eða 1.759 að meðaltali. Það þýðir að aðeins 45% kvígnanna eru sæddar. Að meðaltali voru sæddar kvígur á 176 búum af um 250 búum hér á Suðurlandi. Það voru því sæddar 10 kvígur á hverju búi til jafnaðar árin 2010 og 2011. Á nokkrum búum eru allar kvígur sæddar, á töluverðum hluta búanna hluti kvígnanna en á alltof mörgum búum eru kvígurnar ekki sæddar.

Fyrrverandi landbúnaðarráðherra vildi styrkja mjólkurvinnslu á Ísafirði

Á þessu ári skal tæpur þriðjungur af verðmiðlunargjaldi mjólkur renna til Mjólkurstöðvarinnar á Ísafirði sem rekstrarstyrkur. Engin mjólkurvinnsla er lengur á Ísafirði en taki MS ákvörðun um að hefja vinnslu þar að nýju rennur þetta fé til rekstrarins á Ísafirði. Upphæðin gæti numið um 20 milljónum króna.
Jón Bjarnason, þáverandi landbúnaðarráðherra, tilkynnti þessa ákvörðun sína með bréfi 30. desember, degi áður en hann lét af störfum sem ráðherra.

Tilkynning frá Skeljungi vegna kadmíum-málsins

Skeljungur sem flytur inn áburð frá Carrs í Bretlandi og selur undir vörumerkinu Sprettur hér á landi hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af of háu kadmíum-innhaldi áburðarins og viðbragða Matvælastofnunar (MAST). Margir hafa gagnrýnt vinnubrögð MAST í málinu, meðal annars Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna sem segir bæði seljendur og kaupendur áburðarins treysta á eftirlit Matvælastofnunar en þessi vinnubrögð skapi vantraust á eftirlitskerfið. Nokkuð ljóst er að Matvælastofnun hefur beðið mikinn álitshnekki vegna málsins.
Tilkynning Skeljungs fer hér á eftir:

Nýjar reglur um gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt

Nýjar reglur um greiðslur vegna kynbótaverkefna í nautgriparækt tóku gildi 1. janúar sl. og gilda út árið. Hér er um að ræða greiðslur fyrir gæðastýrt skýrsluhald í nautgriparækt en eins og menn þekkja orðið eru skilyrðin þau að mjólkurskýrslum sé skilað fyrir 11. næsta mánaðar eftir mælingarmánuð og að a.m.k. eitt sýni úr hverri mjólkandi kú liggi fyrir í hverjum ársfjórðungi. Engar breytingar verða á þessu á árinu 2012. Reglurnar fara hér á eftir:

back to top