Fóðurstöð Suðurlands byggir í Flóahreppi
Fyrsta skóflustunga að nýbyggingu Fóðurstöðvar Suðurlands var tekin í gær í Heiðargerði í Flóahrepp. Bjarni Stefánsson stjórnarformaður Fóðurstöðvarinnar tók fyrstu skóflustunguna að framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina Fóðurstöðvarinnar. Byggingin sem nú á að rísa verður 500 fermetrar og mun hýsa frystigeymslur og tæknirými, sem á að vera tilbúið í vor. Áætlaður kostnaður við þessa framkvæmd er um 100 milljónir. Síðar er stefnt að því að koma starfseminni á einn stað og verður það gert eftir efnum og aðstæðum. Fóðurstöð Suðurlands framleiðir fóður fyrir loðdýrabændur á Suðurlandi, úr lífrænum úrgangi. Magnús Hlynur Hreiðarsson var á svæðinu og tók meðfylgjandi myndir.