Staðið verður við búvörusamninga

Flest bendir til að búvörusamningar bænda verði ekki skertir frekar á komandi fjárlögum en verulegs niðurskurðar sé að vænta í nýjum búnaðarlagasamningi. Með því er eftir megni reynt að komast hjá frekari skerðingu á kjörum bænda. Þetta kemur fram á vef Bændablaðsins og er að sögn haft eftir heimildum innan úr stjórnkerfinu.

Meðferð sauðfjár í réttum

Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun, hefur tekið saman nokkra punkta um meðferð sauðfjár í réttum. Punktar Þorsteins eru vel þess virði að lesa þá og fara hér á eftir:

KS býður skagfirskum sauðfjárbændum vaxtalaust lán

Kaupfélag Skagfirðinga í samstarfi við Leiðbeiningamiðstöðina hefur ákveðið að bjóða sauðfjárbændum í Skagafirði hagstæð lán til til fjölgunar sauðfjár með aukinni framleiðslu og bættri afkomu að leiðarljósi með svo kölluðu Bústofnsláni KS að því er fram kemur á feykir.is.
Sauðfjárbændur fengu bréf þess efnis nú í vikunni en það gengur út á það að lánað verður á ásetta gimbur umfram það sem þarf til að viðhalda fjárstofni sem er um 15-20%. Miðað er við að fjölgun sauðfjár hjá lántakenda verði að lágmarki miðað við 30 lífgimbrar og nemur upphæðin kr. 9.000 á hverja lífgimbur. Lánað verður til 5 ára og er lánið vaxtalaust en verðtryggt.

Gleymdir þú að senda vorupplýsingar í uppgjör?

Þar sem uppgjöri á vorupplýsingum er að ljúka er því beint til fólks hvort gleymst hafi að senda upplýsingarnar til uppgjörs. Til að ljúk frágangi þarf að fara í skil að vori og senda vorgögnin í uppgjör. Á hverju ári eru örfáir skýrsluhaldarar þar sem þessi aðgerð misferst. Á annan hátt getum við hins vegar ekki fengið vitneskju um að upplýsingarnar séu frágengnar og megi senda haustbókina. Ef þú ert í hópi þeirra örfáu sem hafa ekki enn lokið skráningu vorupplýsinga ertu hvattur til að gera það strax og senda síðan til uppgjörs.

Rekstur síðasta árs gekk vel

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn á Kirkjubæjarklaustri 31.ágúst síðastliðinn. Halda átti aðalfundinn í apríl síðastliðnum en honum var frestað vegna eldsumbrotanna í Eyjafjallajökli. Í skýrslum formanns, Guðbjargar Jónsdóttur og framkvæmdastjóra, Sveins Sigurmundssonar kom m.a. fram að störf síðastliðins árs mótuðust að töluverðu leyti af þeirri efnahagslegu kreppu sem íslenskt samfélag hefur búið við. Þá fjölluðu þau um þær aðgerðir sem ráðist var í af hálfu Búnaðarsambandsins og annarra aðila í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli.

Norskir bændur söfnuðu 7,7 milljónum króna fyrir bændur á gossvæðinu

Í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli ákváðu norsku bændasamtökin í samvinnu við ýmis fyritæki í landbúnaði þar í landi að hrinda af stað fjársöfnun fyrir bændur á gossvæðinu. Á fundi NBC, samtaka bænda á Norðurlöndunum, var tilkynnt að safnast hefðu 406 þúsund norskar krónur í söfnuninni sem jafngildir rúmlega 7,7 milljónum íslenskra króna. Það var Nils T. Bjørke, formaður Norges bondelag, sem afhenti Eiríki Blöndal framkvæmdastjóra BÍ og Ernu Bjarnadóttur hagfræðingi samtakanna hina veglegu peningagjöf. Hann sagði við það tilefni að norskir bændur hefðu alltaf átt gott samstarf við stéttarsystkin hér á landi og það hefði því ekki verið erfitt að sameina norska bændur um að láta fé af hendi rakna í söfnunina.

SS breytir verðskrá

Sláturfélag Suðurlands gaf í gær út nýja verðskrá. Helstu breytingar eru að verð hækkar í vikum 40-42 og þrepum í verðskrá er fjölgað úr fimm í sjö. Við bedum sauðfjárbændum á að búið er að taka þessar breytingar inn í verðsamanburð LS á www.saudfe.is.

Niðurstöður úr gróðursýnum fyrir flúor-, steinefna- og járnmælingar af gossvæðinu

Dagana 11.-12. ágúst sl. voru tekin gróðursýni í Skaftártungum, Álftaveri, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, Landeyjum og Fljótshlíð. Alls voru þetta 11 sýni; 7 sýni voru af fyrsta endurvexti frá Butru, Hlíð, Giljar, Hraungerði, Ytri-Ásar, Efsta-Grund og Núpur, 2 af öðrum endurvexti, frá Voðmúlastöðum og Þorvaldseyri og 2 af óslegnum túnum frá Sólheimahjáleigu og Raufarfelli.
Niðurstöður mælinganna má sjá í töflu hér fyrir neðan:

Sláturleyfishafar breyta verðskrám

Fimm af sjö sláturleyfishöfum hafa gert breytingar á verðskrám sínum á síðustu dögum. Í flestum tilfellum snúast breytingarnar um að dregið er úr verðmun milli vikna en sauðfjárbændur hafa lýst verulegri óánægju með hversu mikill munur er á verðum eftir tímabilum. Meðal annars ályktaði stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) 24. ágúst síðastliðinn þar sem verðstefnu sláturleyfishafa var mótmælt.
Eitthvað hafa sláturleyfishafar því tekið gagnrýnina til sín en hins vegar er það almenn skoðun bænda að allt of skammt sé gengið í leiðréttingu á verðmuni milli tímabila. Þá er ljóst að vegið meðalverð hefur sáralítið hækkað frá fyrra ári. Vegin afurðaverðshækkun nú sé 1,3 prósent en vanti 15,3 prósent til viðbótar til að ná viðmiðunarverði sem LS hafa gefið út.

SS hækkar verð á R2 og FR3

Sláturfélag Suðurlands hefur ákveðið að hækka tvo flokka kindakjöts frá þeirri verðskrá sem er í nýlegu fréttabréfi félagsins. Grunnverð á dilkaflokki R2 er hækkað um 10 kr/kg og er þar með það sama og SKVH/KS greiðir. Jafnframt er grunnverð á ærkjötsflokki FR3, sem megnið að ám flokkast í, hækkað um 9 kr/kg og greiðir SS þar með sama meðalverð fyrir kjöt af fullorðnu og SKVH/KS.

Leiðbeiningar vegna smölunar og haustleita

Þorsteinn Ólafsson dýralæknir nautgripa- og sauðfjársjúkdóma hjá Matvælastofnun hefur tekið saman stuttar leiðbeiningar um hvað helst ber að varast og hvernig best er að bera sig að til að allir, dýr og menn, komi heilir heim. Leiðbeiningar Þorsteins fara hér á eftir:

Útlit fyrir versnandi kjör bænda

Útgjöld til landbúnaðarmála verða að lækka á næsta ári eins og aðrir útgjaldaliðir ríkisins, að sögn Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra. Bændur standa því frammi fyrir 9% lækkun en beingreiðslur til þeirra eru stærsti liðurinn.
Bændasamtökin hafa mótmælt þessari skerðingu. Ríkið hafi gert samning við bændur á síðasta ári og við hann verði að standa. Í þessu sambandi má einnig nefna að 1. júlí s.l. hætti ríkið að greiða 8% mótframlag í Lífeyrissjóð bænda sem er bein tekjuskerðing hjá bændum.

Fjárflutningar úr sumarhögum í Meðallandi og af Síðunni

Í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli sl. vor var allmargt fé flutt í sumarhaga frá þeim svæðum sem verst urðu út í öskufallinu, undan Eyjafjöllum og úr vesturhluta Mýrdals. Flest féð var flutt á vegum Búnaðarsambands Suðurlands austur yfir Kúðafljót, í Meðalland og á Síðuna. Næstkomandi fimmtudag 26. ágúst verður svokölluð Leiðvallagirðing í Meðallandi smöluð, undir stjórn Hermanns Árnasonar starfsmanns Búnaðarsambands Suðurlands.

Flúor í gróðursýnum langt undir hættumörkum

Dagana 11.-12. ágúst sl. voru tekin gróðursýni í Skaftártungum, Álftaveri, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, Landeyjum og Fljótshlíð. Alls voru þetta 11 sýni; 7 sýni voru af fyrsta endurvexti, 2 af öðrum endurvexti og 2 af óslegnum túnum. Niðurstöðurnar eru á bilinu 2,61 – 5,63 mg flúors í kg. Viðmiðunarmörk fyrir sauðfé eru 70-100 mg í kg og fyrir nautgripi og hross 25-30 mg í kg.

Hollaröð á yfirlitssýningu

Yfirlitssýningar síðusumarsýningar kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum fer fram á morgun fimmtudaginn 19. ágúst 2010. Sýningin byrjar stundvíslega kl. 8.00.
Hollaröð á sýningunni má sjá hér fyrir neðan með því að smella á lesa meira.

Allir sláturleyfishafar búnir að birta verð

Allir sláturleyfishafar hafa nú birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárslátrun í haust. Verð eru að mestu óbreytt frá síðasta ári hjá öllum sláturleyfishöfum utan að svokölluð geymslugjöld verða ekki greidd af sláturleyfishöfum í ár eins og verið hefur. Geymslugjöld eru 35,25 krónur á hvert kíló af öllu kindakjöti en nokkuð mismunandi er hvernig þeirri lækkun er dreift hjá sláturleyfishöfum. Í einhverjum tilvikum er lækkunin einungis á dilkakjöti sem gerir að verkum að hún er öllu meiri, eða allt að 39 krónur á kíló.

Áhrif öskufalls á át og lystugleika heys hverfandi

Birtar hafa verið niðurstöður úr athugun á áhrifum ösku á verkun og lystugleika gróffóðurs sem gerð var á Stóra-Ármóti fyrr í sumar. Tekin voru sýni á fjórum bæjum þar sem öskufall var mismikið og áhrif þess á verkun könnuð. Þá voru fengnar rúllur frá þremur bæjum þar sem öskufall var mismikið og át og lystugleiki þess borin saman við ómengað hey á Stóra-Ármóti.
Helstu niðurstöður eru þær að áhrif öskufallsins eru lítil og það eru aðrir þættir í verkunarferlinum sem ráða meiru um hversu heyið verður lystugt og ést vel.

Stýrivextir Seðlabankans lækka um 1%

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 1%. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnanna lækka í 5,5%. Vextir á lánum gegn veði til 7 daga lækka í 7,0%, það eru hinir eiginlegu stýrivextir.

Norðlenska birtir verð á sauðfjárafurðum

Norðlenska hefur tekið ákvörðun um verðlagningu sauðfjárafurða fyrir haustið 2010. Niðurstaðan er sú að greiða svipað verð og á síðasta ári fyrir dilkakjöt, að frádregnum 39 krónum vegna geymslugjalds, sem fram til þessa hefur verið greitt til afurðastöðva en samkvæmt nýjustu breytingum rennur nú beint til bænda. Verð fyrir kjöt af fullorðnu verður óbreytt frá fyrra ári.

Yfirlit síðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýning síðsumarsýningar á Gaddstaðaflötum fer fram fimmtudaginn 19. ágúst og hefst stundvíslega klukkan 8:00. Röð flokka verður eftirfarandi:
• 7v. og eldri hryssur.
• Hádegishlé

back to top