Hrossaræktendur og knapar á Suður- og Suðvesturlandi

Fundur verður haldinn í félagsheimili Sleipnis á Selfossi annað kvöld, miðvikudagskvöldið 2. júní kl. 20:00. Fundarefnið er skipulag kynbótasýninga á Suður- og Suðvesturlandi það sem eftir lifir sumars.

Landsmóti hestamanna frestað

Ákveðið var á fundi hagsmunaaðila í hrossarækt í dag að fresta landsmóti hestamanna í sumar vegna hrossapestarinnar sem herjað hefur á íslenska stofninn. Ríkisútvarpið hafði eftir Haraldi Þórarinssyni, formanni stjórnar landsmótsins, að þetta hafi verið erfið en nauðsynlega ákvörðun.

Stjórn LK lýsir óánægju með frystingu kvótaviðskipta til 1. des.

Stjórn Landssambands kúabænda samþykkti í síðustu viku bókun um nýja reglugerð sjávarútvegs- og landbúnaðrráðherra um mjólkurkvótamarkað. Þar kemur fram ánægja með uppsetningu miðlægs markaðar með mjólkurkvóta en óánægja með frystingu á viðskiptum með mjólkurkvóta fram til 1. des. n.k. Stjórn LK vill flýta fyrsta markaði til 15. september n.k. Þessi óánægja er mjög í takt við raddir kúabænda víðs vegar um land.
Bókunin fer hér á eftir:

Heymiðlun vegna eldgossins

Á vegum samtaka bænda og sveitarfélaganna Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps hefur verið sett á fót heymiðlun með það að markmiði að tryggja þeim bændum sem ekki hafa aðstöðu til þess að afla þeirra viðbótarheyja sem þarf vegna tjónsins af völdum gossins aðgang að góðu heyi.

Niðurstöður úr gróðursýnum teknum 20.-21. maí 2010

Komnar eru niðurstöður úr gróðursýnum sem tekin voru 20.-21. maí s.l. á vefinn hjá okkur. Sýnin voru tekin eftir að rignt hafði í um tvo daga og því hafa mál færst mjög til betri vegar. Flúorstyrkur var í öllum tilfellum um eða vel fyrir neðan þolmörk sauðfjár eða á bilinu 31-83 mg/kg F þurrefnis en þolmörkin eru 75-100 mg/kg F þurrefnis.
Á bæjunum Raufarfelli, Ytri Ásum og Sólheimahjálegu var styrkur flúors yfir þolmörkum nautgripa og hesta og voru á bilinu 59-83 mg/kg F þurrefnis en þolmörk nautgripa og hesta er 30-40 mg/kg F þurrefnis.

Stjórn BSSL leggur áherslu á að starfsmaður Bjargráðasjóðs verði staðsettur á áhrifasvæði gossins

Stjórn Búnaðarsambandsins fundaði í morgun og fór yfir stöðu mála varðandi vinnu Búnaðarsambandsins varðandi afleiðingar eldgossins í Eyjafjallajökli. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri, fór yfir stöðuna á búfjárflutningum af svæðinu. Fram kom að farið hafi verið í þrjár skipulagðar heimsóknir ráðunauta á þá bæi sem verst urðu úti. Bændasamtökin og önnur búnaðarsambönd hafa lagt okkur lið og er Búnaðarsamband Suðurlands þeim þakklátt fyrir þeirra framlag. Nú eru ráðunautar m.a. að meta fóðurþörf á svæðinu og að gera ráðstafanir í samráði við bændur, viðkomandi sveitarfélög og Bjargráðasjóð um framhaldið.
Þó að í það minnsta sé hlé á gosinu þá er mikið vandamál varðandi fok á ösku á svæðinu.

Bændum á gossvæðinu boðið á landsleik

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið að bjóða bændum á gossvæðinu á vináttulandsleik Íslands og Andorra sem fer fram á Laugardalsvelli á morgun laugardaginn 29. maí kl. 16:00.
Þeir bændur sem hyggjast þiggja boðið er vinsamlegast bent á að hafa samband við skrifstofu KSÍ í dag föstudag í síma 510-2900 fyrir kl. 16:00. Þá verða miðar teknir frá en þá er síðan hægt að nálgast á vellinum í sérstöku boðsmiðahliði.

Sérstakir orlofsstyrkir úr Orlofssjóði BÍ til bænda á áhrifasvæði gossins

Vegna sérstakra aðstæðna hefur stjórn Orlofssjóðs BÍ ákveðið að styrkja bændur sérstaklega á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Hámarksfjárhæð orlfsstyrks hefur þannig verið hækkuð í kr. 82.500 fyrir bændur á skilgreindu áhrifasvæði gossins. Umsóknarfrestur er til 15. júní 2010.
Á heimasíðu BÍ er að finna úthlutunarreglur, umsóknareyðublað og þau tilboð og afslætti sem standa til boða.

Tilkynning til bænda á hamfarasvæðum um greiðslumark mjólkur

Þann 18. maí s.l. samþykkti Alþingi breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Tilgangur breytinganna var m.a. sá að veita heimild til að kúabændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli geti notið stuðnings af beingreiðslum, þó framleiðsla þeirra hafi raskast eða lagst niður.

Hollaröð á yfirlitssýningu á Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum fer fram á morgun föstudaginn 28. maí og hefst kl. 10:00. Byrjað verður á hryssum í flokki 7 vetra og eldri og endað á stóðhestum 7 vetra og eldri. Reiknað er með að hádegishlé verði tekið þegar sýningum á 5 vetra hryssum er lokið, þannig að eftir hádegi verður byrjað á 4 vetra hryssum og síðan yngstu stóðhestunum.
Röð hrossa á yfirlitssýningunni verður eftirfarandi:

Sjö milljónir íslenskra króna lagðar í styrktarsjóð vegna eldgossins

Norska bændahreyfingin og fleiri fyrirtæki í Noregi hafa ákveðið að styðja við bakið á íslenskum bændum sem hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af gosinu í Eyjafjallajökli. Þeir hafa lagt 7 milljónir íslenskra króna í sjóð sem Bændasamtökum Íslands er ætlað að ráðstafa til þeirra bænda sem eiga í hlut.

Yfirlitssýning Sörlastöðum

Yfirlitssýning kynbótahrossa á Sörlastöðum er á morgun föstudaginn 28. maí og hefst kl. 10:00. Byrjað verður á hryssum í flokki 7 vetra og eldri og endað á stóðhestum 7 vetra og eldri. Reiknað er með að hádegishlé verði tekið þegar sýningum á 5 vetra hryssum er lokið, þannig að eftir hádegi verður byrjað á 4 vetra hryssum og síðan yngstu stóðhestunum.

Tilkynning vegna kynbótasýningar á Gaddstaðaflötum

Enn hefur verið ákveðið að framlengja skráningarfrest á kynbótasýninguna á Gaddstaðaflötum við Hellu. Síðasti skráningardagur verður fimmtudagurinn 27. maí. Bændasamtök Íslands hafa gefið leyfi til að sýningin standi til 18. júní.

Þungu fargi létt af bændum

Svo virðist sem eldgosinu í Eyjafjallajökli sé lokið, a.m.k. í bili. Menn hafa varann á sér en gosið 1821 til 1823 lét stundum ekkert á sér kræla svo mánuðum skipti en tók sig svo upp aftur af tvíefldum krafti. Það er hins vegar vonandi að slíkt gerist ekki nú.
Bændur á öskufallssvæðinu eru þegar teknir til við hreinsunarstörf og þau vorverk sem hafa orðið að bíða vegna gossins.

MS fór ekki út fyrir ramma samkeppnislaga

Samkeppniseftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á meintri misnotkun Mjólkursamsölunnar á markaðsráðandi stöðu á markaði fyrir framleiðslu og heildsölu á mjólkurvörum. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að þau gögn sem aflað var í málinu gefi til kynna að MS hafi brugðist við aukinni samkeppni á markaði sem ríkti eftir innkomu Mjólku á markað árið 2005 og stóð til ársins 2009 af festu og afli. Hin aukna samkeppni hafi veitt Mjólkursamsölunni umtalsvert og nauðsynlegt aðhald á markaði sem neytendur nutu góðs af með auknu vöruúrvali og lægra verði og ennfremur hærra mjólkurverði til bænda. Gögn málsins gefa hins vegar ekki til kynna að Mjólkursamsalan hafi farið út fyrir ramma samkeppnislaga. Þannig er ekki leitt í ljós að Mjólkursamsalan hafi með kerfisbundnum og skipulögðum aðgerðum reynt að útiloka keppinauta frá markaði með samkeppnishamlandi aðgerðum. Því er ekki tilefni til frekari aðgerða af hálfu Samkeppniseftirlitsins.

Tilkynning vegna kynbótasýningar á Sörlastöðum í Hafnarfirði

Gríðarlegt brottfall hefur orðið á Sörlastaðasýningunni, í upphafi voru skráð um 200 hross og þegar hollaröðun var birt á þriðjudagskvöldið voru hrossin komin í 140. Eins og staðan er í dag losa hrossin rétt 100 þannig Búnaðarsambandið neyðist til að breyta hollaröðun umtalsvert. Þeir knapar og eigendur sem þegar hafa kynnt sér hvenær þeir eiga tíma ættu endilega að skoða hollaröðunina á nýjan leik.

Nýjar niðurstöður úr gróðursýnum

Komnar eru niðurstöður úr gróðursýnum sem tekin voru 17. maí sl.l á vefinn hjá okkur. Um er að ræða sýni sem efnagreind voru hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.
Greinilegt er á þessum sýnum að gróður er mengaðar á svæðinu kringum eldstöðina og alls ekki hægt að mæla með því að búfénaði sé beitt undir Eyjafjöllum, í vesturhluta Mýrdals og innst í Fljótshlíð.
Etir því sem fjær dregur eldstöðinni minnkar flúormengunin, sérstaklega þar sem rignt hefur að undanförnu. Úrkoma eða nýtt öskufall breyta þessari mynd að sjálfsögðu mjög hratt.

Eyjafjallajökull hefur spúið um 300 milljón rúmmetrum af gjósku

Um 150 manns komu á íbúafund á Hvolsvelli í gærkvöldi. Þar var farið yfir ýmis málefni tengd gosinu í Eyjafjallajökli. Magnús Tumi Guðmundsson frá Jarðfræðistofnun Háskóla Íslands fór yfir þróun gossins og var með nýjar tölur um magn gjósku í gosinu. Nú hafa komið um 300 milljón rúmmetrar af gjósku frá Eyjafjallajökli og til viðmiðunar má nefna að í Kötlugosinu 1918 komu 700 milljón rúmmetra af gjósku frá því gosi.

Átaksverkefni við aðstoð á gossvæðinu undirritað – um 70 störf skapast

Hefja á átaksverkefni um aðstoð við íbúa á gossvæðinu á Suðurlandi. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, Vinnumálastofnun, Landgræðslan og sveitarstjórnir Rangárþings eystra, Mýrdalshreppur og Skaftárhreppur eru á þessari stundu að undirrita samning þess efnis að bænum Fljótsdal í Fljótshlíð. Samningurinn felst í að sveitarfélögin á svæðinu munu bjóða fólki á atvinnuleysisskrá vinnu við afleysingar og aðstoð við búskap á svæðinu. Gríðarlegt vinnuálag hefur verið á bændum auk þess sem björgunarsveitir og sjálfboðaliðar hafa lagt fram mikla vinnu við að aðstoða bændur frá gosbyrjun.

Stýrihópur um vöktun flúors birtir leiðbeiningar um sýnatökur

Landbúnaðarháskólinn hefur fengið styrk fyrir sumarstarfsmanni til vöktunar flúors og áburðarefna (Ca, Mg, K, P, S) í ösku, jarðvegi, plöntum og drykkjarvatni búpenings á öskufallssvæðinu undir Eyjafjöllum sumarið 2010. Einnig hefur fengist styrkur til kaupa á tækjabúnaði til flúormælinga á rannsóknastofunni á Hvanneyri. Styrkurinn er veittur frá Vinnumálastofnun og iðnaðarráðuneytinu.

back to top