Umsóknir um styrk vegna þróunar- og jarðabótaverkefna

Nú er rétt að huga að þróunar- og jarðabótaúttektum. Umsóknir eiga að berast til Búnaðarsambandsins fyrir lok september, annað hvort með umsóknareyðublaði eða með vefumsókn sem hvort tveggja er að finna hér á vefnum.

Afurðir fara vaxandi

Uppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir júlí hefur verið birt á vef BÍ. Afurðir hér á Suðurlandi standa nú í 5.481 kg/árskú sem er 41 kg meira en um áramótin síðustu. Af sýslunum fjórum eru afurðir nú mestar í Rangárvallasýslu eða 5.594 kg /árskú. Á landsvísu standa afurðir eftir árskú nú í 5.327 kg.

LK vill að breytingar á búvörulögum verði samþykktar

Landssamband kúabænda skilaði í gærkvöldi inn umsögn um frumvarp til breytinga á búvörulögum, til Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Þar kemur fram að LK vill að frumvarpið verði að lögum hið fyrsta. Umsögnin fer hér á eftir í heild sinni:

LK gerir athugasemdir við mjólkurfrumvarpsumræðu

Landssamband kúabænda hefur sent frá sér athugasemdir vegna umræðu um frumvarp til breytinga á búvörulögum sem hefur verið fyrirferðarmikil í fjölmiðlum að undanförnu. Þar segir m.a. að það sé rangt sem fram kom í Kastljósinu í gær að LK sé mótfallið heimavinnslu mjólkur, þvert á móti telji LK að heimavinnsla auki fjölbreytni á mjólkurvörumarkaði og geti skapað sóknarfæri mjólkurframleiðendur. Athugasemdirnar fara hér á eftir:

Bændasamtökin vilja að breytingar á búvörulögum verði samþykktar

Bændasamtök Íslands hafa sent Alþingi umsögn sína um frumvarp til breytinga á búvörulögum sem nú liggur fyrir Alþingi. Í umsögn sinni mælast samtökin til að frumvarpið verði samþykkt í núverandi mynd og jafnframt er vakin athygli á að með frumvarpinu sé ekki lögð til eðlisbreyting á núgildandi lögum varðandi heimildir til að markaðsetja mjólk sem framleidd sé utan greiðslumarks heldur verði ákvæði um óheimila markaðsetningu og sektir við slíkum brotum skýrð og einfölduð. Þær tillögur eru mjög til bóta að mati samtakanna.

Súpufundir LS 16.-18. ágúst n.k.

Í næstu viku munu Landssamtök sauðfjárbænda gangast fyrir sjö almennum bændafundum um land allt. Fundirnir verða tvískiptir. Annarsvegar munu formaður og framkvæmdastjóri LS fjalla um störf samtakanna og verkefnin framundan m.a. viðmiðunarverð samtakanna stöðu á markaði og fleira. Hinsvegar mun verða flutt erindi sem þeir Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur og Jóhannes Sveinbjörnsson fóðurfræðingur hafa tekið saman. Þar verður fjallað um möguleika bænda til að auka tekjur sínar og hvaða áhrif ýmsar áherslur í ræktunarstarfi og meðhöndlun lamba á haustin geta haft á búreksturinn.

Ungir bændur álykta vegna umræðu um mjólkurfrumvarpið

Stjórn Samtaka ungra bænda hefur sent frá sér ályktun í kjölfar umræðu um fyrirhugaða breytingu á búvörulögum. Þar fagnar stjórnin frumvarpinu og telur að það verði til þess fallið að styrkja grundvöll mjólkurframleiðslu í hinum dreifðu byggðum landsins. Ályktunin fer hér á eftir:

Hollaröðun á síðsumarsýningu

Hollaröðun á síðsumarsýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum er komin á vefinn hjá okkur en dómar hefjast n.k. föstudag 13. ágúst. Hægt er að skoða röðina með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan.

LS gefur út viðmiðunarverð á kindakjöti

Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda ákvað á fundi á mánudag að nýta heimild sína til að gefa út viðmiðunarverð á kindakjöti. Verðið gildir fyrir komandi sláturtíð. Verðskráin hækkar um 5% frá fyrra ári sem er nánast það sama og hækkun vísitölu neysluverðs á tímabilinu. Sölusamdráttur varð á innanlandsmarkaði 2009. Á heildina litið hefur innanlandssala verið með svipuðu móti fyrstu 6 mánuði þessa árs, en það sem af er sumri er þó betra en í fyrra. Vegna stóraukins útflutnings hefur afsetning hinsvegar gengið mun betur en 2009. Stjórnin telur því svigrúm til að hækka viðmiðunarverðið um sem nemur vísitöluhækkun og örlítið umfram það vegna almennra kostnaðarhækkana.

Hafnar lögfræðiáliti frá árinu 2005

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hafnar lögfræðingaáliti sem lögfræðingar ráðuneytisins gerðu 2005. Samkvæmt því er heimilt að framleiða og selja mjólk utan greiðslumarks þrátt fyrir ákvæði búvörulaga.
Margir hafa beint spjótum sínum að frumvarpi Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra sem felur í sér að þeir sem framleiða mjólk utan greiðslumarks þurfi að greiða sekt. Samkeppniseftirlitið telur þetta ákvæði koma sér illa fyrir neytendur og stuðla að fákeppni. Jón Bjarnason svaraði því þannig til í kvöldfréttum RÚV klukkan sjö að eftirlitið væri á móti landbúnaði.

Skylt verður að merkja erfðabreytt matvæli

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ákveðið að setja reglugerð, sem kveður á um skyldu til að merkja sérstaklega allar matvörur sem markaðsfærðar eru hér á landi og innihalda hráefni úr lífverum sem flokkast undir að vera erfðabreyttar. Stuðst verður við samsvarandi reglur Norðmanna og mun ný reglugerð taka gildi fljótlega, með nauðsynlegum aðlögunartíma fyrir framleiðendur og söluaðila. Undirbúningur að setningu reglna í þessum tilgangi hefur staðið yfir í ráðuneytinu um alllanga hríð að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu.

Breyting á fyrirkomulagi á síðsumarsýningu á Gaddstaðaflötum

Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru í hrossahaldi landsmanna, hefur verið ákveðið að vel athuguðu máli, að hætta að sinni við þá nýbreytni og tilraun sem til stóð að framkvæma á komandi síðsumarsýningu á Hellu að blanda saman reið á beinni braut og hringvelli.

Flúor í gróðursýnum undir Eyjafjöllum er langt undir hættumörkum

Dagana 25. – 28. júlí sl. voru tekinn gróðursýni undir Eyjafjöllunum. Fjögur sýni úr túnum og eitt úr úthaga og eru niðurstöðurnar á bilinu 6,9 – 12,5 mg í kg. Viðmiðunarmörk fyrir sauðfé eru 70-100 mg í kg en 25-30 mg í kg fyrir nautgripi og hross. Það virðist hins vegar enn vera flúor í öskunni og þegar hún fer af stað hækkar flúorinn. Lítið hefur rignt í sumar og því gengur hægt að skola flúorinn úr öskunni.

Fyrstu niðurstöður úr rekstri Sunnu-búa árið 2009

Nú liggja fyrir meginlínur í uppgjöri búreikninga Sunnubúanna fyrir árið 2009. Nokkur bú eiga þó enn eftir að skila inn rekstrarreikningum. Alls taka þátt í verkefninu milli 70-80 kúabú. Til að fá fyrstu vísbendingar um afkomu ársins 2009 hefur verið tekið saman yfirlit um rekstrartölur 48 kúabúa á Suðurlandi árið 2009 og þær bornar saman við rekstur sömu búa 2008. Niðurstöður rekstrarreikninga þessara búa má sjá í töflunni hér að neðan, tölurnar frá 2008 hafa verið færðar á verðlag ársins 2009 með meðalhækkun á vísitölu neysluverðs, 12,0%.

Síðsumarsýning á Gaddstaðaflötum hefst á föstudaginn

Vegna mikilla skráninga mun kynbótasýningin á Gaddstaðaflötum hefjast föstudaginn 13. ágúst.

KS hefur birt afurðaverð sauðfjár

Kjötafurðastöð KS birti fyrir helgina afurðaverð sitt fyrir haustið 2010. Verðskráin er uppbyggð á sama hátt og verðskrá SS sem birt var fyrir skömmu þ.e. verðið er hæst í vikum 36 og 37, fer svo stiglækkandi og verður lægst í vikum 41-43.

Rússar setja útflutningsbann á korn

Í síðustu viku hækkaði verð á korni um ein 70% í Rússlandi og nú hafa Rússar sett á útflutningsbann á korni. Þetta þýðir það að yfirvöld stjórna nú markaðnum með hámarkshagnað í huga. Ástæðan fyrir þessu eru þurrkarnir sem geysa í Rússlandi og Úkraínu en bæði löndin framleiða mikið af því korni sem selt er á heimsmarkaði. Heimsmarkaðsverð á korni hefur hækkað um 50% frá því í júní.

Tvær reglugerðarbreytingar varðandi sauðfjárrækt

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur nýlega gert tvær reglugerðarbreytingar er varða sauðfjárrækt.
Annars vegar varð gerð lítils háttar breyting á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landssvæða. Breytingin felst í því að nú er gerð krafa um að þeir sem óska eftir leyfi til að kaupa lömb skv. reglugerðinni þurfa að hafa skráð fjármark.

Ráðherra leitar leiða til að hamla á móti þróuninni

Landbúnaðarráðherra reyndi að koma í veg fyrir það að Arion banki seldi tvö svínabú sem hann eignaðist í byrjun ársins enda telur hann að bankinn og forverar hans beri mikla ábyrgð á alvarlegri stöðu svínaræktarinnar. Hann íhugar aðgerðir til að hamla á móti þessari þróun í samvinnu við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Kornþurrkunarstöð við Þjórsá?

Hugmyndir hafa komið fram um að byggja stóra kornþurrkunarstöð við Þjórsá, í tengslum við fyrirhugaðar virkjanir. Unnt er að auka mjög hlut innlendra hráefna í fóðri dýra, ekki síst svína en til þess þarf að stórauka kornrækt í landinu. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

back to top