Undirbúningur að útgáfu hrútaskráarinnar í fullum gangi

Nú líður óðfluga að útgáfu nýrrar hrútaskrár en fyrirhugað er að hún komi út um miðjan nóvember n.k. Í dag voru þeir hrútar sem koma nýir til notkunar í vetur skoðaðir og samdar um þá lýsingar til birtingar í skránni. Auk þess voru þeir myndaðir. Að venju komu Jón Viðar Jónmundsson, Lárus G. Birgisson og Emma Eyþórsdóttir í Þorleifskot til þessara starfa.

Fjárfestingarþörf kúabúa

Á vef Búgarðs (www.bugardur.is) er að finna fróðlega grein eftir Ingvar Björnsson, ráðunaut, þar sem hann veltir fyrir sér fjárfestingarþörf kúabúa. Í inngangi með greininni segir eftirfarandi: „Allur rekstur krefst endurnýjunar framleiðslutækja og –aðstöðu. Endurnýjun á sér ekki endilega stað jafnt og þétt, hún er háð innri og ytri þáttum Innri þættir eru aldur og ástand framleiðslutækja (endurnýjunarþörf) og ytri aðstæður eru t.d. framboð og kostnaður fjármagns, framboð og verð framleiðsluþátta og tæknibreytingar.

Neyðarlögin gilda

Hæstiréttur hefur staðfest að neyðarlögin svokölluðu, sem kváðu á um forgang innstæðna í þrotabú fjármálastofnana, haldi gildi sínu en þau voru sett í október 2008. Samkvæmt þessu verður hægt að byrja að greiða tryggingarsjóðum breskra og hollenskra innistæðueigenda út úr þrotabúi Landsbankans vegna Icesave-reikninganna. Skilanefnd Landsbankans hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 vegna málsins.

Ekki áformað að flytja stjórnsýsluverkefni frá BÍ til Matvælastofnunar

Fjárlagafrumvarp næsta árs gerir ekki ráð fyrir flutningi stjórnsýsluverkefna frá Bændasamtökunum til Matvælastofnunar, enda þóttt Ríkisendurskoðun telji þessa breytingu brýna. Síðasta vetur gaf Ríkisendurskoðun út tvær skýrslur sem fjölluðu um eftirlit með framkvæmd búvörusamninga og útvistun stjórnsýsluverkefna á sviði landbúnaðar til Bændasamtakanna. Samkvæmt seinni skýrslunni telur Ríkisendurskoðun óæskilegt að Bændasamtökin sinni bæði framkvæmd verkefna og eftirliti með þeim og því sé brýnt að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafi frumkvæði að því að endurskoða stjórnsýslu landbúnaðarmála.

Mikið mjólkurinnlegg síðustu vikur

Mjólkurinnlegg á Selfossi hefur verið mikið undanfarnar vikur eða um 820 þús. lítrar á viku. Þetta er 50-60 þús. lítrum meira á viku en í fyrra og er vikuinnleggið nú svipað og árið 2009 en þá var mjólk úr A-Skaftafellssýslu innvigtuð á Selfossi. Þrátt fyrir þetta er heildarinnlegg ársins 4,05% minna en á sama tíma í fyrra. Það stendur nú í um 38 milljónum lítra. Allar líkur eru á að heildarinnlegg ársins verði svipað og í fyrra eða mjög nærri 47 milljónum lítra.

Lífland hélt fræðslufundi fyrir kúabændur á fimm stöðum á landinu í síðustu viku

Þetta er fimmta árið í röð sem Lífland heldur fræðslufundi af þessu tagi. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við hollenska fyrirtækið Trouw Nutriton.
Dagskrárefni að þessu sinni var „Umbreyting fóðurpróteins í mjólkurprótein – hvaða áhrif hafa gæði gróffóðursins?“. Auk þess var fjallað um niðurstöður heysýna, sem tekin hafa verið í ár af Líflandi og greind af rannsóknarstofunni BLGG í Hollandi.
Fyrirlestrarnir voru fluttir af Gerton Huisman og Henry T. Weijlen sérfræðingum á sviði fóðurfræði jórturdýra hjá Trouw Nutrition.
Fundirnir voru haldnir á Akureyri, Blönduósi, Borgarnesi, Flúðum og Hvolsvelli.

Merkingar alls fóðurs skulu vera á íslensku

Vakin er athygli á tveimur nýlegum reglugerðum um merkingu fóðurs sem sett er á markað á Íslandi. Annars vegar er reglugerð nr. 744/2011 sem innleiðir reglugerð ESB nr. 767/2009 um notkun og markaðssetningu fóðurs. Hins vegar reglugerð nr. 1038/2010 um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs. Sérstaklega er vakin athygli á að skv. nýjum reglum skulu merkingar alls fóðurs vera á íslensku og hafi fóðrið verið framleitt úr erfðabreyttum hráefnum (sojamjöli, sojabaunum, maís, repju eða öðrum erfðabreyttum hráefnu) skal það koma skýrt fram á merkingu fóðursins.

Fræsing á fjósgólfum

Guðmundur Hallgrímsson mun verða á Suðurlandi í næstu viku við fræsingar á fjósgólfum. Hann er nú þegar pantaður á nokkra staði en ef áhugi er fyrir hendi er möguleiki fyrir hann að bæta við. Að sögn Guðmundar kemur ekki að sök þó kýrnar séu inni meðan á verkinu stendur ef hægt er að færa þær til í fjósinu eftir þörfum.

Kjötsala dregst enn saman

Samkvæmt yfirliti frá Bændasamtökum Íslands um framleiðslu, sölu og birgðir búvara hefur kjötsala á síðustu 12 mánuðum dregist saman um 3,4% miðað við næstu 12 mánuði þar á undan. Mestur er samdrátturinn í sölu alifuglakjöts, ef hrossakjöt er undanskilið, eða 4,9%. Alifuglakjöt hefur þó mestu markaðshlutdeildina eða 29,9%. Samdráttur í sölu kindakjöts hefur orðið 3,5% á umræddu tímabili og er markaðshlutdeild þess 25,8% eða nær sú sama og svínakjöts sem hefur 25,7% markaðshlutdeild. Sala á svínakjöti hefur dregist saman um 1,3% á síðustu 12 mánuðum.

Guðlaugur og Mette á haustfundi HS

Haustfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður í kvöld kl. 20 í félagsheimili Sleipnis, Hliðskjálf á Selfossi (hesthúsahverfinu í Suðurtröð). Guðlaugur Antonsson fer yfir sýningarárið og Mette Mannseth fjallar um tamningar og þjálfun ungra hrossa. Stjórn HS hvetur félagsmenn til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum.

Frá Degi sauðkindarinnar á Hvolsvelli

Dagur sauðkindarinnar var haldinn var í Skeiðvangi á Hvolsvelli þann 15. október s.l. og var þetta í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn. Fjölmenni kom á sýninguna og var glatt á hjalla. Úrslit voru eftirfarandi:

Risavaxið verkefni að brauðfæða mannkynið á 21. öldinni

Húsfyllir var á fyrirlestri Julians Cribb sem haldinn var í gær í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar en fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Matvælaframleiðsla morgundagsins“. Í fyrirlestri sínum fór Cribb yfir þær miklu ákskoranir sem felast í því að brauðfæða ört fjölgandi mannkyn með minnkandi vatni, þverrandi olíu, við landeyðingu og efnahagslega örðuleika auk annars.
Cribb benti á í fyrirlestri sínum að samkvæmt mannfjöldaspám verður fjöldi jarðarbúa um ellefu milljarðar hið minnsta á sjötta áratug 21. aldarinnar. Til að brauðfæða þann fjölda fólks þarf að tvöfalda matvælaframleiðslu í heiminum miðað við það sem nú er. „Þetta er risavaxið verkefni en þó framkvæmanlegt. Til þess þarf allsherjarátak allra þeirra sem koma að málum tengdum matvælaframleiðslu. Það eru bændur, matvælafyrirtækin, kokkar, kennarar, stjórnmálamenn og ekki síst neytendur. Aðeins þannig er hægt að koma í veg fyrir að afleiðingarnar verði skelfilegar,“ sagði Cribb meðal annars.

Ráðherra vill funda með ráðamönnum ESB

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur óskað eftir fundi með ráðamönnum í framkvæmdastjórn ESB vegna rýniskýrslu sambandsins um landbúnaðarmál. ESB hefur óskað eftir að íslensk stjórnvöld leggi fram áætlun um hvernig þau ætli að standa að breytingum á stofnunum svo að Ísland geti staðið við þær skuldbindingar sem landið tekur á sig ef landsmenn samþykkja aðildarsamning við ESB.

Verður nóg af mat fyrir íbúa Jarðar?

Þekktur fyrirlesari frá Ástralíu, Julian Cribb, kemur hingað til lands og heldur erindi um fæðuöryggi og matvælaframleiðslu í heiminum í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar mánudaginn 17. október kl. 12:00-13:30.
Fæðuöflun fyrir sífellt fleiri jarðarbúa á tímum loftslagsbreytinga, umhverfisvandamála, vaxandi vatnsskorts og dvínandi framboðs af áburðarefnum verður einhver mesta áskorun sem mannkynið hefur nokkru sinni tekist á við. Í hnotskurn þarf að framleiða meira af mat til ársins 2060 en sem nemur fæðuöflun jarðarbúa frá upphafi. Spurt verður á fundinum hvernig þjóðir heims eru í stakk búnar að mæta þessum veruleika og hvað lönd eins og Ísland og hinar Norðurlandaþjóðirnar geta lagt af mörkum.

ESB endurskoðar landbúnaðarstefnu sína

Dacian Ciolos, landbúnaðarstjóri ESB, telur nauðsynlegt að endurskipuleggja hina sameiginlegu landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins (CAP) en hann kynnti í gær tillögur að breytingum á umdeildu niðurgreiðslukerfi ESB sem taka á gildi 2014. Tillögurnar verða án ef mjög umdeildar og mikið ræddar á komandi mánuðum en samkvæmt þeim stefnir ESB að landbúnaðarstefnu sem verður grænni og réttlátari en sú sem nú er fylgt. Dregið verður úr niðurgreiðslum og þær tengdar umhverfismálum í auknum mæli.

Opinn dagur á Stóra Ármóti

Haldinn verður opinn dagur á Stóra Ármóti föstudaginn 11. nóvember n.k. Vonast er til að bændur og þéttbýlisbúar sæki búið heim. Í boði verður kynning á starfsemi tilraunabúsins, Búnaðarsambands Suðurlands auk fleiri stofnana og fyrirtækja. Fyrirtækjum sem tengjast landbúnaði er boðin þátttaka. Vegna plássleysis er þó ekki um eiginlega vörusýningu að ræða heldur er þetta frekar vettvangur fyrir kynningu og umræðu.

Hraunkot situr sem fastast á toppnum

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir septembermánuð hafa nú verið birtar. Þegar yfirlitið var tekið saman höfðu borist skýrslur frá 94% búa sem skráð eru í skýrsluhaldi. Niðurstöðurnar eru þær helstar að 22.308,2 árskýr mjólkuðu að meðaltali 5.346 kg síðustu 12 mánuðina. Þetta er 12 kg meiri meðalnyt en að loknu ágústuppgjöri. Hér á Suðurlandi hafa afurðir aukist heldur meira eða um 23 kg/árskú og standa nú í 5.458 kg/árskú.
Hæsta meðalnyt var í Hraunkoti í Skaftárhreppi 8.165 kg, næsthæstu meðalafurðir voru í Reykjahlíð á Skeiðum, 7.973 kg og þriðja búið í röðinni er á Kirkjulæk 2 í Fljótshlíð en þar voru meðalafurðirnar 7.960 kg. Þetta eru sömu búin og sátu efst í síðasta mánuði, röðin er þó aðeins önnur, búin í Reykjahlíð og á Kirkjulæk hafa skipt um sæti.

Námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt

Dagana 7. – 11. nóvember verða haldin 1-3 námskeið í gæðastýrðri sauðfjárrækt. Staðsetning og fjöldi námskeiða fer eftir því hvaðan þátttakendur eru og fjölda þeirra.
Nýir þátttakendur í gæðastýringu í sauðfjárrækt þurfa að sækja um það til Matvælastofnunar á þar til gerðum umsóknareyðublöðum. Umsóknarfrestur er til 20. nóvember ef framleiðandi óskar eftir álagsgreiðslum fyrir næsta almanaksár. Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að hafa sótt undirbúningsnámskeið.

Kúabændur óánægðir með upptöku árgjalds fyrir Huppu

Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi fundaði í Björkinni á Hvolsvelli þann 4. október s.l. Á fundinum kom m.a. mikil óánægja með upptöku árgjalds fyrir skýrsluhaldsforritið Huppu. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem þessu var mótmælt harðlega en ályktunin hljóðar svo:
„Félagsráðsfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn í Björkinni, Hvolsvelli 4. okt. 2011 mótmælir harðlega upptöku árgjalds fyrir skýrsluhaldsforritið Huppu.

Greiðslur vegna búvöruframleiðslu óbreyttar en skerðingar á öðrum liðum

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012 og er það nú í meðförum Alþingis. Það er því ekki úr vegi að kíkja á helstu liði sem snerta landbúnaðinn sérstaklega. Greiðslur vegna búvöruframleiðslu verða óbreyttar frá gildandi fjárlögum að raunvirði og munu nema 11.131 m.kr. á komandi ári. Almennar verðlagsbreytingar nema alls 530 m.kr. Undir þennan málaflokk falla greiðslur vegna mjólkurframleiðslu, greiðslur vegna sauðfjárframleiðslu og greiðslur vegna grænmetisframleiðslu. Greiðslur vegna búvörusamninga taka breytingum samkvæmt samkomulagi sem gert var á milli ríkisins og Bændasamtakanna í apríl 2009. Samkvæmt því verða framlög óbreytt frá fyrra ári en verðlagsbætur ársins verða hins vegar 5%.

back to top