COVID-19: Mörg mál í deiglunni hjá BÍ

Viðbragðsteymi Bændasamtakanna hefur fundað tvisvar í þessari viku vegna COVID-19 faraldursins. Mörg mál eru í vinnslu og nýjar upplýsingar berast dag frá degi. Sem dæmi er rætt um viðbrögð við afurðatjóni og vinnutapi, afleysingaþjónustu, áhrif sóttkvíar á starfsemi bænda og matvælafyrirtækja, flutninga, fóður-, lyfja- og áburðarbirgðir og breyttar aðstæður á vinnumarkaði. Þau atriði sem eru  Continue Reading »

Bændasamtökin mæla með því að takmarka heimsóknir á bú

Bændasamtökin hafa fylgst náið með þróun mála vegna kórónuveirunnar sem nú herjar á landann og alla heimsbyggðina. Matvælastofnun hefur gefið út mikilvægar leiðbeiningar til bænda og annarra matvælaframleiðenda um það hvernig bregðast skuli við og lágmarka áhættu af sökum veirunnar. Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og Embætti landlæknis vegna COVID-19  Continue Reading »

Aðalfundur Búnaðarsambandsins 8. apríl

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður haldinn á Hótel Selfossi miðvikudaginn 8. apríl og hefst að venju kl 11:00 Dagskrá; Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins  

Til sölu fósturvísar undan Angus kvígum hjá Nautís

Á myndinni má sjá Tjerand Lunde norskan dýralækni skoða fósturvísa Hjá Nautís eru 39 fósturvísar undan dætrum Li‘s Great Tigre 74039 og Draumi 18402 til sölu. Hver fósturvísir kostar kr 25.000,-  án vsk og að auki innheimt kr 100 þús án vsk fyrir fæddan kálf. Nautís setur skilyrði að þeir sem annist fóstuvísainnlögnina hjá bændum  Continue Reading »

Fósturvísaskolun úr Angus kvígunum á Stóra Ármóti

Norskur dýralæknir Tjerand Lunde hefur verið þessa viku á Stóra Ármóti og aðstoðað okkur við skolun á fósturvísum úr 7 Angus kvígum sem fæddar voru haustið 2018. Alls náðust 46 fósturvísar og var 7 af þeim komið fyrir í kúm á Stóra Ármóti en hinir 39 voru frystir. Fósturvísarnir verða boðnir bændum en nú er  Continue Reading »

Rafstöðvakaup

Búnaðarsamband Eyjafjarðar ákvað að kanna hjá sínum félagsmönnum hversu margir hefðu áhuga á rafstöðva kaupum. Fleiri búnaðarsambönd á Norðurlandi ásamt LK og BÍ veltu einnig upp þessum hugmyndum og var ákveðið að kanna hvort möguleiki væri á að vinna sameiginlega að þessu á landsvísu. Nálægt 50 bændur eru þegar búnir að lýsa áhuga á að  Continue Reading »

Sauðfjársæðingar 2019

Í dag 21. desember lauk 52 sæðistökuvertíðinni hjá Sauðfjársæðingastöð/Kynbótastöð ehf. Þátttaka er svipuð og í fyrra en óveðrið 10.  til 12. desember dró verulega úr þátttöku einkum um norðanvert landið.   Heildarútsending var 16030 skammtar af hrútasæði og miðað við 70 % nýtingu þýðir það að rúmar 11000 ær hafi verið sæddar. Sæðistakan gekk þokkalega en  Continue Reading »

Vel heppnaðir haustfundir um sauðfjárrækt

Góð mæting var á haustfundi sauðfjárræktarinnar sem haldnir voru í síðustu viku.  Alls mættu um 150 manns á þessa 4 fundi en einn fundur var fyrir hverja sýslu. Veitt voru verðlaun í boði Fóðurblöndunnar og Jötunn Véla fyrir hrútana sem voru með hæstu kynbótaeinkunnir og efstu lambhrútana við lambaskoðun í haust. Kaffi var í boði  Continue Reading »

Hrútaskrá 2019-2020 vefútgáfa

Hrútaskráin 2019-2020 er nú komin vefinn.  Útgáfan er í höndum sauðfjársæðingastöðvanna og ritstjóri er Guðmundur Jóhannesson RML, en efni í skrána er að mestu skrifað af Árna B. Bragasyni, Eyjólfi I. Bjarnasyni, Eyþóri Einarssyni og Lárusi Birgissyni sem allir starfa hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Hrútafundirnir eru haldnir 20. og 21. nóvember og þá verður prentaðri útgáfu  Continue Reading »

Heimsókn norskra holdanautabænda

Síðustu helgina í október komu 27 norskir holdanautabændur  ásamt starfsmönnum og framkvæmdastjóra Tyr sem er félagsskapur holdanautabænda í heimsókn til Nautís til að kynna sér innflutninginn á Aberdeen Angus gripunum og heimsækja holdanautabændur.  Á fögrum haustdegi var farið með hópinn austur að Sandhóli í Meðallandi þar sem m.a er rekið holdanautabú. Þá var á bakaleiðinni  Continue Reading »

Haustfundir BSSL í sauðfjárrækt

Búnaðarsamband Suðurlands í samstarfi við RML, Sláturfélag Suðurlands, Fóðurblönduna og Jötunn vélar, heldur sína árlegu hrútafundir eða haustfundi í sauðfjárrækt á næstunni.  Þá verður Hrútaskráin 2019 komin í hús, þar sem ráðunautar RML lýsa kostum hrútanna. Fundirnir verða eins og undanfarin ár fjórir og mun Sláturfélag Suðurlands bjóða upp á kaffiveitingar og verðlaun veitt fyrir  Continue Reading »

Sauðfjársæðinganámskeið Stóra-Ármóti

Endurmenntun LbhÍ heldur sauðfjársæðinganámskeið á Stóra-Ármóti föstudaginn 29. nóvember kl. 13.00-18.00, kennari á námskeiðinu er Þorsteinn Ólafsson.  Námskeiðið er fyrir alla sauðfjárbændur og þá sem hafa áhuga á að starfa eða starfa nú þegar við sauðfjársæðingar. Fjallað er örstutt um sögu sauðfjársæðinga. Æxlunarfærum sauðkinda er lýst og greint er frá helstu atriðum varðandi æxlunarlíffræði þeirra.  Continue Reading »

Fyrsta vigtun holdakálfa sem fæddust 2019 hjá Nautís

Í septemberlok voru holdakálfarnir sem fæddust í sumar settir í einangrun þar sem þeir verða næstu 9 mánuðina. Þeir voru flestir orðnir þriggja mánaða eða alveg að verða það. Um leið voru þeir vigtaðir. Þyngstur var Haukur 0013 en hann vóg 208 kg 93 daga gamall. Það gerir þungaaukningu upp á 1710 gr á dag.   Continue Reading »

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur 1. október

Jarðræktarstyrkur er greiddur út á endurræktun á túnum, nýræktir, kornrækt, grænfóðurrækt til sláttar og beitar og útiræktun á grænmeti.  Síðasta haust var jarðræktarstyrkur tæpar 38.000,- kr á ha. Landgreiðslur eru greiddar á tún sem ætluð eru til fóðuröflunar en þó ekki á land sem eingöngu er nýtt til beitar.  Greiddar voru rúmar 3.300,- kr á  Continue Reading »

Angus holdakálfarnir farnir til eigenda sinna

Föstudaginn  6. september lauk sæðistöku úr Angus holdakálfunum. Miðað við aldur kálfanna verður ekki annað sagt en að sæðistakan hafi gengið vel. Alls náðust 2571 skammtur úr þremur nautum. Baldur 0011 gaf 1236 sk, Draumur 0009 gaf 1205 sk og Vísir 130 sk.  Að sæðistöku lokinni voru nautin afhent eigendum sínum. Á myndinni má sjá  Continue Reading »

Nám fyrir frjótækna

Námið er ætlað þeim sem áhuga hafa á að læra handbrögð frjótækna. Endurmenntun LbhÍ heldur námskeiðið sem er einkum ætlað búfræðingum og er haldið í samstarfi við Nautastöð BÍ og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Takmarkanir eru á fjölda þátttakenda. Nám fyrir verðandi frjótækna skiptist í tvennt, annarsvegar bóklegt lotunám sem kennt er hjá LbhÍ á Hvanneyri með  Continue Reading »

Réttir á Suðurlandi haustið 2019

Fyrstu réttir haustsins á Suðurlandi, verða sunnudaginn 8. september, en þann dag er réttað á 3 stöðum, í Haldrétt og Þóristungurétt í  Holtamannaafrétti, Rangárvallasýslu og Laugarvatnstétt, Árnessýslu.  Á vef Bændsblaðsins er listi yfir allar fjár- og stóðréttir haustsins, sjá bbl.is Rétt er að minna á að villur geta slæðst inn í listann og því alltaf best  Continue Reading »

Einar Þorsteinsson Sólheimahjáleigu er látinn

Einar Þorsteinsson ráðunautur frá Sólheimahjáleigu er látinn. Búnaðarsamband Suðurlands fyrir hönd sunnlenskra bænda vottar eftirlifandi eiginkonu Einars sem og aðstandendum hans samúð sína. Hann fæddist 31.ágúst 1928 að Holti í Dyrhólahreppi. Einar nam búfræði við Tune búnaðarskólann í Danmörku og svo síðar við Búnaðarháskólann í Kaupmannahöfn þar sem hann lauk búfræðikandidatsprófi 1956. Hann var ráðunautur  Continue Reading »

Umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur

Opnað verður fyrir rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur vegna framkvæmda á yfirstandandi ári á Bændatorginu þann 2. september nk. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. október n.k. Umsóknarfrestur verður ekki framlengdur. Framleiðendur sem uppfylla skilyrði 3. gr. reglugerðar um almennan stuðning við landbúnað nr. 1260/2018 geta sótt um jarðræktarstyrk og landgreiðslur. Skilyrði fyrir  Continue Reading »

Sæði úr Angus kálfum

Í morgun 15. ágúst gáfu Angus nautin Draumur 18402 og Baldur 18403 sæði sem verður til dreifingar frá Nautastöð BÍ Hesti. Baldur gaf 214 skammta og Draumur 173 skammta. Vonandi tekst að ná sæði úr hinum nautunum næstu daga en nautin eru einungis rúmlega 11 mánaða. Þá komu til landsins í dag 41 fósturvísir sem  Continue Reading »

back to top