Sæðistaka úr Angus nautunum frá 2020 hafin
Sæðistaka úr Angus nautunum 3 sem eru búin að vera 9 mánuði í einangrun hófst í byrjun júlí. Nautin sem um ræðir eru Emmi 20401, Erpur, 20402 og Eðall 20403. Þau eru ársgömul og vega um eða yfir 600 kg. Öll eru undan Emil av Lillebakken 74028 sem er eitt af betri Angus nautum í Continue Reading »
Sumarlokun á skrifstofu BSSl
Vegna sumarleyfa! Frá mánudeginum 5. júlí til og með föstudagsins 23. júlí, er skrifstofan lokuð . Við bendum á eftirfarandi símanúmer og heimasíður ef á þarf að halda: Búnaðarsamband Suðurlands bssl.is sumarlokun þessar vikur. Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins rml.is Sími 516-5000 rml@rml.is Hafrannsóknastofnun, hafogvatn.is Magnús sími 575-2620/840-6320. Benóný sími 575-2622/868-7657 Skógræktin, skogur.is, 470-2000 Moli tölvur og tækni, Continue Reading »
Ræktum Ísland – Þingborg 14. júní
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heldur fundi um land allt fyrri hluta júnímánaðar til að ræða Ræktum Ísland! umræðuskjal um landbúnaðarstefnu fyrir Ísland við bændur og hagaðila og verður Með í för verða þau Björn Bjarnason og Hlédís H. Sveinsdóttir, sem mynda verkefnastjórn um landbúnaðarstefnu. Fleiri starfsmenn ráðuneytisins munu einnig taka þátt í fundunum.
Námskeið fyrir kúabændur á Suðurlandi.Beiðslisgreining og frjósemi mjólkurkúa
Námskeiðið er haldið af Búnaðarsambandi Suðurlands/Kynbótastöð ehf og verður á Stóra Ármóti fimmtudaginn 27.maí Kennari er Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Á námskeiðinu er fjallað um æxlunarlíffræði mjólkurkúa, skýrt út hvernig sæðing gengur fyrir sig, hvaða hormón stýra æxlunarferlinu, hvernig eggjastokkarnir breytast í gegnum gangferilinn. Gerð er grein fyrir hvernig frjósemi mjólkurkúa er háttað við íslenskar aðstæður, Continue Reading »
Klaufsnyrting og góð klaufhirða
Birkir Þrastarson sér um klaufsnyrtingu fyrir sunnlenska kúabændur á vegum Kynbótastöðvar ehf. sími hans er 897-4482. Góð klaufhirða bætir almenna líðan kúnna og eykur jafnframt nyt þeirra. Víða erlendis hafa rannsóknir sýnt fram á aukningu í nyt um 5 8% og enginn vafi talinn á fjárhagslegum ávinningi af reglulegri klaufsnyrtingu. Í Þýskalandi hefur t.d. verið Continue Reading »
Verðlaun fyrir afurðahæsta búið og afurðamestu kúna á Suðurlandi 2020
Á aðalfundi Félags Kúabænda á Suðurlandi þann 25. febrúar veitti Búnaðarsambandið verðlaun fyrir afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi 2020 sem var hjá Fanneyju og Reyni Hurðarbaki en meðalafurðir voru 8.445 kg/árskú Einnig fyrir afurðahæstu kúna á Suðurlandi 2020 sem var Ösp 1280, Birtingaholti 4 hjá Fjólu og Sigurði en hún mjólkaði 14.062 kg Þá voru veitt Continue Reading »
Páskafrí frjótækna
Frjótæknar eru í fríi á stórhátíðardögum en þeir eru m.a. föstudagurinn langi og páskadagur sem nú eru 2. og 4. apríl. Aðrir stórhátíðardagar eru nýársdagur, hvítasunnudagur, 17. júní og jóladagur.
Fjárfestingastuðningur í nautgriparækt
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um fjárfestingastuðning í nautgriparækt í samræmi við reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1252/2019, VIII. kafla. Umsóknum um fjárfestingastuðning vegna framkvæmda á árunum 2020-2021 skal skilað inn rafrænt á afurd.is eigi síðar en 31. mars. Skilyrði fyrir veitingu fjárfestingastuðnings er að finna í 26. gr. reglugerðarinnar og eru vegna: Nýframkvæmda Endurbóta á eldri Continue Reading »
Mjaltaþjónn á Stóra Ármót
Ákveðið var af stjórn Stóra Ármóts ehf að athuga með kaup á mjaltaþjóni fyrir kúabúið á Stóra Ármóti Gengið var til samninga við Landstólpa ehf um kaup á Fullwood Merlin2 mjaltaþjóni. Á myndinni má sjá Eirík Arnarsson sölustjóra Landstólpa og Svein Sigurmundsson framkvæmdastjóra Stóra Ármóts ehf með sitthvort samningseintakið um kaupin en mjaltaþjóninn er væntanlegur Continue Reading »
Angus kvígurnar hjá Nautís farnar að bera
Angus kvígurnar frá árinu 2018 eru farnar að bera á einangrunarstöðinni á Stóra Ármóti. Fæddir eru 3 kálfar tvær kvígur og eitt naut og von á fleirum næstu daga. Kvígurnar voru sæddar með innfluttu sæði úr úrvalsnautinu Jens av Grani 74061. Burður gekk vel og hratt fyrir sig. Kálfarnir eru sprækir en fremur smáir enda Continue Reading »
Fréttir frá Nautís
Aðalfundur Nautís var haldinn 12. febrúar. Þar voru lagðir fram til afgreiðslu reikningar síðustu tveggja ára ásamt skýrslu stjórnar. Baldur Helgi Benjamínsson flutti erindi sem fjallaði um af hverju Aberdeen Angus kynið varð fyrir valinu sem m.a. er vegna þess að kynið kemur vel út í samanburði við önnur holdanautakyn í umræðunni um loftslagsmál. Angus Continue Reading »
Tollamál og tollvernd landbúnaðarins
Búnaðarsamband Suðurlands hefur fengið Ernu Bjarnadóttur hagfræðing og verkefnastjóra Mjólkursamsölunnar til að flytja erindi um tollamál og tollasamninga sem varða landbúnað og svara spurningum í hádeginu föstudaginn 19. febrúar. Fundurinn hefst kl 12:00. Hlekkur til að tengjast fundinum
Aðalfundur Félags Kúabænda á Suðurlandi
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi árið 2021 verður haldinn í fjarfundi fimmtudaginn 25. febrúar og hefst kl. 10:00 Vegna skipulagningar verða þeir sem ætla að taka þátt í fundinum að senda tölvupóst á netfangið hallieinars@gmail.com og fá þá senda slóð til að tengjast inn á fundinn. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf : Skýrsla stjórnar. Reikningar félagsins Continue Reading »
Svartiskúti Kiðafelli
Í morgun fæddist fyrsti Angus kálfurinn hjá bónda úr fósturvísaskoluninni frá janúar á síðasta ári. Faðir er Draumur 18402 og móðir Sveina 0004 undan Stóra Tígri. Fósturvísirinn var settur upp 7. maí og eru 269 dagar síðan. Kálfurinn er fæddur á Kiðafelli í Kjós og er nautkálfur sem nefndur hefur verið Svartiskúti. Áður hafði fæðst Continue Reading »
Sæðistökuvertíð lokið
Í dag 21. desember lauk 53 sæðistökuvertíðinni hjá Sauðfjársæðingastöð/Kynbótastöð ehf. Þátttaka er meiri en í fyrra og veðurfar hefur verið hagstætt fyrir utan hvassviðri við suðurströndina fyrstu dagana. Ekki er vitað til að sending hafi misfarist vegna veðurs. Heildarútsending var 18200 skammtar af hrútasæði og miðað við nýtingu síðustu ára gætu verið að 12.000 til Continue Reading »
Af sauðfjársæðingum
Í dag 10. desember var sent sæði í 2070 ær frá Sauðfjársæðingastöðinni og er það mesta útsending á einum degi í mörg ár. Einn hrútur hefur verið felldur en það er Mínus frá Mýrum 2 í Hrútafirði sem var úr hnjálið á afturfæti. Ónothæft sæði var úr Muninn frá Yzta Hvammi í Aðaldal þangað til Continue Reading »
Hrútaskráin komin til dreifingar
Lokið var við að prenta hrútaskránna fyrir 2020-2021 í gær og er hún því komin í hús hér hjá Búnaðarsambandinu að Austurvegi 1 Selfossi. Einnig verður hægt að nálgast hana í þeim sveitaverslunum og þjónustustöðum sem gefa leyfi fyrir því að hún liggi frammi. Frjótæknarnir verða með hana í bílunum amk fyrst um sinn og Continue Reading »
Hrútaskráin komin á vefinn
Hrútaskráin fyrir komandi sæðistökuvertíð er komin á vefinn. Mikið og gott úrval af hrútum. Hyrndir hrútar eru 14, kollóttir eru 7 og einn ferhyrndur, einn forystu hrútur og feldhrútur. Sauðfjársæðingarnar byrja 1. desember og standa til 21. sama mánaðar. Einungis 2 hrútar neðar en 113 í kynbótaeinkunn fyrir gerð en það eru Móri frá Bæ Continue Reading »
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn miðvikudaginn 18. nóvember með ZOOM fjarfundarbúnaði og hefst fundurinn kl 13:00. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun formaður Bændasamtakanna Gunnar Þorgeirsson verða á fundinum og flytja ávarp. Oddný Steina Valsdóttir varaformaður BÍ mun fjalla um uppstokkun á félagskerfi bænda. Ársrit Búnaðarsambandsins fyrir 2019 er komið út og hér fyrir neðan er tengill Continue Reading »
Skila þarf haustskýrslu í Bústofni eigi síðar en 20. nóvember 2020.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur opnað fyrir skráningar á haustskýrslum fyrir árið 2020 í Bústofni. Í samræmi við 10. gr. laga um búfjárhald nr. 38/2013, er öllum umráðamönnum búfjár skylt að skila árlega rafrænni haustskýrslu í Bústofni, eigi síðar en 20. nóvember. Í haustskýrslunni skal koma fram fjöldi ásetts búfjár af hverri tegund, allt búfé í hagagöngu og Continue Reading »