Formannafundur Stóra Ármóti
Boðað hefur verið til formannafundar Búnaðarsambands Suðurlands að Stóra Ármóti föstudaginn 26. október kl. 13:30. Efni fundarins endurskoðun leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði.
Á Búnaðarþingi var samþykkt tillaga um að endurskoða leiðbeiningaþjónustu í landinu. Þar kemur m.a fram að sameina skuli ráðgjafarstarfsemi búnaðarsambanda og Bændasamtaka Íslands í eina rekstrareiningu og að breytingarnar eigi að taka gildi um næstu áramót. Í kjölfar þess var myndaður stýrihópur sem réð Ágúst Þorbjörnsson ráðgjafa og verkefnisstjóra. Tillögur hans lágu fyrir í lok september og hafa verið til umræðu og útfærslu síðan.
Boðað hefur verið til aukabúnaðarþings þann 29. október næstkomandi þar sem málið verður til umfjöllunar og afgreiðslu.
Stjórn Búnaðarsambandsins og búnaðarþingsfulltrúar hafa fundað um málið og í kjölfar þess ákveðið að boða til formannafundar Búnaðarsambandsins.