KS birtir verð á kindakjöti haustið 2011

Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga (KS) hefur gefið út afurðarverðskrá vegna haustslátrunar á sauðfé 2011. Þar kemur fram að KS býður líkt og fleiri 15% álag á verð á lömb sem koma til slátrunar um miðjan ágúst. Álagið fer síðan stiglækkandi fram að 40. viku.

Síðsumarsýning Gaddstaðaflötum

Síðsumarsýning kynbótahrossa verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 26. ágúst. Ef ekki mætir sá fjöldi sem reiknað er með verður dögunum fækkað. Tekið verður við skráningum 8. og 9. ágúst í síma 480-1800. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðunni og hefur nú þegar verið opnað á skráningu (sjá hnapp hér hægra megin á forsíðu).

Verð á lambakjöti til bænda hækkar um 11%

Verðskrár sláturleyfishafa á kindakjöti fyrir komandi sláturtíð eru byrjaðar að líta dagsins ljós. SS og Norðlenska hafa birt fyrstu verðskrár og af þeim má ljóst vera að hækkun á verði lambakjöts er allfjarri hugmyndum LS um hækkun viðmiðunarverðs. Við fyrstu athugun á verðskránum þá kemur í ljós að hækkun lambakjötsverðs er um 11% frá vegnu meðalverði ársins 2010 (á landsvísu). Það var um 421 kr. eins og fram hefur komið en skv. nýju verðskránum fer vegið meðalverð lambakjöts hjá SS í 467 kr/kg en verð Norðlenska í 468 kr/kg. Þetta verð er reiknað með sama hætti og LS hefur gert frá 2008, þ.e. miðað við kjötmat á landinu öllu eins að það var í sláturtíðinni árið á undan. Ærkjöt hækkar hinsvegar margfalt meira og ríflega tvöfaldast í verði. Meðalverð ærkjöts hjá SS fer í 247 kr/kg en meðalverð á landsvísu árið 2010 var 116 kr/kg. Meðalverð ærkjöts frá Norðlenska fer í 242 kr/kg. Vegin heildarhækkun hjá báðum fyrirtækjum er tæp 17%.

Umsóknir um styrk vegna jarðræktar (korn-, gras og grænfóðurrækt)

Umsóknir eiga að berast til viðkomandi búnaðarsambands/leiðbeiningamiðstöðvar, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna á www.bondi.is.

Ferskt kjöt á markað um miðjan ágúst

Vegna mikillar eftirspurnar og góðrar sölu undanfarið hafa sláturleyfishafar og LS ákveðið að flýta slátrun um tvær vikur en áformað er að bjóða upp á ferskt lambakjöt í verslunum upp úr miðjum ágúst.


Markaðsráð kindakjöts mun greiða bændum álagsgreiðslur sem nema allt að 2.000 krónum á hvert lamb, til að koma til móts við að lömbin eru léttari þegar svo skammt er liðið á haustið. Slíkar greiðslur hafa tíðkast um árabil í sama tilgangi en eru nú hærri en áður vegna góðrar sölu eins og að framan greinir.

Skrifstofa BSSL opnar eftir sumarlokun

Í dag fimmtudaginn 28 júlí opnar skrifstofa Búnaðarsambandsins aftur eftir sumarlokun vegna sumarleyfa frá 11. júlí sl.

Sala á kjöti dregst saman

Bændasamtökin hafa tekið saman framleiðslu- og sölutölur á kjöti fyrir júní. Í samantektinni kemur fram heildarsala á kjöti hefur dregist saman sl. 12 mánuði sýnir nú engin kjöttegund söluaukningu frá fyrra ári – sem er ný staða. Alls nam salan 26.607.580 kg og hefur dregist saman um 1,3% á undanförnum 12 mánuðum.

Landssamtök sauðfjárbænda svara Gylfa

Landssamtök sauðfjárbænda hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, um að neytendur eigi að sniðganga lambaakjöt hækki það um 25% í haust:
„Gylfi Arnbjörnsson forseti og framkvæmdastjóri ASÍ setur fram stórkarlalegar og öfgakenndar yfirlýsingar í Fréttablaðinu í dag. Hann gengur þar svo langt að hvetja innlenda neytendur til þess að sniðganga lambakjöt. Að sögn er það vegna þess að í gær gáfu Landssamtök sauðfjárbænda (LS) út nýja viðmiðunarverðskrá fyrir lambakjöt þar sem gert er ráð fyrir 25% hækkun frá fyrra ári.

Landssamtök sauðfjárbænda birta viðmiðunarverð kindakjöts

Landssamtök sauðfjárbænda hafa gefið út viðmiðunarverð á lamba- og kindakjöti til bænda fyrir árið 2011. Að þessu sinni hækkar verðskráin um 25% frá fyrra ári. Að baki því liggur að markaðsaðstæður hafa verið góðar fyrir sauðfjárafurðir undanfarin misseri. Útflutningur hefur aukist stórum og verð farið hækkandi í erlendri mynt, vegna aukinnar eftirspurnar. Meðalverð (FOB) fyrir útflutt kjöt, innmat og gærur hefur hækkað langt umfram áhrif gengisfalls krónunnar ef miðað er við þróun frá haustinu 2008. Eftirspurn innanlands hefur verið á svipuðu róli undanfarin tvö ár og birgðir eru í lágmarki.

LK telur líklegt að greiðslumark næsta árs verði skert

Að mati Landssambands kúabænda eru þó nokkrar líkur á að skerða verði greiðslumark næsta árs. Ástæðan er sú að sala á mjólkurvörum hefur dregist saman. „Sala á fitugrunni var 111,0 milljónir lítra og nemur samdrátturinn 0,5%. Greiðslumarkið nú eru 116 milljónir lítra og má hverjum kúabónda vera ljóst að ef afurðafyrirtækjunum tekst ekki að auka söluna verulega síðustu mánuði ársins, þá stefnir allt í að skerða þurfi greiðslumark mjólkurinnar,“ segir í frétt á heimasíðu Landssambands kúabænda.

Kynbótahross á HM í Austurríki

Eftirfarandi kynbótahross og knapar hafa verið valin til þátttöku á HM í Austurríki fyrir Íslands hönd en mótið fer fram í St.-Radegrund dagana 1.-7. ágúst n.k.:

Reykjahlíð vermir toppsætið nú

Að loknu júníuppgjöri skýrsluhalds nautgriparæktarinnar eru meðalafurðir á árskú 5.335 kg eða nánast þær sömu og á síðasta almanaksári þegar þær voru 5.342 kg. Á Suðurlandi eru afurðir eftir árskú að loknu júní-uppgjöri 5.444 kg eða 20 kg meiri en á síðasta almanaksári.
Hæsta meðalnyt er á búinu Reykjahlíð á Skeiðum, 7.834 kg á árskú. Næsta bú í röðinni er Kirkjulækur í Fljótshlíð en þar eru meðalafurðir árskúa 7.823 kg. Hóll í Sæmundarhlíð er hið þriðja í röðinni með 7.796 kg á árskú.

Nýjar tillögur um dýravernd

Verði nýjar tillögur um dýravernd að lögum fær Matvælastofnun stórauknar heimildir þvingunaraðgerða gegn bændum. Nefnd á vegum ráðuneytanna telur núgildandi fyrirkomulag allt of þunglamalegt, löngu sé tímabært að endurskoða lög um búfé og gæludýr. Tillögurnar fela í sér gagngera endurskoðun á lagaumhverfinu sem snýr að velferð dýra. Í stað tvennra laga um búfjárhald annars vegar og dýravernd hinsvegar, verða samkvæmt tillögunum ein heildstæð lög um flest það sem snýr að velferð dýra.

Viðræður um ESB-aðild að hefjast

Hinar eiginlegu viðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hefjast á morgun en frá því að umsókn um aðild var send sumarið 2009 hefur ferlið sem þá hófst falist í undirbúningi fyrir viðræðurnar. Sú vinna hefur einkum falist í svokallaðri rýnivinnu sem lauk 20. júní síðastliðinn en tilgangur hennar var að bera saman löggjöf Íslands og ESB í því skyni að komast að því hvað bæri á milli í þeim efnum og hvað þyrfti að semja um.

Fasteignamat hækkar um 9,9% á Suðurlandi

Fasteignamat á Suðurlandi hækkar um 9,9% fyrir árið 2012. Fasteignamat íbúðarhúsa á jörðum og annars íbúðarhúsnæðis í dreifbýli breytist yfirleitt mun meira. Breytingin í dreifbýli stafar meðal annars af því að aðferðir við mat á þeim eignum hafa verið verulega endurbættar og þar með má segja að matsaðferðir fyrir allt íbúðarhúsnæði á landinu hafi nú verið endurskoðaðar í samræmi við lög sem tóku gildi 2009.
Meðal annars vegna þessa er hlutfallsleg hækkun fasteignamats íbúðarhúsnæðis mun meiri í tilteknum sveitarfélögum í dreifbýli en í öðrum. Til dæmis hækkar fasteignamat í Ásahreppi um 47%.

Kynbótahross á LM 2011, afkvæma- og yfirlitssýningar

Mikill fjöldi kynbótahrossa hefur áunnið sér rétt til þátttöku á landsmóti 2011. Dómar hefjast sunnudaginn 26. júní n.k. og búið er að birta mætingarlistann. Þá hefur stór hópur stóðhesta hefur unnið sér rétt til afkvæmasýninga á LM og hér má sjá hverjir þeirra mæta til leiks og hvenær. Einnig hvenær yfirlitssýningar og verðlaunaafhendingar kynbótahrossa eru á dagskrá.

Búgreinatekjur lækka, breytilegur kostnaður lækkar lítillega

Unnið er að uppgjöri ársreikninga Sunnu-bænda á Suðurlandi vegna rekstrarársins 2010. Alls taka þátt í verkefninu milli 70-80 kúabú. Til að fá fyrstu vísbendingar um afkomu ársins 2010 hefur verið tekið saman yfirlit um rekstrartölur 34 kúabúa á Suðurlandi árið 2010 og þær bornar saman við rekstur sömu búa 2009.

Niðurstöður efnagreininga á gróðursýnum

Greind hafa verið sýni sem tekin voru á völdum bæjum á öskufallssvæðinu 25. maí 2011. Mælingarnar fóru fram hjá Landbúnaðarháskóla Íslands en mælt var flúor F, kalsíum Ca, magnesíum mg, kalí K, natríum Na, fosfór P, brennisteinn S og járn Fe. Grassýni voru tekin í Öræfum, Fljótshverfi, Síðu, Landbroti, Meðallandi, Skaftártungu og Álftaveri (sjá töflu).
Flúorstyrkur var í öllum tilfellum langt fyrir neðan þolmörk sauðfjár eða á bilinu 2-21 mg/kg F þurrefnis en þolmörkin eru 70-100 mg/kg F þurrefnis. Þetta er einnig vel undir þolmörkum nautgripa og hesta sem eru 30-40 mg/kg F þurrefnis. Járnið er frekar hátt. Líklega er einhver skekkja í sýninu frá Snæbýli þar sem járnið er miklu hærra þar miða við hin sýnin. Hvað hin efnin varðar þá getur áburðargjöf haft áhrif á niðurstöður gróðursýnanna en miðað við þessar niðurstöður þá ætti askan að hafa jákvæð áhrif á gróðurinn.

Verð á mjólk til bænda hækkar þann 1. júlí n.k.

Verðlagsnefnd búvara hefur tekið ákvörðun um að afurðastöðvaverð á mjólk til bænda hækki um 3,25 kr/l eða 4,4% þann 1. júlí n.k., úr 74,38 kr/l í 77,63 kr/l. Á sama tíma mun heildsöluverð á mjólk og mjólkurvörum, sem nefndin verðleggur, hækka um 4,25%.

Dagur sauðfjárræktarinnar

Ágætu sauðfjárbændur og áhugamenn um íslenskt sauðfé!
Föstudagurinn 24. júní verður viðburðarríkur, en þá standa Landbúnaðarháskóli Íslands og Búnaðarsamtök Vesturlands (BV) fyrir Degi sauðfjárræktarinnar. Viðfangsefnið er íslenska sauðkindin og afurðir hennar. Þessi hátíð verður haldin á Hvanneyri í Borgarfirði og hefst kl. 10 og lýkur kl. 17.
Dagur sauðfjárræktarinnar er haldinn í tengslum við fjölþjóðlegt verkefni um fræðslu fyrir sauðfjárbændur sem Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir (Sheepskills.eu). Um er að ræða tveggja ára verkefni með sauðfjárbændum í fimm Evrópulöndum. Verkefninu er ætlað að stuðla að betri nýtingu á tækifærum sem felast í sauðfjárbúskap. Lögð er áhersla á framþróun og nýsköpun, svo sem í tengslum við landbúnaðartengda ferðaþjónustu og með þróun nýrra afurða eins og matvöru og handverks. Markmiðunum verður náð með aukinni fræðslu og símenntun.
Í tengslum við verkefnið hafa verið þróuð og haldin námskeið fyrir sauðfjárbændur á félagssvæði BV. Þessi námskeið verða einnig haldin um allt land á næstu árum. Einnig er unnið að gerð bókar um sauðfjárrækt. Bókin verður tilbúin í haust. Fræðsluefnið sem tekið er saman í tengslum við verkefnið verður öllum opið á heimasíðunni www.sheepskills.eu

back to top