Flúor í gróðursýnum langt undir hættumörkum
Dagana 11.-12. ágúst sl. voru tekin gróðursýni í Skaftártungum, Álftaveri, Mýrdal, undir Eyjafjöllum, Landeyjum og Fljótshlíð. Alls voru þetta 11 sýni; 7 sýni voru af fyrsta endurvexti, 2 af öðrum endurvexti og 2 af óslegnum túnum. Niðurstöðurnar eru á bilinu 2,61 – 5,63 mg flúors í kg. Viðmiðunarmörk fyrir sauðfé eru 70-100 mg í kg og fyrir nautgripi og hross 25-30 mg í kg. Við núverandi aðstæður virðist hætta á flúormengun í gróðri vera hverfandi.