Jarðskjálftar hækka verð á fiskimjöli

Jarðskjálftarnir í Chile fyrr á þessu ári, sem m.a. ollu miklum skemmdum á fiskimjölsverkmiðjum þar í landi, hafa leitt til samdráttar í framboði á fiskimjöli á heimsmarkaði sem aftur hefur þrýst mjölverði upp í áður óþekktar hæðir. Chile er næststærsti útflytjandi fiskimjöls í veröldinni, næst á eftir Perú.

Korn spírar vel í ösku og öskublönduðum jarðvegi

Starfsmenn Landbúnaðarháskólans tóku tóku ösku- og jarðvegssýni undir Eyjafjöllum eftir að aska féll þar í upphafi goss og hafa verið gerðar tilraunir með ræktun í öskunni á tilraunastöðinni á Korpu. Prófað hefur verið að sá byggi og grasfræi í hreina ösku sem og ösku blandaða mismiklum jarðvegi. Kornið var farið að spíra á innan við viku frá því sáð var í öllum gerðum ösku og jarðvegs nema leðjunni sem hlaupið í Svaðbælisá ruddi fram á túnin á Önundarhorni.

Óhætt að viðra búpening ef rignt hefur frá síðasta öskufalli

Eins og við sögðum frá í dag hefur verið öskufall undir Eyjafjöllum í gær og í dag. Það hefur hins vegar verið lítið eða innan við millimetra auk þess sem rignt hefur á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Níels Óskarssyni hjá Jarðvísindastofnun Háskólans var mældur flúor í yfirborðsvatni frá Sólheimum að Markarfljóti fyrir síðustu helgi. Þær mælingar sýndu flúorinnihald upp á 4-10 mg/l (ppm). Í rennandi vatni fannst ekki flúor.

Aska fellur á ný undir Eyjafjöllum

Talsvert öskufall hefur verið frá því í gær undir Eyjafjöllum. Mest aska virðist hafa fallið frá Þorvaldseyri að Drangshlíð en þó virðist sem hlutfallslega hafi fallið meiri aska austast á svæðinu en þegar ósköpin dundu yfir í upphafi goss.
Finnur Tryggvason á Rauðafelli segir að þetta sé skelfilegt. Mökkurinn sé aftur kominn og allt svart yfir að líta, eins og tjara, en væta fylgdi öskufallinu í gær. Finnur segir að gjóskan sem nú fellur sé mun grófari en sú í upphafi og miklu dekkri og spáin óhagstæð fyrir næstu daga. Veðurstofan spáir öskufalli í austur og suðaustur frá eldstöðinni næstu daga.

Litlar breytingar á gosinu

Samkvæmt upplýsingum frá jarðfræðingum hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands heldur klepragígur áfram að hlaðast upp í nyrsta ískatli Eyjafjallajökuls og hraunið rennur áfram til norðurs að Gígjökli. Farið var í eftirlitsflug yfir eldstöðvarnar í gær með flugvél Landhelgisgæslunnar. Lítið sást til eldstöðvanna en hægt er að fylgjast með þróuninni á ratsjá flugvélarinnar. Gosið virðist svipað og undanfarna daga en þó mun minna en í upphafi.

Íslandsbanki gerir athugasemdir við umfjöllun Morgunblaðsins

Íslandsbanki hefur sent frá sér athugasemd vegna umfjöllunar Morgunblaðsins á málefnum bóndans á Skáldabúðum. Þar kemur m.a. fram að Íslandsbanki hefur farið þess á leit við eftirlitsnefnd sem skipuð er af ráðherra efnahags- og viðskiptamála að hún fari yfir öll gögn og feril málsins. Þá segir Íslandsbanki það vera rangt að umrædd eign hafi verið seld án auglýsingar.
Athugasemd Íslandsbanka fer hér á eftir:

Jörðin seld án auglýsingar

Í Morgunblaðinu í dag, fimmtudaginn 29. apríl, er viðtal við Sigurgeir Runólfsson bónda á Skáldabúðum. Þar segir hann farir sínar ekki alveg sléttar í viðskiptum sínum við bankakerfið en hann hefur neyðst til að selja jörðina eftir að viðskiptabanki hans tók þá ákvörðun.
Sigurgeir segist hafa reynt að berjast á móti þessu, en eins manns stríð endi aldrei vel. Hann segir jafnframt að jörðin hafi verið seld án þess að auglýsa hana og að hann og kona hans, Þórey Guðmundsdóttir, séu óánægð með vinnubrögð bankans en hafi ekki treyst sér til annars en að samþykkja skilmála bankans, enda hafi þau staðið frammi fyrir því að vera lýst gjaldþrota ef þau skrifuðu ekki undir samning um sölu jarðarinnar. Sigurgeir segir fjölskylduna vera á götunni og sig atvinnulausan.

ORF líftækni tvöfaldar ræktun á erfðabreyttu byggi

Nýsköpunarfyrirtækið ORF Líftækni ætlar að tvöfalda ræktun sína á erfðabreyttu byggi í sumar til að anna aukinni eftirspurn eftir afurðum fyrirtækisins. Í sumar mun hluti byggræktunar fyrirtækisins fara fram í 2.500 fermetra gróðurhúsi að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.
Fyrirtækið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að byggið sem verður ræktað í Borgarfirði myndi í fræjum sínum verðmætt prótein sem m.a. er ætlað til notkunar í snyrtivörur. „Stærstur hluti aukinnar framleiðslu sé ætlað að mæta aukinni eftirspurn meðal erlendra viðskiptavina í snyrtivöruiðnaðinum.

BÍ sendir bændum og öðrum íbúum á áhrifasvæði goss í Eyjafjallajökli kveðjur

Stjórn Bændasamtaka Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem þakkað er fyrir þann stuðning sem bændum hefur verið sýndur vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Tilkynningin fer hér á eftir:
„Bændasamtökin þakka fjölmörgum sem sýnt hafa bændum stuðning í hug og verki undanfarna sólarhringa. Sérstakar þakkir eru færðar til samtaka bænda í nágrannalöndum okkar og raunar um allan heim. En atburðir vekja til umhugsunar mikilvægi á starfi bænda, velferð dýra og matarframleiðslu. Íslendingar sýna innlendri matvælaframleiðslu mikinn skilning og meta bændur það mikils og vilja rækja það hlutverk, sem er besti stuðningurinn til lengri tíma.

„Hafa forgang að túnum í Gunnarsholti“

Starfsfólk Landgræðslunnar vinnur nú að því hörðum höndum að kanna þær leiðir sem stofnunin getur farið til að aðstoða bændur undir Eyjafjöllum svo sem varðandi aukatún til sláttar í sumar, að hefta fok þar sem jökulhlaupið skyldi eftir leir og framburð beggja vegna Markarfljóts og kanna ástand heiðanna.
Starfsfólk Landgræðslunnar vinnur nú að því hörðum höndum að kanna þær leiðir sem stofnunin getur farið til að aðstoða bændur undir Eyjafjöllum svo sem varðandi aukatún til sláttar í sumar, að hefta fok þar sem jökulhlaupið skyldi eftir leir og framburð beggja vegna Markarfljóts og kanna ástand heiðanna.

Formannafundur BSSL

Stjórn Búnaðarsambands Suðurlands hefur ákveðið að halda formannafund búnaðar- og búgreinafélaga föstudaginn 30. apríl á Hótel Hvolsvelli og hefst hann kl 11:00.
Ástæðan er eldgosið í Eyjafjallajökli og ástandið á því svæði þar sem öskufall eða flóð hafa valdið tjóni. Tilgangur með fundinum og fundarefni er að fara yfir stöðu mála, upplýsa hvað Búnaðarsambandið hefur verið að fást við og velta því fyrir sér með hvaða hætti er hægt að veita bændum á þessu svæði mesta aðstoð.

Bjargráðasjóður að Heimalandi í dag

Fulltrúar frá Bjargráðasjóði verða í upplýsingamiðstöðinni að Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag kl. 12.00 til 14.00 og munu veita íbúum upplýsingar og ráðgjöf.

Hefði líklega verið gott að eiga ennþá áburðarflugvél

Hreinsunarstarf á þeim bæjum þar sem öskufall varð mest er í fullum gangi. Vagn Kristjánsson lögreglumaður hefur yfirumsjón með hreinsunarstarfinu. Hann segir að því er fram kemur á mbl.is aðkomuna á bæjunum ekki jafnsvarta og áður enda hafi slökkviliðsmenn vatnshreinsað húsin. Þá hafi sveitarfélagið beitt vinnuvélum við að skafa heimreiðar og bæjarhlöð.

Hreinsunarstarf undir Eyjafjöllum í fullum gangi

Sjálfboðaliðar hafa undanfarna daga aðstoðað bændur undir Eyjafjöllum við hreinsunarstarf eftir öskufallið frá gosinu í Eyjafjallajökli. Hátt í eitt hundrað manns eru að störfum á bæjum undir Eyjafjöllum og er skipulaginu er stýrt frá félagsheimilinu Heimalandi. Að sögn Jóhönnu Róbertsdóttur, svæðisfulltrúa Rauða krossins á Suðurlandi og Suðurnesjum, eru sjálfboðaliðarnir frá 4×4, Rauða krossinum og úr hópi sem var settur saman á Fésbókinni auk liðsmanna úr björgunarsveitunum og frá Brunavörnum Árnessýslu. Fólkið vinnur að hreinsun á bæjum, skolun á veggjum og þökum auk hreinsunar á hlöðum krigum bæina. Einnig fái bændur aðstoð frá fólkinu við ýmislegt sem þeir óski eftir að fá aðstoð við.

Askan þykkust norðan Seljavelli

Jarðvísindastofnun Háskólans hefur birt kort af þykktardreifingu öskufalls undir Eyjafjöllum. Þykkast er öskulagið í byggð norðan Seljavelli og liggur þykktarás öskufallsins um austanvert Lambafell, nánast í hásuður frá gígnum í toppi Eyjafjallajökuls.

Fulltrúar BÍ í Heimalandi undir Eyjafjöllum

Fulltrúar Bændasamtakanna, þau Erna Bjarnadóttir sviðsstjóri félagssviðs og Elías Blöndal Guðjónsson lögfræðingur, verða til viðtals í fjöldahjálparmiðstöðinni Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag milli kl. 12:00 og 14:00.

Hreinsun túna undir Eyjafjöllum að hefjast

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur í samráði við stjórn Bjargráðsjóðs ákveðið að heimila að hafist verði handa við hreinsun túna á bænum Önundarhorni undir Eyjafjöllum. Í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneytinu kemur fram að Önundarhorn hafi farið einstaklega illa undan flóðinu í Svaðbælisá, eftir að gosið hófst í Eyjafjallajökli. Verulegur hluti túnanna er þakin jökulleir og öðrum framburði. Mjög mikilvægt er að hefjast handa sem allra fyrst vegna vorkomunnar og eru bændurnir Pála Kristin Buch og Sigurður Þór Þórhallsson tilbúin að takast á við það með tilstyrk Bjargráðasjóðs.

Öskufall til norðvesturs og vesturs næstu daga

Í nótt var fremur rólegt yfir gosstöðinni í Eyjafjallajökli. Upp úr miðnætti dökknaði gosmökkurinn talsvert samkvæmt upplýsingum lögreglu og vindátt breyttist þegar leið á nóttina til suðausturs. Aska fellur nú í norðvestur frá eldstöðinni í átt að Fljótshlíð. Rétt er að taka fram að öskufall er nú ekkert í líkingu við það sem var í fyrstu.
Veðurstofan spáir suðaustlægri átt í dag og vaxandi vindi smám saman. Gert er ráð fyrir öskumistri til norðvesturs frá eldstöðinni. Með öskumistri er átt við truflun í skyggni vegna ösku, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Bændur bíða og sjá hvað setur

Sigurður Þórhallsson, bóndi á Önundarhorni undir Eyjafjöllum, segist í viðtali við RÚV standa frammi fyrir því að öll hans ræktun, 100 hektarar, séu hulin aur og ösku. Hann segir jafnframt að yfirlýsingar bænda um að bregða búi dragi mátt úr öðrum og efast um að Bjargráðasjóður dekki allan kostnað sem eldgosið hefur skapað bændum. Hann telur að kostnaðurinn geti sýnt sig þegar líður á, hvað varðar tækjabúnað og vélakost.
Sigurður segist nú vinna að því að gera umhverfi sitt vistlegra og að áður en hann taki ákvörðun um það að hætta búskap vilji hann sjá hver þróun öskufallsins verður. „Ef það hættir þá held ég það sé óhætt að skoða það að byrja að hreinsa.“

Opið hús að Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta verður opið hús í að Reykjum í Ölfusi, en þar er miðstöð garðyrkjunáms á Íslandi. Reykir eru í útjaðri Hveragerðisbæjar; skammt frá sundlauginni. Skólinn er opinn frá kl. 10 til 18. Í aðalbyggingu skólans fer fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum og eru allir velkomnir til að fylgjast með keppendum að störfum. Sumarið er komið í garðskálanum og hægt er að heimsækja hitabeltið í bananahúsinu og pottaplöntusafninu. Verkefni nemenda í skrúðgarðyrkju verða til sýnis í verknámshúsi. Kaffiveitingar og markaðstorg með garðyrkjuafurðir. Kl. 14:00-15:00 verður hátíðardagskrá þar sem afhent verða garðyrkjuverðlaun LbhÍ og Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar.

back to top