Þjónustumiðstöð almannavarna á Kirkjubæjarklaustri

Þjónustumiðstöð almannavarna á Kirkjubæjarklaustri tók til starfa s.l. föstudag. Meginverkefni hennar er að sinna eftirmálum eldgossins í Grímsvötnum sem snúa að íbúum, sveitarfélögum og uppbyggingarstarfi. Þjónustumiðstöðin er staðsett í grunnskólanum á Klaustri og er opin öllum þeim sem þurfa aðstoð eða upplýsingar vegna eldgossins. Þjónustumiðstöðin verður virk eins lengi og þurfa þykir en frá og með mánudeginum 30. maí verður viðvera frá kl.10:00-13:00.
Hægt er að ná sambandi við fulltrúa þjónustumiðstöðvarinnar í síma 847 5715 og með tölvupósti í netfangið adstod.klaustur@gmail.com

Hollaröð yfirlitssýningar á Sörlastöðum komin á vefinn

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum fer fram dagana 28. og 29. maí, næstkomandi laugardag og sunnudag. Sýning hefst kl. 8.00 á laugardagsmorgun og kl. 9.00 á sunnudag. Hestakostur á sýningunni er firnasterkur svo sem áhugasamir notendur Worldfengs hafa væntanlega þegar áttað sig á. Það er því vert að hvetja hrossaræktaráhugafólk sérstaklega til að líta við á Sörlastöðum um helgina til að sjá fjöldan allan af glæsilegum gripum og afkastahrossum í samanburði.
Skipulagning þessara daga og röð flokka er eftirfarandi:

Sláturhúsið Hellu hækkar verð á ungneyta- og kýrkjöti til bænda um 4-6%

Sláturhúsið Hellu hefur tilkynnt um 4-6% hækkun á verði ungneyta- og kýrkjöts til bænda sem tekur gildi 30. maí n.k. Flutningskostanður hækkar einnig. Eftir hækkun er verð á t.d. UNI Úrval A 625 kr/kg, UNI A 575 kr/kg, UNI B 545 kr/kg og UNI M+ 535 kr/kg.

Þjónustumiðstöð opnuð í dag

Á íbúafundi sem haldinn var á Kirkjubæjarklaustri í gærkvöldi vegna ástandsins sem gosaskan úr Grímsvötnum hefur valdið, kom fram að þeir sem væru brunabótatryggðir fengju tjón sitt bætt. Neyðarstigi hefur verið aflétt og nú er einungis svonefnt hættustig í gildi. Í dag ætla svo Almannavarnir að opna þjónustumiðstöð í grunnskólanum en þangað á til dæmis að beina óskum um þrif og annað. Víðtækt hreinsunarstarf heldur áfram í dag.

SS hækkar verð á ungneytum til bænda um 3%

Sláturfélag Suðurlands hefur tilkynnt um verðhækkun til bænda á öllum flokkum ungneyta frá og með mánudeginum 30. maí n.k. Hækkunin er u.þ.b. 3%. Eftir hækkun er verð á t.d. UNI Úrval A 618 kr/kg, UNI A 568 kr/kg, UNI B 537 kr/kg og UNI M+ 527 kr/kg.

Hollaröð kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu

Hollaröð kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu er komin á vefinn hjá okkur. Dómsstörf hefjast mánudaginn 30. maí kl. 8.00 og standa síðan linnulítið yfir fram til 10. júní. Alls eru skráð 571 hross til dóms á sýningunni.

Íbúafundur í félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri

Íbúafundur verður haldinn í félagsheimilinu á Kirkubæjarklaustri fimmtudaginn 26. maí 2011 kl.20:30. Farið verður yfir þróun eldgossins í Grímsvötnum, afleiðingar þess og stöðuna í dag.

Gosið í lágmarki

Stöku gufubólstrar rísa nú upp frá gígnum í Grímsvötnum líkt og gerði í allan gærdag og er gosið í lágmarki. Almannavarnir vara þó við því að sprengihætta sé ekki liðin hjá og mjög varasamt sé að nálgast eldstöðina. Á Kirkjubæjarklaustri og í nærsveitum er gott veður, hægviðri og væta.
Nú er unnið að hreinsun á öskufallssvæðum og verður settur meiri kraftur í það starf í dag og á morgun þegar meiri mannskapur og öflugri tæki koma á vettvang.

Yfirlitssýning á Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum fer fram dagana 28. og 29. maí, næstkomandi laugardag og sunnudag. Sýning hefst kl. 8.00 á laugardagsmorgun og kl. 9.00 á sunnudag. Hestakostur á sýningunni er firnasterkur svo sem áhugasamir notendur Worldfengs hafa væntanlega þegar áttað sig á. Það er því vert að hvetja hrossaræktaráhugafólk sérstaklega til að líta við á Sörlastöðum um helgina til að sjá fjöldan allan af glæsilegum gripum og afkastahrossum í samanburði.
Skipulagning þessara daga og röð flokka er eftirfarandi:

Ástand búpenings á gossvæðinu harla gott

Nú þegar rofað hefur til á áhrifasvæði eldgossins austur í Skaftárhreppi hafa menn getað hugað betur að búpeningi sínum. Að sögn Gunnars Þorkelssonar, héraðsdýralæknis á Kirkjubæjarklaustri, er ástandið á búpeningi með ágætum. Það var helst sauðfé sem varð fyrir barðinu á gosösku en nautgripir sluppu betur. Alls drápust níu kindur, sjö hröktust ofan í skurði (þar af tvö lömb) en ekki er ljóst hvernig tvær drápust.
„Ástandið á búfénaði er gott að öðru leyti en því að það er mjög slæmt í augum. Það er brýnt að reyna að hjálpa fénu með því að skola augun strax og ná sandinum og öskunni úr augunum,“ segir Gunnar að því er fram kemur fréttavef RÚV.

Flúorinnihald öskunnar lítið – regnvatn gæti þó mengast

Jarðvísindastofnun Háskólans hefur efnagreint tvö öskusýni úr Grímsvatnagosinu. Hið fyrra var tekið á Kirkjubæjarklaustri í upphafi öskufalls, rétt eftir miðnætti 22. maí, eða kl 0:58. Seinna sýnið tekið á Hörgslandi á Síðu að morgni 22. maí, kl. 8.45.
Útskolun vatnsleysanlegra efna af yfirborði öskunnar var gerð til að líkja efir efnasamsetningu regnvatns eftir fyrstu snertingu við öskuna. Skoltilraunin var gerð á 2 g af ösku í 10 ml af vatni. Innihald öskunnar af vatnsleysanlegum flúor á yfirborði er samkvæmt þessum mælingum 4,90 mg/l og 4,95 mg/l.

Mælingar á neysluvatni

Fimmtudaginn 26. maí næstkomandi mun heilbrigðisfulltrúi vera í fjöldahjálparstöðinni á Kirkjubæjarklaustri og meta neysluvatn. Hægt er að koma með neysluvatn til rannsóknar í félagsheimilið á morgun og fyrripart fimmtudags.
Mælt verður fyrir leiðni og sýrustigi í vatninu og út frá þeim mælingum metið hvort gera þurfi frekari aðkallandi mælingar.Íbúar Skaftárhrepps, sem ekki eru á samveitu Kirkjubæjarklausturs, eru sérstaklega hvattir til að notfæra sér þetta.

Gosið að fjara út

Eldgosið í Grímsvötnum virðist vera að fjara út. Aðeins gufustrókar koma úr gígnum á u.þ.b. mínútufresti að sögn Ásbergs Jónssonar sem staddur er við elsdstöðina ásamt 20 manna hópi frá ferðaskrifstofunni Nordic Visitor. Þetta kom fram í morgunútvarpi Rásar 2.

Fyrirtækjasöfnun vegna Grímsvatnagoss 2011

Eins og landsmönnum er kunnugt, hefur gosið í Grímsvötnum, sem hófst þ. 21. maí s.l. þegar valdið bændum og búaliði á því svæði, sem harðast hefur orðið úti af þess völdum, miklu tjóni og enn er ekki ljóst hversu víðtækt það er. Sem betur fer eru stofnanir og sjóðir í landinu sem bæta hluta þess skaða, sem gosið veldur, en lærdómur okkar af síðustu sambærilegum atburðum er sá, að margt er það sem út af stendur og verður ekki bætt með þeim hætti. Verða bændur því að óbreyttu að bera verulegan hluta af tjóninu sjálfir og er þar um svo stórar fjárhæðir að ræða fyrir einstaklingana, að slíkt myndi gera þeim ókleyft að halda áfram rekstri með sama sniði.

Yfirlit um stöðu mála

Dregið hefur úr gosinu og nær gosmökkurinn nú í 3-6 km hæð. Gjóskuframleiðsla hefur að sama skapi minnkað mikið en hins vegar hefur gríðarlegt magn af ösku fallið á landið og er ennþá í háloftunum. Gosið í Grímsvötnum er samkvæmt mati vísindamanna af sömu stærðargráðu og dæmigert Kötlugos. Strax fyrsta sólarhringinn í þessu gosi var öskufallið orðið jafnmikið og í öllu eldgosinu í Eyjafjallajökli. Öskufall er nú minna á Kirkjubæjaklaustri og nærsveitum en aftur móti töluvert þar fyrir austan, í Fljótshverfi og Öræfum. Ólíklegt er talið að gosið breyttist í hraungos þar sem stöðug vatnsáveita er inn í gíginn nema því aðeins að það dragist á langinn. Til þess að minnka öskufall og hefta öskufok þyrfti almennilegt slagveður. Útlit er fyrir rigningu suðaustanlands á föstudag.

Ekki kemur til greina að flytja fé af gossvæðinu að sögn ráðherra

Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra og Sigurgeir Þorgeirsson, ráðuneytisstjóri voru hér á Selfossi í morgun þar sem þeir funduðu með forsvarsmönnum Búnaðarsambands Suðurlands og Matvælastofnunar auk fulltrúa frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra vegna ástandsins, sem hefur skapast í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum. Um 20 þúsund fjár eru á svæðinu og mjólkurframleiðsla er á 25 bæjum. Um 1.800 nautgripir eru á svæðinu frá Álftveri austur að Skeiðarársandi.

Líklega mest öskufall í Öræfum í dag

Bjartara er yfir Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum í dag en í gær en töluvert öskufall var í gær og gærkvöldi suður og suðvestur af Vatnajökli. Búast má við talsverðu öskufalli í dag sem verður líklega verður einna mest í Öræfum. Björgunarsveitir eru lagðar af stað til að aðstoða bændur og leita að fé auk þess sem að um 6 teymi björgunarsveitarmanna eru á svæðinu og fara á milli bæja og aðstoða fólk.

Átaksverkefni til aðstoðar fólki á öskuslóðum

Sveitarfélögum verður boðið að ráða atvinnuleitendur og námsmenn til þess að sinna ýmsum störfum til aðstoðar fólki á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum. Þetta kemur fram á vef velferðarráðuneytisins en Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra kynnti tillögu þessa efnis á fundi ríkisstjórnar í morgun.
Efnt var til sambærilegs verkefnis vegna eldgossins í Eyjafjallajökli síðastliðið sumar en nokkuð var liðið á gosið þegar verkefnið hófst. Nú er áhersla lögð á að hrinda verkefninu í framkvæmd sem allra fyrst, í samráði við aðgerðastjórn og sveitarfélög á svæðinu, svo aðstoðin komi að sem mestu gagni.

Til mjólkurframleiðenda á Suðurlandi frá MS Selfossi

Eftirfarandi tilkynning hefur borist frá MS á Selfossi:
„Þar sem gætt hefur mikillar ösku og ryks, á nær öllu Suðurlandi af völdum eldgoss í Grímsvötnum, eru bændur, að beiðni héraðsdýralæknis, hvattir til að huga vel að frágangi mjólkurtanka með tilliti til þess að ryk komist ekki í mjólkina.
Ennfremur að gæta vel að sjálfu mjólkurhúsinu.“

Mjólkurflutningar með eins eðlilegum hætti og hægt er

Samkvæmt upplýsingum frá MS á Selfossi eru mjólkurflutningar á áhrifasvæði eldgossins í Grímsvötnum með eins eðlilegum hætti og hægt er miðað við aðstæður. Leyfi fékkst til þess að senda mjólkurbíl á svæðið strax í morgun þó þjóðvegurinn sé lokaður fyrir almenna umferð.

back to top