Fólk getur smitað dýr af inflúensu

Hætta er á að fólk með svínaflensu smiti alifugla og svín. Sóttvarnalæknir hvetur fólk með flensueinkenni að vera  ekki að störfum í svína- og alifuglahúsum. Í orðsendingu frá Haraldi Briem sóttvarnalækni til bænda hvetur hann þá sem ábyrgir eru fyrir skepnum að huga að því hvernig þeir eru í stakk búnir til að bregðast við ef margt heimilisfólk smitast samtímis. Þá mælist hann einnig til að bændur geri áætlun um umhirðu og fóðrun skepnanna.

Fylgjast má með orðsendingum og/eða ráðleggingum sóttvarnarlæknis á vefslóðinni www.landlaeknir.is

Leiðbeiningar fyrir heimilisfólk

Heimild: Textavarpið 18. september 2009 / síða 106


back to top